Alþýðublaðið - 28.02.1996, Qupperneq 1
MÞBVBLMÐ
Miðvikudagur 28. febrúar 1996
Stofnað 1919
33. töiublað - 77. árgangur
■ Heildarsamtök opinberra starfsmanna, BSRB, BHMR og KÍ, setja á stofn sameig-
inlega aðgerðanefnd til að berjast gegn því sem þau kalla leiftursókn ríkisstjórnar-
innar gegn opinberum starfsmönnum
Botnlaus fyrirlitning
a samningum
- segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: Höfum nána
samvinnu um að hnekkja frumvörpum ríkisstjórnarinnar.
„Við höfum bundist fastmælum um
að hafa nána samvinnu um að hnekkja
þessum ffumvörpum ríkisstjómarinnar
sem boða stórfellda réttinda- og kjara-
skerðingu fyrir okkar félagsmenn.
Fyrsta skrefið sem við ætkim að stíga
í þá veru er að boða til sameiginlegra
kynningarfunda, en síðan munum við
meta frá degi til dags hvert framhaldið
verður," segir Ögmundur Jónasson,
formaður Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja, en gríðarleg óánægja ríkir
meðal opinberra starfsmanna vegna
þriggja frumvarpa sem ríkisstjórnin
hyggst leggja fram: Um réttindi og
skyldur ríkisstarfsmanna, um Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins og um sátta-
störf í vinnudeilum.
Heildarsamtök opinberra starfs-
manna, BSRB, Bandalags háskóla-
manna og Kennarasambands íslands,
hafa sett á stofn sameiginlega að-
gerðanefnd til að bregðast við því sem
Ogmundur Jónasson kallar „leiftur-
sókn ríkisstjómarinnar inn í fortíðina".
Aðgerðanefndin hefur þegar hafið
störf og hafa heildarsamtökin þrjú
þegar gefið út sameiginlegt dreifirit
undir kjörorðinu „Stöðvum leiftur-
sóknina".
,Afér finnst greinilegt á orðum rík-
isstjórnarinnar að hún ætlar að sjá
hvað hún kemst upp með að troða rétt-
indin niður af fólki,“ segir Ögmundur
Jónasson. „Mér sýnist að þau frum-
varpsdrög sem upphaflega voru lögð
fram hafi verið sett í nokkurs konar
endurvinnslu; þau eru greinilega hjá
snyrtisérfræðingum og lýtalæknum
sem eiga að sníða af þeim einhverja
annmarka. En mergurinn málsins er
náttúrlega sá að það er verið að taka á
réttindum og kjörum sem samið var
um í kjarasamningum og sem skír-
skotað er til í ráðningarsamningum
starfsfólks. Þetta verður ekki riftð upp
með rótum nema það verði gert í
tengslum við kjaramninga og skoðun
á heildarkjörum fólks. Sú aðferð að
ætla á miðju samningstímabili að um-
bylta öllu þessu kerfi sýnir að mínu
mati botnlausa fyrirlitningu á kjara-
samningum - og samnmg-
um almennt.“
Forystumenn opinberra
starfsmanna hafa kvartað
mjög yfir því að enginn
fulltrúi þeirra hafi komið
nálægt gerð frumvarps-
draganna um réttindi þeirra
og skyldur, en einnig hafi tillögur
þeirra verið fullkomlega sniðgengnar
við samningu frumvarpanna um Líf-
eyrissjóð starfsmanna ríkisins og um
sáttastörf í vinnudeilum. Ögmundur
segist telja það mikið áhyggjuefni
hvemig ríkisstjómin hefur komið ffam
í þessum málum: „Þetta sýnir ekki að-
eins virðingarleysi gagnvart almennu
launafólki, heldur er ríkisstjómin einn-
ig að sýna sjálfri sér lítilsvirðingu,
enda vom það stjómvöld sem gerðu
þessa samninga á þessum tíma.“
Ögmundur telur að fundir forystu-
manna opinberra starfsmanna með
ríkisstjórninni vegna frumvarpanna
hafi skilað litlum árangri: „Það hefur
ekki komið fram það sem við vildum
fá, að þessi frumvörp yrðu dregin til
baka. Það er að vísu verið að endur-
skoða þessi mál eitthvað, og það er
Ögmundur Jónasson fundaði i gær
með formönnum aðildarfélaga
BSRB, en áköf fundahöld hafa ver-
ið undanfarna daga í samtökum
opinberra starfsmanna og ætla þau
á næstunni að vinna sameiginlega
að því að stöðva „leiftursókn ríkis-
stjórnarinnar".
