Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 s k o ð a n i r MÞYOUBLMIID 21059. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Isafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Mótsagnir í máli Davíðs Það segir sína sögu um Davíð Oddsson, að þegar hann kveður fremur ólíklegt að hann gefi kost á sér sem næsti forseti lýðveldisins, er það tal- ið ótvírætt til marks um að hann muni sækjast eftir embættinu. Ferill Davíðs talar sínu máli í þessum efnum. Þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík aftók hann jafnan að hann myndi hasla sér völl á vettvangi landsmála. Fyrir borgarstjómarkosningar í Reykjavík 1990 héldu and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins því mjög á loft, að Davíð myndi hætta sem borgarstjóri á kjörtímabilinu. Þessu hafnaði Davíð alfarið og af- greiddi sem ósannindi. Samt leið ekki nema rúmlega misseri uns var hann orðinn efsti maður D- listans fyrir þingkosningamar 1991. Meðan Davíð var borgarstjóri hafnaði hann því líka ítrekað að hann myndi nokkm sinni sækjast eftir æðstu vegtyllum í Sjálfstæðisflokkn- um. Þessu trúðu bæði Friðrik Sophusson og Þorsteinn Pálsson. Það er því ekki ófyrirsynju að menn taki Davíð Oddsson hæfilega alvarlega þegar hann segir að hugur sinn standi ekki til Bessastaða. Alþýðublaðið átti á föstudag ítarlegt viðtal við Davíð Oddsson. Þar var hann við sama heygarðshomið og vildi hvorki segja af né á um möguleika á forsetaframboði. Skýringamar sem Davíð gaf em einkar athyglisverðar. Hann sagði að kosningabarátta ætti bara að standa í mánuð, annað væri óþarfi. í annan stað segir Davíð Oddsson að sér finnist dónaskapur gagnvart embættinu að útiloka framboð! Þetta lýsir vægast sagt mjög undarlegum skilningi Davíðs Oddssonar á sjálfum sér og forsetaembættinu. Eða fmnst honum það dónaskapur hjá fólki al- mennt sem gefur þá yfirlýsingu að það vilji ekki verða forseti lýðveldis- ins? Setur forsetaembættið sjálfkrafa ofan í hvert skipti sem einhver segist ekki vilja verða forseti? Þá er það í hæsta máta umdeilanlegt að kosningabaráttan eigi aðeins að standa í einn mánuð. Hvað sem líður áliti manna á embættinu er þó um að ræða æðstu vegtyllu þjóðarinnar. Aðuren þjóðin velur forseta hljóta að fara fram ítarlegar umræður um eðli embættisins, hlutverk þess og skyldur. Frambjóðendur hljóta að þurfa að skýra frá hugmynd- um sínum um embættið, og hvernig þeir vilja nota völdin sem því fylgja. Aðspurður í Alþýðublaðsviðtalinu segir Davíð að hann telji ekki að auka þurfi völd forsetans, en - og það kann að vera þýðingarmikið en - „forseti gefúr farið með það vald sem hann hefur með ákveðnum hætti. Það mætti hann kannski gera meir en gert hefur verið.“ Þetta eru athyglisverð ummæli. Mönnum er einatt tíðrætt um að for- seíaembættið sé valdalaust tildurembætti, það sé jafnvel hreinasti óþarfi í samfélagi nútímans. Engu að síður er það svo, að stjómarskrárbundin völd forsetans er miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir. í tíð síðustu forseta hefur hinsvegar skapast sú farsæla hefð að þeir hafa lítið notað þessi völd, en fremur komið fram sem sameiningartákn, bæði innan- lands og utan. Hefðin skapar hinsvegar ekki lög. Því getur forseti á hverjum tíma beitt öllum þeim völdum sem stjómarskráin felur honum. Það er nákvæmlega þetta sem Davíð Oddsson er að tala um. Og það er meðal annars nákvæmlega af þessari ástæðu sem kosningabaráttan á ekki bara að standa í mánuð. Þjóðin þarf að vita uppá hár hvemig næsti forseti hyggst nota völd sín. Menn hljóta líka að staldra þá yfirlýsingu í viðtali Alþýðublaðsins við Davíð Oddsson, að það muni ótvírætt gagnast forseta að hafa stjóm- málareynslu, og hægt sé að nefna dæmi um að það hefði hjálpað þjóð- höfðingja Islands hefðu þeir haft stjómmálareynslu. Eftir að hafa sneitt með svo augljósum hætti að þeim sem verið