Alþýðublaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 23.11.1995, Blaðsíða 17
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995 Umsagnir Kolbrúnar Bergþórsdóttur um nýjar bækur Kolbrún Bergþórsdóttir vann í þrjú ár sem sérkennari og fræddist þá sitthvað um misþroska og ofvirkni. Þegar hún, fyrir skömmu, gluggaði aftur í Islendingasögur rakst hú á hetjur sem hún var ekki í vandræðum með að greina sem misþroska og ofvirkar. Isabel Allende: Paula Tómas R. Einarsson þýddi Mál og menning 1995 Einn meginstyrkur þessarar bókar felst í öflugri og heillandi persónu- sköpun. Lesandinn fyllist áhuga á persónum sem iöa af sjálfstæði og sérvisku, telur sig vera í afbragðs kompaníi og vill ekki segja skilið við persónurnar. Mesti styrkleiki þessa verks er sterk persónusköpun, ásamt tilfinninga- ríkri tjáningu, sem brýst fram á svo einlægan og sannfærandi hátt að lesandinn kemst ekki hjá því að vera gagntekinn af verkinu. Þetta er ein þeirra bóka sem menn gefast ekki upp á að lesa. Þetta er bók sem held- ur mönnum við efnið, ekki einungis meðan þeir lesa hana heldur einnig í þó nokkurn tíma eftir lesturinn. Súsanna Svavarsdóttir: Skuggar vögguvísunnar Forlagið 1995 í þessari bók er að finna níu sam- j— farasögur. Óhætt er að segja að allir þeir drættir sem þar koma fyrir séu bókmenntum landans lítt til fram- dráttar. Þar er að vísu brölt og ólm- ast, stunið og másað meir en títt er í íslenskum bókmenntum, eða nær samfellt á hundrað sextíu og átta síðum. En um leið hafa kynin líklega aldrei hossast hvort á öðru í jafn miklum mæli Meginvandi höfundar er sá að hann gerir sér enga grein fyrir eigin vang- etu, en hún blasir þó við lesendum á hverri síðu. Því harmrænni sem þjáningu persóna er ætlað að vera því hlægilegri verður hún. Þvi ákaf- ari sem losti og gredda persóna er því afkáralegri verða lýsingar höf- undar. Afleiðingarnar eru þær að verkið minnir hvað eftir annað á skopstælingu. Þess vegna skellir les- andinn upp úr, einmitt þegar höf- undi er hvað mest mál. Björn Th. Björnsson: Hraunfólkið Mál og menning 1995 Þó.mér þyki sittfivað skorta þá er þetta langt frá því að vera slæm bók. Hún er afar vel stíluð, enda er Björn Th. einn okkar bestu stílista. í henni er samankominn mikill sögulegur fróðleikur og því ættu flestir að vera einhverju nær eftir lesturinn. En um leið skortir skáldsöguna nokkuð til þess að vera verulega minnisstæð örlagasaga. Og þar veldur einfald- lega að ekki hefur verið nægilega hugað að því að skapa persónur sem lifna á síðum bókarinnar. Kormákur Bragason: Auga fyrir tönn Hekluútgáfan 1995 Skil milli persóna eru einföld og byggjast á því að karlmenn hugsa með kynfærunum og konur láta dæl- una ganga. Það er efnið sem afveigaleiðir höf- undinn. Hann eigrar um, stefnulaust, með söguefnið í farteskinu og gónir á kynferðisþáttinn, sem hann bisast við að gera sem subbulegastan. Þar lukkast honum erindið svo vel að á endasprettinum fyllist bókin af kyn- ferðislegu óráðshjali, svo umfangs- miklu, að það hlýtur að slá út af lag- inu jafnvel ötulustu hugarsmiði í þeim efnum. O Skall ttir Á roska agrimss smunda Ekki ætti að fara framhjá lesendum Egils sögu Skalla- grímssonar og Grettis sögu að hegðun hinna tveggja að- alpersóna er stórlega ábótavant strax í barnæsku. Ohætt er að segja að þar sé ekki við að eiga venjulega óþekkt tápmikilla drengja, því báðir guttar hafa óvenju mikla skapgerðarbresti. Félagsþroska þeirra er einnig stórlega áfátt og þeir bregðast við minnsta áreiti af fullri