Alþýðublaðið - 23.11.1995, Síða 12

Alþýðublaðið - 23.11.1995, Síða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 23.-26. NÓVEMBER 1995 § Ungir jafnaðarmenn kynna: Stórfundur á efri hæð Sólon íslandus, miðvikudagskvöldið 29. nóvember klukkan 20:30. Stjórna prófkjör verkum þingmanna? Framsögumenn: Margrét Frímansdóttir formaður Alþýðubandalagsins. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Gestur G. Gestsson stjórnmálafræðingur Láta þingmenn stjórnast af vinsældum frekaren hugsjónum? Hefur starfsemi þingsins breyst? Er hægt að greina mun á milli starfa „prófkjörsþingmanna" annarsvegar og „flokksþingmanna" hinsvegar? Spennandi umræður, f jölmennum Málstofa um stjórnskipan Flug og hótel kr. 19.930 Viðbótargisting á hinu ágæta ráðstefnuhóteli Earls Court sem við bjóðum nú á frábæru verði í þessa brottför. Gott hótel með öllum aðbúnaði. Öll herbergi með sjónvarpi, síma, baði og buxnapressu. Veitingasalir, barir og fundaaðstaða. Síðustu sætin til London í vetur Verð 16.930 kr. Verð með flugvallarsköttum, 27. nóv. Verð 19.930 kr. ^ M.v. 2 í herbergi, Earls Court, 3 nætur, 27. nóv. r yerð með flugvallarsköttum. WM mm f 'V-\ •. f 'á 30. nov. Vimmtudagur ti\ sunnudag • HEIMSFERÐIR . r >7 Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600. IEinsog titill bókarinnar gefur til kynna hefur á stundum gustað um Valdimar. Hann er í hópi sárafárra íslendinga sem dæmdir hafa verið fyrir landráð, en í Ijósi sögunnar var dómurinn stórfurðulegur. Þegar jólunum lýkur á Þorláksmessu Gylfi Gröndal: Ég skrifaði mig í tugthúsið Valdimar Jóhannsson bókaút gefandi segir frá Forlagið 1995 Þegar búðir lokuðu á Þorláksmessu dæsti úrvinda bókaútgefandi: Jæja, þá eru jólin búin! Þessari yfirlýsingu Valdimars Jóhannssonar var skiljan- lega tekið með litlum fögnuði af fjöl- skyldunni sem stóð í þeirri trú að jólin væru einmitt að ganga í garð. Valdimar Jóhannsson var í áratugi umsvifamikill útgefandi. Hann stofn- aði Iðunni og rak fyrirtækið einsamall framanaf, hafði afdrep fyrir það í dá- lítilli skonsu. Iðunni óx fljótlega fiskur um hrygg og var um tíma öflugasta bókaforlag landsins. Þar lagðist allt á eitt: Útsjónarsemi Valdimars, vænn skammtur af heppni og höfundar sem ýmist öfluðu Iðunni virðingar (Hannes Pétursson) eða skófluðu inn peningum (Alistair McLean). Tilviljun réði mestu um að Valdi- mar helgaði sig bókaútgáfu. Framan af starfaði hann meðal annars við blaðamennsku, og í bókinni er að finna bráðskemmtilega frásögn af því þegar hann var um skeið blaðamaður á Alþýðublaðinu. Þá er ekki laust við að hrollur fari um lesanda þegar hann setur sig í spor Valdimars þegar hann hóf störf á Nýja dagblaðinu, málgagni Framsóknar: Fyrsta daginn kom í ljós að Valdimar var eini blaðamaðurinn á vakt og þurfti að skrifa blaðið frá upp- hafi til enda, forystugrein meðtalin. Einsog titill bókarinnar gefur til kynna hefur á stundum gustað um Valdimar. Hann er í hópi sárafárra ís- lendinga sem dæmdir hafa verið fyrir landráð, en í ljósi sögunnar var dóm- urinn stórfurðulegur. Haustið 