auðvitað skref í rétta átt ef slæmt verð-
ur skárra. Það breytir því ekki að það
á að taka á þessum málum á allt annan
hátt.“
Ögmundur segir að útgáfa dreifi-
bréfsins sé fyrsta skref sameiginlegu
aðgerðanefndarinnar. Næsta skref sé
fundarherferð þar sem félagsmönnum
BSRB, BHMR og KÍ verði rækilega
kynnt áform ríkisstjómarinnar. Síðan
muni menn bíða og sjá með frekari
aðgerðir.
■ Kvennaathvarf en ekki Stígamót
Biskup mis-
mælti sig
- Hef ekki brugðist trúnaði, segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum
„Ég skil ekki af hverju hann dró
þessa fjárstyrki inn í umræðuna. Mér
fmnst það úr samhengi og óskiljanlegt.
Auk þess er farið rangt með,“ sagði
Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta
í samtali við Alþýðublaðið í gær. I við-
tali við Ólaf Skúlason biskup sem birtist
í Sjónvarpinu í fyrrakvöld bar hann af
sér allan áburð um kynferðislega áreitni,
lýsti furðu á ásökunum þess efnis og
færði í tal framlög kirkjunnar til Stíga-
móta.
Guðrún Jónsdóttir hefur staðfest í
fjölrniðlum að þijár konur hafi leitað til
Stígamóta vegna meintrar kynferðis-
legrar áreitni frá hendi biskups og sagði
hann í viðtalinu sjá eftir að hafa átt þátt í
að skera niður framlag kirkjunnar til
Stígamóta í fyrra.
Guðrún Jónsdóttir segist hins vegar
ekki kannast við að Stígamót hafi fengið
neina styrki frá kirkjunni. Alþýðublaðið
bar þau orð hennar undir séra Baldur
Kristjánsson biskupsritara í gær og
sagði hann að biskup hefði mismælt sig.
„Hann talaði um styrki til Stígamóta, en
átti við Kvennaathvarfið," sagði séra
Baldur.
Aðspurð um þau ummæli Ólafs
Skúlasonar í sjónvarpsviðtalinu að hún
hefði brugðist trúnaði umbjóðenda
Stígamóta í þessu málj, sagði Guðrún
Jónsdóttir: „Hann er með dylgjur um að
ég hafi bmgðist trúnaði. Ég fellst ekki á
það vegna þess að ég hafði heimild og
raunar ósk frá konunum um að gefa um
það yfirlýsingu að þær kæmu til Stíga-
móta vegna þessa máls. Þá er náttúrlega
óhjákvæmilegt að nefha hans nafri, enda
er það búið að vera í umræðunni undan-
famar vikur.“
Ólafur Skúlason átti í gær fund með
Þorsteini Pálssyni dóms- og kirkjumála-
ráðherra. Var niðurstaða hans í meginat-
riðum sú að ráðherra myndi ekki beita
sér í málinu, enda væri kirkjan sjálfstæð
stofnun.
Tröllakirkja á fjalirnar Ein helsta frumsýning vetrarins
Þjóðleikhúsinu verður á föstudagskvöld, en þá hefjast sýningar á Trölla
kirkju, leikgerð sem Þórunn Sigurðardóttir hefur unnið eftir ágætri skáld-
sögu Ólafs Gunnarssonar. Meðal leikara í burðarhlutverkum eru Ingvar E
Sigurðsson og Arnar Jónsson sem vanda hvor öðrum ekki kveðjurnar hér
á myndinni.
Rok nefnir Róska gerning sinn í
Nýló
■ Nýlistasafnið
Róska
snýr aftur
Eftir tuttugu ára hlé snýr Róska,
myndlistarkonan góðkunna, aftur í
Nýlistasafnið við Vatnsstíg á fimmtu-
dagskvöldið. Þá ætlar hún að fremja
þar geming og flytja fyrirlestur, en lið-
in munu rúm tuttugu ár síðan Róska
stóð síðast fyrir gerningum í Nýló.
