Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Veiðileyfagjald - ný hagstjórn Núna er afkoma sjávarútvegsins í heild einhver sú besta sem menn muna eftir í seinni tíð. Jafnframt er þess vænst að á næstu árum náist enn frekari hagkvæmni veiðanna með auknum fiskveiðiarði. Mikill meirihluti þjóðarinnar virð- ist sammála um að þeir sem fá út- hlutaða hlutdeild í auðlindinni, sam- eign þjóðarinnar, eigi að greiða fyrir þau hlunnindi. Verið er að úthluta takmörkuðum gæðum og óeðlilegt þykir að þeir sem þess njóta fái þannig leyfi til nánast frjálsrar með- Gestaboð | Svanfríður Jónasdóttir skrifar ferðar á „sínum" hlut án endurgjalds. Að því hníga réttlætisrök málsins. En hvernig ætlar ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar, sem verndar þessa sérhagsmuni af hörku, að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast munu við aukið góðæri í útveginum og ef til vill hækkandi meðaltalsaf- komu í sjávarútvegi? Fjölbreytt atvinnulíf Meðan sjávarútvegurinn er jafn stór hluti okkar útflulnings og raun ber vitni hlýtur staða hans að hafa sem því nemur áhrif á gengisskrán- inguna. I gamla daga, þegar vel viðr- aði í sjávarútveginum, var beðið þangað til aðrar atvinnugreinar voru komnar að fóturn fram vegna hækk- andi raungengis og gengið þá fellt nteð tilheyrandi afleiðingum í efna- hagslffinu. Og síðan geisaði verð- bólgan á rústum atvinnulífsins. Þannig var „veiðleyfagjaldið" tekið í þá daga og því veitt út til þjóðarinn- ar, með háu gengi tímabundið, sem stuðlaði, á meðan þannig háttaði til, að lægra vöruverði og betri afkomu fólks. En þar sem hinar atvinnugreinam- ar gátu ekki á slíkum góðæristímum í sjávarútvegi búið við jafnhátt gengi, þá koðnuðu þær niður og iðn- aður náði ekki að þróast með þeint hætti á Islandi sem menn höfðu von- að, og þá ekki sú fjölbreytni í at- vinnulífinu sem menn vom þó sam- mála um að ein dygði til að undir- byggja hér traust og góð lífskjör. Og þessvegna hafa stjórnmálaflokkarnir ályktað um að jafna yrði starfsskil- yrði atvinnuveganna. Veiðileyfagjald eða þröngir sérhagsmunir Og þannig álykta þeir enn í dag og sumir segja orðið upphátt hvernig þeir ætla að gera það; með því að taka upp veiðleyfagjald og nota það til sveiflujöfnunar, að taka fiskveiði- arðinn þar sem hann myndast en ekki í gegnum gengisskráningu sem skekkir samkeppnisstöðu hinna at- vinnugreinanna. Til hvers var þjóð- arsátt ef strax og byrjar að rofa til í sjávarútveginum á að fara inn í sama gamla farið? Þess vegna hljótum við að auglýsa eftir stefnu ríkisstjómar- innar? Ætlar hún að bjóða okkur uppá gömlu „efnahagsráðstafanirn- ar“ eða hvað þýðir eftirfarandi kafli í verkefnaskrá sjávarútvegsráðuneytis- ins: „Kannaðir verði möguleikar á að koma á sveiflujöfnun í sjávarútvegi er tryggi í senn stöðugleika í grein- inni og jafnvægi gagnvart öðrum at- vinnugreinum." Hversu langt mun ríkisstjóm Dav- íðs Oddssonar ganga í því að vemda þrönga sérhagsmuni? Höfundur er alþingismaður og varaformaður Þjóðvaka. Hvernig ætiar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, sem verndar sérhagsmunina af hörku, að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast munu við aukið góðæri í útveginum og ef til vili hækkandi meðaltalsafkomu í sjávarút- vegi? h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Við lesum í Listanum, snotru menningarblaði sem gefið er út á Akureyri, að senn muni nýtt Ijóðskáld kveða sér hljóðs. Þar er eng- inn annar en Arthúr Björg- vin Bollason á ferð, en lítið hefur farið fyrir honum í fjöl- miðlum uppá síðkastið. Fram kemur að Mál og menning muni innan tíðar gefa út bók með Ijóðum Art- húrs og eru birt tvö kvæði eftir skáldið. Af þeim að dæma fer „Ijóshærða villi- dýrið" af stað með miklum ágætum... Það er greinilega eftir- sóknarvert í betra lagi að verða sýslumaður. Hvorki meira né minna en 17 um- sækjendur vilja komast í embætti sýslumanns á Sauðárkróki, 16 