Alþýðublaðið - 23.11.1995, Qupperneq 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995
Tilhugalíf á vinstri væng stjórn-
málanna blómstrar um þessar
mundir. Alþýðubandalagsfélag
Reykjavíkur heldurfund mánudag-
inn 4. desember næstkomandi þar-
sem ýmsar kanónur munu tjá sig
um málið, þeirra á meðal Margrét
Frímanns-
dóttir, Sig-
hvatur
Björgvins-
son, Jó-
hanna Sig-
urðardóttir,
Ögmundur
Jónasson
og Benedikt
Davíðsson. Þá eru stjórnarand-
stöðuflokkarnirfjórir nú að undirþúa
sameiginlegan þingflokksfund þar-
sem einkum á ræða um fjárlögin.
Ýmsir áhrifamenn í öllum flokkum
eru áhugasamir um að reglulega
verði efnt til funda af þessu, en um
það eru ærið skiptar skoðanir...
Fátt er Morgunblaðinu hugleikn-
ara en sjávarútvegsmálin, og
ósjaldan er Þorsteinn Pálsson
snoppungaður í forystugreirium fyr-
ir andstöðu við veiðileyfagjald. Á
sunnudag
var því sér-
staklega
fagnað í for-
ystugrein að
þrír þing-
flokkar - Al-
þýðuflokkur,
Þjóðvaki og
Kvennalisti -
hafa lýst sig hlynnta veíðileyfagjaldi,
auk þess sem Ólafur Ragnar
Grímsson vill nú ekki útiloka neitt
fyrir hönd Alþýðubandalagsins. í
sama leiðara var sett ofan í við Þor-
stein fyrir ummæli hans á Alþingi
um Ágúst Einarsson þingmann
Þjóðvaka og stjórnarmann í Granda
hf. Þá sagði Þorsteinn að Ágúst væri
með baráttu sinni fyrir veiðileyfi-
gjaldi að ganga erinda Granda og
annarra og stórfyrirtækja. Ágúst
brást að vonum hinn versti við og
kallaði Þorstein „ómerking". Fyrir
vikið var Ágúst áminntur af Ólafi G.
Einarssyni þingforseta, en Morgun-
blaðið tók semsagt upp þykkjuna
fyrir þingmann Þjóðvaka...
Reykjavíkurborg hefur nú fetað í
fótspor Björns Bjarnasonar og
fleiri góðra manna, og sett upp
heimasíðu á Internetinu. Tildrög
málsins voru þau að tveir stúdentar,
Pétur Ö. Richter og Gísli Reynis-
son sóttu um styrktil Nýsköþunar-
sjóðs námsmanna til að vinna að
uppsetningu upplýsingabanka
Reykjavíkurborgar á Internetinu.
Sjóðurinn veitti þeim 250 þúsund
króna styrk og Reykjavíkurborg lagði
fram 300 þúsund krónur. Og nú er
siðan semsagt tilbúin. Meðal efnis
eru upplýsingar um borgarstjórn,
ráð og nefndir borgarinnar og borg-
arfulltrúa. Þá er þar að finna ítarlegar
upplýsingar um stjórnkerfi borgar-
innar og skipurit, rekstur og þjón-
ustu einstakra málaflokka á vegum
borgarinnar, auk upplýsinga á ensku
um ferðaþjónustu í Reykjavik. Áfram
verður unnið að þróun gagnabank-
ans, en fyrir þá sem vilja líta á heim-
síðu Reykjavíkurborgar er rétt að
birta netfangið: http://WWW.rvk.is...
Vikupiltar
Hallgrímur Helgason skrifar
Fyrirmynd heimsins?
HH
Tölvulúnar hendur klesstar um skjalatöskur, sorgarrendur á fíngrum,
grænar sorgarrendur, af seðlatalningu. Og andlitin sorglega sálarlaus,
með rakspíra völdum eftir sjónvarpsauglýsingum og í hverju þeirra þetta
óttablándna „I wonder if my boss will like it“-blik í augum.
Þegar staðið er á horni tuttugasta og sjötta
strætis og níundu breiðgötu á Manhattan á sunnu-
degi rétt fyrir sex í nóvember þegar myrkurhlið
hnattarins er í þann veg að færast yfir þessa borg-
eyju og útsynningurinn næðir yfir og á milli
skýjaklúfa, Empire State-byggingin veður í skýj-
um niður að herðum og grálegur himininn úðar
mann léttmenguðu regni og maður horfir, út yfir
Hudson River, yfir til New Yersy, þar sem grillir
í enn grárri blokkir upp af hafnarkæjunum og
handan þeirra tekur við Esjugrár þokubakki eins
og maður þekkir að heiman: Þá sér maður í gegn-
um New York.