hörku. Eðlileg mannleg samskipti eru þeim einfaldlega um megn og þeir kunna ekki einföldustu Ieikreglur sem þar gilda. Hegðunarvandamál þeirra eru svo geigvænleg að hetjusamfélagið foma stendur ráðalaust frammi fyrir miður þekkilegum gjörðum smá- polla sem engu tiltali taka. Fullyrða má að sérfræðingasamfélag nútím- ans hefði bmgðist skjótt við, eða um leið og Egill Skallagrímsson og Grettir Asmundarson hefðu náð leikskólaaldri. Þá hefðu verið kall- aðir til sálfræðingar og félagsráð- gjafar sem samstundis hefðu greint drengina sem misþroska með stór- felld ofvirkniseinkenni. Egill, þrigg- ja ára alkohólisti, hefði umsvifalaust verið tekinn frá foreldmm sínum og sendur á upptökuheimili þar sem hann væri gerður upp - og síðan seldur í hendur skólayfirvalda. Grettis biðu svipuð örlög. Undir nafni mannúðarstefnu í sálfræði og nýjustu kenninga í kennslufræðum hefði þeim félögum verið potað inn í skólastofu og settir í hendur sér- kennara. A örfáum ámm hefði skólayfirvöldum, í samráði við hóp sálfræðinga og félagsfræðinga, tek- ist að ræna drengina öllu hug- myndaflugi og fmmkvæði og gera þá að hversdagslegum durgum sem féllu inn í hóphugsun skólakerfisins. Þjóðin ætti ekki Sonartorrek, því sá sem elst upp undir skjóli sálfræð- inga fær ekki fundið hinn skáldlega farveg - það næsta sem hann kemst því er að skrifa opinskáa lífsjátning- arbók - og þær em engar Eglur. Grettir sterki hefði sömuleiðis litla útrás fengið í þjóðfélagi þar sem hvergi er pláss fyrir líkamlega hrausta atgervismenn - nema þá helst í plebbalegum heilsuræktar- miðstöðvum. Egill Lesandi Egils sögu kynnist hetj- unni þegar hún er þriggja ára. Lýs- ingin á Agli litla hljóðar svo: „En þá er hann var þrevetur, þá var hann mikill og sterkur svo sem þeir svein- ar aðrir, er vom séx vetra eða sjö. Hann var brátt málugur og orðvís. Heldur var hann illur viðureignar er hann var í Ieikum með öðrum ungmennum." Lýsingar sérfræð- inga á einkennum misþroska bams á aldrinum þriggja til fimm ára er á þessa leið: „Óvenju athafnasamt. Ratar burt, stingur af. Eirðarlaust. Knýr á um að sér sé sinnt strax. Hengir sig í smáatriði. Gefur ekki eftir. Skemmir eigin leiki og ann- arra barna.“ I fyrstu lýsingu sögunnar á hegð- un Egils kemur greinilega fram að hann er ófær um að leika sér við önnur böm átakalaust. Þetta er eitt megineinkenni flestra misþroska bama með alvarleg ofvirknisein- kenni. Þau geta ekki farið eftir ein- földustu reglum. Þau em háð löng- unum sínum og hafa enga stjóm á þeim. Það sem þau ætla sér skal ganga fram. Af þessum sökurn verða þau yfirleitt snemma óvinsæl og félagslega einangruð. Víkjum að öðmm atriðum í lýsingum sérfræð- inga á atferli misþroska þriggja ára bams og mátum við Egil: „Ovenju athafnasamt.Eirðarlaust“. Ekki leikur nokkur vafi á því að þessar lýsingar gefa hárrétta mynd af Agli Skallagrímssyni þriggja ára. Hann hefur nær ömgglega gert þá ský- lausu kröfu að sér væri sinnt - og það samstundis. Ekki væri heldur ólíkt honum að hengja sig í smáat- riði og gera þau að aðalatriðum. Hin litla persónulýsing sem vísað var til í Eglu nægir reyndar ekki ein sér til að færa sönnur á að Egili hafi búið yfir öllum áðumefndum eigin- leikum, en í framhaldi sögunnar koma þeir hins vegar skýrt í ljós. Þriggja ára alkohólisti Þriggja ára vill Egill fara til veislu ásamt fjölskyldu sinni: „Egill ræddi um við föður sinn að hann vildi fara. „A eg þar slíkt kynni sem Þórólfur," segir hann. „Ekki skaltu fara,“ segir Skallagrímur, „því að þú kannt ekki fyrir