Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ a FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 s a g Enskur sagnfræðingur segir listmálarann fræga, Hans Holbein, hafa verið njósnara við hirð Hinriks VIII Var listamaðurinn njósnari? Endurreisnarmálarinn Hans Holbein er nú sagður hafa verið njósnari, þátttakandi í alls kyns leynimakki við hirð Hinriks VIII. Þetta er kenning sagnfræðingsins, Derek Wilson, sem segir Hol- bein hafa verið á mála hjá Thomasi Cromwell, einum af helstu ráðgjöfum konungs. Holbein á að hafa lætt skilaboðum til ráð- gjafans inn í myndir sínar. Mynd Holbeins af Önnu frá Cleves. Skrautbrydding er einungis á vinstri erminni og í því eiga að vera falin mikil skilaboð megi marka álit bresks sagnfræðings. I umdeildri bók er Wilson í hlut- verki sagnfræðings fremur en listfræð- ings og í túlkun sinni á tilgang og hlutverki Holbeins tekur hann mið af því trúarlega og pólitíska fárviðri sem geisaði á þeim tímum sem Holbein var hvað afkastamestur. Holbein sem fæddist í Þýskalandi naut fljótlega mikillar viðurkenningar. Hann ferðaðist víða og kom til Eng- lands þar sem hann starfaði undir vernd Thomasar More og varð loks konunglegur hirðmálari Hinriks 8. Hann var þá undir vernd Thomasar Cromwell sem hafði tekið við af More sem æðsti maður ríkisstjómar Hinriks VIII. Wilson segir að sem laun fyrir fjárhagslegan stuðning hafi Cromwell gert Holbein skylt að upplýsa sig um gang mála meðal aðalsins og áhrifa- manna sem hann málaði. „Hann var hirðmálari konungs en málaði einnig myndir af einstaklingum sem stóðu ut- an innsta hring hirðarinnar. Hvers vegna?“ spyr Wilson. Hann segir svarið vera á þá leið að Holbein hafi verið að starfa fyrir Cromwell og sankað að sér uppíýsingum sem gætu orðið húsbóndanum gagnlegar. Crom- well var metnaðargjarn og á leið til æðstu metorða ruddi hann ýmsum andstæðingum sínum úr vegi. A hin- um svarta lista Cromwells voru meðal annarra Mote og John Fisher biskup, en þeir voru í haldi í Tower of Lond- on fyrir að neita að viður- kenna sambandsslit konungs við páfadóm. Wilson bendir á að Holbein hafi málað Fisher meðan hann var í haldi í tum- inum. „Hvað var á seyði? Hvemig stóð á því að lista- manni var hleypt inn í tum- inn?“ spyr Wilson. Svar hans er að Cromwell sendi Holbein þangað til að vinna trúnað More og Fisher og þefa uppi upplýsingar sem gætu orðið Ambassadorarnir. Ein af frægari myndum Holbeins. í myndinni eru sögð felast aðvörun til Thomasar More, eins nánasta vinar konungs, sem falliö hafði í ónáð. þeim að falli. Vitað er að Cromwell reyndi með öllum ráðum að sanna drottinssvik á More og Fisher meðan þeir vora í haldi. Brian Sewll, virtur listagagnrýn- andi, sagði í síðustu viku að kenningin væri snjöll og að sambönd Holbeins hefðu vissulega átt að gera hann að fullkomnum njósnara. En hann efaðist um að listamaðurinn hefði til að bera tilskylda hæfileika. „Tungumálakunn- áttan er meginvandamálið," sagði hann. ,AUt bendir til að Holbein hafi aldrei lært að tala ensku svo vel væri.“ En Wilson gefst ekki upp og bendir á hugvitsamleg skilaboð sem hann segir leynast í myndum Holbeins. „Listamenn endurreisnartímans höfðu ákaft dálæti á orðaleikjum og leyni- legum skilaboðum," segir Wilson. Hann segir að í einu meistaraverki Holbeins Ambassadorunum megi finna skilaboð til More. Myndin sýnir tvo menn standa sitt hvora megin við hillu. Þrír hlutir í myndinni, rýtingur, ein hillan og ílöng hauskúpa vísa öll á sama staðinn, klæði annars mannsins. Liturinn á klæðunum er óvenjulegur, mórbeijalitur, morus á latínu. Haus- kúpan minnir á dauðann. Þetta tvennt merkir: Mundu More, dauðinn bíður þín. Kross sem sést á myndinni merkir að fast sé sótt að kristinni trú. Wilson segir Holbein einnig hafa niðurlægt Önnu frá Cleves á furðu djarfan hátt. Árið 1539 var Holbein sendur til Evrópu til að mála mynd af Önnu, sem var aðalskona sem Crom- well vildi, af pólitískum ástæðum, að Hinrik giftist. Holbein var settur í þá vandræðalegu aðstöðu að gera mynd af fríðleikskonu sem konungur gæti sætt sig við. En sannleikurinn var sá að Anna var ófríð og hæfi- leikalaus og Holbein efaðist um að hún væri þess verð að gerast eiginkona konungs. Svo hann setti í myndina hárfín skilaboð. Myndin ein- kennist af samræmi, með einni undantekningu, skraut- bryddingu á ermunum á kjól Önnu. Bryddingin er einung- is á vinstri erminni en ekki þeirri hægri. Þetta segir Wil- son málarann hafa gert vilj- andi til að gefa til kynna að aðalskonan væri ekki hent- ugt kvonfang. Wilson geng- ur lengra og segir að í mynd- inni felist orðaleikur þar sem skilaboð séu afdráttarlaus ráði menn rétt í orðin. Á frönsku merki trait a gauche, pas a droite, drættir til vinstri en ekki til hægri, en í ífam- burði hljómi orðin eins og trés gauche, pas adroit, sem þýði mjög klaufaleg, ekki hæf.“ Listfræðingurinn Sewell segir að vissulega eigi að leita að vísbending- um og duldum skilaboðum í Tudor málverkum. En hann segir túlkun Wil- sons vafasama. „Þetta er mjög heill- andi lausn en ég held að hún sé of snjöll. Og hann bendir á að Holbein hafi ekki verið sérlega sleipur í ffönsku. Wilson segir: „Holbein fann í Cromwell hugsjónamann sem ætlað að koma hugsjónum sínum í fram- kvæmd og skjólstæðingurinn fór undir verndarvæng húsbónda síns. Hann varð njósnari hans. Ég hef reynt að varpa ljósi á hinn raunveralega Hol- bein.“ í hlutverki njósnarans kann Holbein að hafa verið húsbónda sínum slyng- ari. Ólíkt Thomas More, Önnu Boleyn og Thomas Cromwell þá var listamað- urinn ekki hálshöggvinn.B ■ Deilt um uppruna frægasta spæjara allra tíma Monsieur Sherlock Holmes Basil Rathbone var frægasti Sherlock Holmes hvíta tjaldsins og sést hér ásamt Nigel Bruce í hlutverki Watsons og Idu Lupino sem er skjólstæð- ingur þeirra félaga. Nýjasta kenningin um uppruna Sherlock Holmes er á þá leið að hann hafi verið með ffanskt blóð f æðum og komið ffá Irlandi. Og sömu heimildir segja að amma hans, Emilie Vemet, hafi lent undir fallöxinni í frönsku byltingunni. Höfundur kenningarinnar er ritari Sherlock Holmes samtakanna í Lond- on, Geoffrey Stavert. „Allt og sumt sem við vitum um uppruna Holmes er að hann sagði eitt sinn „afkomendur mínir vora óðalseigendur" - en það merkir ekki nauðsynlega að þeir hafi verið enskir óðalseigendur. Sherlock er ekki óalgengt írskt nafn og höfund- ur Holmes, Sir Arthur Conan Doyle, var af írskum ættum,“ segir Stevert. „Móðuramma Holmes var systir ffanska málarans Carle Vemet og það- an kemur franska blóðið,“ bætir Sta- vert við. Holmes hafði vissulega sterkar taugar til Frakklands. Hann talaði prýðilega frönsku og greip iðulega til franskra orðatiltækja. Hann ferðaðist yfir Ermasund, fór í felur til Mont- pellier þegar hinn illi prófessor Mori- arty hundelti hann og neitaði riddara- tign en féllst á að verða meðlimur í Légion d’Honneur. Höfundurinn Conan Doyle viður- kenndi að Holmes ætti sér ekki ein- ungis fyrirmynd í Dr Joseph Bell, kennara hans frá Edinborgarháskóla, heldur einnig í franska leynilögreglu- manninum C Auguste Dupin sem var hugarsmíð Edgar Allan Poe. Franskur ævisagnaritari Conan Do- yle, Pierre Nordon, hefur bent á að Holmes hafði góða þekkingu á ffanskri tónlist, bókmenntum og hem- aðarsögum og hafði