Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐK) ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1996 v i ð t a I ■ Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Há- skólans og húsmóðir í Þingholtum tilkynnti þjóðinni á laugardag að hún gæfi kost á sér sem fimmti forseti lýðveldisins. Hrafn Jökulsson tók hús á frambjóðandanum Það er ekkert í lífi mínu sem ekki þoiir dagsljós Það er sunnudagskvöld við Freyjugötu. Ætla mætti að forseta- kosningar væru um garð gengnar: blóm á öllum borðum, skeytabunki á eldhúsborðinu, síminn hringir án af- láts. Ólafur Hannibalsson hitar te meðan Guðrún talar við konu á Vest- fjörðum sem hringir til að lýsa yfir stuðningi. Systumar Asdís og Marta stytta mér stundir; þær eru sex, bráð- um sjö, og þriggja, bráðum fjögurra. Asdís er ákaflega stolt yfir lausri framtönn en Marta segir mér dýra- sögur. Kötturinn Siggi lygnir augum útí horni. Það er einsog hann sé strax farinn að láta sig dreyma um fugla- lífið á Álftanesi. Konur skelfa Viðtalið virðist ætla að fara fyrir ofan garð og neðan. Um leið og sím- tólið er lagt á gellur ný hringing. Ól- afur tekur að sér símvörslu og heim- ilishald meðan Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, húsmóðir og for- setaframbjóðandi svarar spumingum Alþýðublaðsins. Fyrst er spurt um þá tvo daga sem liðnir eru síðan Guðrún efndi til blaðamannafundar á Hótel Borg og tilkynnti framboð sitt. „Þeir hafa verið afskaplega skemmtilegir, það hefur ekki staðið síminn. Og það sem hefur verið skemmtilegast við þau símtöl er að svo margt fólk hefur hringt í mig sem ég þekki ekki neitt. Þetta fólk hefur þurft að hafa fyrir því að berj- ast í gegnum hljóðmúrinn - það er alltaf á tali. Fólk utan af landi; bænd- ur, fiskverkafólk, sjómenn, af- greiðslufólk í búðum, fólk sem vinn- ur á spítulum: allskonar fólk sem endurspeglar íslenska þjóð. Þetta er slík hvatning, að þú getur ekki ímyndað þér það. Svo fór ég líka í skemmtilega leik- húsferð í gærkvöldi, og sá leikritið Konur skelfa. Mér finnst alltaf dálít- ið hátíðlegt í leikhúsi og það setti skemmtilegan blæ á daginn að fara og sjá kraftmikið, íslenskt verk eftir gamla vinkonu, Hlín Agnarsdóttur, og verða vitni að frábærum leik.“ Yfirskrift þjóðlífsins Hvaðfinnsl þér um forsetaembœtt- ið? „Mér fmnst þetta mikilvægt emb- ætti. Vegna þess að það setur vissan tón, það er einsog yfirskrift þjóðlífs- ins; samnefnari. Það skiptir máli hvaða blær er yfir forsetaembættinu. Það skiptir máli fyrir heildina, það eru ekki völdin í embættinu heldur blærinn." Tónn, segirðu. Hvaða tón œtlar þú að slá sem síðan myndi óma áfram í mannlífinu? Hún velur orðin vandlega. „Tón víðsýni, hlýju, hleypidómaleysis og fágunar. Vona ég. Ef vel tekst til.“ Davíð Oddsson sagði í viðtali við Alþýðublaðið á föstudag að engin ástœða vœri til að tilkynna framboð strax, enda œtti kosningabaráttan ekki að taka nema rnánuð. Fólk sem þyrfti hálft ár til að kynna sig hefði greinilega ekki verðleika til að gegna embœttinu. Það er nokkuð Ijóst hverjum þessi pilla var œtluð. „Þessu vil ég svara þannig, að menn geta kosið að vera þekktir með mismunandi hætti. Sumir eru víð- kunnir og geta verið það að góðu eða að endemum. Aðrir kjósa að afla sér fyrst viðurkenningar og trausts í miklu þrengri hóp. Hópi þeirra sem þeir virða mest - og það held ég að eigi oft við um vísindamenn. Maður vill öðlast virðingu þeirra sem maður metur mest, þeirra sem vita flest á því sviði sem maður fæst við. Og það er slík viðurkenning sem raun- verulega skiptir máli. Að sækjast sí- fellt eftir því að vera í sviðsljósinu finnst mér ekkert sérlega spennandi. En það segir sig sjálft, að vegna þeirrar leiðar sem ég hef valið, þarf ég mun meiri tíma til að kynna mig; svo fólk geti metið sjálft um hvaða manneskju er verið að ræða. Mér finnst það bara sjálfsögð kurteisi við kjósendur að ætla sér góðan tíma til að kynna sig.