þér að vera í fjölmenni, þar er drykkjur em miklar, er þú þykir ekki góður viðskiptis að þú sért ódrukkinn." Þama er upplýst að þriggja ára drengur sé vondur með víni. Nú er misþroska bömum með sterk of- virkniseinkenni hættara en öðmm bömum til að lenda á glapstigu. Þau seilast til þess sem þeim er ekki ætl- að og kunna sér ekki hóf. Þegar haft er í huga að Egill er þriggja ára orð- inn drykkjumaður af þeirri sort sem eftir er tekið, þá verður ekki annað séð en sú staðreynd styrki þau rök að hann hafi haft sterkustu einkenni misþroska og ofvirkni. Agli er bannað að halda til veislu, en hann ætlar sér þangað. „Gefur hvergi eftir.Ratar burt.Stingur af.“ Það er einmitt það sem Egill gerir. Litli ofvirki pjakkurinn sest upp á hest og heldur að heiman. Hann þekkir ekki leiðina og veit ekki hvert hann er að fara, en sér heimamenn á undan sér og eltir þá. Þessari kotrosknu boðflennu er vel tekið og kveður vísur milli þess sem hann sýpur á öli. Sjö ára morðingi Hetjan okkar er orðin sjö ára. Les- andinn fær stutta lýsingu af henni á þeim aldrei og hún bendir til að lítt hafí dregið úr misþroska- og of- virkni: „Egill var mjög að glímum; var hann kappsamur mjög og reiðinn, en allir kunnu það að kenna sonum sínum að þeir vægðu fyrir Agli.“ Böm með sterk misþroska- og of- Egill g Gre misþ HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 n virkniseinkenni eiga erfitt með að taka tapi, fremur en öðru mótlæti, og bregðast iðulega mjög ofsafengið við. Sérfræðingar skilgreina mis- þroska bams á aldrinum sex til átta ára á þessa leið: „Óvenju athafna- samt. Óþolinmótt. Lendir auð- veldlega í árekstrum. Virðist ekki átta sig á afleiðingum eigin gjörða. Fer ekki eftir fyrirmælum." Lesend- um skal bent á að þegar bullandi of- virkni bætist við misþroska þá em einkennin sem lýst er mun sterkari en áðurnefnd skilgreining gefur til kynna. Enginn ætti að draga athafnasemi Egils í efa. Hann fór ekki eftir fyrir- mælum þriggja ára gamall og ekkert bendir til að hann hafi lært þá list sjö ára. Harrn hefur enga stjóm á skapi sínu og gefur sér ekki tíma til að hugsa um afleiðingar gjörða sinna. Egluhöfundur segir að Egill taki tapi illa og það sannast rækilega stuttu síðar í sögunni, þegar Egill glímir við dreng sem er nokkmm ámm eldri en hann sjálfur. Sá nennir ekki að fara að tilmælum foreldra sinna um að sýna ekki styrk sinn þegar hann keppir við Egil: „En er þeir lékust við, þá var Egill ósterkari. Grímur gerði og þann mun allan er hann mátti. Þá reiddist Egill og hóf upp knatttréið og laust Grím, en Grímur ók hann höndum og keyrði hann niður fall mikið... Enn er Egill komst á fætur þá gekk hann úr leiknum, en sveinamir æptu að hon- um.“ Þessi frásögn lýsir ekki einungis ofsafengnu skapi Egils heldur einnig því hversu óvinsæll hann er meðal annarra drengja sem sýna eineltistil- burði þegar þeir géra hróp að hon- um. Hinn óvenju athafnasami Egill snýr frá en kemur aftur ásamt vini sínum, sem er nokkru eldri en hann. Síðan hleypur Egill að Grími og rekur exi í höfuð honum. Svo notast sé við sérfræðingamál sýnir móðir Egils þessu framkvæði jákvæða svöran, sem virkar svo örvandi á Egil að hann kveður hina frægu vísu: Það mælti mín móðir. Þrettán ára utanfari Næst fréttist af Agli tólf ára en þá drepur hann einn manna .föður síns eftir dráp föðurins á fóstru hans og besta vini. Þrettán ára vill hann fara utan með bróður sínum, en er neitað um það, eða eins og bróðir hans segir: „Því að þér mun það ekki hlýða að hafa þar slíkt skaplyndi sem hér.