Alþýðublaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995 ■ Yfirlýsingar samtaka launþega, neytenda og verslunar um GATT-samning ríkisstjórnarinnar IMeytendur löðrungaðir Þegar ríkisstjómin lagði fram fmm- varp sitt um GATT- samninginn fékk efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsögn margra aðila um frumvarpið. Segja má að umsagnirnar hafi allar verið á einn veg. Frumvarpið, sem síðan var samþykkt af meirihluta Al- þingis sem lög, var ekki talið þjóna hagsmunum neytenda eða versíunar. Það var sagt koma í veg fyrir sam- keppni með tilheyrandi verðlækkun- um sem gengur þvert á yfirlýst mark- mið GATT-samningsins. Með tollum og magntollum verða innfluttar búvör- ur svo dýrar út úr búð hér á landi að verslunareigendur telja vonlaust að um nokkurn innflutning sem skipti máli geti orðið um að ræða. Hér á eftir er vitnað í umsagnir sem bámst efna- hags- og viðskiptanefnd. Einokun um ókomna tíð Samtökin íslensk verslun segja meðal annars í umsögn sinni: „Samkvæmt tollviðauka 1 sem lagð- ur er fram með ofangreindu frum- varpi, er hagur neytenda algerlega fyr- ir borð borinn og íslenskum landbún- aði tryggð einokun um ókomna tíð. Hinir háu vemdartollar, eða ofurtollar, sem þar er að finna gera með öllu ómögulegt að halda hér uppi virkri samkeppni milli innlendra og inn- fluttra landbúnaðarafurða." Of mikil tollvernd I punktum frá Alþýðusambandi Is- lands segir meðal annars: „Fyrir ís- lenska neytendur skiptir auðvitað miklu að tollvemd á landbúnaðarvömr sé ekki svo mikil að verð á þeim lækki alls ekki. Því miður virðist raunin verða sú ef fyrirliggjandi frumvarp verður samþykkt óbreytt. Það er einn- ig slæmt að ekki sé gert ráð fyrir minnkandi tollvemd á næstu ámm. Að öllu samanlögðu telur miðstjóm ASÍ að sú tollvernd sem áætluð er á ís- lenskum landbúnaðarafurðum sé of mikil og setja þurfi markmið um minnkandi tollvemd á næstu ámm.“ Ofurtoilar og bönn „Með frumvarpinu er greinilega stefnt að því að opna landið formlega fyrir öllum innflutningi en síðan er með ofurtollum (varðandi unnar/soðn- ar afurðir) og innflutningsbönnum (sbr. 26. grein) viðhaldið í raun fyrri verndarstefnu gagnvart íslenskum landbúnaði. Þessar verndaraðgerðir em ótímasettar og virðast hafa varan- legt gildi. í þessu Ijósi má ætla að stjómvöld stefni ekki að því að efla al- þjóðlega verslun og samkeppni á þessu sviði, enda þótt það sé einmitt tilgangur þeirra sáttmála sem liggja til grundvallar Alþjóðaviðskiptastofnun- inni,“ segir í umsögn Bandalags há- skólamanna. Nær ekki tilgangi Hagkaup sendi inn umsögn um GATT-frumvarpið þar sem segir með- al annars: „Það er skoðun okkur að fmmvarp- ið. verði það að lögum, muni ekki ná þeim yfirlýsta tilgangi að opna fyrir innflutning á landbúnaðarafurðum til Islands umfram það sem verið hefur. Gildir þá einu hvort um er að ræða innflutning samkvæmt svonefndum lágmarksaðgangi eða innflutning með 30% tollum og krónutölujöfnun. Þetta leiðir til þess að við höfum almennt ekki í hyggju innflutning á landbúnð- arvömm þótt vera kunni að einstakar afurðir fmnist sem hægt verði að selja á samkeppnisfæm verði á fslandi." Engin samkeppni Neytendasamtökin minna í sinni umsögn á að tilgangurinn með nýja GATT-samningnum með landbúnað- arvörur sé að örva viðskipti og þar með samkeppni með þessar vömr. Það Sé hins vegar Ijó'st að með óbreyttu GATT-frumvarpi muni neytendur hafa sáralítinn ávinning af þessum samningi: „Þær vörur sem leyft verður að flytja inn á lágmarkstollum (3- 5% af neyslu), munu samt bera það háan toll að útsöluverð þeirra verður í lang flestum tilvikum mun hærra en á inn- fluttum vömin. Miðað við þá háu tolla sem íslensk stjórnvöld áskildu sér í GATT tilboði sínu. gætu þeir tollar sem leggja á á samkvæmt framvarp- inu á innflutning umfram lágmarksað- gang, virst mjög lágir. Engu að síður em þeir það háir að ekki verður um neinn innflutning að ræða og því enga samkeppni við innlendar vömr.“ Vonin orðin að engu • „Með þessum tollum er fyrirfram verið að verðleggja erlendar vömr út af markaðnum, en neytendur standa í þeirri trú að tilgangurinn með þessum nýja samningi með landbúnaðarvömr sé að auka viðskipti og samkeppni. Veitingahúsin áttu sér þá von að eðli- legur innflutningur landbúnaðarvara myndi leiða til fjölbreyttara úrvals vörutegunda á lægra verði svo og leiða til þess að eðlilegt verð myndað- ist á íslenskum landbúnaðarafurðum. Með samþykkt þessa fmmvarps er sú von orðin að engu,“ segir í umsögn Sambands veitinga- og gistihúsa. Veldur vonbrigðum Samtök iðnaðarins segja meðal annars eftirfarandi: „Það veldur vonbrigðum að sú stefna sem virðist tekin með þessu frumvarpi felur ekki í sér neina til- burði í þá átt að veita landbúnaðinum og tengdum greinum neina raunvem- lega samkeppni. Tollar eru þannig ákveðnir að ekki verður um neinn al- vöm innflutning að ræða.