Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐHD 5 sækjast eftir þessu embætti. Það verður aldrei full sátt um slíka menn.“ En nú útilokar Davíð ekki frarn- boð. Vœri þá hreinlega rangt af hon- um að bjóða sig fram? „Ef stjórnmálafrömuður býður sig fram, gerir hann það gegn þeim ein- dregnu viðhorfum sem ég lýsti hér áðan. Og ég hef ástæðu til að ætla að almenningur sé mér sammála um að þetta embætti sé hafið yfir flokkspól- itískar erjur.“ Mun særa mig ef menn fara með ósannindi um mig Nœsta hálfa árið verður þú ein af umtöluðustu mönnum landsins, bœði íJjölmiðlum og manna á meðal. Ymsir hafa spáð óvœginni kosninga- baráttu. Kvíðirðu því ekki að lenda í slíkri mulningsvél? „Eg vona að þetta verði engin mulningsvél. Ég hef ekki þurft að hugsa mig lengi um þegar ég hef lit- ið yfir farinn veg. Það er ekkert í lífi mínu sem ekki þolir dagsljós. Að því leyti hef ég engu að kvíða. Hinsveg- ar er ég vönd að virðingu minni, og ég veit að það myndi særa mig ef menn færu að bera á mig eitthvað sem ekki er sannleikanum sam- kvæmt. En það er með þessa baráttu einsog margt annað; maður tekur bara eitt skref í einu.“ Aðeins meira um embœltið sjálft. Finnst þér að fórseti eigi að borga skatt? „Já. Mér finnst að það eigi að gilda sömu reglur um þjóðhöfðingja og aðra þegna landsins. Annað held ég að séu leifar frá fortíðinni “ En finnst þér að setja eigi ákvœði um hámarkstíma sem forseti getur setið? „Nei. Mér finnst það ekki. Mér finnst að fólkið í landinu eigi að ráða því.“ En nú hefur sú hefð löngu skapast að forseti getur setið eins lengi og honum sýnist, af því menn eru of kurteisir til að blaka við honum. „Þá verður fólk bara að taka sig saman í andlitinu og blaka við for- setanum ef hann er orðinn þreytandi! Hinsvegar er ég nú þeirrar skoðunar að það eigi að vera til líf eftir for- setadóm. Eg sé ekki fyrir mér, nái ég kjöri, að ég muni eyða því sem ég á ólifað á Bessastöðum. Ég er heppin að því leyti að ég get snúið aftur til minna fræða. Eða fundið mér annað starf." Vil að forseti þurfi meirihluta atkvæða Forseti þarf ekki meirihluta at- kvœða á bakvið sig, og í nýlegri þingsályktunartillögu Þjóðvaka er bent á, að séu sex í kjöri til forseta, geti 17% dugað til að ná kosningu. Hvað finnstþér um þetta? „Eða ef tíu bjóða sig fram - þá duga ellefu prósent. Og svo fram- vegis. Mér finnst fráleitt að það séu engin takmörk fyrir því hvað forseti getur haft fá atkvæði á bakvið sig. Þetta er nokkuð sem þarf að taka til i ð t a I endurskoðunar. Ég tel að þessi ágalli sé það alvarlegur, að nokkuð sé á sig leggjandi til að ráða bót á því.“ Hvað fmnst þér um orðuveitingar? „Ég er hlynnt orðuveitingum og ég get sagt þér afhverju það er. Ég ræddi þetta við pabba minn þegar ég var unglingur og hann útskýrði það fyrir mér. Hann sagði: Orður kosta ríkið ekki neitt, en það er hægt að gleðja fólk og þakka því fyrir vel unnin störf með því að veita því heiðursmerki. Mestu máli skiptir auðvitað að velja verðuga orðuþega. Ég er ekki á móti orðuveitingum, ég held að þær þjóni sínum tilgangi Er þetta ekki tómt snobb? „Nei, þetta er ekki snobb. Það er verið að þakka fyrir vel unnin