“ Viðbrögð Egils era í fullu samræmi við skapferli hans. Hann heggur á skipfestar þannig að skipið rekur út á fjörðin. Athæfið kallar á fordæm- ingu þeirra sem af því frétta. Egill svarar því til að hann „skyldi skamnit til láta að gera Þórólfi meiri skaða og spellvirki ef hann vildi eigi flytja hann í brott.“ Hann svarar að- finnslum með hótunum, enda þolir hann ekki ávítur. Hann hefur að lok- um sitt fram og fær að fara til út- landa. Þar athafnar hann sig að vild, vegur mann og annan milli þess sem hann kveður torskilda vísnabálka. Er hann úr sögunni um stund meðan athyglin beinist að annarri lítilli and- hetju sem einnig var misþroska og ofvirk. Grettir Grettir Asmundarson er kallaður til sögu sinnar með þessum ummæl- um: „Annan son áttu þau, er Grettir var kallaður; hann var mjög ódæll í uppvexti sínum, fátalaður og óþýð- ur, bellinn bæði í orðum og tiltekt- um.“ Nú ætti lesendum að vera ljóst hvert stefnir. Nútímaleg sálgrein- andi hugsun skynjar samstundis misþroska og ofvirkni drengsins. Og ekki er ummæli sem koma stuttu síðar til að draga kraft úr greining- unni: „ekki bráðger, meðan hann var á barnsaldri." Tíu ára ofbeldismaður Tíu ára er Grettir mættur til leiks í fullum skrúða. Hér era einkenni tíu ára misþroska bams samkvæmt mati sérfræðinga: „Óróleiki. Eirðarlaust. Óþolinmótt. Fer illa eftir settum reglunt. Þolir illa umvöndun. Skortir sjálfsgagnrýni. Leggur aðra í einelti og verður fyrir einelti." Grettir hefur öll þessi einkennni en fer um leið langt fram úr þessum lýsingum, enda era ofvirknisein- kennin mögnuð. Hann vængbrýtur gæsir og drepur kjúklinga í stóram stíl, einfaldlega vegna þess að gæsa- legt og kjúklingslegt atferli er hon- um ekki að skapi. Þetta athæfi hans hefði eitt sér nægt til að kalla félags- ráðgjafa nútímasamfélags á alvöra- þranginn fund. Faðir hans lætur sér hins vegar nægja að fá syninum það verk að stijúka bak sitt, treystir hon- um þó varlega til verksins, kallar hann mannskræfu og segir að aldrei sé dugur í honum. Hinn ofvirki son- ur bregst við samkvæmt eðli sín og sýnir dug sinn með því að beija á föðumum. Þá er drengurinn látinn gæta hrossa, en þar tekst líkt til og áður; hann misþyrmir hrossi svo illa að lóga þarf því. Grettir virðist fá útrás fyrir innri vanlíðan í ofbeldisverkum. Hann hefur ævinlega verið talinn ómögu- legur og skammir og aðfmnslur frá föðumum og öðram hafa verið hans daglega brauð. Böm með sterk mis- þroska- og ofvirkniseinkenni herð- ast einungis í óæskilegu atferli sé dembt yfir þau óbótaskömmum. Þeim finnst um leið að heimurinn sé á móti þeim, þau fyllast þver- móðsku og nýta óæskilegar aðferðir til að ná sér niðri á þeim sem þau telja sig eiga sökótt við. Fólk gefst upp á samskiptum við þessi böm, þau einangrast og verða einmana. Eins er með Gretti. Hann á engan að nema mömmu sína sem elskar hann heitt, og þó mömmumar hafi löng- urn dugað litlum óþekktaröngum vel þá nægir einfaldlega ekki velvild þeirra einna til að korna þeim í fé- lagsskap þar sem þeir njóta velvild- ar. A æsku-og unglingsáram Grettis rekur hvert rniður æskilegt atvikið annað. Þegar hann er Ijórtán ára tek- ur hann slysalegu atviki í leik sem beinni persónulegri árás. Saklaus leikur leysist upp í áflog. Grettir sýnir í þeim leik dæmigerð ofvirkn- isviðbrögð, en vinum tekst að lok- unt að róa hann. Skömmu síðar veg: ur hann rnann í ómerkilegri deilu um týndan rnal og er dærndur til að vera utan þrjá vetur. Eftir að hann hefur kvatt fjölskyldu og heirna- menn segir