Þá fær maður allt í einu þessa tilfinningu sem
maður fær daglega heima þar sem sjórinn undan
Skúlagötunni kemur jafnan upp á Laugaveg um
Frakkastíg og Klapparstíg og kemur upp um
borgina: Hún er aðeins lítill blettur af menningu í
miðju hafi. Blekking að halda að heimurinn endi í
síðasta leigubíl í Breiðholt eða við dagskrárlok á
Stöð tvö.
Og það er sorglegt að sjá í gegnurn New York.
Hana líka. Hvað er þá eftir? Ef stórborg heimsins
opinberast manni svo áþreifanlega sem, að vísu
nokkuð háreistur, hafnarbær á bökkum Hödsonár.
Næðingurinn er alls staðar eins og napur. Dapur í
bragði veifa ég næsta gulum brl og læt hann bera
mig í gegnum hugleiðingar um bandarískt þjóðfé-
lag.
I meira en hálfa öld hafa Bandaríkin verið fyr-
irmynd heimsins í smáu sem stóru. Osigur
kommúnismans var túlkaður sem endanleg sönn-
un þess að kapítalisminn væri það sem blifi.
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru sker niður vel-
ferðarkerfi og minnkar ríkisumsvif, fetar hina
thatcherísku leið í átt að Washington þar sem
„einstaklingsfrelsinu" er ennþá vaggað án afláts í
hugmyndavöggu þessa risasamfélags, vöggu sem
ríkið má hvergi koma nærri en hefur nú verið raf-
knúin til þess að heimilismenn geti notið síns ein-
staklingsfrelsis.
Back in the US minnir hins vegar átakanlega á
„Back in the USSR“. Á vissan hátt virkar þessi
óhefti kapítalismi á mann sem jafn gamaldags og
úrelt kerfi og það sáluga í Sovét. í samanburði er
hið þróaða og siðmenntaða „blandaða hagkerfi“
Evrópu ljósárum fullkomnara.
Þegar neðanjarðarlestin - fátæklega setin af fá-
tæklegum blökkukonum og 1000 ára gömlum
rússneskum slæðukonum malandi um vörutilboð
í Woolworth - rennir inn á Wall Street-stöðina
fyllist hún skyndilega af verðbréfasölum, hvítu
kassalega fólki sem allan daginn fyllir World
Trade Center. Jakkaföt í tveimur litum, dragtir í
einum. Tölvulúnar hendur klesstar um skjalatösk-
ur, sorgarrendur á fingrum, grænar sorgarrendur,
af seðlatalningu. Og andlitin sorglega sálarlaus,
með rakspíra völdum eftir sjónvarpsauglýsingum
og í hverju þeirra þetta óttablandna „I wonder if
my boss will like it“-blik í augum.
Er þessi skyrtu- og bindisbúningur í nokkru
frábrugðinn skylduhnepptum maófötum kín-
verskra kerfisþræla? Er hinn ameríski „Boss“ í
nokkru frábrugðinn hinum foma „Kommisar“?
Minnir „Hi guys“ ekki nokkuð á „sælir félagar?"
Pýramídabygging stórfyrirtækjanna er í sjálfu
sér litlu frábrugðin hinum sósíalíska píramída,
með Maó á toppnum og billjónir af bakbrotnum
maurum undir niðri, að velta hrísgrjónum fyrir
flokkinn. Auðmýktin gagnvart stjómar“fonnann-
inum“ er sú sama, og hræðslan líka, hræðslan við
að geðjast honum ekki, koma ekki með réttu hug-
myndirnar, standa upp á vitlausum tíma, vera
ekki með rétt bindi, vona að hann bjóði manni í
sumarhúsið... Hér hljómar þrælslundin: „1 hope
my boss will like it.“
En Maó vildi láta ljúga með sér, ameríski
Bossinn vill sannleikann. Það er ekki eins auðvelt
fyrir undirmenn í amerísku fyrirtæki að skálda
hagnað eins og það var fyrir kínverskan héraðs-
stjóra að búa til 1000 kílóa uppskeru á hvem fer-
meter í héraðinu til þess að „efla hagvöxt". En
fyrir austan réði hugmyndin, hér ráða peningar.
Hvort tveggja jafn gamaldags.
Amerískt þjóðfélag byggir á hugmyndum fárra
en þjáningum margra.
Og nú sitja þeir félagamir í Washington, Bob
Dole og Newt Gingrich, á skyrtunum með upp-
brettar ermar, önnum kafnir við að skera niður
ríkisútgjöld til að efla hag einstaklingsins enn
frekar, og búnir að skera svo mikið að enginn er
eftir í vinnu hjá ríkinu...