áhuga á ffönskum listmálarunum og afbrotafræðingum meðan breskir starfsfélagar þeirra vöktu enga athygli hans. Ráðgátan um upprana Holmes hef- ur haldið Sherlocksfræðingum við efnið allt ffá því fyrsta skáldsagan um hann, Study in Scarlet, birtist árið 1887. Var Holmes skírður í höfuðið á þekktum krikketleikara ffá Yorkshire, Mordecai Sherlock? Eða í höfuðið á Oliver Wendell Holmes, bandaríska rithöfúndinum og líffæraffæðingnum. Fátt eitt er víst í þessum efnum nema það að Conan Doyle byggði Holmes að hluta til á Dr Bell og sagði frá því í sjálfsævisögu sinni hvemig Bell, eins og Holmes, var fær um að álykta um uppruna eða persónugerð manna út frá smávægilegum athugun- um. Eitt sinn leit Bell á sjúkling og lýsti því samstundis yfir að maðurinn væri nýlega kominn úr herþjónustu skoskrar herdeildar sem var við störf í Barbados. „Sjáið þið til, herrar mínir,“ út- skýrði Bell fyrir Conan Doyle og öðr- um furðu losnum nemendum, „mað- urinn bar sig virðulega en tók ekki of- an hattinn. I hemum taka menn ekki ofan en hefði hann fyrir allnokkru ver- ið laus úr herþjónustu hefði hann verið búinn að temja sér þann borgarlega sið. Hánn bar með sér valdsmannslegt yfirbragð og hann er greinilega skosk- ur. Hann kvartaði undan fflaveiki sem þekkist ekki í Bretlandi en er algeng í Barbados." I hinum fjöragu umræðum um upp- rana Sherlock Holmes virðist stundum gleymast að leynilögreglumaðurinn er skáldsagnapersóna. „Þeir gagnrýnendur, sem era sann- færðir um að Holmes sé einungis eft- irmynd Bell eða alter ego höfundar síns, hafa skaðað Conan Doyle gríðar- lega sem rithöfund,“ segir nýjasti ævi- sagnaritari Conan Doyle, Michael Coren. „Allar persónur verða til vegna þeirra áhrifa sem höfundur hefur orðið fyrir og endurspegla sjálf hans. En hver um sig er fyrst og fremst sköpun höfundar síns.“ Nú eru fleiri en 500 Sherlock Holmes samtök í heiminum - jafnvel einn í Jamaika með 1000 félagsmenn. Um vinsældir Scherlock Holmes í Bretlandi þaif ekki að fjölyrða. „Þær byggist að hluta til á salöiaðarþrá eftir Viktoríutímanum og heimi sem var svo mun ábyrgari, valdameiri og sjálfsöraggari en okkar heimur,“ segir Stavert. „Holmes höfðar einnig til fólk sem er hrifið af ráðgátum og vill dunda við að skoða ósamræmið í sög- unum,“ heldur Stavert áfram. Doyle skrifaði mjög hratt, hafði ekki fyrir því að kanna að kanna sannleiksgildi ým- issa fúllyrðinga sinna og í sögunum er að finna mikið ósamræmi.“ Hið eilífa aðdráttarafl Holmes og Watsons byggist á því að þeir era tvær ásýndir viðkvæmra mannlegra eigin- leika, og sýna bæði veikleika og dyggðir hins viktoríanska þjóðfélags. Holmes er myrki snillingurinn, þung- lyndur eiturlyfjaneytandi, ef til vill bældur hommi. Watson er hins vegar sljór, tryggur og heiðarlegur félagi. Þeir era fyrirmyndir að öllum þeim fjölda sakamálasagna þar sem tveir fé- lagar leysa ráðgátur: Poirot og Hast- ings, Morse og Lewis, Wexford og Burden, og eru þá einungis nefnd örfá nöfn. Conan Doyle var vissulega góður, hugrakkur, heiðarlegur maður sem eyddi inestum hluta lífs sín, eins og Holmes, við að berjast fyrir réttlæti öðram til handa. „Holmes var skapaður í mynd Con- an Doyle,“ skrifaði Nordon, ævi- sagnahöfundur Doyles. „Sherlock Holmes berst andlegri baráttu í því skyni að hreyfa við samvisku okkar og hjörtum á sama hátt og Conan Do- yle gerði á ævi sinni.“ „Af því hann er eins og Conan Do- yle, vegna þess að hann er Conan Do- yle, þá er Sherlock Holmes miklu rneira en mynd; hann er einn af síð- ustu holdgervingum riddaramennsku í bókmenntum enskrar tungu.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.