í sögunni; „Margir báðu hann vel fara, en fáir aftur konia,,. Segir það flest er segja þarf um við- horf mánna til þessa erfiða andfé- lagslega sinnaða einstaklings. Egill og Grettir fullorðnir og enn misþroska Misþroski og ofvirkni minnka oft með áranum, geta jafnvel að horíið að mestu. Þessi era einkenni fullorð- ins manns sem ekki hefur losnað við misþroska sinn eða ofvirkni: „Eirðarlaus. Hefur sveiflukennda skapgerð. Afkastamikill við vinnu. Vinnur oft við störf sem bjóða upp á mikla hreyfingu. Skiptir títt um vinnu.“ Það má máta kempumar tvær, á fullorðinsaldri, við þessa uppskrift. Enginn getur neitað þvi að þær fengust við störf sem buðu upp á mikla hreyfingu og vora afkasta- miklir við þau störf, hvort sem verið var að berja á draugum eða mönn- um. Eirðarleysi virðist vissulega hafa háð þeim, sömuleiðis sveiflu- kennd skapgerð. Hvoragur virðist því hafa losnað við einkennin að fullu, þótt árin hafi líklega fremur dregið úr þeirn en magnað. ■ Umsagnir Arnórs Benónýssonar og Sæmundar Guðvinssonar um leiksýningar Þjóðleikhúsið Þrek og tár Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Þaö er hvergi veikur hlekkur í þeirri keöju leikara sem flytur okkur Þrek og tár. Af hálfu höfundar eru per- sónur leiksins ekki allar dregnar skýrum dráttum en leikararnir fylla upp í þær eyður á snilldarlegan hátt oft og tíðum. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri og hans lið ná miklu út úr gloppóttu leikverki og sýningin í heild er hin besta kvöldskemmtun. SG Sannur karlmaður Höfundur: Tankred Dorst í samvinnu við Ursulu Ehler Leikstjóri: María Kristjánsdóttir Ingvar E Sigurðsson fer með hlut- verk Fernandos Krapp og gerir það listavel. Þó ungur sé að árum hefur Ingvar sannað að hann er einn ör- fárra ungra leikara sem hefur þá burði sem þarf til að kallast stórleik- ari. Sköpun hans á hinum tilfinn- ingabælda en ráðríka Krapp er kraft- mikil, öguð og á allan hátt trúverð- ug- Júlía eiginkona Krapps, er leikin af Halldóru Björnsdóttur og tekst henni af miklu öryggi að skapa persónu sem gengur í gegnum miklar tilfinn- ingalegar hremmingar. Raunar er frammistaða og samleikur þeirra Ingvars og Halldóru næg ástæða til að láta ekki þessa sýningu fram hjá sér fara og ánægjulegt til þess að vita að svo ungir listamenn skulu hafa náð slíku valdi á list sinrú. AB Kardemommubærinn Höfundur: Thorbjörn Egner Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir , Það skiptir engu máli hvað margar uppsetningar maður sér á verkum Thorbjörns Egners, það er alltaf jafn gaman og alltaf kemur maður út ör- lítið bjartari í sálinni, sannfærður um að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Það er Kolbrún Halldórsdóttir sem leikstýrir þessari sýningu og ferst það afar vel úr hendi. Sýningin er stílhrein, öguð en ólgandi af létt- leika og lífi. Unnin af vandvirkni og alúð út í hinu smæstu smáatriði. Glæsileg leiksýning sem er aðstand- endum sínum og Þjóðleikhúsinu til sóma. AB Glerbrot Höfundur: Arthur Miller Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikstjórinn velur þá leið að vera verkinu trúr og treysta texta skálds- ins til að halda athygli áhorfenda og koma boðskapnum til skila. Þannig er sýningin „gamalsdags" og hefð- bundin í bestu merkingu þeirra orða beggja. Hér er verið að flytja sögu, episkan skáldskap og það er gert án allra hundakúnsta. Leikararnir Ijá persónunum sál og hold en reyna ekki að trana sér fram fyrir skáld- skapinn og leikstjórinn virðist ekki búa yfir neinni löngun til að sýna