Alþýðublaðið - 28.02.1996, Page 6

Alþýðublaðið - 28.02.1996, Page 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1996 s k i I a b o ð Bæjarmálaráð Alþýðuflokks Hafnarfjarðar Fundir bæjarmálaráðs flokksins eru í Alþýðuhús- inu annan hvern mánudag og hefjast kl. 20.30. Húsið er opnað kl. 20.00. Á fundunum eru bæjar- fulltrúar, fulltrúar stjórna og félaga flokksins, fólk í nefndum á hans vegum, flokksfólk og annað stuðningsfólk. Á þeim eru kynnt og rædd nálefni líðandi stundar sem og annað er ástæða er til á hverjum tíma. Næsti fundur ráðsins verður mánudaginn 4. mars. Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. mars 1996 er 21. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 21 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.606,40 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1995 til 10. mars 1996 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 12. mars 1996. Reykjavík, 28. febrúar 1996. SEÐLABANKIÍSLANDS SlA^V Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1982-l.fl. 01.03.96 -01.03.97 kr. 173.967,90 1983-l.fl. 01.03.96 -01.03.97 kr. 101.075,60 1984-2.fi 10.03.96 - 10.09.96 kr. 91.103,70 1985-2.fl.A 10.03.96 - 10.09.96 kr. 56.807,90 1985-2.fl.B 10.03.96 - 10.09.96 kr. 27.917,70** *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. febrúar 1996. SEÐLABANKIÍSLANDS Skáldið og fræðimaðurinn dr. Richard Beck var lengi ötull sendiboði milli íslendinga í Vesturheimi og íslendinga í gamla landinu. ■ Þjóðhættir Spurt um Vestur- heimsferðir I tengslum við sýningu sem verið er að setja upp á Hofsósi.á vegum Byggðasafns Skagfirðinga um Vestur- heimsferðir íslendinga, er Þjóðhátta- deild Þjóðminjasafnsins að vinna að upplýsingasöfnun um áhrif þessara þjóðflutninga á íslenskt þjóðKf. í því skyni hefur deildin sent frá sér spum- ingablað þar sem meðal annars er spurt um eftirfarandi atriði: Flutti einhver úr ykkar fjölskyldu eða nánasta ættingjahópi til Vestur- heims? Hvað tóku menn helst með sér til Vesturheims? Sendu menn myndir, afmælisgjafir, jólagjafir eða annað á milli? Voru merkjanleg önnur áhrif eða viðhorf í bréfum Islendinga í Vestur- heimi en annarra íslendinga? Kannast menn við að tækninýjung- ar, ný tæki eða hugmyndir hafi komið beint frá ættingjum í Vesturheimi? Eins og sjá má er fyrst og fremst við því að búast að eldra fólk búi yfxr vitneskju um Vesturheimsferðimar og em allir sem það gera beðnir að hafa samband við söfnin sem fyrst. Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar Aðalfundur 1996 verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar kl. 20.30 á 4. hæð Alþýðuhússins, Skipagötu 14 (minni salur). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Málefni Akureyrarbæjar, frummælandi: Gfsli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi. 3. Önnur mál Þessi fundardagur var valinn til að tryggja góða mætingu, þar sem hann er viðbótardagur og menn því væntanlega ekki búnir að ráðstafa honum í annað. Stjómin I tilefni af 80 ára afmæli flokksins 12. mars verduropid hús og kaffiveitingar á skrifstofunni frá kl. 16. - Munið einnig næstu bæjarmálafundi, 4. og 18. mars og 1. apríl. Alþýðublaði fyrir þá sem stinga í stúf

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.