“ Engar breytingar „I því fmmvarpi sem hér liggur fyr- ir er gert ráð fyrir mjög kröftugri toll- vemd og þar á verði ekki gmndvallar- breyting næstu árin. Allt bendir til þess að með framvaipinu eigi sér eng- ar merkjanlegar breytingar sér stað þótt nú sé horfið frá þeirrí gmndvall- arstefnu að leggja bann við innflutn- ingi á búvöm,“ segir í umsögn Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. ■ Ritstjóri blaðs sjálfstæðismanna í Kópavogi Valtað yfir kjósendur í GABB-málinu í blaði sjálfstæðismanna í Kópa- vogi, Vogum, birtist skelegg forystu- grein eftir ritstjórann, Halldór Jóns- son, undir ofangreindri fyrirsögn. Þar fer hann hörðum orðum um af- greiðslu ríkisstjómarinnar á GATT- samningnum og segir meðal annars: „Alþýðuflokkurinn hefur verið harðastur í gagnrýni GATT- laganna og kallað þau GABB-lög. Telur flokkurinn samþykkt og frágang þeirra meiriháttar tilræði við íslenska neytendur og muni girða þá inni í geðþóttaákvörðuðum tollmúrum til vemdar hinu íslenska landbúnaðar- vandamáli. fslenskir neytendur muni greiða fyrir þetta í versnandi lífskjör- um á komandi ámm miðað við aðrar þjóðir. Glugginn til aukins viðskipta- frelsis hafi aðeins verið opnaður til þess að skella honum enn fastar aftur. Ymsar landbúnaðarvörur eins og grænmeti muni beinhriis hækka á al- mennum innanlandsmarkaði sem af- leiðing af þessari gerð. Þessar raddir eiga því miður við nokkur rök að styðjast. Alþingi afsal- ar sér skattlagningarvaldi í hendur ráðherra. Hagsmunir neytenda hafa enn einu sinni vikið fyrir þröngum sérhagsmunum innlendra framleið- enda án þess að vegurinn til hagræð- ingar og verðlækkunar lífsnauðsynja hafi verið varðaður. í skjóli atkvæða- magnsins hefur verið valtað yfir hina fjölmennu kjósendur í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, sem em fyrst og fremst almennir neytendur en ekki framleiðendur landbúnaðarvara." Kona stjórnar hljóm- sveitinni Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika næstkomandi fimmtudags- kvöld kl. 20.00 í Háskólabíói. Tónleikamir hefjast á Le tombeau de Couperin eftir Maurice Ravel. Verkið er samið í minningu sex vina tónskáldsins sem féllu á vesturvíg- stöðvunum í heimsstyrjöldinni fyrri. Hann lauk við verkið árið 1917 en þá hafði heilsu hans hrakað mikið og einnig var hann mjög piðurdreginn vegna dauða móður sinijar. Þrátt fyrir þá erfiðleika ber verkið ýmis'einkenni léttrar tónlistar. Beethoven samdi alls fimm píanó- konserta og er það hinn fímmti, Keis- arakonsertinn, sem hljómar á tónleik- unum á fimmtudagskvöldið. Þegar Beethoven lauk við að semja konsert- inn árið 1809 var heyrn hans orðin það slæm að hann gat ekki frumflutt konsertinn, en það hafði hann hins vegar gert við hina fyrri. Um tilurð viðumefnisins Keisarakonsertinn segir sagan að franskur liðsforihgi sem við- staddur var fmmflutningihn hafi orðið svo uppnuminn af verkinuað hann Iét þau orð falla að hér væri fæddur ,Jceisari einleikskonsertanria“. Sinfóníu nr. 96 samdi Josef Haydn á Lundúnaárum sínum. Það var 11. mars 1792 að hann kom fyrst fram á tónleikum og kynnti þá nýja sinfóníu, nr. 96. Hann skrifaði vinkonu sinni Luigia Pozelli: „Sinfónían mín olli gífurlegri hrifningu, það þurfti að end- urtaka adiago þáttinn. en það hefur aldrei áður komjð. fyrirbér f borg.“ Eftir gagnrýni-frá'þe’SsQrit-tíma að dæma fór fónskáldið níeð rétt rhál, því einn gagnrýnandi segir: „Tórilistin hafði svo rafmögnuð áhrif á alla við- stadda og þegar verkið náði hámarki lá við uppþoti af hrifningu." Keri Lynn Wilson, en hún stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni á tónleikum á fimmtudagskvöld. Hljómsveitarstjóri að þessu sinni er kvenkyns og af íslensku bergi brotin. Keri-Lynn Wilson stundaði tónlistar- nám í heinralandi sínu Kanada og þreytti þar fmmraun sína sem hljóm- sveitarstjóri með Þjóðarhljómsveit Kanada árið 1990. Síðar fór Keri- Lynn í hinn þekkta JuIIiard tónlistar- skóla og lauk þaðan prófi með meist- aragráðu árið 1994. Þar vann hún til fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína meðal annars verðlaun þau er kennd em við Bruno Walter. Nú er Keri-Lynn Wilson aðstoðarhljóm- sveitarstjóri hjá Dallas sinfóníuhljóm- sveitinni í Texas f Bandaríkjunum. Frederick Moyer vérður einleikari hljómsveitarinnar í Keisarakonsertin- um. Moyer stundaði tónlistarnám í Curtis tónlistarskólanum í Fíladelfíu og Indiana háskólanum í Bloomington í Bandaríkjunum. Frá því hann þreytti fminraun sína í Camegie Hall í New York hefur hann leikið með helstu hljómsveitum heims og komið fram á ýmsum listahátíðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.