Alþýðublaðið - 14.05.1996, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 14.05.1996, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1996 ð t a I ■ Pétur Kr. Hafstein í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur Þeim sem hefur góða samvisku eru allirvegirfærir vera grundvallaratriði í lífsskoðun sinni. Meðan á viðtalinu stóð var hann vingjamlegur en örlítið afsakandi, eins og hann gerði sér fulla grein fyrir því að hann væri ekki í hópi auðveldustu viðmælenda. Þrátt fyrir ljúfmannlega fram- komu flokkast Pétur Hafstein til erfiðari viðmælenda því honum er ekki sérlega lagið að tala um sjálfan sig eða til- fmningar sínar. Hann gefur þá mynd að vera formfastur og hlédrægur einstaklingur sem er feiminn við þá athygli sem beinst hefur að honum síðustu vikur. Vinir hans og samstarfsmenn hafa lýst honum sem vamm- lausum embættismanni og heiðarlegum og vel gerðum ein- staklingi sem hafi meiri áhuga á að vinna af nákvæmni og trúmennsku en að eltast við sviðsljósið. Það kemur því eng- an veginn á óvart þegar hann segir drengskap og heiðarleika Faðir þinn var Jóhann Hafstein forsœtisráðherra og formaður Sjálf- stœðisflokksins. Hvernig faðir var hann? „Hann var hlýr, umhyggjusamur og góður faðir. Hann var ekki stjómmála- maður sem kom heim, settist inn í stofu með blaðið sitt og lét eins heim- ilislffið kæmi sér ekki við. Pabbi minn var mikill heimilismaður og góður fé- lagi okkar strákanna. Hann tók til hendinni á heimilinu og sýslaði gjam- an í eldhúsinu sem á þeim tíma heyrði til undantekninga að karimenn gerðu.“ Hvemig metur þú hann sem stjóm- málamann? „Mér fannst hann ákaflega traustur stjórnmálamaður. Það sem ég hef einna mest orðið var við, í umsögnum þeirra sem störfuðu með honum, er hversu mikill drengskaparmaður hann þótti, ósérhh'fmn og vinnusamur. Þeir Ólafur Thors, Bjami Benediktsson og hann unnu einstaklega vel saman og faðir minn leit á það sem eitt helsta hlutverk sitt að styrkja þá Ólaf og Bjama og styðja. Það vakti aldrei fyrir honum að taka við formennsku Sjálf- stæðisflokksins af Bjama Benedikts- syni. Stjórnmálastarf hans hefur kannski ekki verið jafn áberandi út á við og það var mikið innan flokksins.“ Þeir Bjami ogfaðir þinn voru nán- ir samstarfsmenn, hvemig kom Bjami þér fyrir sjónir? „Eg kynntist Bjama vel, hann var afskaplega hlýr maður og traustur. Hann var mikillar gerðar, bjó yfir ein- stökum forystuhæfileikum og ég tel hann í hópi allra fremstu stjómmála- manna landsins á þessari öld. Við Valgerður, dóttir hans, emm æskuvin- ir og vomm öllum stundum saman. Hún er einu ári yngri en ég og var lát- in hefja skólagöngu einu ári fyrr en ella svo að hún gæti fylgt mér í skóla.“ Og þið hafið haldið ykkar vinskap? „Vala hefur alla tíð verið einn af mínum nánustu og tryggustu vinum. Hún leggur mér lið í þessari kosninga- baráttu og ég met stuðning hennar ákaflega mikils og tel hann geta skipt miklu. Vala á fáa sína líka þegar hún leggur sig ífam.