Alþýðublaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 20
Helgin 23.- 26. nóvember 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk MPBUBLMÐ ■ Ný lög við Ijóð Tómasar Guðmundssonar Ljóðið gefur mér lagið -segir Þormar Ingimarsson sem er höfundar laganna. ,,Það eru ein tíu ár frá því að lög við ljóð Tómasar Guðmundssunar fóru að hlaðast upp í huga mér. Eftir því sem ég kynnist ljóðum Tómasi meira verð ég æ hrifnari af þeim. Vonandi verður þessi útgáfa til þess að fleiri kynni sér ljóð hans og að til dæmis böm eigi þess kost að syngja ljóðin. En þessi plata er fyrir aldurslausan markað því hún hentar öllum,“ sagði Þormar Ingimarsson í samtali við Alþýðublaðið. Ut er komin hljómdisk- urinn Sundin blá með lögum Þormars við ýmis ljóð Tómasar. Þar má nefna / Vesturbœnum, Japanskt Ijóð, Við höfnina og Kvœðið um pennann. Þekktir tónlistarmenn leika undir og söngvarar em Ari Jónsson, Björgvin 179. tölublað - 76. árgangur SUNDIN BLÁ tCO i>C*UARS IMGIMARSS3MAH VICIJC9 rðUASAR GJÐVJRjSSaAA* Halldórsson, Ríó tríó, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Óla Jóns- dóttir og Pálmi Gunnarsson. „Ljóð Tómasar er menningararfur sem ber að varðveita og útbreiða til komandi kynslóða. Ég bý til tónlistina út frá stemmningu ljóðsins og það er ljóðið sem gefur mér lagið. Tómas er því kjaminn í þessu og síðan valdi ég allra bestu tónlistarmenn til að koma lögum til skila á þessum geisladiski og þá söngvara sem mér fannst hæfa hveiju lagi fyrir sig. Hugsunin var því að halda gæðunum allt til enda og ég er mjög ánægður með útkomuna," sagði Þormar Ingimarsson. Utgefandi er Hófaljón en Skífan sér um dreifingu. FJÖLSKYLDUDAGAR Á HORNI TRYGGVAGÖTU OG PÓSTHÚSSTRÆTI THERN rRIEi CHICKEN AVir ar fái 9 Tumi Magnússon opnar um helg- ina sýningu á verkum sínum í Ás- mundarsal. Tumi í r Asmundarsal Laugardaginn 25. nóvember verður opnuð sýning á málverkum eftir Tuma Magnússon í Ásmundarsal við Freyjugötu. Verkin á þessari sýningu eru olíumálverk unnin með sprautu- tækni á striga og sækja litina og nöfn- in til ýmissa þeirra efna sem umheim- urinn er samsettur úr. Sýningin stend- ur til 10. desember og mun vera síð- asta sýningin sem er setit upp í þessum gamalgróna sýningarsal. ■ Aðalfundur Leigjenda- samtakanna Skatti af hús- leigubótum mótmælt Alþýðublaðinu hefur borist álykt- un frá aðalfundi Leigjendasamtak- anna sem haldinn var um síðustu helgi. Ályktunin fer hér á eftir í heild: „Aðalfundur Leigjendasam- takanna haldinn að Lögbergi, húsi lögfræðideildar Háskóla fslands, 18 nóvember 1995 mótmælir stað- greiðsluskatti af húsaleigubótum sem ákveðinn var með reglugerðar- breytingu síðastliðið sumar. Breyt- ingin rýrir gildi bótanna og ruglar greiðslu áætlunum leigjenda, en bætir lítið hag ríkissjóðs. Þá mót- mælir fundurinn mismunun fólks eftir búsetu er sveitarfélög ráða sjálf hvort þau greiða út bæturnar. Fundurínn mótmælir einnig því að fólki skuli mismunað eftir eigna- formum húsnæðis, er húsaleigubæt- ur eru skattlagðar en vaxtabætur til húseigenda ekki. Allir greiða til samfélagsins eftir sömu reglum og ættu því að fá þaðan eftir sömu reglum. Fundurinn skorar á ráða- menn að viðurkenna að Ieiguhús- næði er fullgilt og eðlilegt rekstrar- form íbúðarhúsnæðis og koma hér á einu húsnæðisbótakerfi þar sem ailir eiga sama rétt“ ■ Málþing í Lögbergi Jafnt vægi atkvæða Á laugardaginn stendur Mannrétt- indastofnun Háskóla íslands íyrir mál- þingi. Til umræðu er spumingin: Er jafnt vœgi atkvœða mannréttindi?. Málþingið fer fram í stofu 101 í Lög- bergi og hefst klukkan 13.30. Frummælendur á málþinginu eru Atli Harðarson heimspekingur, Jón Baldvin Hannibalsson alþingismað- ur, Ólafur Þ. Þórðarson fyrrverandi alþingismaður og Sigurður Líndal prófessor. Að loknum fyrirlestrum verða almennar umræður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.