Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 1
r ■ Olga á skrifstofu Alþýðubandalagsins vegna endurskipulagningar fjármála og starfsmannahalds. Stuðnings- menn Margrétar Frímannsdóttur kölluðu hana á fund vegna náins samstarfs hennar við Svavar Gestsson „Margrét reynir að gera Einari Karli óbærilegt að starfa" - segir miðstjórnarmaður um samskipti flokksformannsins við framkvæmdastjórann. Einar Karl var einn helsti stuðn- ingsmaður Margrétar í formannskjörinu. „Ég held að Margrét sé einfaldlega að reyna að gera Einari Karii óbæri- legt að starfa áfram. Það er þá vænt- anlega liður í saniningi sem hún hefur gert við Svavar Gestsson,“ sagði áhrifamikill miðstjórnarmaður í Al- þýðubandalaginu í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Mikil ólga er í Alþýðu- bandalaginu vegna „endurskipulagn- ingar og hagræðingar“ á starfsemi flokksins, svo notuð séu orð Margrétar Frímannsdóttur um breytingarnar sem nú er verið að skipuleggja. Einar Karl Haraldsson fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins var einn ötulasti stuðningsmaður Margrétar í formannsslagnum við Steingrím J. Sigfússon í fyrra. Mið- stjórnarmaðurinn sem blaðið ræddi við sagði að þrátt fyrir sigurinn væri Margrét mjög einangruð í þingflokkn- um. Hún teldi sig greinilega knúna til að semja við andstöðuhópinn í flokkn- um sem ailtaf hefði viljað Iosna við Einar Karl úr framkvæmdastjóra- stólnum, enda hefur hann jafnan verið náinn samstarfsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar. Annar áhrifamikill alþýðubanda- lagsmaður sagði að Svavar Gestsson væri greinilega maðurinn á bakvið þá skák sem nú er tefld bakvið' tjöldin. Mönnum ber saman um að Svavar hafl mjög styrkt stöðu sína, og sé í raun valdamestur í flokknum. Margrét sagðist aðspurð bera traust til Einars Karls Haraldssonar fram- kvæmdastjóra. Þegar Einar Karl var beðinn álits á fullyrðingum um vær- ingar í flokknum og ólgu á skrifstof- unni var eina svar hans: „No comm- ent.“ Okosturef umdeildir stjórn- málamenn sækjast eft- irforseta- embættinu - segir forsetaframbjóð- andinn Guðrún Péturs- dóttir í viðtali við Alþýðu- blaðið. „Lykilþáttur í mfnu framboði felst í því að það er ekki af flokks- pólitískum toga. Eg tel að það sé ókostur að menn hafi verið um- deildir stjórnmálaleiðtogar ef þeir sækjast eftir þessu embætti. Það verður aldrei full sátt um slíka menn,“ segir forsetaframbjóðand- inn Guðrún Pétursdóttir í ítarlegu viðtali við Alþýðublaðið í dag. Guðrún ræðir aðdraganda þess að hún ákvað að bjóða sig fram, kosningabaráttuna framundan, Davíð Oddsson, ættmenni í Sjálf- stæðisflokknum, afstöðu til emb- ættisins og margt fleira. Sjá miðopnu Hugsuðurinn í snjó Þeir eru löngu hættir aö byggja venjulega snjókarla eöa snjókerlingar með gulrót fyrir nef, dreng- irnir Vésteinn og Einar Steinn Valgarðssynir, sem eiga heima á Hólatorgi 4. Á sunnudag, eftir að snjór hafði loks fallið að einhverju marki í höfuð- borginni, tóku þeir sig til og mótuðu í snjó stóreflis eftirmynd af einhverri frægustu höggmynd allra tima, Hugsuðinum eftir Auguste Rodin. Þeir standa hér við þessa metnaðarfullu vetrarmynd Vésteinn og Einar Steinn ásamt vini sínum, Frey Ólafssyni. A-mynd. E.ÓI. ■ Lítill hljómgrunnur í þingflokki Framsóknar við þau orð Hjálm- ars Árnasonar þingmanns að skoða eigi veiðileyfagjald r Eg veit ekki hvaðan þessir menn koma - segir Stefán Guðmundsson þingmaður. Ólafur Örn Haraldsson: Þarf að skoða þetta mál mjög rækilega. ísólfur Gylfi: Vil fremur skattleggja fyrirtækin en leggja á veiðileyfagjald. „Ég er alfarið á móti veiðileyfa- gjaldi. Ég hef miklu meiri áhyggjur af rekstrarafkomu sjávarútvegsins heldur en það að ég vilji leggja á hann nýja skatta,“ sagði Stefán Guðmundsson þingmaður Framsóknarflokks á Norð- urlandi vestra þegar Alþýðublaðið spurði hvort hann teldi koma til greina að Framsóknarflokkurinn endurskoð- aði afstöðu sína til veiðileyfagjalds. Hjálmar Arnason þingmaður Éram- sóknar á Reykjanesi hefur sagt að nokkrir þingmenn flokksins séu að skoða útfærslu á veiðileyfagjaldi. Framsóknarflokkurinn hefur til þessa aldrei ljáð máls á slíkum hugmyndum. Um þetta sagði Stefán Guðmundsson: „Ég hélt að þetta snerist allt um að koma rekstrargrundvelli undir grein- ina. Þess vegna skil ég ekki þá menn sem eru að tala um að skattleggja þessa grein. Ég veit ekki hvaðan þeir koma.