Alþýðublaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLADIÐ 3 HELGIN 23,-26. NÓVEMBER 1995 s k o ð a n i r Skömmtunarstjóri ríkisins, ekki meir... ÁRATUGUR er langur tími í lífi einstaklings - en ekki í pólitík. Nú er bráðum áratugur liðinn frá því að Al- þýðuflokkunnn setti það á stefnuskrá sína að innheimta bæri veiðileyfagjöld fyrir afnotarétt af sameiginlegri auð- lind þjóðarinnar, í stað þess að úthluta kvóta ókeypis. Nú er ekki lengur spuming um það, hvort veiðileyfagjöid verða tekin upp, heldur aðeins hvenær. Alþýðuflokkur- inn var á sínum tíma fyrstur stjórn- málaflokka til að marka sér stefnu í þessu stóra máli. Við umræður á Al- þingi í fyrri viku kom á daginn að þrír stjórnmálaflokkar (Alþýðuflokkur, Þjóðvaki og Kvennalisti) styðja nú málið. Þar við bætist að fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, Ólafur Ragnar Grímsson. lýsti yfir skilyrtum Háborðið | Jón Baldvin Hannibalsson skrifar stuðningi við það. Hið sama hafa gert stjórnarformaður og framkvæmda- stjóri Granda og reyndar ýmsir ileiri handhafar kvóta, sem fengið hafa þessum vérðmætum úthlutað, án þess að hafa' greitt eigandanum, íslensku þjóðinni, S.vó mikið sem fimmeyring fyrir. • - ÞORSTEINN PÁLSSON sjávarút- vegsráðherra átti bágt þegar hann reyndi, í umræðum á Alþingi, að veija kerfið. .Hvernig getur lögfræðingur varið það, að lögbundin eignarréttur þjóðarinnar á fiskimiðunum er ekki virtur í reynd? Ef hann ber því við að ókeypis úthlutun stjómvalda á kvótum varði aðeins afnotarétt, hvemig getur lögfræðingúrinn þá varið það, að af- notaréttiif’af ánnárrá éign skuli vera ókeypis? Hvemig getur dómsmálaráð- herrann varið það að menn geti hagn- ast afþví að selja annarra manna eig- ur? Og ekki nóg með að handhafar kvótans geti grætt á að selja hann; þeir geta leigt hann, veðsett hann, afskrifað hann og látið hann ganga í erfðir til af- komenda sinna - allt saman án þess að eigandinn, íslenska þjóðin, fái nokkuð í sinn hlut. Sú var tíð að vemdun eignarréttar- ins var grundvallaratriði í stjómmála- skoðun svokallaðra íhaldsmanna. Þeir hafa skorið upp herör til vemdar eign- arréttinum af minna tilefni en því, sem hér er nefnt, þar sem allar grundvallar- reglur eru fótum troðnar. Sú vernd eignarréttar, sem á að vera tryggð í stjómarskránni, kemur fyrir lítið. Jafn- ræðisreglan - gmndvallarregla í sam- skiptum borgaranna við ríkisvaldið - er þverbrotin. Vegna framsalsréttar innan kvótakerfisins er mönnum smám saman mismunað í stómm stíl innan greinarinnar. Menn standa ekki jafnt að vígi í að hasla sér völl í grein- inni. Sum fyrirtæki njóta ókeypis kvótaúthlutunar. Önnur fyrirtæki hafa orðið að kaupa kvóta dýmm dómum. Þau búa ekki við sömu samkeppnis- skilyrði. Þeir sem fengið hafa kvótann ókeypis em í reynd ríkisstyrktir. í ÞÚSUND ÁR voru fiskimiðin í kringum ísland almenningur. Öllum „Það er athyglisvert að ráðherrar og ráða- menn Sjálfstæðisflokksins koma fram í þessu máli, og reyndar í hverju stórmálinu á fætur öðru, sem fulltrúar pólitísks skömmtunarkerf- is og ríkisforsjár, gegn hagsmunum almenn- ings og gegn almennum leikreglum í atvinnu- lífinu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formað- ur Sjálfstæðisflokksins, er dæmi um slíkan stjórnmálamann." var fijálst að sækja þangað björg í bú. Skipakostur og veiðitækni voru með þeim hætti, að engin hætta var á of- veiði. Það er liðin tíð. Takmarkalaus sókn með nýjustu tækni í takmarkaða auðlind, þar sem auðlindin nýtur ekki eignarréttarvemdar, leiðir alltaf og alls staðar til ofveiði og rányrkju. Þess vegna hefur ríkið tekið að sér að