Alþýðublaðið - 23.11.1995, Síða 7
HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
Friðrik Erlingsson var einu sinni rokkari í Purrki Pillnikk og Sykurmolunum en
síðan hefur hann slegið rækilega í gegn sem rithöfundur. Hann er höfundur sögunnar um Benjamín dúfu
og á næstu dögum kemur út fyrsta „fullorðinsskáldsaga“ hans - Vetrareldur
Það voru dagar víns og rósa
- segir Friðrik í líflegu viðtali við
Kolbrúnu Bergþórsdóttur um
kvennapólitík, ást, samskipti
kynjanna, bækur, listamenn og
fleira og fleira.
Vetrareldur er mjög tilfinningaríkt verk,
jafnvel tilfmningasamt. Gerðirðu það meðvit-
að þannig?
„Það bara gerðist. Ég fann ekki fyrir nein-
um hömlum þegar kom að því að túlka tilfinn-
ingar og sá enga ástæðu til að draga úr vægi
þeirra í verkinu."
Á sagan sér raunverulegar fyrirmyndir að
einhverju leyti?
„Allt sem ég skrifa á sér einhverjar fyrir-
myndir, en síðan þróast persónur og atburða-
rás innan verksins. Það er þó of sterkt til orða
tekið að segja að verkið eigi sér beinar fyrir-
myndir."
Nú er mun meiri samúð ríkjandi í verkinu
gagnvart konum en körlum.
„Þær eiga svo bágt, þessi grey.“
Það er eins og lífið geri kvenpersónumar í
þessu verki bitrar.
„Það er nokkuð til í því. Ég veit ekki alveg
hvað ég á að segja um það. Kannski er mín
reynsla af konum sú, að þær hafí oftar en ekki
farið illa út úr lífinu."
Svo kemur drykkfellda, kvensama lista-
mannstýpan við sögu. Þekkirðu marga slíka
karlmenn?
„Við erum allir svona meira eða minna. Það
má skoða þessa listamannstýpu sem klisju-
kennda karaktermynd, en hún hefur verið til á
öllum tímum og birtist örh'tið breytt frá einni
öld til annarrar. Þetta eru fullorðnu strákamir
sem nærast á kærulcysi og sjálfselsku, þjóna
stöðugt dyntum sínum og komast upp með
það.“
Þeir eru stundum ómótstœðilegir.
„Kannski komast þeir upp með allt af því
þeir eru svo ómótstæðilegir. Þeir eru alltaf
elskaðir og þeim er alltaf fyrirgefið vegna þess
að það er eitthvað yndislegt við þá. Þeir geta
leyft sér að vera ábyrgðarlausir stráklingar af
því konan fellur fyrir því, elskar og fyrirgefur
og trúir því að einn góðan veðurdag verði allt í
lagi - sem náttúrlega aldrei verður. Það er
blekking þessa ástarleiks sem er á vissan hátt
kjarni þessarar nýju sögu. Sjálfsblekking
beggja aðila sem ganga inn í rósrauða veröld
og neita að sjá augljósa galla á sambandinu."
Lfturðu svo á að ungi maðurinn í sögunni
hafi kastað frá sér hamingjunni þegar hann
yfirgaf stúlkuna ?
„Nei, ekki nauðsynlega, en á vissan hátt
sveik hann sjálfan sig.“
Við vorum að tala um karakterflokkun. Nú
varst þú einu sinni flokkaður sem einn af
mestu elskhugum Islands í Pressunni. Hvemig
fannst þér að fá þann stimpil?
„Þetta var náttúrlega allt afar sérkennilegt. í
fyrsta lagi var blaðið ekki að gera annað en að
safna saman á forsíðu andlitum sem voru mis-
vel þekkt og þau áttu að selja blaðið. Út á það
gekk þessi grein. Ef þetta hefði átt að vera vís-
indaleg rannsókn þá hefði þurft að skipa dóm-
nefnd sem hefði skilað áliti og að sjálfsögðu
komið fram undir nafni."
Hefði hún ekki þurft að sofa hjá ykkur öll-
um?