karlmenn og ein kona. Annað sem vekur eftirtekt er að hvorki fleiri né færri en 6 umsækjendanna gegna þegar sýslumanns- embætti annars staðar á landinu, svo það hlýtur að teljast ábatavænlegt að komast á Sauðárkrók. Þetta eru sýslumennirnir: Bjarni Stefánsson í Neskaups- stað, Björn Rögnvaldsson á Ólafsfirði, Guðgeir Eyj- ólfsson á Siglufirði, Jónas Guðmundsson í Bolungar- vík, Ríkharður Másson á Hólmavík og Sigurður Gunnarsson í Vík. Aðrir umsækjendur eru sýslu- mannsfulltrúarnir Eyþór Þorbergsson á Akranesi, Júlíus Kristinn Magnús- son á Eskifirði, Ólafur Þór Hauksson í Hafnarfirði og Úlfar Lúðvíksson í Reykja- vík, Hilmar Baldursson, deildarstjóri á veiðieftirlits- sviði Fiskistofu, Ólafur Jónsson, starfsmaður veitu- stofnana í Reykjavík, Sól- veig Bachmann Gunnars- dóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík og lögmennirnir Hjalti Steinþórsson, Ingimundur Einarsson, Jón Sigfús Sigurjónsson og Þorbjörn Árnason... Kjörin verður ný stjórn í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkurá aðalfundi 13. febrúar. Þá lætur af störfum Hlín Daníelsdóttir, sem verið hefur formaður undan- farin ár. Uppstillingarnefndi gerir að tillögu sinni að Gunnar Ingi Gunnarsson læknir verði kosinn í stað hennar, en stingur upp á að aðrir stjórnarmenn verði Ás- laug Þórisdóttir, Birgir Jónsson, Bolli Valgarðs- son, Bryndis Kristjáns- dóttir, Erlingur Þorsteins- son, Helgi Daníelsson, Hólmfríður Sveinsdóttir, Jónas Þór og Sigrún Benediktsdóttir... Hei Stebbi! Er þetta ekki hesturinn þinn sem strákrassgatið er að fikta í? Hvernig finnst þér Halldór Ásgrímsson hafa staðið sig í deilum okkar við Norðmenn? Sigríður Hermannsdóttir iðjuþjálfi: Ekki nógu vel. Jón Thoroddsen: Hann hef- ur verið of linur við þá. Sigríður Gunnarsdóttir skrifstofumaður: Hann gæti staðið sig betur. Karl Þorsteinsson bensín- afgreiðslumaður: Hann hef- ur ekki staðið sig vel frekar en aðrir. Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri: Hann er svo dapur að maður veit ekki hvort hon- um gengur vel eða illa. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Ég hef fengið fimm föx frá Eyjaflotanum og einum bát í Reykjavík þar sem koma fram áskoranir um að bjóða mig fram til forseta. Ég hef ekki ákveðið eitt eða neitt en er til- búinn að skoða þetta. Árni Marz sjómaöur, aðspurður i Eyjablað- inu Fréttum hvort hann hyggist bjóða sig fram sem forseta lýðveldisins. Þessi umræða er fyrst og fremst í fjölmiðlum. Við sem vinnum náið með Davíð vitum betur. Nánasti samstarfsmaður Davíðs Oddssonar, Árni Johnsen að nafni, að svara spurningu á fundi á Suðurlandi um möguleika á for- setaframboði forsætisráðherrans. Sunn- lenska fréttablaðið. Það getur verið spurning um nokkra daga eða vikur hvenær _ E-pillan kemur hingað. Elís Kjartansson lögreglumaður á Selfossi í viðtali við Sunnlenska fréttablaðið um eitur- vanda austan fjalls. Nútíma þrælahald byggist upp á því að það eru lánastofnanir og bankarnir sem eiga einstak- linga og fjöldskyldur þeirra. Lesendabréf í sunnudagsblaði Moggans. Ég mun biðja fólkið um að ganga út svo ekki þurfi að taka á því. Geri fólkið það ekki verðum við að bera það út, það er ekkert sem heitir. Karl Gauti Hjaltason fulltrúi sýslumanns á Selfossi, um mál ábúenda að Hvoli I í Ölf- usi. DV í gær. Hvar hafa unglingar lært að berja náungann 10-20 högg í andlit að tilefnislausu, sparka síðan í höfuð hans, kvið og kynfæri - án þess að á honum sjái?! Ólafur Ólafsson landlæknir í DV í gær. fréttaskot úr fortíð Það skeði í Ameríku Hena Temple, faðir Shirley litlu Temple, hinnar frægu kvikmynda- stjömu, fær daglega fjölda af bréfurn frá konum í Ameríku og víðar að. Þær skrifa allar, að þeirra heitasta ósk, sé sú, að eignast annað eins töfrabam og Shirley Temple, og biðja herra Temple að gera svo vel og hjálpa upp á sakimar Alþýðublaðið sunnudaginn 23. ágúst 1936

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.