Róska tók á sínum tíma þátt í starf-
semi Súmara í sömu húsakynnum og
var einn af stofnendum félags Nýlista-
safnsins. A myndlistarferli sem spann-
ar ein þijátíu ár hefur hún fundið list
sinni fjölbreyttan farveg og meðal
annars tekist á við grafik, málverk,
ljósmyndun, þrívíð verk, kvikmynda-
gerð, tölvugrafík og geminga. Róska
var um langt skeið búsett í Róm en
þangað sótti hún myndlistaijnenntun
sína. Hún býr nú og starfar á íslandi.
Róska hefur gefið atburðinum á
fimmtudaginn yfirskriftina Rok, en
aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Viðtalstími
Guðmundar
Áma
mm
Guðmundur
Árni Stefáns-
son, varafor-
maður Al-
þýðuflokksins
- Jafnaðar-
mannaflokks
íslands, verð-
ur með við-
talstíma á
skrifstofu Alþýðuflokksins, Al-
þýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10, á
fimmtudag milli kl. 17-19.
■ 17. Reykjavíkurskákmótið er líka norrænt Grand Prix mót
Nicolic, Gulko og Hansen
- eru sterkastir sautján stórmeistara sem taka þátt í
mótinu samkvæmt Elo-stigalista
Predrag Nicolic frá Bosníu, Curt
Hansen frá Danmörku og Boris
Gulko, Rússinn landflótta sem býr í
Bandaríkjunum, eru meðal helstu
kappa sem tefla á 17. Reykjavíkur-
skákmótinu, en það hefst í skákmið-
stöðinni í Faxafeni 12 á laugardag.
Nicolic er stigahæstur þessarra skák-
manna með 2645 Elo-stig, en þeir
Hansen og Gulko hafa hvor sín 2615
stig. Alls verða þijátíu erlendir þátt-
takendur á mótinu.
Af öðrum sterkum útlendingum
sem væntanlegir em á mótið má nefha
Litháann E. Rozentalis, sem metinn er
á 2605 stig, Simen Agdestein frá Nor-
egi sem hefur 2585 stig, Hollending-
inn Paul Van der Sterren með 2545
stig og Stuart Conquest frá Englandi
sem hefur 2540 skákstig. Af norræn-
um góðkunningjum íslenskra skák-
manna sem koma á mótið má nefna
stórmeistarana Johnny Hector frá Sví-
þjóð og Norðmennina Einar Gausel
og Jonathan Tisdall.
Öldungurinn David Bronstein frá
Rússlandi hefur verið tíður gestur á fs-
landi síðustu áratugi og kemur hingað
eina ferðina enn á Reykjavíkurskák-
mótið. Bronstein er skákmaður sem
brúar bilið milli kynslóða í skáklist-
inni; hann hefur teflt á skákmótum í
marga áratugi og er enn að þótt hann
sé kominn á áttræðisaldur. Bronstein
hefur nú þá sómasamlegu stigatölu
2455.
Allir íslensku stórmeistaramir sem
iðka skáklistina að einhverju marki
verða þátttakendur á mótinu; Margeir
Pétursson, sem nú er stigahæstur ís-
lenskra skákmanna með 2585 stig,
Hannes Hlífar Stefánsson, Jóhann
Hjartarsson, Helgi Ólafsson og Helgi
Áss Grétarsson. Einna grennst verður
þó líklega fylgst með Þresti Þórhalls-
syni sem mun vafalítið gera harða at-
lögu að síðustu hindrunninni sem
stendur í vegi fyrir að hann verði ní-
undi íslenski stórmeistarinn. Þröstur
hefur nú 2445 skákstig, en þarf að ná
árangri sem tryggir honum 2500 stig
til að verða stórmeistari.
íslenskir þátttakendur í mótinu
verða hátt í fjörutíu talsins, en stór-
meistaramir em alls sautján talsins, að
viðbættum níu alþjóðlegum meistur-
um. Að þessu sinni er mótið aukin-
heldur hið fyrsta af fimm í nýrri móta-
röð Norðurlandanna sem fengið hefur
yfirskriftina Nordic Grand Prix og er
Allra augu beinast að Þresti Þór-
hallssyni sem freistar þess að ryðja
úr vegi síðustu hindruninni að ní-
unda stórmeistaratitli íslendinga á
Reykjavíkurskákmótinu.
því til mikils að vinna fyrir norrænu
skákmennina sem taka þátt.