Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ s k o ð a n FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 r MUBIHDIB 21115. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Ráðherrann og valdið Bemard Shaw sagði að vald spilli engum manni, en að heimsk- ingjar sem komast til valda, spilli valdinu. Páll Pétursson hafði áratugum saman skipað hinn óæðri bekk í Framsóknarflokknum, en tókst í fyrra að þröngva sér inn í ríkisstjóm, öllum að óvömm. Þar var honum fengið ráðuneyti félagsmála en sjálfur átti hann auðvitað þann lífsdraum að verða æðsti yfirmaður hins helsjúka landbúnaðarkerfis. En með því að fá Páli í hendur málaflokk sem hann þekkti hvorki haus né sporð á, vonuðust samstarfsmenn hans til þess að hann yrði til friðs. Það vom miklar tálvonir. Frá fyrsta degi hefur Höllustaðabóndi verið mest áberandi allra ráðherranna, og lætur einatt í það skína að völd hans séu öllu víð- tækari en menn áttuðu sig á þegar honum var skákað í félags- málaráðuneytið. Nú hefúr Páli Péturssyni tekist á skömmum tíma að fá alla hreyfingu launþega upp á móti sér með sérlega ófyrir- leitnum fmmvörpum þar sem ráðist er á sjálfstæði verkalýðs- hreyfingarinnar. Tilviljun var það ekki, að fleiri tóku þátt í kröfú- gerð 1. maí síðastliðinn en í mörg herrans ár. Krafa dagsins var einföld: Burt með skerðingarfrumvörp Páls Péturssonar. Eftir mótmæli tugþúsunda kom hinsvegar ráðherrann borubrattur í sjónvarpsfréttum um kvöldið, og sagðist nú ekki gefa mikið fyrir gaspur í tveimur eða þremur verkalýðsforingjum - það væri nú einu sinni 1. maí. Málefnaleg og ítarlega rökstudd gagnfyni sam- einaðrar stjómarandstöðu beit ekki lengi vel á Pál, enda er hann af þeirri tegund sauðþrárra framsóknarmanna sem lítur á það sem höfuðsynd að viðurkenna mistök. En steigurlæti ráðherrans beið að vísu nokkum hnekki þegar Lagastofnun Háskólans kom með alvarlegar athugasemdir við fmmvarp hans. Páll hélt því að vísu blákalt fram að stofnunin hefði nánast í einu og öllu lagt blessun sína yfir hið gerræðislega fmmvarp, en í framhaldinu var því breytt í mjög veigamiklum atriðum. Breytingamar vom reyndar svo róttækar að fmmvarp Páls er rústir einar. Síðustu vikur hafa þingmenn svo tekist á um tætlumar af frum- varpi félagsmálaráðherra, og verkalýðshreyfingin hefur ekki hvikað ffá kröfu sinni um að það verði dregið til baka. Máhð er litið svo alvarlegum augum af verkalýðshreyfingunni að ástæða þótti til þess að flytja þing Alþýðusambandsins niður á Austur- völl í fyrradag. Þar var forseta Alþingis afhent samhljóða áskomn fimm hundmð þingfulltrúa um að skerðingarfrumvörp Páls Pét- urssonar yrðu dregin til baka. Með eftirgangsmunum tókst að særa félagsmálaráðherrann fram á tröppur þinghússins, þar sem honum var gert ljóst að það væm ekki tveir eða þrír einangraðir verkalýðsforingjar sem hann ætti við að eiga heldur sameinað þing Alþýðusambands íslands með tugþúsundir launþega á bak- við sig. Hvemig brást Páll við? Jú, hann sagði að sér væri sérstök ánægja að hitta þingfulltrúa - og að hann vildi gjaman að þeir væm honum meira sammála, „en úr því svo er ekki þá verður bara að hafa það!“ Vitanlega ætti Páll Pétursson að skammast sín, en einsog formaður Alþýðuflokksins hefúr bent á, er ekki hægt að ætlast til þess af mönnum að þeir geri það sem þeir geta ekki. Hitt er annað mál, að stjómarandstaðan á Alþingi virðist ekki gera sér fulla grein fyrir því að næstum alger sigur er unnin hvað varðar fmmvarpið um réttindi og skyldur launþega. Páll hefur orðið að breyta eða fella niður þau ákvæði sem mest vom gagn- fynd, svo ekki stendur lengur steinn yfir steini. En í hita bardag- ans í þingsal þessa dagana virðist stjómarandstöðunni fremur í mun að reka sóknina en gera almenningi ljóst hvílíka sneypuför Páll Pétursson hefúr farið í málinu. Stjómarandstaðan hefur unn- ið mikilvæga sigra en lætur ennþá einsog Páll Pétursson standi með pálmann í höndunum. Það er rausn sem félagsmálaráðherra verðskuldar ekki, en á áreiðanlega þátt í þeirri sjálfsblekkingu hans að hann hafi uppá eigin spýtur beygt stjómarandstöðuna og verkalýðshreyfinguna. Þann