Alþýðublaðið - 13.02.1996, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 13.02.1996, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Nesjavellir góöur virkjunarkostur fyrir Reykvíkinga En einokun Landsvirkjunar kemur í veg fyrir að Reykjavík geti nýtt sér hagkvæman virkj- unarkost sem nú er völ á, það er virkjun á Nesjavöllum. Það er stórhagsmunamál fyrir Reykvíkinga að geta nýtt sér þessa auðlind sem við eigum. Þarft er að taka upp umræðu um breytingar á skipulagi raforkumála í landinu í heild. Landsvirkjun er langstærsti fram- leiðándi og heildsöluaðili á raforku með einkarétt til sölu nú á nánast öllu landinu. Samkvæmt lögum ber Lands- Pallborð | virkjun að selja raforku á jafnaðar- verði alls staðar á landinu. (Fyrirtækið er stórt og ekki verður betur séð en jm' sé vel stjórnað). En einokun Landsvirkjunar kemur í veg fyrir að Reýkjayík geti nýtt sér hagkvæman virkjunarkost sem nú er völ á, það er virkjun á Nesjavöllum. Það er stór- hagsniunamál fyrir Reykvíkinga að geta nýtt sér þessa auðlind sem við eigurn. Talið er að framleiðslukostn- aður rafmágns frá orkuveri þar sé um ■\ í nfdls á kW-stund en meðalverð •Laúdsvjrkjunar til almenningsveitna er'áætlað árið 1996, 38,7 mills á kW- stund en það er meira en þrefalt hærra verð. Þetta mill er verðeining sem not- uð er þegar rætt er um orkusölu til stóriðju (1/1000 úr USD). Kannski ættum við frekar að tala um að orku- verð frá Nesjavöllum sé u.þ.b. 0,75 kr./kW-stund en frá Landsvirkjun u.þ.b. 2,50 kr./kW-stund. Ýmsir hlutir eru til að raska þessum tölum, meðal annars kostnaður við flutningslínur, hvort um er að ræða forgangsorku eða ekki .o.s.frv. og hef ég alla fyrirvara á því- Mismunurinn gæti verið hátt í mil|jarður króna Reykvíkingum í hag á ári. Þetta er rúmlega 50% meira en holræsagjaldið fræga gefur í tekjur og það er svipað og öll útgjöld borgarinn- ar til skipulags- og byggingamála, - bruna- og almannavama og svo menn- ingarmála til viðbótar. Af þessu má sjá að þetta er ekki smáræðis hagsmunamál fyrir Reyk- víkinga. Á hitt ber líka að líta að ekki má gleyma skuldbindingum okkar um orkukaup frá Landsvirkjun. Við þau orkukaup Reykvíkinga er rekstur og íjárfestingar Landsvirkjunar miðuð og segja má að hafi verið hagkvæmur kostur áður en möguleikamir á Nesja- völlum opnuðust. Fordæmi er um að sveitarfélög hafi fengið sérstaka heim- ild til að nýta ódýra virkjunarkosti í héraði, þ.e. undanþágu lfá lögum urn Landsvirkjun. Má þar nefna raforku- verðið í Svartsengi sem skilar Hita- veitu Suðumesja ódýrri raforku, Suð- urnesjabúum til góða og ekki má gleyma Andakílsárvirkjun, sem hefur lengi skilað mjög ódýrri orku til íbúa Borgarfjarðar. En þegar borgarstjórinn í Reykjavík ljær máls á því að nýta ódýra virkjunarkosti fyrir Reykvfk- inga er jafnvel talað um stundarhags- muni og þrönga sérhagsmuni Reyk- víkinga. Munurinn á Reykjavík og öðram sveitarfélögum sem ég nefndi er að Reykjavík er stór, og getur ekki leyft sér hentistefnusjónarmið hvað svo sem hver segir og svo mun ekki heldur verða. En Landsvirkjun á ltka nokkra góða virkjunarkosti, einkum á hálendinu, þar sem raforka mun fást fyrir svipað verð eða minna en frá Nesjavöllum. Þeir kostir munu samt ekki nýtast til mikillar orkuverðslækkunar alveg á næstunni, því hamla m.a. lögin um jafnaðarverð. Mikið er nú rætt um