Hvergi birtist þessi peningahyggja mér betur en
í sjónvarpinu. Ef sjónvarpið er gluggi á samfélag
em Ameríkanar allir kjálkabreiðir hvítingjar um
þrítugt, allir með axlabönd og vinna allir á aug-
lýsingastofu eða í verðbréfafyrirtæki, leigja sam-
an tveir og þrír og sofa til skiptis hjá stelpunum í
næstu íbúð, stelpur sem samanlagðar líta allar út
eins og hver og ein þeirra. Og svo fara þættimir í
það að gera upp hjásofelsið í síðasta þætti. Fyrir
hveija þáttaröð sem sýnd er heima em hér hundr-
að á dagskrá. Allt er þetta meginstraumsefni. Allt
er stflað á meginstraumsmanninn. Hér þrífst ekk-
ert óvænt, skrýtið, pervert eða asnalegt. Með öðr-
um orðum ekkert áhugavert. Allt er hannað til
dauðs. I þágu markaðar.
Á meðan hijóta séniín útí hverfúnúm, alls kon-
ar furðufuglar og fiktarar, stórskáld og skemmti-
kraftar, rapparar og ræmugerðarmenn, með alls
konar andlit og í alls konar litum. Trúarbrögð jafn
mörg og ísbrögðin í búðinni á hominu. En þeim
er ekki hleypt í gegn vegna þess að þeir líta ekki
nógu venjulega út, em með hættuleg nef og of
stórar tungur. Einn og einn er þó dubbaður upp í
kamer með umboðsmanni en áður en honum er
hleypt upp á stóra sviðið í bandarísku þjóðh'fi er
búið að snyrta hann svo mikið til að allar skrýtn-
ustu og bestu fjaðrimar em horfn'ár. Hann er orð-
inn „þjóðhæfur" og er varpað í meginstrauminn
þar sem lætur síðan reka með öllum hinum sela-
breytunum næstu árin. Robin Williams í hryll-
ingsmynd. Maðurinn með mestu hæfileikana í
þessu sólkerfi er látinn leika heiðvirðan heimilis-
föður sem setur upp ógnarsvip áður en skelfingin
tíður yfir heimilið. Woody Allen er smástimi hér.
Nýjasta mynd hans hlýtur meiri aðsókn í París en
öllum Bandaríkjunum samanlögðum. Bukowski
er nánast óþekktur maður hér þó dauður sé.
Bandaríkin em auðugasta og sniðugasta þjóð
heims. Einn risastór talent-tankur. En það er bara
kerfið. Kerfið er bara svona. Þetta er vannýtt auð-
lind. Það hendir jafnvel bestu menn að semja sitt
efni „að lögmálum markaðarins" og troða „love-
interest" inn í söguþráðinn.
En þetta er náttúrlega ung og fmmstæð þjóð.
Þfeir þurfa 2000 ár í viðbót til að ná hinu evrópska
ftjálslyndi. Þetta kemur... ■
„Það var kona sem kom mér til að drekka, og ég hef
ekki einu sýnt henni þá háttvísi að þakka fyrir mig“
Syndarselir um eigin syndir og annarra...
Ég er að verða 87 ára og fólk er
að spyrja hvað mig langi að fá í
afmælisgjöf. Ég skal segja ykk-
ur: Bamsfaðemismál.
George Burns, bandarískur skemmtikraftur.
Þegar ég var 31 árs lék ég í bíó-
mynd ásamt leikkonu sem var
36 ára. Núna er ég fertugur en
hún er ennþá bara 37 ára.
Tony Curtis, bandarískur leikari, áriö 1965.
Við emm öll í ræsinu, en sum
okkar horfa upp til stjarnanna.
Oscar Wilde.
Ég treysti ekki úlföldum, eða
nokkmm öðrum sem geta verið
í heila viku án drykkjar.
Joe E. Lewis, bandarískur skemmtikraftur.
Eiginmaður sem ætlar að koma
konu sinni á óvart verður oft
mjög hissa sjálfur.
Ég segi að ég sofi ekki
hjá giftum mönnum, en það
sem ég á við er að ég sef ekki
hjá hamingjusamlega
giftum mönnum.
Britt Ekland, sænsk leikkona.
Ég gæti ekki þolað að eiginmað-
ur minn væri mér ótrúr. Ég er
Raquel Welch - skilurðu?
Raquel Welch, bandarísk leikkona.
Þegar ég var að alast
upp var mér kennt að bera
virðingu fyrir mér eldra fólki.
Nú þarf ég ekki að bera
virðingu fyrir neinum.
George Burns.
Ég harðneita að gefa
upp aldur minn. Hvað heldurðu
að ég sé - bfll?
Cyndi Lauper, bandarísk leikkona
og söngkona.
Voltaire (1694-1778), um framhjáhald.