misskilning þarf að leiðrétta, þótt ef- laust sé of seint að bjargi Páli frá þeirri pólitísku glópsku sem tók að blómstra þegar hann varð ráðherra í ríkisstjóm íslands. ■ Ríkidæmið í erlendum sýningum á Listahátíð Það hefur varia getað farið framhjá mörgum að Listahátíð í Reykjavfk er í nánd og nú í 14. sinn. Þessi landsins merkasti festival hefur oft verið ærið misjafn að gæðum og áhugaverðum atriðum, en þetta árið lofar góðu og það á fleiri sviðum en einu. Það vekur til dæmis eftirtekt hve mikið er af list- sýningum, ekki síst erlendum og at- hyglisverðum. Það er engu líkara en margrómuð samkeppni markaðsafl- anna hafi allt í einu smyglað sér inn í herbúðir listarinnar eins og þjófur um nótt. Menning & listir Halldór Björn Runólfsson listfræðingur skrifar Ég er ekki að segja að listsýningar fýrir Listahátíð hafi verið ómerkilegar. Ég man bara ekki eftir jafnmiklu af nýstárlegu og metnaðarfullu efnisvali á undangengnum hátíðum, en verið getur að mig misminni. Tökum sem dæmi Listasafn íslands. Til skamms tíma hefur varfæmi ráðið ferðinni í vali yfirmanna þess á erlendri list en nú virðist annað uppi á teningnum. Með sýningum á Egon Schiele og Amulf Reiner er okkur veitt rökræn innsýn í ákveðið þróunarferli í aust- urrískri list. Það er sú tegund listar sem lýtur að líkamlegum og sálffæði- legum athugunum. Hafí einhver með öðrum orðum gleymt að Sigmund gamli Freud var austurrískur ætti það heldur betur að rifjast upp fyrir hinum sama. Schiele (1890-1918) og Reiner (f. 1929) jaðra nefnilega við að vera meinlátir og masokískir þegar kemur að útfærslu kropps og andlitsdrátta. Korpinn stíl, vott um líkamlegan og andlegan krankleik, eiga þeir sameig-. inlegan með skáldum og tónskáldum Vínarskólans á þessari öld. Þó er þessi andlega og líkamlega togstreita öll- sömul útlistuð með ofurnæmum og ævafínlegum hætti í anda hnignunar og aldamótahneigðar. En þar með verður ekki sagt að við séum laus við Austurríki, dauðann og ofurnæmið. í Nýlistasafninu verður nefnilega samsýning með verkum austurrískra tvíburasystra, Irene og Christine Hohenbiichler, fæddum 1964. Þar verða þær í félagsskap Þjóð- verjans Carstens Höller (f. 1961) og Svíans Dans Wolgers (f. 1955). Ho- henbiichlersystumar eiga það sameig- inlegt með Carsten Höller að ástunda ofurnæmi og tilfinningahyggju sem stundum jaðrar við sjúkleik og bama- skap. Eftir fyrri verlnim fjórmenning- anna að dæma verður sýningin í Ný- listasafninu eihver sú athyglisverðasta á Listahátíðinni. Enda þótt Bandaríkjamaðurinn Anders Serrano (f. 1950), á Mokka og Sjónarhóli, sé öllu útreiknanlegri stærð en kollegar hans í Nýlistasafn- inu má ekki gleyma að hann og Cars- ten Höller vom saman á ,Aperto ’93“ Þótt fullt sé af sýningum á bestu listamönnum okkar, liðnum sem starfandi, er ekki eitt einasta nafn sem kemur á óvart. Sannast nú sem oftast hve fornir, hefðbundnir og varkárir við erum gagnvart sjálfum okkur. Hátíðarhvötin og sum- arblíðan megna ekki að yngja okkur upp. í Feneyjum. Serrano á það sammerkt með Austurríkismönnunum að vera mótaður af umhverfi fullu af kaþólskri þjáningaspeki enda varð hann „nei- kvæð stjama" í heimalandi sínu fyrir vanhelgun á ímynd Krists. Síðan hefur dauði, trú og ofbeldi fylgt mögnuðum ljósmyndum hans í meira eða minna mæh. Það fer ábyggilega vel á því að hafa Serrano í kompaníi við Dauðann í ís- lenskum vemleika sem einnig verður á Mokka í júmmánuði. Þar er ábyggi- lega á ferðinni ein athygliverðasta sýningin á Listahátíð, byggð á mynd- um af látnu fólki og börnum. Hver man ekki áleitna og einstæða útvarps- þætti Siguijóns Baldurs Hafsteinsson- ar mannfræðings um þetta sérstæða efni? Tilfinningaleg varðveisla þess sem er horfið er jafnframt inntakið í enn einni spennandi sýningunni af erlend- um vetvangi. Einn þekktasti mynd- höggvari Breta um þessar mundir, Rachel Whiteread (f. 1963), sýnir sáld- þrykksmyndir hjá „Islenskri grafík" af horfnum íbúðarblokkum frá Hackney í Lundúnum. Þótt Rachel Whiteread sé öðm fremur þekktur myndhöggvari sem fjallar gjaman um tómið og fyll- inguna verður áreiðanlega fróðlegt að skoða