Alþýðublaðið - 26.01.1996, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o d a n i r
Verkalýðshreyfing í vanda
I öðru lagi leiddu þessar kosningar í Ijós
hversu skipulag og starfshættir verkalýðsfé-
laganna eru andlýðræðislegir. Verður ekki
betur séð en að alræði öreiganna hafi snúist
upp í andhverfu sína, alræði foringjanna,
forréttindastéttarinnar.
í dag heldur verkamannafélagið
Dagsbrún upp á níutíu ára afmæli sitt.
Astæða er til að óska félaginu til ham-
ingju með þennan áfanga. Vegna ný
afstaðina kosninga til stjómar og trún-
Pallborðið
Arnór
Benónýsson skrifar
aðarmannaráðs, hefur kastljós fjöl-
miðlanna beinst að félaginu síðustu
vikumar. Þessar kosningar voru um
margt mjög lærdómsríkar og í þeim
kristallaðist sá vandi sem verkalýðs-
hreyfingin stendur frammi fyrir á
þessum síðustu og verstu tfmum.
Fyrir það fyrsta var kosningabarátt-
an afar hörð og óvægin, raunar svo að
ekki er ljóst á þessari stundu hvort
gróa muni um heilt. An þess að hafðar
séu uppi nokkrar slæmar óskir getur
þessi ágreiningur varla komið á óvart.
Það virðist nefnilega vera hluti af
vanda hinna stóm verkalýðsfélaga að
innan þeir hefur með breyttu samfé-
lagi komið upp sterkur vísir að stétta-
skiptingu, og þau standa frammi fyrir
því að þurfa að gæta ólíkra hagsmuna.
I slíkri stöðu er alltaf hætt við að upp
komi ágreiningur og einhveijum hópi
finnist sinn hlutur fyrir borð borinn.
Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í
hinu marg umrædda velferðarkerfi er
líka stórt og hefur farið vaxandi á und-
anförnum árum. Því hafa félögin
breyst í nokkurs konar þjónustustofn-
anir og grundvallar stefnumálin lent í
útideyðu og átök undangenginna
missera hafa raunar sýnt fram á van-
mátt þeirra er til hinnar harðsnúnu
launabaráttu kemur. Það er líka ein-
kénnileg staða fyrir Verkalýðshreyf-
inguna að vera orðin stærsti fjár-
magnseigandi í landinu, með lífeyris-
sjóði sem telja hátt í þrjúhundruð
milljarða. Vaxandi kaup lífeyrissjóð-
anna á hlutabréfum í fyrirtækjum hafa
sett verkalýðsleiðtogana í sérkenni-
lega stöðu, sem stjómarmenn í sjóð-
unum er þeirn annt um að fyrirtækin
skili sem mestum arði, en á hinn bóg-
inn ber þeim sem leiðtogum launþeg-
anna að beijast fyrir sem bestum kjör-
um. Þótt þetta geti án efa farið saman í
sumum tilfellum, verður að teljast ein-
kennilegt að verkalýðsleiðtogamir sitji
með þessum hætti ekki aðeins báðum
megin við borðið heldur hringinn í
kringum það.
I öðm lagi leiddu þessar kosningar í
ljós hversu skipulag og starfshættir
verkalýðsfélaganna em andlýðræðis-
legir. Verður ekki betur séð en að al-
ræði öreiganna hafi snúist upp í and-
hverfu sína, alræði foringjanna, for-
réttindastéttarinnar. Víst var lífið ein-
faldara í gamla daga, þegar menn vom
annað hvort hvítliðar eða rauðliðar.
Nýkjörinn stjóm Dagsbrúnar hafði
uppi í kosningabaráttunni stór orð um
að breyta lögum félagsins og raunar
áherslum öllum, nú er bara að vona að
ekki verði látið sitja við orðin tóm.
En það eru fleiri tímamót í sögu
Dagsbrúnar heldur en afmælið eitt.
