Alþýðublaðið - 28.02.1996, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n i r
Freisting
„Þá sagði Drottinn Guð við konuna:
Hvað hefir þú gjört? Og konan svar-
aði: Höggormurinn tældi mig svo að
ég át. Þá sagði Drottinn Guð við
höggorminn: Af því að þú gjörðir
þetta skalt þú vera bölvaður meðal alls
fénaðarins og alla dýra merkur-
innar ..." ... „En við konuna sagði
hann: Mikla mun ég gjöra þjáningu
þína, er þú verður bamshafandi: með
þraut skalt þú böm fæða, og þó hafa
löngun til manns þíns, en hann skal
drottna yftr þér.“ (Mósesbók 3:13-16)
Þessi bölvun Drottins yfir Evu og
dætmm hennar eftir að hún át af skiln-
ingstré góðs og ills nær greinilega allt
til dagsins í dag. Skömmu eftir fæð-
ingu dóttur minnar varð mér hugsað
til þessarar bölvunar og að Drottinn
hljóti að vera karlkyns þrátt fyrir alla
kvennafræði nútímans, kvenkyns
Drottinn hefði aldrei gert kynsystmm
sínum að ganga í gegnum aðra eins
þjáningu, ^ama hversu óþekk Eva
hefði verið. Það er sagt að fæðing
breyti lífi konunnar og það er rétt.
Núna veit ég að það er ekki til neitt
sem heitir fullkomið jafnrétti kynj-
anna. Það er ekki hægt að biðja mak-
ann.að taka við í miðjum hríðum:
„Nei takk, nú er ég farin. Elskan mín,
ert’ekki til í að klára dæmið?" Nei,
það varð bara að bíta á jaxlinn og
koma krílinu í heiminn. Þegar nafla-
strengurinn var klipptur tók önnur
tenging við, brjóstagjöfin. Nú get ég
ekki vikið írá heimihnu nema í mesta
lagi þtjá klukkustundir án þess að gera
varúðárráðstafanir, má ekki borða
lauk, drekka appelsínusafa og náttúm-
Evu
Ótrúlegt hvað stjórnmálamenn geta haft mikil áhrif á líf einnar
manneskju, allt frá því hvernig er tekið á móti henni og hvernig hún
er kvödd úr þessum heimi. Kannski þyrfti að senda þingheim allan í
fæðingarorlof. Þeim gefst þá tími til að hugsa og athuga hvað það er
í lífinu sem skiptir máli í raun og veru
lega alls ekkert áfengt. Hér er ekkert
jafnrétti, ekki nema að gefa blessaða
barninu pela sem er ekki vænlegur
kostur. Eftir svefnlitla nótt er heldur
ekkert jafnrétti, við mæðgur sofum
áfram en nýbakaði faðirinn verður að
drífa sig í vinnuna með stírumar í aug-
unum.
En fjölgun mannkyns er ekki bara
púl og leiðindi, alls ekki. I bamseign-
arfríi fæst nefnilega nokkuð sem er
dýrmætt en alltaf vanmetið: tími. Dag-
urinn líður án klukku, við mæðgur
sofum þegar við erum þreyttar og
borðum þegar við emm svangar. Þeg-
ar hún fær að fókusera á andlit mitt
verður mér hugsað til þess hvernig
framtíð hennar muni verða. Hún byrj-
aði ævina á sjúkrahúsi, þar sem hún
mun sennilega enda ævina líka. Ætli
það verði ennþá niðurskurður í heil-
brigðiskerfmu þegar hún verður full-
orðin? Ætti ég kannski að fara að
leggja fyrir þannig að hún geti átt fyrir
sjúkrahúskostnaði í framtíðinni og
haft ráð á því að eignast börn sjálf?
Mun hún eiga kost á því að mennta
sig án tillits til þess hvemig okkur for-
eldmnum vegnar fjárhagslega? Verð-
ur gott að búa á íslandi í framtíðinni?
Allt er þetta háð ákvörðunum stjóm-
málamanna, hvort að fjármunum er
varið í velferðarkerfið eða eitthvað
annað. Ótrúlegt hvað stjómmálamenn
geta haft mikil áhrif á líf einnar mann-
eskju, allt frá því hvemig er tekið á
móti henni og hvemig hún er kvödd úr
þessum heimi. Kannski þyrfti að
senda þingheim allan í fæðingarorlof.