hafa húsráðendur á Bessa- stöðum, bætir Davíð síðan einni mótsögninni við með því að segja að hann vilji ekki taka dæmi, máli sínu til sönnunar, því hætt væri við að menn flokkuðu það sem gagnrýni á þá sem embættinu hafa gegnt! Mál forsætisráðherra er þannig uppfullt af mótsögnum. En niðurstað- an er sú, að meðan Davíð Oddsson segist telja ólíklegt að hann gefi kost á sér sem forseti er það túlkað þannig að hann muni sækjast eftir emb- ættinu. Það er þá væntanlega einn brandari til, þegar Davíð Oddsson segist meta heiðarleika í stjómmálum umfram allt annað. ■ Irmistæðan f minnisbankanum Siv var alveg óskaplega örvæntingarfull, fórn- aði höndum til himins og svaraði: „Hvaða lof- orð eruð þið eiginlega að tala um? Ég man ekki eftir að hafa gefið öll þessi loforð!" Ágætir vísindamenn, sem rannsak- að hafa minni mannfólksins, hafa komist að þeirri niðurstöðu að við munum þrjú prósent af því sem gerð- ist fyrir 30 dögum. Eftir því sem tím- inn líður minnkar þetta hlutfall enn meira, uns svo kemur að flestir dagar eru að fullu og öllu horfnir í ómælis- djúp gleymskunnar. Því er þessi vísindalega staðreynd rifjuð upp, að í gær var ég að glugga í lesefni síðan í fyrravor: ýmislega hnausþykka og fallega skreytta bæk- linga úr kosningabaráttu sem þá var háð, einsog flesta rekur kannski minni til. Utgefandi þessara bók- mennta var sjálfur Framsóknarflokk- urinn. Tvennt er athyglisvert þegar farið er í saumana á útgáfuefni Framsóknar vorið 1995. Annarsvegar sú mynd sem dregin er upp af íslensku mann- félagi. Myndin var svona: Heilbrigð- iskerfið er í rúst. Menntakerfið er í rúst. Atvinnulífið er í rúst. Landbún- aðurinn er í rúst. Til að gera langa sögu stutta - allt er í rúst. Einsog gengur | [ Hrafn I Jökulsson Hitt sem athygli vekur er sú fram- sóknarsýn sem dregin er upp í fögrum og ilmsterkum litum. Þessi mynd var svona: Við ætlum að lækka skatta. Hækka laun. Afnema þjónustugjöld á sjúkrahúsum. Auka framlög til menntamála og heilbrigðismála, og aukþess skapa svo sem einsog tólf þúsund ný störf á fjórum árum. Og svo framvegis, og svo framvegis. Utá þetta gekk kosningabarátta Framsóknar á landsvísu. En einsog ekki væri nógu lofað ráku einstakir frambjóðendur flokksins einkalof- orðabaráttu í hinum ýmsu kjördæm- um. Ef til vill muna einhverjir eftir efsta manni á B-lista í Reykjaneskjör- dæmi sem þeyttist um og boðaði splunkunýja sjávarútvegsstefnu. Framsóknarmenn eru áreiðanlega ekki upp til hópa óheiðarlegt fólk. Það getur þessvegna ekki verið skýr- ingin á því að launin hafa ekki hækk- að eða skattamir lækkað eftir að vösk sveit Framsóknar hreiðraði um sig í stjómarráðinu. Ég trúi því heldur ekki að þeir hafi beinlínis ákveðið að svíkja loforðin, og þessvegna hafi fjármagn til menntamála og heilbrigð- ismála verið skorið niður en þjónustu- gjöld hækkuð og efnt til „hagræðing- ar“ á kostnað gamalmenna og geð- sjúkra. Ég neita að trúa því að framsóknar- menn hafi vísvitandi gert sig seka um svo stórfelldan pólitískan óheiðarleika sem orð þeirra þá og athafnir þeirra nú bera vitni um. Þá væm þeir hand- hafar þess lítt efnissóknarverða titils að vera mestu ómerkingar íslenskra stjómmála í áratugi. Ónei, það em hreinar og klárar vís- indalegar útskýringar til á því af- hvefju Framsókn man ekki lengur efni hinna viðamiklu bókmennta sem dælt var yfir þjóðina í nýliðinni kosn- ingabaráttu; afhverju loforðin urðu viðskila við verkefnaskrá ráðherr- anna. Reyndar ætti ekki að þurfa vísinda- legar rannsóknir á þessu fyrirbæri. Hér er einfalt dæmi úr raunveruleik- anum: I júní á síðasta ári streymdu bálreiðir trillukarlar á Austurvöll til að mótmæla lögum sem stjórnar- flokkarnir höfðu í burðarliðnum og kipptu tilverugrundvelli undan smá- bátaútgerð. Ég var á Austurvelli sem fréttaritari þessa litla og virðulega blaðs og sá veðurbitna og kraftalega trillukarla umkringja Siv Friðleifs- dóttur. „Hvar em nú efndimar á kosn- ingaloforðunum," sögðu þeir við ungu þingkonuna, sem virtist svo ber- skjölduð þegar hún var ekki í mótor- hjólabúningnum heldur bara venju- legri dragt. Siv var alveg óskaplega örvænting- arfull, fómaði höndum til himins og svaraði: „Hvaða loforð emð þið eigin- lega að tala um? Ég man ekki eftir að hafa geftð öll þessi loforð!