1941 skrifaði Valdimar grein í blað sem hann gaf út og ritstýrði, Þjóðólf, þar- sem hann gagnrýndi harkalega ný- gerðan fisksölusamning við Breta. Breska hemámsliðið brást ókvæða við og krafðist þess að íslensk stjómvöld þögguðu niður í þessum vandræða- manni. Valdimar var þessvegna dæmdur í tugthús og var í fjórar vikur innanbúðarmaður í Hegningarhúsinu. Þegar heimsstríðinu lauk 1945 áttu flestir íslendingar, hvar í flokki sem þeir stóðu, þá ósk heitasta að erlenda herliðið hyríi úr landi sem fyrst. Óskir Bandaríkjamanna um bækistöðvar á íslandi vöktu úlfaþyt og deilur - og sprengdu nýsköpunarstjórnina - og næstu ár var hart tekist á um þessi mál. Valdimar var einarður andstæð- ingur eriendra herstöðva á íslandi og frá þeirri baráttu er margt sagt og for- vitnilegt. Hann varð formaður Þjóð- varnarflokksins sem stofnaður var gagngert til andófs gegn vem banda- ríska hersins á íslandi. Þjóðvarnar- flokkurinn náði þeim óvænta árangri í kosningunum 1953 að fá tvo menn kjörna á Alþingi. Annar þeirra var Gils Guðmundsson sem síðar sat um árabil á þingi fyrir Alþýðubandalagið, en var auk þess náinn samverkamaður Valdimars í útgáfumálum. Frásögn Valdimars af Þjóðvamarflokknum er mjög athyglisverð fyrir áhugamenn um pólitík, enda hefur ekki margt ver- ið skrifað um þennan skammlífa en sumpart áhrifaríka stjómmálaflokk. Helstu afrek og viðfangsefni Valdi- mars vom þó ekki á vettvangi stjóm- mála. Hann stofnaði Iðunni 1945 og fyrirtækið fagnar því hálfrar aldar af- mæli á þessu ári. Stríðsgróðinn varð meðal annars til þess að bókaútgáfa tók mikinn fjörkipp: bókum fjölgaði til muna og þær vom í alla staði veg- legri en áður. Valdimar hefði því ekki getað byrjað á betri tíma, en næstu áratugi skiptust á skin og skúrir: eitt árið máttu útgefendur una því að bók- sala snarminnkaði af því skyrtur kom- ust í tísku sem jólagjaílr. Valdimar Jóhannsson kemur les- endum fyrir sjónir sem harðduglegur vinnuþjarkur, blátt áfram í mannleg- um samskiptum en jafnframt frekar dulur. Einkamál em ekki borin á torg í bókinni: ekkert er sagt frá stormasöm- um viðskilnaði feðganna Jóhanns Páls og Valdimars en þeir höfðu unnið saman að uppbyggingu Iðunnar, og átti Jóhann Páll sinn hlut óskiptan í því að gera fyrirtækið að stórveldi. En hvað um það. Gylfi Gröndal hefur unnið framúrskarandi verk: púslað saman heimildum af ýmsu tagi og viðtölum við Valdimar af natni og trúnaði við söguhetju sína. Frásögnin er oft og tíðum stórfróðleg og margir kunnir menn koma við sögu. Valdimar hefur fyrir nokkm dregið sig útúr amstri hversdagsins enda átt við veikindi að stríða síðustu ár. Hann hefur skilað drjúgu dagsverki og getur þessvegna leyft sér að halda jólin á jólunum. ■ Einar Már Guðmundsson Ekki tala um stórar þjóðir og litlar þjóðir útkjálka, heimshorn og jaðra. Þetta er hnöttur; miðjan hvílir undir iljum þínum og færist úr stað og eltir þig hvert sem þú ferð Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók skáldsins iauga óreiðunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.