störf.'1 Stuðningur við útflutning Það er oft talað um að forseti ís- lands eigi að leggja sitt af mörkum til að efla útflutning. Hvernig getur þú beittþér áþvísviði? „Ég held að ég gæti gert það á svipaðan hátt og frú Vigdís hefur gert. Með því að fara með íslenskum útflytjendum þegar á þarf að halda, heimsækja ýmis lönd, fyrirtæki og lykilmenn, og veita þarmeð útflytj- endum ákveðinn forgang. Ég hef heyrt lýsingar á því, til dæmis í Jap- an, hvernig íslenskir sölumenn kom- ust í allt annað samband við kaup- endur vegna þess að frú Vigdís var með þeim. Ég á mág sem er fisksali, og hann hefur sagt mér hversu ein- staklega samvinnuþýð og skilnings- rík frú Vigdís hefur verið - og hversu mikil áhrif það hefur haft. Ég tel að ég geti orðið að liði í þessum efnum, bæði vegna mála- kunnáttu og af því að ég á auðvelt með að umgangast fólk.“ Þjóðhöfðingi á ekki að vera flokksbundinn Þú ert flokksbundin í Sjálfstœðis- flokknum. Varstu skrifuð inm' flokk- inn við fœðingu eða var þetta pólit- ísk ákvörðun sem þú einhverntíma tókst? „Til þess að geta haft áhrif í próf- kjöri hjá Sjálfstæðisflokknum verður maður að vera flokksbundinn. Ég vildi koma ákveðinni konu að gagni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir nokkrum árum, og gekk í flokkinn til þess. Ég hef lýst því afdráttarlaust yfir, að nái ég kjöri muni ég segja mig úr flokknum. Ég tel ekki að þjóðhöfð- ingi eigi að vera flokksbundinn í neinum stjómmálaflokki." Skemmtilegur afi Þú ert auðvitað alin upp í ramtn- pólitísku umhverfi. Hvað geturðu sagt mér afkynnum við afa þirín, Ól- afThors? „Fyrir mér var hann náttúrlega fyrst og fremst afi, einsog aðrir afar eru afar barnabarna sinna. Ég á mín- ar endurminningar um hann einsog krakkar eiga. Hann var skemmtileg- ur, það gustaði af honum. Hann söng djúpum rómi uppá lofti. Hann talaði með munninn fullan, hann setti fæt- urna uppá borð eða gluggakistu þeg- ar hann talaði í símann, og það var rosalega góð vindlalykt af honum. Þetta var afi í mínum huga. Seinna kynntist ég honuin þegar ég samdi útvarpsþátt með Ólafi manni mínum í tilefni hundrað ára afmælis afa, árið 1992. Þá fór ég í gegnum allt efni sem er til hljóðritað með honum. Þá varð ég hrifin." Hvað hreif þig mest? „Af því hvað mér fannst hann víð- sýnn og hugaður. Hvað hann var hik- laus og vel máli farinn. Hann afi lagði líka áherslu á að maður ætti að virða andstæðinga sína. Vegna þess að ekki væri vafi á því að öllum gengi gott til, allir vildu þjóðinni vel - það væri bara spurning um leiðir að markinu. Þessvegna fyrirlíturðu ekki andstæðing þinn.“ Hlýr og nærgætinn föðurbróðir Það leikur líka Ijómi um Pétur föður þinn og brœður hans, Bjarna og Svein. „Það þyrfti langt mál til að gera al- mennilega grein fyrir þeim. Ég var ung að árum, rétt um tvítugt, þegar þeir féllu frá; pabbi þegar ég 18 ára og Bjami ári síðar. Sveinn var sá eini þeirra bræðra sem lifði þangað til ég var orðin fullorðin manneskja." Leyfist mér að hnýsast aðeins í þi'nar persónulegu minningar um Bjarna, sem var óumdeilanlega einn áhrifamesti stjórnmálamaður aldar- innar. „Persónulegar minningar mínar um Bjarna eru aðallega tengdar sumrinu sem pabbi dó. Bjarni og Sigríður buðu okkur mæðgunum til Þingvalla. Við áttum afar yndisleg kvöld með þeim þar. Það var kannski í eina skiptið sem ég sem einstak- lingur náði sambandi við hann; sem hlýjan og óskaplega nærgætinn og góðan föðurbróður. Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt hann Bjama. Fjöl- skyldan hittist mest við afmæli og önnur slík tækifæri, og þá var náttúr- lega fullorðna fólkið að tala saman og krakkamir í öðru homi. En ég hef oft velt fyrir mér þessu skemmtilega tvíeyki Bjarna og Ól- afs, sem áttu svo vel saman en voru þó svo ólíkir. Ég hef oft hugsað um hvemig það var fyrir Bjama að vinna með afa, og hvernig hann breyttist eftir að afi féll frá. Þá varð hann sá sem axlaði ábyrgðina einn: Margir halda því fram að þá hafi Bjarni breyst mikið og kannski tekið yfir ákveðna þætti úr persónuleika Ólafs. Ég held að með árunum hafi hann orðið opnari í samskiptum sínum við fólk.“ Vonast auðvitað eftir stuðningi frænda minna Þú átt tvo náfrœndur í ríkisstjórn, Halldór Blöndal og Björn Bjarna- son. Hefurðu leitað eftir stuðningi þeirra? „Veistu það, ég hef ekki leitað eft- ir stuðningi neins. Þetta kann að hljóma hrokafullt en svona er það nú samt. Sá stuðningur sem ég hef fund- ið fyrir til þessa hefur komið til mín. Auðvitað vonast ég eftir stuðningi frænda minna. Ég hef leitað ráða hjá ýmsum ættingjum, af því ég treysti þeim svo vel til að ráða mér heilt og af því þetta fólk er svo hreinskilið. Ég hef hinsvegar ekki beðið um stuðning. Ég er of stolt til þess. Fólk verður að meta sjálft hvort þessi kandidat er þess virði að styðja hann.“ Svaf í kústaskáp í kosningunum 1980 Tókstu einhvem þátt íforsetakosn- ingunum 1980? „Nei. Ég var þá stödd austur á Héraði, að gera samanburðarrann- sóknir á Vestur-Islendingum og Is- lendingum. Ég svaf í kústaskáp í barnaskólanum og við unnum frá klukkan sex á morgnana til miðnætt- is og ég mátti ekki vera að því að skipta mér mikið af þessum kosning- um.“ En þú kaust? „Já, ég kaus.“ Má ég spyrja hvern? „Kosningar á Islandi eru leynileg- ar.“ Það er rétt. Segðu mér þá annað. Hvernig œtlarðu að reka kosninga- baráttuna? „Ég ætla að byrja á því að kynna mig. Ég ætla að gefa út blað og dreifa því sem víðast og svo ætla ég að leggja land undir fót.“ Hefurðu einhverja hugmynd um hvað œvintýrið kostar? „Það fer mest eftir því hvernig kosningabaráttan verður háð af öðr- um frambjóðendum. Ég vona til dæmis að menn muni ekki leggjast í sjónvarpsauglýsingar." Og hvenær leggurðu í hann? „Þegar byr gefur!“ ■ Ungir jafnaðarmenn Stórfundur á efri hæð r Sólon Islandus, miðvikudagskvöldið 7. febrúar klukkan 20:30. Stjórna prófkjör verkum þingmanna? Framsögumenn: Margrét Frímansdóttir formaður Alþýðubandalagsins. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins. Gestur G. Gestsson Stjórnmálafræðingur. Láta þingmenn stjórnast af vinsældum frekar en hugsjónum? Hefur starfsemi þingsins breyst? Er hægt að greina mun á milli starfa „prófkjörsþingmanna" annarsvegar og „flokksþingmanna" hins vegar? Spennandi umræður, fjölmennum Málstofa um stjórnskipan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.