Alþýðublaðið - 23.11.1995, Síða 10
HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995
Morgunblaðið
„Meö ritun þessarar bókar tókst Isabel Allende aö
gera mesta harmleik lífs síns aö einum stærsta
listræna sigri sínum. (...) Mesti styrkleiki þessa
verks er sterk persónusköpun, ásamt tilfinningaríkri
tjáningu, sem brýst fram á svo einlægan og sann-.
færandi hátt að lesandinn kemst ekki hjá því aö vera
gagntekinn af verkinu. Þetta er ein þeirra bóka sem
menn gefast ekki upp á aö lesa. Þetta er bók sem
heldur mönnum viö efnið, ekki einungis á meðan
þeir lesa hana heldur einnig í þó nokkurn tíma eftir
lesturinn."
Kolbrún Bergþórsdóttir, Alþýðublaðinu
„Þetta verk er mikil veisla sannfræði og
skáldskapar sem saman mynda
heilsteypt listaverk. Hér gefur að líta
flest - ef ekki allt - það sem gott
skáldverk hefur af að státa: Óduldar
tilfinningar, litríkar lýsingar mannlífs og
náttúru, ógleymanlegar persónu-
lýsingar, hreinskilni og hispursleysi, allt
samofið í listrænni fágun.“
Ólína Þorvarðardóttir, Morgunblaðinu
Starfsemi Kaffileikhússins í Hlað-
varpanum blómstrar um þessar
mundir. Sagnakvöld, leiksýningar og
tónleikar eru flest kvöld í viku og
dagskráin jafnan metnaðarfull og
áhugaverð. Næsta verkefni leikhúss-
ins verður uppfærsla á tveimur ein-
þáttungum. Þar mun Þórhildur Þor-
leifsdóttir leikstýra manni sínum,
Arnari Jónssyni, í verkum eftir
Franz Kafka og Ólaf Hauk Sím-
onarson. Einþáttungur Kafka heitir
Fyrirlestur fyrir akademíu, og er
meðal annars athyglisverður fyrir
það, að leikarinn fullyrðir að hann sé
api. Ólafur Haukur mun vera að
leggja lokahönd á sinn einþáttung
sem hann semur sérstaklega fyrir
Arnar. í Kaffileikhúsinu hefur verið
mörkuð sú stefna að gefa öndvegis-
leikurum okkar kost á að takast á við
verkefni að eigin vali. Eftir áramót
verða sérstakarsýningar með leikur-
um á-borð við Guðrúnu Gísladótt-
ur, Kristbjörgu Kjeld og Ólafíu
Hrönn Jónsdóttur...
Kvennalistakonur eru að vonum
lítt ánægðar með landsfund
sinn, enda samdóma álit allra fjöl-
miðla að hann hafi misheppnast al-
gerlega og skaðað flokkinn. Þeim
öflum vex fiskur um hrygg í Kvenna-
listanum sem vilja samstarf á vinstri-
væng, en til skamms tíma var slík
umræða svo gott sem bönnuð innan
flokksins. Konur í Reykjavík, sérstak-
lega í yngri kantinum, eru hinsvegar
að velta af sér flokksklafanum, eins-
og meðal annars kom fram hjá
Steinunni V. Óskarsdóttur borg-
arfulltrúa á landsfundinum. Hún er
áhugasöm um viðræður á vinstri-
væng, rétt einsog Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri. „Flokkseig-
endur" Kvennó eru hinsvegar
óhressir með þessa þróun mála og
vilja ekki fórna pólitísku skírlífi sam-
takanna á altari sameiningar. Innan
Kvennalistans gengur þessi flokks-
eigendahópur undir nafninu dauða
loppan - og segir kannski það sem
segja þarf...
Inæstirviku mun góðkunnur stjórn-
málaskýrandi undirrita drengskap-
arheit að stjórnarskránni: Mörður
Árnason varaþingmaður Þjóðvaka
tekursæti Jóhönnu Sigurðardótt-
ur í tvær vikur eða svo. Mörður hef-
ur síðasta árið grillað flesta stjórn-
málamenn landsins ásamt Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni í þætti
þeirra á Stöð 2. Það verður því gam-
an að fylgjast með okkar manni -
svona hinumegin borðsins. Við ef-
umst ekki um að gömul og ný fórn-
arlömb Marðartaki vel á móti hon-
um...
Vinnsla Bókatíðinda, sem Félag
íslenskra bókaútgefenda gefur
út, er vel á veg komin. Þar verða
auglýstar um 330 bækur og er það
svipað og á síðasta ári. Talsverðar
sveiflur eru hinsvegar milli einstakra
bókaflokka.
Þannig eru
nú mun
færri ævi-
sögur og
endurminn-
ingar gefnar
út en síðast-
liðin ár,
skáldsögur
eru einnig til
muna færri
en Ijóðabók- „ H %
um snarfjölgar. Samkeppnin á ævi-
sagnamarkaðinum verður samt
spennandi að venju. Flestir veðja á
að bók Ingólfs Margeirssonar um
Maríu Guðmundsdóttur fyrirsætu
verði metsölubókin í ár. Aðrar bæk-
ur sem búist er við að seljist vel eru
ævisaga Vilhjálms Stefánssonar
landkönnuðar og endurminningar
Valdimars Jóhannssonar sem
Gylfi Gröndal skráir. Ingólfur og
Gylfi eru báðir fyrrum ritstjórar Al-
þýðublaðsins og einn til úr þeim
hópi gefur líka út bók: Guðmundur
Árni Stefánsson sem hefur nú lok-
ið viðtalsbók við brottflutta íslend-
inga...
Inýlegu tölublaði Viðskiptablaðsins
erfróðleg úttekt á umsvifum
bandaríska hersins á íslandi, og
þeim tekjum sem herinn skilar í
þjóðarbúið. Blaðið reiknar út að á tíu
árum, 1985-1994, hafi íslendingar
haft 92 milljarða í tekjur af varnarlið-
inu, en það samsvarar 340 þúsund
krónum á hvern íslending. Viðskipta-
blaðið bendir á, að tekjur af hernum
jafngilda heilu álvéri...
Talsverður kurr er meðal rithöf-
unda, ekki síst þeirra sem nú
senda frá sér bækur, vegna bók-
menntagagnrýni Súsönnu Svav-
arsdóttur í Dagsljósi. Súsanna
sendi nýverið frá sér umtalað smá-
sagnasafn og er því í ríkisfjölmiðlin-
um að fjalla um verk keppinauta
sinna. Ekki bætir úr skák að flestum
finnst að Súsönnu hafi heldur dapr-
astflugið um menningarumfjöllun
síðan veldi hennar á Morgunblaðinu
reis hæst. En rithöfundarnir sem
eiga bækur í jólaflóðinu verða bara
að bíða og sjá, hvernig útreið þeir fá
hjá Súsönnu. Löglegt en siðlaust,
sagði eitt úfið skáld við okkur um
þessa tilhögun...