möguleika á nýju álveri og hafa menn rætt um Grandartanga sem heppilega staðsetningu. Ef af því verður þarf Landsvirkjun að útvega mikla raforku fyrir árið 1997. Þrátt fyrir marga hag- kvæma virkjunarkosti Landsvirkjunar er nánast eini virkjunarmöguleikinn, sem getur skilað nógu mikilli raforku nógu fljótt að virkja gufuafl. Þá er virkjun á Nesjavöllum nærtækasti kosturinn. Eg tel sjálfsagt að Reykja- víkurborg semji við Landsvirkjun um nýtingu Nesjavalla bæði með hags- muni Landsvirkjunar og Reykvíkinga í huga. I mjög einföldu formi gæti þetta litið þannig út að Reykvíkingar virkjuðu á Nesjavöllum, en Lands- virkjun seldi hluta þeirrar orku sem Reykjavík kaupir nú til stóriðju. Þá er bara spuming um verð og hagkvæmni virkjana Landsvirkjunar síðar. Því ber að fagna að nú er loksins hafin um- ræða um breytt skipulag orkumála á íslandi. Slík umræða hefur um langt skeið verið nánast tabú þ.e. enginn hefur vogað sér að tala um slíkt. Það má líta á þetta greinarkorn sem inn- legg í slíka urnræðu. En þegar mögu- leikar á orkufrekum iðnaði til framtíð- ar og virkjanir honum samfara eru skoðaðir er nú svo sannarlega tími til kominn að taka tillit til hagsmuna Reykvíkinga. Höfundur er í stjórn Landsvirkjunar fyrir Reykjavíkurborg. v i t i m e n n Það ætti auðvitað öllum að vera ljóst að sami maður gegn- ir ekki embætti forsætisráð- herra og forseta. Það Iiggur síðan ljóst fyrir að ef forsætis- ráðherra fer í forsetaframboð þarf að mynda hér nýja stjórn. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknar- flokksins í viðtali við DV á laugardaginn. Enginn flokkur hefur þróað þetta skipulag betur en Sjálf- stæðisflokkurinn. Þar snýst veröldin umhverfis formann- inn. Einstakir flokksmenn og verkstjórar telja ekki hlutverk sitt að reyna að hafa áhrif á stefnuna, enda skiptir alls engu máli, hver hún er á papp- írnum. Jónas Kristjánsson efnagreindi Sjálfstæðis- flokkinn í leiðara DV á laugardag. Sannleikskornið í þessum svo- kölluðu fréttum Alþýðublaðs- ins er það að verið er að end- urskipuleggja rekstur og innra starf flokksins. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Margrét Frímannsdóttir hafnar því alfarið að nokkur ólga sé innan kærieiksheimilis alla- balla. Tíminn á laugardag. Að vera ánægður með sjálfan sig, án þess að það komi fram í rembingi eða monti, er hverri manneskju dýrmætt. Heiðar snyrtir gefur línuna í Tímanum. Þetta er eina leyndarmálið, sem ekki hefur verið dregið fram í dagsljósið í Washington undanfarin þrjú ár. Bill Clinton að skamma blaðamenn fyrir að hafa ekki komist að því, hver skrifaði sann- sögulega skáldsögu með forsetann í aðal- hlutverki.- Handritið er einskis virði að mínu mati og verra en ekkert einsog fyrr segir. Þögla mynd, takk! Ingibjörg Elin Sigurbjörnsdóttir skrúðgarð- yrkjufræöingur úthúðaði kvikmyndinni Ag- nes í Mogganum á sunnudag. fréttaskot úr fortíð Gálgafrestur Stjömufræðingur einn í Madrid spáði einu sinni fyrir hirðmey Filips þriðja og sagði að hún rnyndi deyja mjög ung. Konungur varð reiður og lét. kalla stjömuífæðinginn fyrir sig og er hann hafði lagt fyrir hann eina spum- ingu skyldi honum varpað út um gluggann og ofan í fljótið. Stjömu- spámaðurinn kom og konungur spurði reiðilega: - Þú þykist geta séð inn í framtíðina. Hvenær áttu þá að deyja? - Þrem dögum á undan yðar hátign, svaraði stjömuspekingurinn rólega. Konungur lét hann lausan. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins 24. maí 1936 h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson H'eimsmynd er tímarit sem hefur átt heldur brokkgenga lifdaga frá því stofnandi þess Herdís Þorgeirsdóttir seldi Frið- riki Friðrikssyni blaðið fyrir um tveimur árum. Á tíma hans var útkoma rits- ins heldur betur stopul, tveir ritstjórar þess, Vil- borg Einarsdóttir og Karl Th. Birgisson, stóðu stutt við, og líklega hafa flestir verið farnir að halda að það kæmi ekki framar út. En nú hafa bor- ist fregnir um að standi til að endurvekja Heims- rpynd,.F.rjðrik og hans menn m.unu vera að svip- ast.um eftir ritstjóra, en líklegt er að tímaritið verði rekið í einhvers konar samfloti við Helgar- póstinn, enda er Friðrik Friðriksson einn af útgef- endum hans. Hefur reynd- ar heyrst að eigendur Helgarpóstsins séu þess fýsandi að finna einhvern aðila sem væri reiðubúinn að kaupa vikublaðið og tímaritið í einum pakka... Hin sívinsæla spurn- ingakeppni framhalds- skólana hefur verið háð í útvarpi að undanförnu, en nú er komið að úrslitum sem fara eins og endra- nær fram í beinni útsend- ingu í Sjónvarpinu. í fyrra var Ómar Ragnarsson í aðalhlutverki í keppninni; hann þótti höfða alveg mátulega mikið til ung- linganna og kemur kannski ekki á óvart að kallaður hefur verið á vett- vang nýr spyrill, háðfugl- inn og Radíusbróðirinn Davíð Þór Jónsson. Nýr dómari tekur einnig við af Ólafi Bjarna Guðnasyni sem verið hefur í þáttun- um um árabil. Það er eng- inn annar en Helgi Ólafs- son, stórmeistari í skák, en hann semur einnig spurningarnar og gerir það raunar líka fyrir þætti Hermanns Gunnarsson- ar, Happ í hendi... Að undanförnu hafa birst í helgarblaði DV miklar greinar um þá (s- lendinga sem helst hafa verið orðaðir við forseta- framboð, fyrst um Pálma Matthíasson, svo um Guðrúnu Agnarsdóttur og síðastliðinn laugardag um Davíð Oddsson. Enn hefur hins vegar ekki verið fjallað um Guðrúnu Pét- ursdóttur, sem þó er eina alvöru forsetaefnið sem hefur lýst yfir framboði sínu. Raunar mun hafa verið ákveðið að grein um Guðrúnu birtist í blaðinu á laugardaginn og mun hún hafa verið nánast fullskrif- uð. Þegar Eyjólfi Sveins- syni, framkvæmdastjóra DV, bárust spurnir af þessu mun honum hafa litist illa á, svo illa að hann fór fram á að greinin yrði látin bíða og í staðinn fjall- að um Davíð. Eins og kunnugt er var Eyjólfur til skamms tíma aðstoðar- maður Davíðs Oddsson- If ,JX A -&/b j,; i /XV31 3n~" <*3 ' Það leikur ekki nokkur vafi á áreiðanleika þessarar útkomu Móði. Loksins hefur okkur tekist að reikna út hinn raunverulega tilgang alheimsins með þessari nýju samþjöppunar-líkanaaðferð. Ohh..., ég elska spennuna sem fylgir þessum uppgötvunum sísindanna. f i m m förnum veg Q[ Finnst þér að eigi að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju? Kristín Geirsdóttir hús- Hrafnkell Sigurðsson móðir: Nei, ég held að það myndlistarmaður: Já, það hafi ekkert upp á sig. þarf að fást réttlát niðurstaða í þessum málum. Jóhann Gunnar Friðjóns- Anna Kristjánsdóttir veg- son öryggisvörður: Nei, farandi: Já, alveg endilega. þetta mál var svo mikið rugl. Richarður Ásgeirsson slökkviliðsmaður: Já, ég væri mjög sáttur við það.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.