Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRiÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 s k i I a b o ö Laust er tiB umsóknar starf yfirmanns á Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur Samkvæmt lögum um grunnskóla frá 8. mars 1995 munu grunnskólar heyra undir sveitarfélögin frá og með 1. ágúst 1996. í Reykjavík verður sett á stofn ný skrifstofa skólamála - Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sem mun í stórum drátt- um taka við þeim verkefnum sem til þessa hafa verið unnin á vegum Fræðslustofu Reykjavíkur annars vegar og Skólaskrifstofu Reykjavíkur hins vegar. Laust er til umsóknar starf yfirmanns Fræðslumiðstöðvarinnar. Helsti verkefni yfirmanns Fræðslumiðstöðvar Reykjavík- ur: • Hafa forystu og sýna frumkvæði við uppbyggingu og skipulagningu nýrrar stofnunar. • Sjá til þess, í umboði borgarstjórnar, að lögum um grunnskóla sé framfylgt í borginni. • Stjórna því- starfi sem fram fer á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. • Hafa umsjón og eftirlit'með rekstri grunnskólanna í Reykjavík. • Hafa forgöngu um þróunarstarf í skólum borgarinnar. • Tryggja að þjónusta við börn, foreldra þeirr,a kennara og skólastjórnendur sé eins og best verði á kosið. Kröfur gerðar til umsækjenda: • Stjórnunarhæfileikar og -reynsla. • Háskólamenntun, eða önnur sambærileg menntun á sviði kennslu-, uppeldis-, eða annarra hug- eða félags- vísinda. • Þekking, reynsla og áhugi á skólamálum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfni í að setja fram hugmyndir sínar í ræðu og riti. • Þekking á sviði rekstrar er æskileg. Yfirmenn: Borgarstjóri og framkvæmdastjóri menning- ar-, uppeldis- og félagsmála. Undirmenn: Allt starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur. Skólastjórnendur í Reykjavík. Nefndarstörf: Fagnefnd er skólamálaráð og framfylgir yfirmaður samþykktum þess eftir því sem honum er fal- ið. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar nk. Æskilegt er að yfir- maður á Fræðslumiðstöð geti hafi störf sem fyrst. Um- sóknir sendist framkvæmdastjóra menningar-, og upp- eldi og félagsmála, skrifstofu borgarstjóra. Borgarstjórinn f Reykjavík, 4. febrúar 1996. Rétt er að vekja athygli á að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Styrkir til háskólanáms í Kína námsárid 1996-97 Stjórnvöld Aiþýðulýðveldisins Kína bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms í Kína. Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina og meðmælum, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 3. mars nk., á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 2. febrúar 1996. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Aðalfundur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 20.30 á Kornhlöðuloftinu. Á dagskrá er stjórnarkosning og venjuleg aðalfundarstörf. Listi uppstillingarnefndar tif stjórnar liggur frammi á skrif- stofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, viku fyrir aðalfund. . Stjórnin. LANDSPÍTALINN AÐSTOÐARMAÐUR A RANNSOKNASTOFU Glasafrjóvgunardeild Duglegur og vandvirkur starfsmaður óskast á rann- sóknastofu glasafrjóvgunardeildar. Um er að ræða fram- tíðarstarf og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá 8:00 til 16:00. Starfið felst m.a. í síma- vörsiu, móttöku sýna, sérhæfðum þvottastörfum og fleiru. Meðmæli eru æskileg. Umsóknareyðublöð liglgja frammi á upplýsingum á Landspítala. Laun samkvæmt kjarasamningum BSRB. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar nk. Nánari upplýsing- ar veita Júlíus Gísli Hreinsson og Elín Ruth Reed í síma 560- 1176 eða 560-1997 frá kl. 10:00-12:00. HJUKRUNARFRÆÐINGUR Geðdeild Landspítalans Hjúkrunarfræðingur óskast til að taka næturvaktir á geð- deildum á Landspítalalóð, 2-3 vaktir að meðaltali í viku. Um er að ræða tímabundna afleysingu í eitt ár vegna barnsburðarleyfis. Einnig er óskað eftir hjúkrunarfræðingum á aðrar geð- deildir Landspítalans. Um er að ræða fjölþætta og áhugaverða hjúkrun. í boði er einstaklingsbundin starfs- þjálfun. Starfshlutfall og vaktir eftir samkomulagi. Barnaheimili er í tengslum við spítalann. Sérstök athygli er vakin á að nú býðst húsnæði sem tengist 100% starfi. Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Guðnadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 560-2600. w Útboð F.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur, er óskað eftir tilboðum í 1 kV og 12 kV rafstrengi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Þriðjudaginn 5. mars nk. kl. 14:00. F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í vinnu og efni við dúkalagnir 1996 í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: Þriðjudaginn 20. febrúar nk. kl. 11:00. F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í uppsteypu viðbyggingar við Grandaskóla. Helstu magntölur: Steypa 650 m3 Mótafletir 5.000 m2 Járnalögn 50 tonn Holplötur og rifjaplötur 2.500 m2 Verkinu skal lokið 1. júní 1996. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 6. febr. nk. á skrifstofu vorri, gegn kr. 15.000,- skilatrygg- ingu. Opnun tilboða: Fimmtudaginn 22. febrúar nk. kl. 14:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík Sími 552 58 00 Bréfsími 562 26 16 Samn „Margrét reynir að gera Einari Karli óbæri- legt að starfa,"- segir miðstjórnarmaður um samskipti flokksfor- mannsins við fram- kvæmdastjórann. Einar Karl var einn helsti stuðningsmaður Margrétar í formanns- kjörinu. „Ég held að Margrét sé einfaldlega að reyna að gera Einari Karli óbæri- legt að starfa áfram. Það er þá vænt- anlega liður í samningi sem hún hef- ur gert við Svavar Gestsson," sagði áhrifamikill miðstjórnarmaður í Al- þýðubandalaginu í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Mikil ólga er í Al- þýðubandalaginu vegna „endur- skipulagningar og hagræðingar" á starfsemi flokksins, svo notuð séu orð Margrétar Frímannsdóttur um breytingarnar sem nú er verið að skipuleggja. Éinar Karl Haraldsson fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins var einn ötulasti stuðningsmaður Margrétar í formannsslagnum við Steingrím J. Sigfússon í fyrra. Mið- stjórnarmaðurinn sem blaðið ræddi við sagði að þrátt fyrir sigurinn væri Margrét mjög einangruð í þing- flokknum. Hún teldi sig greinilega knúna til að semja við andstöðuhóp- inn í flokknum sem alltaf hefði vilj- að losna við Einar Karl úr fram- kvæmdastjórastólnum, enda hefur hann jafnan verið náinn samstarfs- máður Ólafs Ragnars Grímssonar. Svavar valdamestur í flokknum Annar áhrifamikill alþýðubanda- lagsmaður sagði að Svavar Gestsson væri greinilega maðurinn á bakvið þá skák sem nú er tefld bakvið tjöld- in. „Svavar er engum líkur í pólit- ískri taflmennsku. Honum hefur tek- ist að gera Margréti algerlega háða sér, og hann er í reynd valdamesti maður flokksins núna.“ Undanfarið hefur gagnger endur- skipulagning á flokksstarfinu verið í undirbúningi. Alþýðubandalagsmaður sem þekk- ir til á skrifstofu segir að Birna Bjarnadóttir, gjaldkeri flokksins, hafi í æ ríkari mæli tekið yfir fjármála- lega stjórn af Einari Karli. Þá feli fjárhagsáætlun Alþýðubandalagsins í sér að skorið verði verulega niður í rekstri flokksins en skuldir greiddar niður. Furðulegir hlutir að gerast í Alþýðubandalaginu „Það eru furðulegir hlutir að gerast í Alþýðubandalaginu núna,“ sagði heimildamaður blaðsins. „Margrét er að halla sér upp að fólkinu sem studdi hana ekki. Hún er búin að vera í minnihluta í þingflokknum og hefur ekki einu sinni fengið stuðning frá Ólafi Ragnari. Það er ekki langt síðan fólk í flokknum kallaði hana á sinn fund, og sagði henni að það gæti ekki stutt hana áfram ef ekki gengi hnífurinn milli hennar og Svavars." Tekur gjaldkerinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.