Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23. maí 1996 Stofnað 1919 75. tölublað - 77. árgangur ■ Hervar Gunnarsson dró forsetaframboð í ASÍ til baka eftir hótanir um að Alþýðubandalagið og Sjálfstæðisflokkur skiptu með sér embættum forseta og varaforseta Dagsbrún sveik Flóabandalagið Grétar Þorsteinsson nýr forseti ASÍ, Hervar 1. varafor- seti og Ingibjörg Guðmundsdóttir 2. varaforseti. „Halldóri Björnssyni var ein- faldlega boðið varaforsetaembætt- ið og auk þess höfðað til hans sem alþýðubandalagsmanns að krati mætti ekki verða forseti ASÍ,“ sagði þingfulltrúi úr Verka- mannasambandinu í samtali við Alþýðublaðið í gær. Halldór Björnsson er formaður Dagsbrún- ar, sem átt hefur aðild að hinu svokallaða Flóabandalagi en það eru félög úr VMSÍ. Flóabandalag- ið hafði stutt framboð Hervars Gunnarssonar sem forseta ASÍ, en í gærmorgun kvisaðist í þingsal ASÍ í íþröttahúsi Digranesskóla í Kópavogi að Halldór Björnsson væri reiðubúinn að styðja Grétar Þorsteinsson formann Samiðnar, og sjálfur yrði hann varaforseti. Það hefði þýtt að tveir alþýðu- bandalagsmenn hefði verið í þrig- gja manna forystusveit ASÍ, auk eins sjálfstæðismanns. Þegar þessi hótun lá í loftinu dró Hervar Gunnarsson framboð sitt til baka og kjörnefnd gerði til- lögu um Grétar sem forseta, Her- var sem 1. varaforseta og Ingi- björgu sem 2. varaforseta. Þau Hervar og Ingibjörg hafa því sætaskipti, en Grétar tekur stól Benedikts Davíðssonar sem lét af embætti eftir fjögurra ára setu. Eiríkur Stefánsson verkalýðs- leiðtogi á Fáskrúðsfirði bauð sig fram gegn Grétari, og hlaut Eirík- ur 24 prósent en Grétar 76: Sjá baksíðu. Eiríkur Stefánsson og Grétar Þorsteinsson Grétar hlaut 76 prósent en Eiríkur 24. nýr forseti ASÍ, talast við eftir forsetakjörið í gær. A-mynd: E.ÓI. ■ íbúar Vilníusar þakka fyrir sig Jón Baldvin heiðurs- borgari Vilníusar Romualdas Sikorskis, borgarastjóri í Vilníus, höfuðborg Litháen, hefur fyrir hönd borgarstjómarinnar, boðið Jóni Baldvini Hannibalssyni og Bryn- dísi Schram í vikuheimsókn til Lithá- en. Borgarstjóri hefur samþykkt að til- nefna Jón Baldvin sem heiðursborgara Vilníusar og fer athöfnin fram í Ráð- húsi borgarinnar þann 24. maí næst- komandi. I bréfi borgarstjórans segir meðal annars: „Við viljum með formlegum hætti staðfesta það, að íbuar Vilníusar líta nú þegar á yður sem heiðursborg- ara. Við munum aldrei gleyma að þér stóðuð við hlið okkar þegar reið allra mest á. Það getum við aldrei fullþakk- að“. ■ Skoðanakönnun Gallup á ánægju landsmanna með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins Framsóknarmenn astir með Halldór Framsóknarmenn eru ánægðari en sjálfstæðismenn með störf Halldórs Blöndals samgönguráðherra, sam- kvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði í aprfl. Þar kemur einnig fram að 60 prósent landsmanna eru ánægð með störf Davíðs Oddssonar, en að- eins 38,7 prósent með störf Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Þor- steinn Pálsson á sameiginlegt með Halldóri Blöndal að framsóknaimenn eru býsna lukkulegir með störf hans, en hann er ákaflega óvinsæll hjá kjós- endum Alþýðuflokksins. Björn Til hvers er forseti A Islands eiginlega? Karl Th. Birgisson Ólafur Þ. Harðarson Birgir Ármannsson Valgerður Bjarnadóttir Ágúst Einarsson Dagur Eggertsson Einar K. Guðfinnsson - blaðsíða 5 Ólafur Ragnar United, Pétur KR og Guðrún City... - Hrafn Jökulsson skrifar blaðsíða 3 Myndlist á Listahátíð Halldór Björn Runólfsson blaðsíða 2 Heimskingjar spilla valdinu... Leiðari blaðsíða 2 Var Sherlock Holmes froskur? sjá blaðsíðu 4 ánægð- Blöndal Bjamason er næstefstur ráðheira Sjálf- stæðisflokksins; 53 prósent em ánægð með hans störf og er það til muna meira en síðastliðið haust. Alþýðu- flokksmenn em sérlega ánægðir með störf Bjöms, samkvæmt könnuninni. Sjá blaðsíðu 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.