Guðmundur J, Guðmundsson er að
láta af störfum sem formaður. Hvaða
álit sem menn hafa á Jakanum verður
því ekki á móti mælt að með honum
hverfur af vígvellinum einhver litrík-
asti og reyndasti foringinn. Maður
sem hefur sett mark sitt á verkaíýðs-
baráttuna undanfama áratugi, síðasti
bardagamaðurinn sem bar með sér
eldmóð fmmherjanna. Nú blasir við
að verkalýðshreyfingin lendi í hönd-
um trölla og „hagfræðingastóðsins" en
þessi aldni foringi hefur hvað eftir
annað lýst áhyggjum sínum af þeirri
þróun sem átt hefur sér stað í hreyf-
ingunni. Sem gengur eins og hver
önnur eilífðarvél og báknið virðist lifa
sjálfstæðu lífi óháð þeim einstakling-
um sem við það starfa. Kannski má
segja um Guðmund J. að hann hafi hin
síðustu ár orðið fómarlamb báknsins,
en eftir stendur að hann skilur þarfir
lítilmagnans af tilfinningu þess sem
sjálfur hefur reynt. Það er meira en
sagt verður um marga af verkalýðs-
rekendum nútímans.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Það yrði vitaskuld
heimsfrétt, ef íslenskur
ritstjóri yrði ákærður fyrir
að kalla Jeltsín róna og bar-
átta Jónasar gegn áfengis-
bölinu fengi í leiðinni alþjóð-
lega skírskotun.
Garri í
Tímanum í gær.
Ég hef alltaf verið
áhugasamur um Jóhönnu.
Gallinn er sá að hún hefur
ekki viljað mig.
Svavar Gestsson í
Tímanum í gær.
Það er stundum meira
mark tekið á Reykjavíkur-
bréfi Morgunbiaðsins
en kvennalistakonum,
þótt þær hafi margt gott
fram að færa.
Kristín Halldórsdóttir þingkona.
Mogginn í gær.
í þjóðfélaginu vaða uppi
alls kyns „heilarar“, sem lofa
fólki lækningu við líkamlegum
sem andlegum kvillum, frá
þvagteppu að ástarsorg.
Árni B]örnsson læknir í
Morgunblaöinu í gær.
Eftir allar hremmingarnar,
sem Vesturlönd hafa sætt
í Bosníu vegna heimsku og
heigulsháttar fyrri umboðs-
manna sinna, er nauðsynlegt
að fylgja friðinum eftir.
Jónas Kristjánsson í leiðara
DV í gær.
Besti forsetinn og
sennilega sá eini sem allir
gætu sætt sig við er enginn
forseti, það er að embættið
verði lagt niður.
Glúmur Jón Björnsson.
DV í gær.
fréttaskot úr fortíð
Er tréð
morðingi?
Fyrir nokkru síðan fannst lík af
manni í miðaldabúningi í holum eik-
arstofni skammt ifá þorpi einu.
Sverðið, sem var við hliðina á beina-
grindinni, var orðið svo ryðgað að
það datt í sundur þegar snert var á
því. Menn halda helst að maðurinn
haft flúið inn í öjástofninn undan
féndum sínum og ekki komist út aft-
ur. Hafi hann því dáið úr hungri.
Alþýðublaðið
sunnudaginn
7. júní1936
h i n u m e g i n
"FarSide" eftir Gary Larson
Inýjasta tölublaði
Viðskiptablaðs-
ins kemur fram að
skiptum á þrotabúi
Blaðs hf. lauk með
skiptafundi 8.
september síðast-
liðin. Blað hf. sem
var í eigu Friðriks
Friðrikssonar,
var útgefandi að
Pressunni þar til
um áramótin
93/94. Engar eignir
fundust í þrotabúi
fyrirtækisins en
lýstar kröfur voru
að upphæð
29.859.271 auk
vaxta og kostn-
aðar.
Islensku bók-
menntaverð-
launin verða
afhent við at-
höfn í Lista-
safni íslands
*'mz '
s * ' V
• M " *■ X
næstkom-
andi mánu-
dag. Við
höfum eftir
áreiðanleg-
um heimild-
um að
Steinunn
Sigurðar-
dóttir rit-
höfundur hljóti verð-
launin í flokki fagur-
bókmennta fyrir skáld-
sögu sína Hjartastaður.
í flokki fræðirita veðja
spekingar á Ströndina
eftir Guðmund P. Ól-
afsson. Báðar bækurn-
ar eru gefnar út af Máli
og menningu.
s r,^k
‘l'
lirí
HÖ
Þaö var vel kunn staðreynd að sauðfjártegundin, sem
ræktuð er vegna stálullarinnar sem hún gefur af sér, á enga
náttúrulega óvini.
fimm á förnu
j Hvaða ár var Alþýðuflokkurinn stofnaður?
Björn Karlsson leiksviðs- Sólveig Hólmarsdóttir
stjóri: Það var árið 1913. nemi: 1914.
Brynjólfur Björnsson Sigríður Ármansdóttir Árni Björnsson nemi: 1916.
verslunarmaður: árið 1916. nemi: í mars 1916.