færni sína eða halda athygli áhorf- enda með ódýrum trikkum, skáld- skapurinn ríkir hér einn. Það er full ástæða til að óska Þórhildi til ham- ingju með vel unna sýningu, þar sem reynsla og færni allra aðstand- enda blómstrar og skilar heilsteyptu og meitluðu verki farsællega í höfn. Borgarleikhúsið Lína Langsokkur Höfundur: Astrid Lindgren Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir Lína og apinn bera hita og þunga leiksins ásamt Önnu og Tomma. Margrét Vilhjálmsdóttir fer með hlut- verk Línu og á þar mjög góða spretti. Leikur hennar er óþvingaður og framsögn skýr og eðlileg. Hlut- verk Níelsar apa er vel skipað þar sem er Fanney Vala Arnórsdóttir. Hún er ekki há í loftinu enda ung að árum en smellur fullkomlega inn í hlutverk Níelsar. Ásdís Skúladóttir leikstjóri hefur um margt skapað hina bestu skemmtan með þessari sýningu en hefði mátt láta hana springa út með meiri krafti og meira fjöri. Hvað sem því líður er sýningin í heild hið besta ævintýri fyrir börn og fullorðna. SG Hvað dreymdi þig Valentína Höfundur: Ljudmíla Razúmovskaja Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Guðrún Ásmundsdóttir fagnar fjöru- tíu ára leikafmæli sínu í hlutverki ömmunnar Nínu Petrovnu. Og Guð- rún bregst ekki, eftir hlé sýndi hún allar sínar bestu hliðar og aftur og aftur skapaði hún andartök sem að- eins eru á færi hinna bestu. Þannig er atriðið þegar þær mæðgur Nína og Valentína rifja upp liðna tíð og syngja sönginn um kósakkann, sem reið í stríðið að verja land sitt dæmi um leikhúsaugnablik eins og þau gerast sterkust og best. Sýningin býr yfir gullfallegum og vel unnum augnablikum, en geldur þess að leik- stjórinn nær ekki að fullu utan um verk sitt. AB Tvískinnungsóperan Höfundur: Ágúst Guðmundsson Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson meðleikstjóri Árni Pétur Guðjónsson í þessari sýningu virðist mér kristall- ast allt það sem verst er um starf Borgarleikhússins undanfarin ár. í fyrsta lagi er verkið engan veginn sýningarhæft. Hugmyndin að karl og kona hafi sáluskipti er ekki einu sinni nýstárleg, en efalaust mætti vinna úr henni áhugavert verk. En svo er ekki hér. Eftir sálnaskiptin hafa átt sér stað upphefst gegndarlaus neðan- þindarhúmor kryddaður með illa sömdum og andlausum söngvum og hvorki höfundur né leikstjóri virð- ast vita hvert stefna skuli. Örlítið dæmi: Því A vill B, sem bara þráir C, sem er ólmur í engan nema D. Vond leiksýning sem á ekki fremur erindi við leiklistargyðjuna en Pa- mela Anderson og Strandverðirnir. AB Barpar Höfundur:Jim Cartwright Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir Leikstjórinn velur þá leið að hafa einfaldleikann og látleysið að leiðar- Ijósi og styrkur sýningarinnar felst einmitt í því að hún reynir aldrei að vera annað en hún er: dægileg kvöldskemmtun, þar sem meiri áhersla er lögð á skemmtigildið en sársaukann. Þar er þó lokaatriði sýn- ingarinnar undanskilið. í því brýst lífsharmur hjónanna fram. Atriðið var unnið af látleysi og einlægni sem léði því verulega þyngd, snyrti- leg leikhúsvinna. í þessu verki reynir verulega á þann hæfileika leikarans að geta brugðið sér í allra kvikinda líki og skapað hin- ar aðskiljanlegustu persónur án flók- inna hjálparmeðala. Það hlýtur því að vera öllum leikurum nokkur ögr- un að fá að takast á við þetta verk- efni og víst er þetta samviskusam- lega unnin sýning, sem ætlar sér ekki um of og hlýtur að teljast hin þokkalegasta kvöldskemmtun. AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.