“ Fann ekki pólitíska neistann Stjómmál hljóta að hafa verið mik- ið til umrœðu á heimilinu. Ætlaðir þú þér aldrei ípólitík? „Stjómmál vom mikið rædd á mínu heimili alla tíð. Ég fylgdist með þeim umræðum af áhuga, en ég íhugaði aldrei í fullri alvöm þátttöku í stjóm- 111310151“ Afhverju ekki? „Innra með mér fann ég ekki þann neista sem þeir þurfa að finna sem ætla sér stóra hluti í stjómmálum." Þú lagðir fyrir þig lögfrœði. Stefnd- irðu markvisst á það nám? „Meðan ég var í lagadeild hafði ég framan af ekki mikinn áhuga á lög- fræði og var satt að segja kominn á fremsta hlunn að hætta í henni og fara í íslensku eða sagnfræði. Einhverra hluta vegna setti ég þó undir mig hausinn og ákvað að halda náminu áfram. A síðari hluta laganámsins fékk ég aukinn áhuga á því. Síðan ákvað ég að leggja iyrir mig lögfræði- störf.“ Þú varst í rúm átta ár sýslumaður Pétur og Inga Asta ásamt yngsta syninum, Pétri Hrafni. og bœjarfógeti á ísafirði. Hvernig minnistþúþeirra ára? „Við áttum góð ár á Isafirði. Það er ómetanleg lífsreynsla að hafa fengið tækifæri til þess að búa úti á lands- byggðinni og kynnast viðhorfum manna þar. Það er ekki vafi á því að með dvöl minni á Isafirði öðlast ég dýpri skilning en ella á hinum ýmsu tilbrigðum mannlífsins. Þessi reynsla er mér dýrmætasta vegamestið í þeirri kosningabaráttu sem ég er nú að heyja. Á þessum árum þurfti mörgu að breyta í löggæslunni á Isafirði og laga starfshætti og ímynd embættisins að breyttum tímum. Þetta kostaði tölu- verð átök og fómir. En þessar breyt- ingar varð að gera. Þegar frá leið var komin meiri festa í embættisrekstrin- um en var í upphafi. Það var meðal annars að þakka þeim mikla skilningi sem fólk sýndi á nauðsyn þessara breytinga." Eftir átta ár á ísafirði gerðist þú hœstaréttardómari. Einhverjum fynd- ist það líkast því að ganga í björg að gerast hœstaréttardómari. „Það er að vissu leyti rétt. Þetta er lokað starf, ef svo má að orði komast. Sá sem tekur sæti í Hæstarétti afsalar sér með ákveðnum hætti afskiptum af þjóðfélagsmálum. Það er mikilvægt að ekki skapist ófriður um hæstaréttar- dómara eða störf réttarins. Þegar ég tók sæti í Hæstarétti var ég fjörtíu og tveggja ára gamall. Þá urðu margir til að spyija mig að því hvers vegna ég ætlaði mér að setjast í helgan stein svo ungur maður. En það er öðm nær að ég hefði gert það. Það eru miklar annir í Hæstarétti. Málafjöldi og dómsúrlausnir hafa stóraukist á síðustu árum. Ég vissi að starfið væri vandasamt og erfitt, en því fylgir ef til vill meira álag en ég hafði gert mér grein íyrir.“ Vinir Péturs eru á einu máli um að hann sé vammlaus og hlédrægur sómamaður. Ekki hefur borið mikið á honum síðustu árin, en nú fer í hönd kosningabarátta þar sem hann kemst ekki hjá því að vera á hvers manns skjá. Myndin er frá kosningafundi Péturs. Drengskapur og heiðarleiki / Hœstarétti sast þú í dómarasœti yfir einstaklingum sem hafði orðið á, það hlýtur að vera erfitt aðfella dóma yfir náunganum. „Það er að sjálfsögðu margt erfitt við dómarastarfið, bæði að sakfella menn og leysa úr ágreiningsmálum. Auðvitað gerum við dómarar okkur grein fyrir því að við getum aldrei gert svo að öllum líki. Atvikin eru svo margbreytileg og mannlífið svo fjöl- breytt að það ér nánast aldrei með ör- uggri vissu hægt að segja fyrir um niðurstöðuna." Nú hefurðu í starfi þínu séð fólk sem hefur eyðilagt líf sitt vegna

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.