Þeim gefst þá U'mi til að hugsa og at-
huga hvað það er í lífinu sem skiptir
máli í raun og veru. Gjörðir og
ákvarðanir nokkurra manna geta
nefnilega haft afdrifarík áhrif á líf ann-
arra, jafnvel um ókomna framtíð, rétt
eins og eplaátið hennar Evu.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Borgarleikhúsið logar nú
stafna á milli í deilum
vegna þeirra breytinga á
starfsmannahaldi sem Viðar
Eggertsson nýráðinn leik-
hússtjóri stendur fyrir. í síð-
ustu viku skýrði Alþýðublað-
ið frá því að hjónin Valgerð-
ur Danog Þorsteinn Gunn-
arsson hefðu hætt við þátt-
töku í Hinu Ijósa mani, leik-
gerð eftir sögu Halldórs
Laxness sem Bríet Héðins-
dóttir leikstýrir, en nú heyr-
um við að hjónin hafi mætt
til starfa á ný síðastliðinn
mánudag, leikurunum sem
hlupu í skarðið til sárra von-
brigða. Er þetta haft til
marks um að „Húseigenda-
félagið" svokallaða hafi talið
sig nokkuð víst um að ná
sínum málum fram á félags-
fundi Leikfélags Reykjavíkur
sem haldinn var í gær-
kvöldi...
thygli hefur vakið að
stjórn Leikfélagsins hef-
ur ekki verið starfandi að
undanförnu, þrátt fyrir að
gusti um hana. Þannig er
formaðurinn Kjartan Ragn-
arsson nú staddur í Malmö
við kennslu í leiklistarskólan-
um þar, Sigrún Edda
Björnsdóttir mun hafa tek-
ið sér frí vegna anna og Þor-
steinn Gunnarsson mun
hafa hætt að starfa í stjórn-
inni til að mótmæla því að
Viðari væri falið alræðisvald
um mannaráðningar. Vara-
stjórnin sem nú ræður ríkj-
um er skipuð þeim Sigurði
Karlssyni sem er varafor-
maður, Jóni Þórissyni leik-
myndahönnuði og Kristjáni
Franklín...
Það er enn til marks um
átökin innan Leikfélags-
ins að undanfarna daga hafi
gengið undirskriftarlistar
meðal starfsfólks leikhússins
og er þar skorað á Sigurð
Hróarsson fráfarandi leik-
hússtjóra að gefa kost á sér
til áframhaldandi starfa skip-
ist veður svo í lofti. Þá mun
það ennfremur hafa vakið
nokkurn urg hjá yngri leikur-
unum í húsinu í flokkadrátt-
um undanfarinna vikna, að
komast að því hversu mikil
áhrif tæknilið leikhússins
hefur á störf og listræna
stefnu Borgarleikhússins...
Allt þartil henni var loksins skipt útaf framleiðslulínunni
fyrir öllu banvænni - og þarmeð vitaskuld mun vinsælli -
frænda sinn var Bowie-skeiðin langalgengasta vopnið sem
menn notuðust við í Villta Vestrinu til að gera útum
ágreining sín í millum....
fimm á förnum vegi
Er rétt að byggja göng undir Hvalfjörð?
Ingibjörg Reynisdóttir
nemi: Já, ég er alveg óhrædd
við að fara í þau.
Valgerður Ólafsdóttir fé-
lagsráðgjafi: Nei, ég mundi
aldrei koma nálægt þeim.
Rúnar Egilsson vegfar-
andi: Já, Hvalljörðurinn er svo
leiðinlegur yfirferðar þannig að
það er betra að fara undir hann.
Margrét Pálsdóttir kaup-
maður: Já, ef þeir vita hvemig
á að borga þau.
Ólafur Jónsson vegfar-
andi: Nei, það á að loka öllum
vegum út á landsbyggðina.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Þessi mannaskítsárátta minnir
óhjákvæmilega á þær sál-
fræðikenningar sem segja að í
einstaklingsþroska sínum
gangi menn í gegnum ýmis
mismunandi skeið.
Garri í Tímanum í gær.
Það getur algjörlega skipt
sköpum um lífsafkomu og
efnahag launamanna í þjóðfé-
laginu að þeim takist að leysa
húsnæðismál sín á skikkanleg-
an hátt, án þess að lenda með
öll sín fjármál í ólestri.
Leiðari Tímans í gær.
Trúnaðarbrestur getur verið á
fleiri en einn veg sem verða
ekki útskýrðir í blöðum.
Geir Magnússon forstjóri Olíufélagsins.
Tíminn í gær
Það eru konur hjá Stígamót-
um sem eiga bágt. Ég veit ekki
hvað veldur því að þessar kon-
ur eiga svona bágt, en ég vísa
því algerlega frá að sú sök sé
mín.
Herra Ólafur Skúlason biskup í
Morgunblaðinu í gær.
Því meiri sem ábyrgð ríkisins
verður á Hvalfjarðargöngun-
um, þeim mun brýnna mun
umboðsmönnum gatsins þvkja
að þrýsta umferð landsmanna
inn í það til að hafa meira upp
í ört vaxandi kostnað, til dæm-
is með aðgerðum gegn þjóð-
veginum fyrir botninn.
Á alþingi er líka spilling.
Úr lesendabréfi í
DV í gær.
fréttaskot úr fortíð
Tízkumenn
Tízkumenn eru þeir,
sem eiga Fordbflagerð 1935,
ganga í fötum samkvæmt tízku
1936 og lifa á tekjum
ársins 1937.
Alþýðublaðið
sunnudaginn
5. júlí 1936