þrykkmyndir hennar af horfn- um húsum. Þá verður einnig mjög fróðlegt að líta inn á sýningu Thomas Kocheisen (f.1954) og Ulrike Hullmann (f.1956), svissnesks listamannapars sem alltaf málar tvær raunsæjar útgáfur af sama hversdagslega mótífinu, svo sem venjulegum innanstokksmunum og húsbúnaði. Þessi sýning verður allan júnímánuð til sýnis í Gallerí Gangi við Rekagranda 8. Viðlíka látleysi má vænta af sýningu Carls André (f.1935), enn einum erlendum lista- manninum sem er væntanlegur hingað með sýningu í sýningasalnum Önnur hæð, Laugavegi 37. André hefur fyrir löngu skipað sér í raðir þekktustu listamanna heims með brautryðjanda- starfi sínu á sviði naumhugullar högg- myndalistar úr verksmiðjuframleidd- um málmeiningum. Þótt Gallerí Gangur og Önnur hæð séu vart meira en hálfopinberir sýn- ingarsalir þar sem þeir eru staðsettir í íbúðum aðstandenda verður að taka ofan fyrir þeirri fersku kynningastarf- semi sem fram fer á báðum stöðum. Þar hefur verið gengið á undan með góðu fordæmi sem ef til vill skilar sér núna í auknum kröfum um eðlileg tengsl Islendinga við umheiminn. Reyndar er sá umheimur orðinn svo víðfeðmur að hann nær kringum jarð- arkúluna eins og best sést á því uppá- tæki Perlunnar að flagga stórri in- stallasjón eða innsetningu eftir argen- tíska myndlistarmanninn Osvaldo Romberg. Um þennan sérstæða huldu- mann sem gjarnan er á faraldsfæti milli Buenos Aires, New York og Par- ísar má ffæðast mun betur og ítarlegar með því að slá nafni hans upp á Inter- netinu. Þótt ekki sé hér pláss til að fjalla um innlenda myndlistarviðburði verður ekki betur séð, fljótt á litið, en mikil gróska verði þar í sýningahaldi. Hvort sú gróska verði nýnæmi á borð við er- lendu flóruna verður ósagt látið, en ósköp sakna ég nýrra nafna og nýrrar viðmiðunar á innlenda listanum. Þótt fullt sé af sýningum á bestu lista- mönnum okkar, liðnum sem starfandi, er ekki eitt einasta nafn sem kemur á óvart. Sannast nú sem oftast hve fom- ir, hefðbundnir og varkárir við erum gagnvart sjálfúm okkur. Hátíðarhvötin og sumarblíðan megna ekki að yngja okkur upp. ■ 2 3 . m a i Atburðir dagsins 1498 ítalski siðbótarmaðurinn Girolamo Savonarola hengdur og síðan brenndur. 1887 Frönsku krúnudjásnin seld á sex milljónir franka. 1934 Glæpahjúin Bonnie og Clyde skotin til bana í fyrirsát lög- reglu. Þau höfðu farið einsog logi um akur yfir súðvestumki Bandaríkjanna; létu greipar sópa um eignir fólks og myrtu tólf manns. 1945 Heinrich Himmler, yfirmaður SS-sveita Hitlers, fremur sjálfsmorð með blásýru. 1965 Danska þingið samþykkir að afhenda Islend- ingum handritin, sem lengi höfðu staðið miklar deilur um. 1985 Alþingi samþykkir að á fslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn. 1987 Hannes Hlífar Stefánsson verður heimsmeistari sveina í skák, 16 ára. Afmælisbörn dagsins Douglas Fairbanks 1883, bandarískur leikari. Joan Coll- ins 1933, bandarísk leikkona. Anatoly Karpov 1951, rúss- neskur skákmeistari, núverandi heimsmeistari FIDE. Annálsbrot dagsins Þjófnaðurinn og ránshátturinn var um haustið fram úr venju- legum máta, hélzt varla neinn hlutur og sérdeilis það ætt var. Um jólin voru 5, 6 eður 7 þjóf- ar til fanga á Hóli um hátíðina, áttu sumir að dæmast strax að liðnri hátíðina. Grímsstaðaannáll 1756. Náttúra dagsins Það gengur tregt að venja vonda náttúru á hið góða, hitt er létt að temja góða á hið vonda. Vídalínspostilla. Málsháttur dagsins Oft sigrar langt stríð stráks- lund. Dulnefni dagsins Tilviljun er ef til vill dulnefni guðs þegar hann hirðir ekki um að setja nafnið sitt undir,- Anatole France. Orð dagsins Swmrsins snlhœrði morgwm kom sigrandi í rtkið inn. Hann breyttist úrfjarlœgu bliki í bjartasta daginn þinn. Guömundur Böðvarsson Skák dagsins Liðssafnaður svarts og hvíts er jafn í skák dagsins, en Belkadi sem stýrir svörtu tekst á áhrifa- ríkan hátt að sýna fram á veik- leika í hvítu stöðunni þar sem Barriera er við stjórnvölinn. Athugið sérstaklega hvítu drottninguna. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Bc5! 2. Dxc5 Del Skák og mát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.