“ Siv Friðleifsdóttir var að segja satt. Hún mundi svo sannarlega ekki eftir öllum þessum loforðum. Samt hafði hún geftð öll þessi loforð og miklu fleiri til. En þetta var tveimur mánuð- um eftir kosningar og þessvegna hægt að sanna vísindalega að minni hennar geymdi ekki nema kannski eitt og hálft prósent af því sem hún sagði í mars eða apríl. Sama máli gegnir um elskulegan heilbrigðisráðherra. Hún flutti á síð- asta þingi 366 ræður sem meira og minna ijölluðu um heilbrigðismál. Sú staðreynd að aðgerðir Ingibjargar nú em í fullkomlega hrópandi andstöðu við ræðumar 366 stafar líka af því að hún er einfaldlega búin að gleyma því sem hún sagði. Halldór Ásgrímsson er búinn að gleyma því að hann ætlaði að semja við Norðmenn um leið og tækist að hrekja Jón Baldvin úr utanríkisráðu- neytinu; Páll Pétursson er búinn að gleyma störfunum tólf þúsund; Finnur Ingólfsson er búinn að gleyma aukn- um framlögum til menntamála - og allir eru búnir að steingleyma Guð- mundi blessuðum Bjamasyni. Þessvegna, gott fólk: Éramsóknar- menn em ekki óheiðarlegir skúrkar sem ljúga og svíkja. Þeir eru bara óvenjulega mannlegir, og reyndar löng hefð fyrir því að forystumenn í flokki þeirra þjáist af jafnvel enn meiri minnisbresti en annað fólk. Og þá hlýtur að koma til kasta stjórnarandstöðunnar. Forgangsverk- efni í þeim hópi er eitt og aðeins eitt: Halda stjómarliðinu við efnið. Rifja upp öll þessi loforð, þessi frómu orð, þessi fögm fyrirheit. Og þá hljóta að verða einhver ráð með efndir. Eða hvað? ■ s a £ a t a 1 6 f e b r ú a r Atburðir dagsins 1826 Timburstofan á Möðru- völlum í Hörgárdal og tvö önn- ur hús brunnu ásamt miklu af amtsskjölum. 1917 Breskar konur, þrjátíu ára og eldri. fá kosningarétt. 1958 Sjö leik- menn meistaraliðs Manchester United farast í flugslysi í Munchen. 1983 Klaus Barbie, „Slátrarinn frá Lyon“, drcginn fyrir dóm fyrir glæpi í seinna stríði. 1988 Alfred Jolson vígð- ur biskup kaþólskra á íslandi. Afmæiisbörn dagsins Christopher Marlowe 1664, enskt skáld og leikritahöfund- ur. Björn Þórðarson 1879, forsætisráðherra einu utan- þingsstjórnarinnar sem setið hefur á Isiandi. Zsa Zsa Ga- bor 1920, ungversk leikkona og kynbomba. Francois Tmf- faut 1932, franskur leikstjóri. Annálsbrot dagsins Sást á öndverðum vetri eitt sjó- skrímsl á Eyrarbakka í folalds- mynd með löngum hala og gekk víða um og upp á Breiða- mýri. Sjávarborgarannáll 1603. Málsháttur dagsins Oft verður gamall göltur af gríslingi. Heilræði dagsins Besta ráðið til að halda sér lengi ungum er að skipta sem oftast um skoðun. Matthías Jochumsson. Gröf dagsins - Minnið svíkur sjaldnast þcgar það á að leiða oss að gröfum vorra dánu vona. Laföi Blessington. Orð dagsins Hálfan fór í heiminn kring, hingað knm svo aftur, og hafði bara ’ eitt ftarflegt l’ing, -ftað var góður kjaftur. Jón Ólafsson ritstjóri, 1850-1916, um sjálfan sig. Skák dagsins Menn hafa misgaman af tilbún- um skákþrautum, enda reyna þær oft með öðrum hætti á skilninginn en „alvöru“ skákir. I dag lítum við á skákþraut eftir Stocchi. Staða einsog þessi kæmi tæpast upp í kappskák. alltjcnt þyrfti mikill bjartsýnis- maður að hafa stýrt fámennu svörtu liði gegn ofurefli hvíts. En galdurinn felst í þvf að finna mát fyrir hvítan í tveimur leikjum. Það virðist auðvelt, eða hvað? Hvítur rnátar i tveimur leikj- um. 1. Re2 dl=D 2. Dc3 Mát. Sáu þetta ekki allir í hendi sér?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.