“ Hjá öðrum þingmönnum flokksins sem blaðið ræddi við í gær kvað við svipaðan tón. ísólfur Gylfí Pálmason þingmaður flokksins á Suð- urlandi sagðist andvígur veiðileyfa- gjaldi og kvaðst óttast að það myndi leiða til þess að kvótinn lent í höndum - örfárra manna og einungis þeirra sem mest ættu undir sér. „Fremur en að leggja á veiðileyfagjald vil ég skatt- leggja íyrirtækin, þannig að þau borgi tekjuskatt af hagnaði. Það yrði mjög skýr og góð stefna,“ sagði Isólfur. Magnús Stefánsson þingmaður á Vesturlandi sagði að engin ástæða væri fyrir Framsóknarflokkinn að end- urskoða afstöðu sína til veiðileyfa- gjalds og sagðist ekki hafa orðið var við að hljómgrunnur væri fyrir breyttri stefnu í þeim málum. Þingmennimir Siv Freiðleifsdóttir og Ólafur Örn Haraldsson vildu lítið láta hafa eftir sér um málið og sögðu ótímabært að koma með yfirlýsingar áður en það hefði verið rætt til hlítar í þingflokkn- um. „Þetta er greinilega mjög flókið viðfangsefni, miklir hagsmunir í húfi og það þarf að skoða þetta mál mjög rækilega," sagði Ólafur Öm. ■ Bandarískir hvalavinir safna stórfé til að koma háhyrningnum Keiko í sjó við ísland. Stjórnvöld hér kveða þvert nei við að hann komi aftur í íslenskt hafsvæði. Safna hundruðum, milljóna þrátt fyrir neiyrði Islendinga „Auglýsingabrella", segir Jóhann Sigurjónsson hjá Hafrannsóknarstofnun. Hópur Bandaríkjamanna sem kallar sig Free Willy Foundation stendur nú fyrir íjársöfnun til að flytja háhyming- inn Keiko í hafið við ísland, en þar var hann upphallega fangaður fyrir um 16 ámm. Islensk stjómvöld hafa lýst yfir að það sé óhugsandi að heimila að hvaln- um verði sleppt í hafið við ísland, enda stafi af honum smithætta og ólíklegt sé að hann fái þrifist við svo erfiðar kring- umstæður. Þrátt fyrir afstöðu íslendinga halda Bandaríkjamennirnir áfram að safna fé; segir á heimasfðu Free Willy Foundation á Intemetinu að áætlaður kosmaður við verkefnið sé alls 10 millj- ónir Bandaríkjadollara, eða tæpar 700 milljónir íslenskra króna. Þar er ekki minnst orði á að Islendingar séu því andsnúnir að hvalurinn komi hingað. Keiko öðlaðist eins konar heimsfrægð þegar hann lék „aðalhlutverk“ í bíó- myndinni Free Willy sem naut gríðar- legra vinsælda. Hann hefur lengst af verið geymdu; í dýragarði í Mexíkó- borg. Þar hafa aðstæður ekki þótt nógu góðar; ýmiss konar lasleiki hefur hijáð dýrið, og nýskeð var það flutt í kaldara loftslag í Newport í Oregon-fylki. Þar hefur Free Willy Foundation staðið fyrir byggingu gríðarlegrar sundlaugar fyrir skepnuna, meðal annars með tveggja milljóna dollara Ijárstuðningi ífá risafyr- irtækinu Warner Brothers sem fram- leiddi bíómyndina. Þótt dýrinu ætti að geta liðið vel í Or- egon, láta hvalavinimir amerísku ekki við svo búið sitja heldur em staðráðnir í að koma hvalnum aftur í sjóinn við ís- land. Ekki hefur það gerst fyrr að há- hymingur sem hefur alið aldur sinn í dýragarði sé sendur aftur í sitt náttúm- lega umhverfi, en sá var einmitt sögu- þráðurinn í kvikmyndinni vinsælu. Á heimasíðu Free Willy Foundation segir að Keiko verði settur í „endurhæfingu", svo hann megi aiiur þrífast í söltum sjó. Er rætt um að síðar gætu fleiri hvalir og höfrungar fylgt í kjölfarið, notið endur- hæfingar í sundlauginni miklu - og synt sína leið. Engu er logið um vinsældir Free Willy, en framhald hennar, Free Willy 2, er nú sýnt í Sambíóunum. Því er óhætt að fullyrða að hvalavinunum ætti ekki að verða skotaskuld úr að safna allmiklu meira fé út á íslandsæv- intýrið. I nýju tölublaði mánaðarritsins Iceland Reporter segir Jóhann Sigur- jónsson, sérffæðingur á Hafrannsóknar- stofnun, skoðun sína á jressum fyrirætl- unum hvalavinanna. Jóhann segir að ís- lendingar hafi skýrt afstöðu sína strax 1992 þegar aðrir aðilar vildu fá að sleppa háhymingi við landið. Þá vom sérfræðingar kallaðir til og varð loks úr að sjávarútvegsráðuneytið hafnaði málaleitaninni vegna sjúkdómshættu. f viðtalinu við segist Jóhann efast um hversu mannúðleg sjónarmið Banda- ríkjamannanna séu: „Skepnan var föng- uð þegar hún var tveggja ára. Hún hefur eytt mestri ævi sinni í vernduðu um- hverfi þar sem henni er gefið að éta. Ég efast mjög um að hún yrði samkeppnis- fær í umhverfi þar sem einungis hinir hæfustu lifa af.“ Jóhann Sigurjónsson segir einnig að hvalavinimir gætu fund- ið betri not fyrir peningana ef þeir hefðu í rauninni áhuga á náttúmvemd. ,,Ég hef á tilfinningunni að allt þetta fyrirtæki sé auglýsingabrella," segir hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.