“ Stend ekki í ritdeilum nái ég kjöri Þú ert nú meðal annars þekkt vegna þess að þið Davi'ð hafið eldað grátt silfur. “ „Já.“ Ertu ekkert hrœdd við að það komi þér í koll? „Nei, mér dettur það ekki í hug. Eg er í rauninni friðsemdarmann- eskja og mikill mannasættir, einsog samstarfsmenn mínir geta borið um, og kemur meðal annars fram í ágætu meðmælabréfi sem þeir skrifuðu þegar ég sótti um síðasta starf mitt sem forstöðumaður Sjávarútvegs- stofnunar. En það kemur fyrir að réttlætis- kennd minni er misboðið svo alger- frá 1. febrúar 1996 Heimilislæknir og heilsugæslustöð: Koma á læknastofu á dagvinnutíma Almennt gjald: kr. 700 Lífeyrisþegar: kr. 300 * Koma á læknastofu utan dagvinnutíma kr. 1.100 kr. 500 * Vitjun læknis á dagvinnutíma kr. 1.100 kr. 400 Vitjun læknis utan dagvinnutíma kr. 1.600 kr. 600 Rannsóknir og greiningar: Krabbameinsleit kr. 1.500 kr. 500 Koma til röntgengreiningar eða rannsókna með beiðni kr. 1.000 kr. 300 Sérfræðingar og sjúkrahús: Koma til samningsbundins sérfræðings, kr. 1.400 + 40% kr. 500 + 13.3% á göngudeild, slysadeild eða bráðamót- af umfram- af umfram- töku sjúkrahúss kostnaði kostnaði *Börn og unglingar undir 16 ára (í öðrum tilvikum greiða þau almennt gjald). ATHUGIÐ! Þeir sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði greiða eftir gjaldskrá fyrir lífeyrisþega. Sýna þarf staðfestingu frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Ellilífeyrisþegar yngri en 70 ára greiða almennt gjald, nema þeir hafi verið örorkulífeyrisþegar fram til 67 ára aldurs eða hafi óskertan ellilífeyri. Sýna þarf skírteini sem send verða frá Tryggingastofnun í febrúar. TRYGGINGASTOFNUÍM^ RÍKISINS lega að ég get ekki orða bundist. Það hefur ekki gerst oft að ég hef mund- að pennann á opinberum vettvangi. Ég vona að ég haldi réttlætiskennd minni verði ég kjörin til þessa emb- ættis. Hinsvegar samrýmist það ekki forsetaembættinu að standa í opin- berum ritdeilum, svo ég geri ráð fyrir því að ég kæmi gagnrýni minni á framfæri með öðrum hætti.“ Aldrei spáð í áhuga eða áhugaleysi Davíðs Oddssonar Þú varst oddviti þeirra sem börð- ust gegn ráðhúsinu, og bakaðir þér þarmeð reiði Davíðs Oddssonar. Hefurðu fundið fyrir eftirköstum þess? „Nei, enda hafa okkar leiðir ekki legið sarnan." En varla er hann nú mjög áhuga- samur um að sjáþig á Bessastöðum? „Þú verður að spyrja hann um það.“ Hyað heldurþú? „Ég veit það ekki. Ég hef í raun- inni aldrei spáð í áhuga eða áhuga- leysi Davíðs Oddssonar.“ En svo við höldum okkur nú samt við áhugamál hans, þá sagði Davíð í áðurnefndu viðtali að ceskilegt vœri að forseti lýðveldisins hefði reynslu af stjómmálum. Hvað finnst þér? „Þar er ég ósammála. Lykilþáttur í mínu framboði felst í því að það er ekki af flokkspólitískum toga. Ég tel að það sé ókostur að menn hafi verið umdeildir stjórnmálaleiðtogar ef þeir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.