skammta aðganginn að auðlindinni. Kvótakerfið er skömmtunarkerfi. Öll skömmtunarkerfi bjóða upp á spill- ingu og enda að lokum í stöðnun og hruni þeirra atvinnugreina, sem við eiga að búa. Islenskur landbúnaður er dænii um það. Hagkerfi Austur-Evr- ópuþjóða em dæmi um það. Núver- andi kvótakerfi - aflamarkskerfi - væri fyrir löngu búið að leggja sjávar- útveginn í rúst, ef ekki væri framsals- réttur á kvótum. Framsalsrétturinn er hvort tveggja í senn: Helstu rökin fyrir hagkvæmni kerfisins en jafnframt eitt skýrasta dæmið um óréttlæti þess. Eða hvemig ætla menn að réttlæta það að handhafar kvótans, útgerðarmenn, beiti valdi sínu, að viðlögðum at- vinnumissi, til þess að þvinga sjó- menn til að fjármagna kvótakaup af sínum hlut, án þess að þeir fái nokkuð fyrir sinn snúð? Þeir eru gerðir að leiguliðum og búa við svipað réttarör- yggi og hinar „dauðu sálir" Gogols í rússnesku bændaánauðinni. Öllum má Ijóst vera að það verður aldrei friður eða sátt um núverandi aflamarkskerfi og félagslegar afleið- ingar þess, nema því aðeins að hand- hafar kvótans greiði eiganda auðlind- arinnar eðlilegt gjald fyrir afnotarétt- inn. Það er lágmarkskrafa, sem ekki er unnt að hvika frá. Klisjur kvótavina eins og Þorsteins Pálssonar og Hall- dórs Asgrímssonai' um að veiðileyfa- gjald sé sama og sérstakur skattur á sjávarútveginn og þar með lands- byggðina, em innantómar og standast ekki nánari skoðun. ÖLL FYRIRTÆKI, án tillits til þess í hvaða atvinnugrein þau eru, eiga að greiða skatta sámkvæmt al- mennum reglum. Það á að vera svo, hvort heldur urn er að ræða fyrirtæki í matvælaframleiðslu, iðnaði eða þjón- ustu. En verslunarfyrirtæki verður auðvitað að greiða fyrir aðföng sín, þá vöm sem það selur. Fyrirtæki sem fær aðgang að malamámi í eigu annarrá verður að greiða fyrir það. Menn greiddu ekkert fyrir það að róa til , fiskjar áður fyrr, af því að miðin vom almenningur. Alþingi hefur nú breytt því með lögum. Þjóðin er eigandi fiskimiðanna og ríldð skammtar að- ganginn að miðunum. Þar með er búið að gera veiðileyfin að fémætum rétt- indum - þau hafa ákveðið markaðs- verð. Spurningin er því aðeins sú: A „ rentan “ af þessari auðlind að ganga til eiganda síns, þjóðarinnar, eða til einkaaðila, samkvœmt pólitísku skömmtunarkerji. Það er athyglisvert að ráðherrar og ráðamenn Sjálfstæðisflokksins koma fram í þessu ináli, og reyndar í hverju stórmálinu á fætur öðm, sem fulltrúar pólitísks skömmtunarkerfis og ríkis- forsjár, gegn hagsmunum almennings og gegn almennum leikreglum í at- vinnulífinu. Þorsteinn Pálsson, fyrr- verandi formaður Sjálfstæðisfiokks- ins, er dæmi um slíkan stjórnmála- mann. Hann ver pólitískt skömmtun- arkerfi í landbúnaði með oddi og egg. Hann og Halldór Ásgrímsson em eins og samvaxnir Síamstvíburar í máls- vöm sinni fyrir pólitískt skömmtunar- kerfi í sjávarútvegi. Það er alveg sama hvar við bemm niður: I landbúnaðar- málum, í sjávarútvegsmálum, við framkvæmd GATT-samninganna, varðandi búvörusamninginn nýja - alls staðar koma forystumenn og þing- rnenn Sjálfstæðisfiokksins fram sem fulltrúar opinbers skömintunarkerfis og ríkisforsjár og harðir andstæðingar markaðslausna og almennra leikreglna í atvinnulífi. Þeir eru pólitískir uin- skiptingar. EINSTAKA SINNUM er eins og þetta pólitíska þursabit brái af þeim og þeir sjái hlutina í réttu ljósi. Dærni urn þetta kom upp varðandi framkvæmd Gy^TT-samningsins. Samkvæmt samningnum er ríkið skuldbundið til að heimila innflutning landbúnaðar- vara að lágmarki allt að 3% af mark- aðshlutdeild viðkomandi vöru. Þetta eru smámunir, - en það er