„Jú, að sjálfsögðu hefði hún átt að gera það
og raða mönnum upp eftir gæðum. Ég skrifaði
bréf vegna þessarar greinar og var afar reiður.
Mér fannst viðkomandi grein fullkomlega
ósvífin og leit á valið sem mannorðshnekki.
Nokkrir af þessum alræmda lista þökkuðu mér
kærlega fyrir skrifin og sögðust ekki hafa lagt
í að svara fyrir sig á opinberum vettvangi."
Nú er ég viss um að þeir sem stóðu að val-
inu myndu segja að það hefði verið hugsað
sem léttur leikur.
„Þetta var komið mikið út fyrir það. Ein-
hver frústreruð blaðakona stóð á bak við þessa
grein og hún hefur ekki gert mikið annað í
sínu starfi en að velta sér upp úr því hvað aðrir
„Einhver frústreruð blaðakona stóð á bak við þessa grein og hún hef-
ur ekki gert mikið annað í sínu starfi en að velta sér upp úr því hvað
aðrir eru að gera heima hjá sér...“
eru að gera heima hjá sér. Greinar eins og
þessi éru eitt af því sem gefið hefur blaðinu
sorastimpil, sem mér sýnist nú, sem betur fer,
að það sé að reyna að vinna sig út úr.“
Ég man eftir því að þú skrifaðir eitt sinn
harðort bréf þar sem þú mótmceltir ritdómi
Súsönnu Svavarsdóttur um Dimmalimm.
„Mér fannst fáránlegt hvemig hún neitaði
að sjá það sem verið var að gera á sviðinu og
gleymdi sér í kolgeggjuðum femínisma. Hún
gagnrýndi að sagan hefði verið skrifuð, og
fann að því að sagan félli ekki imi í femíniska
hugmyndafræði. Saga, sem var skrifuð sem
gjöf til lítillar stúlku, gullfallegt ævintýri, eitt
það fegursta sem við eigum.
Ég las nýlega viðtal við sálfræðing þar sem
hann segir: „Konur hafa vaðið uppi með sínar
skilgreiningar allt of lengi“. Ég er sammála
því og það kann ekki góðri lukku að stýra ef
þær fá að gera það áfram. Konur eiga ekki að
komast upp með að vaða yfir allt og alla ein-
göngu vegna þess að þær eru konur."
Hefur kvennabaráttan ekki reynt að ýta
undir þœr hugmyndir að konur séu algóðar?
„Hún hefur gert konur að gyðjum af því þær
eru konur. Þessar hugmyndir minna á Venus-
ardýrkun. En þetta er ekki einungis fijósemis-
dýrkun eða móðurdýrkun heldur vitsmuna-
dýrkun. Þá eru konur taldar hafa vitsmuni
langt framyfir karla sem að mati kvennanna
hafa heilabúið fyrir neðan belti.“
Fyrir ötfáum árum tók ég viðtal við þig og
þá varstu búinn að fá verðlaun fyrir ncestum
því allt sem þú hafðir gert.
„Það voru dagar víns og rósa.“
Hvemig mundirðu bregðast við efallt í einu
yrði sagt: Nú hefur Friðrik Erlingsson misst-
igið sig illilega?
„Verk mín hljóta að vera misjöfn. Hingað
til hef ég verið mjög heppinn og flestar viður-
kenningar mínar hafa tengst Benjamín dúfu. A
meðan ég veit sjálfur að ég hef gert eins vel
og ég mögulega get, og er sáttur við það sem
ég er að setja fram, þá gildir mig einu á hvom
veginn viðtökumar em. Auðvitað er gaman og
gott að fá klapp á bakið og hitt þykir manni
vitanlega miður, en við því er ekkert að gera.“
Þannig að þú ferð ekki í fýlu ef þú verður
ekki tilnefndur til íslensku bókmenntaverð-
launanna fyrirþessa bók?
„Alls ekki. Alls ekki.“
Nú er Benjamín dúfa besta barnabók sem
komið hejur út hér á landi í mörg herrans ár.
„Það em þín orð.“
Eg stend fullkomlega við þau. Eg er sann-
fcerð um að þetta er rétt mat. En spuming mín
erþessi: Ertu hœttur að skrifafyrir böm?