grundvall- arreglan sem skiptir máli. Ríkið verð- ur einhvem veginn að úthluta leyfum fyrir þessum innflutningi. Við skoðun málsins var öllum ljóst að þessi leyfi væm „fénuet réttindi". Þau myndufá markaðsverð. Þau gætu gengið kaup- urn og sölum. Öllum var ljóst að ef innflytjandinn fengi þessi leyfi - þessi fémætu réttindi - ókeypis, mundi „rentan" ganga óskipt til hans, en neytandinn myndi í engu njóta þess. Niðurstaðan varð sú að allir þing- menn Sjálfstæðisflokksins, og reyndar allir stjórnarliðar, greiddu atkvæði með því, ásamt þingmönnum stjómar- andstöðunnar, að ríkinu bæri að taka gjald fyrir þessi takmörkuðu innflutn- ingsleyfi. Þannig samþykktu Þorsteinn Pálsson, Halldór Ásgrímsson og allt heila skömmtunarstjóralið stjórnar- flokkanna, grundvallarregluna um gjaldtöku fyrir takmörkuð leyfi, eða fémæt réttindi, sem ríkið tekur að sér að skammta borgurum - ef skömmt- unarkerfi er á annáð borð við lýði. Þar með kipptu þeir sjálfir fótunum end- anlega undan öllum þeirra mála- myndarökum gegn veiðileyfagjaldi í sjávarútvegi. Nú er ekki lengur spum- ing um hvort sú gjaldtaka kemur - að- eins hvenær. Höfundur er alþingismaöur og formaður Alþýðuflokksins. Yvonne Rode nemi: James Ingibjörg Jóhannsdóttir Hetfield í Metalica. sjúkraliði: Það er hinn eini sanni Bo Halldórsson. Svanur Kristjánsson bak ari: Pink Floyd. Ágústa Daníelsdóttir af- greiðslumaður: Paul Weller og Style Council. Anna Björg Jónsdóttir hárgreiðslusveinn: Páll Óskar. Hann er frábær. m e n n Stríðið gekk yfir og ég held að Guðmundur [frá Miðdal], og kannski margir aðrir sem litu einhverju vonarauga til Þýskalands fyrir stríð, hafi flestir viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér. Ari Trausti Guömundsson, sonur Guðmundar frá Miðdal, um tengsl föður sins við þýska nas- ista. Þór Whitehead fjallar talsvert um þau mál í nýrri bók, Milli vonar og ótta. DV í gær. Ekkcrt nema meiriháttar pólitískt kraftaverk dugar til að halda lífi í þeim stjómmálaflokki [Þjóðvaka] fram yfir næstu þingkosningar. Forystugrein Elíasar Snælands Jónssonar í DV í gær. Dómaranum mútað með gleðikonum. Enskur knattspyrnudómari leysti frá skjóðunni og kvaðst hafa þegið margvíslegar gjafir og mútur á löngum ferli. DV í gær. Mikilvægast að hafa húmorista um borð. Jón GunnarTraustason skipverji á Akureyrinni um galdurinn að komast af í löngum Smugutúrum. Mogginn í gær. Fólk virðist halda að N. það sé ekket líf nema karl- maðurinn bíði manns að loknum degi en ánægjulegt starf er betra fyrir mig. Játningar Díönu prinsessu birtust í Mogganum í gær. Enginn heiðarlegur guðfræðingur myndi tala um þann málaflokk á þann ókristilega og óskynsamlega máta sem þeir Davíð Þór Jónsson og Snorri Óskarsson gerðu. Ekki einn. Bjarni Karlsson sóknarprestur í Eyjum gagn- rýndi fjandvinina Davíð Þór og Snorra harkalega fyrir málflutning þeirra um homma og lesbiur. Morgunblaösgrein í gær. fréttaskot úr fortíð Rósa Hermannsson Söngkonan góðkunna, ungfrú Rósa Hennannsson, sem nú hefir dvalið rúmlega árlangt í Toronto og stundað söngnám af miklu kappi, hefir nýlega sungið fyrir einn stærsta kven-“Club“ borgarinnar í Rosedale og hlotið lof mikið; tók hún þar til meðferðar ýmsa íslenzka söngva. Er hún í mjög miklu áliti íyrir sönghæfileika sína þar eystra. - Einn bezt þekti málari Kan- ada, Mr. Brookeis, hefir málað af henni mynd, sem mjög er dáðst að, og er hún til sýnis á myndasýningu, er Royal Academy heldur í þessum mánuði. - Jafnframt söngnáminu stundar ungfrúin þýzku- og frönsku- nám. Alþýðublaðið 20. janúar 1931.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.