„Nei, alls ekki. Ég hef engar áætlanir um að
njörva mig niður í einn bókmenntaflokk öðr-
um fremur. Mér leiðast þessar stífu flokkanir
alveg óskaplega. Þegar ég skrifaði Benjamín
dúfu var ég ekki að skrifa fyrir sérstakan ald-
urshóp, heldur var ég fyrst og fremst að skrifa
fyrir sjálfan mig. Mér finnst ekki ólíklegt að
ég eigi eftir að skrifa aðra bamabók."
Ertu ánœgður með kvikmyndina sem gerð
var eftir sögunni um Benjamín dúfu?
„Já, ég er mjög ánægður með hana. Mér
finnst að þar hafi tekist geysilega vel til. Þar
tókst að vinna úr ákveðnum hlutum sem hefði
kannski mátt vinna betur í bókinni. Það er
aldrei hægt að bera saman bók og kvikmynd
en sagan skilaði sér, stemmning hennar og
andrúmsloft."
Bœði í Benjamín dúfu og Vetrareldi finnst
mér koma fram mikil hrijhing á ævintýrum.
Þú vísar til þeirra margoft. Gœtirðu hugsað
þér að skrifa sögu sem gerðist eingöngu í œv-
intýraheimi?
,Úg á til að minnsta kosti tvö þannig ævin-
týri. Sjálfsagt á ég eftir að vinna betur úr þeim
einhvem tíma seinna, í hvaða formi sem það
verður. En mig langar til að nefna hversu ein-
kennilegt mér finnst að bókmenntir ætlaðar
börnum og unglingum séu alltaf settar skör
lægra en aðrar bókmenntir. Það virðist vera
óvinnandi vegur að breyta því. En þeir sem
skrifa í þessum flokki verða að taka sig á og
bæta sig, því það er afar mikið af lélegu efni á
ferðinni í þessum geira. Kannski stafar það af
því að þeir sem skrifa fyrir böm líta á bama-
bókmenntir sem léttvægar.“
Nú ertu búinn með Vetrareld. Ertu farinn
að hugsa eitthvað lengrafram í tímann?
„Ég hef verið að leggja drög að verki í níu
ár og vonast til að geta farið að byija á því af
fullum krafti. Það er söguleg skáldsaga sem
verður að minnsta kosti í þremur bindum og
gerist á sautjándu öld á íslandi og erlendis. Ég
er búinn að viða að mér alls kyns gögnum og
fer til Amsterdam í byijun næsta mánaðar til
að litast um á söguslóðum og fara á söfn.“
Ef þú hefðir ekki orðið rithöfundur, hvað
hefðirðu þá orðið?
„Ekki rithöfundur? Ég hefði líklega kosið
að skapa á einhverju listasviði, og þá vegna
þess að ég get ekki látið það vera. Þegar ég
tók þá ákvörðun að helga inig ritstörfum fann
ég að ég opnaði fyrir eitthvað sem ég hafði
reynt mjög lengi að bæla inni. Það er oft verið
að tala um hvort rithöfundur eigi að vera sýni-
legur í verkum sínum eða ekki. Ég held að rit-
höfundurinn komist ekki hjá því að vera í
verkinu sem hann skrifar. Það er hann sem
velur söguna og finnur henni farveg. Ahersl-
umar em hans. Upplifunin er hans. Sjónar-
homið er hans. Þannig er það hvað mig varð-
ar. Ég skrifa fyrir sjálfan mig. Ég segi sjálfum
mér sögur." ■
Þorsteinn
frá Hamri
H.C. Andersen
London 1847
í dag kom Grímur Thomsen
minn gáfaði velgjörðamaður,
hátt metinn í hirðsölum,
grámann, búinn sem greifi
og vildi fá mig með sér
á rölt til ritstjóra Times;
ekki er Grímur allra:
að eigin sögn
misindismaður af íslandi
en alúðlegur
er hann við hunda
og fugla,
líka þá ljótu.
Ljóöið er úr nýútkominni Ijóöabók Þad talar í trjánum.