Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐHD 7 ó r n m á I ■ Skoðanakönnun Gallup á ánægju landsmanna með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins - Framsóknarmenn ánægðir með Þorstein og Halldór Mest ánægja með störf Davíðs en Friðrik Sophusson rekur lestina. Ánægja almennings með störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins fer minnkandi, ef Björn Bjarna- son menntamálaráðherra er frátalinn en ánægja með störf hans hefur aukist mikið í vetur. Þetta kemur fram í skoðana- könnun Gallup sem gerð var í apríl. Fæstir eru ánægðir með störf Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra, 38,7 prósent, en mest er ánægjan með Davíð Oddsson forsætisráðherra, um 60 prósent. Davíð Oddsson nýtur skiljan- lega mestra vinsælda hjá kjósend- um Sjálfstæðisflokksins, níu af hverjum tíu sjálfstæðismönnum eru ánægðir með störf forsætisráð- herra. Hann nýtur líka talsverðrar hylli framsóknarmanna, en athygli vekur þó að ánægja þeirra með Davíð hefur minnkað talsvert síð- an í október. Fyrir tæpu ári var helmingur alþýðuflokksmanna ánægður með störf Davíðs - það var vel að merkja eftir stjórnar- myndun hans með Framsókn - en það hlutfall hefur lækkað niður í þriðjung. Um 30 prósent kjósenda Alþýðubandalagsins eru ánægðir með Davíð, og sama máli gegnir um Kvennalistann. Að vísu ber að taka frarn að Gallup telur lítið að marka hlutföll kvennalistakjós- enda þarsem þeir eru tiltölulega fáir. Friðrik Sophusson er nú fúxinn í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins. Mesta athygli vekur að vinsældir hans meðal kjósenda Sjálfstæðis- flokksins dvína mjög síðan í októ- ber, og framsóknarmenn virðast ekki par hrifnir af frammistöðu fj ármálaráðherrans. Ánægðir með störf Davíðs Oddssonar A B D G V Allir Júní1995 49,2 69,2 94,1 41,4 32,1 69,9 Október 1995 47,5 68,4 90,2 31,8 31,8 61,3 Apríl 1996 36,1 57,5 89,3 30,5 29,2 60,1 Ánægðir með störf Friðriks Sophussonar A B D G V Allir Júní1995 55,9 43,3 65,5 18,9 32,0 47,0 Október 1995 31,7 44,6 71,0 19,3 28,6 42,9 Apríl 1996 30,5 35,8 59,5 16,5 9,1 38,7 Ánægðir með störf Þorsteins Pálssonar A B D G V Allir Júní1995 27,6 61,1 54,7 33,3 39,3 47,1 Október 1995 33,9 69,2 71,1 50,0 33,3 56,6 Apríl 1996 28,8 54,3 57,3 38,8 40,0 48,3 Ánægðir meö störf Halldórs Blöndals A B D G V Allir Júní1995 44,4 63,3 61,5 42,0 40,9 55,0 Október 1995 27,3 67,4 63,9 36,9 31,6 47,2 Apríl 1996 27,5 58,6 53,9 31,9 36,8 45,1 Ánægðir með störf Björns Bjarnasonar A B D G V Allir Júní1995 45,8 47,1 64,7 48,9 28,6 50,6 Október 1995 35,4 40,5 66,9 26,6 10,5 43,5 Apríl 1996 61,5 45,1 72,8 35,3 36,4 53,0 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra nýtur nokkurnveginn sama stuðnings kjósenda Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, en ánægja með störf hans hefur minnkað verulega síð- an í október. Alþýðuflokksmenn eru manna óánægðastir með störf Þorsteins og mikill stuðningur al- þýðubandalagsmanna, sem mæld- ist í haust, hefur dalað til muna. Halldór Blöndal er eini ráðherr- ann sem nýtur meiri vinsælda hjá kjósendum annars flokks en Sjálf- stæðisflokksins. Framsóknarmenn eru nú sem fyrr ánægðari en sjálf- stæðismenn með störf Halldórs, sem annars vekja ekki rífandi lukku. Aftur eru það kjósendur Al- þýðuflokksins sem eru óánægðast- ir með ráðherra sem er vinsæll af framsóknarmönnum. Björn Bjarnason getur vel við sinn hlut unað. Hann kemur næst- ur Davíð, og þeir voru einir um þann frama að meira en heimingur lýsti yfir ánægju með störf þeirra. Athyglisverð er hin mikla ánægja sem ríkir með störf Björns meðal kjósenda Alþýðuflokksins. í októ- ber voru aðeins 35,4 prósent al- þýðuflokksmanna ánægð með Björn en í aprfl voru það hvorki fleiri né færri en 61,5 prósent. Anægja kjósenda allra flokka með störf menntamálaráðherra eykst, á sama tíma og ánægja nær allra minnkar með störf hinna ráðherr- anna. ■ Halldór Blöndal. Nýtur meiri hylli framsóknarmanna en sjálfstæðis- manna. Þorsteinn Pálsson. Ánægja með störf hans hefur minnkað verulega síðan í haust. Davíð Oddsson. Mest ánægja með störf hans af ráðherrum Sjálfstæð- isflokksins. Björn Bjarnason. Á hraðri uppleið og næstvinsælastur ráðherra Sjálf- stæðisflokksins. Friðrik Sophusson. Minnst ánægja með störf hans af ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins. ■ Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra Bandalag stjórnarandstöðu fyrir kosningar - sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins. Finnur Birgisson formaður nýrrar stjórnar kjördæmisráðs. Kjördæmisþing Alþýðuflokks á Norðurlandi eystra var haldið laugar- daginn 11. maí. Á þinginu var kjörin ný stjórn til tveggja ára og er hún skipuð Finni Birgissyni, Akureyri, sem jafnffamt er formaður, Aðalheiði Alfreðsdóttur, Akureyri, og Friðfinni Hermannssyni, Húsavík. Varamenn eru Halldór Guðmundsson, Ólafsfirði, Þórunn Þorsteinsdóttir, Þórshöfn, og Hallgrímur Ingólfsson, Akureyri. I ræðu formanns Alþýðuflokksins, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem hann flutti á þinginu, kom meðal ann- ars fram það álit hans, að upphafið að sameiningu íslenskra jafnaðarmanna í eina öfluga hreyfmgu ætti að felast í rnyndun kosningabandalags um sam- eiginlega stefnuskrá í næstu alþingis- kosningum. Markmiðið ætti að vera að þingflokkur kosningabandalagsins yrði að minnsta kosti sá næststærsti á þingi. í raun væru Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Þjóðvaki - sér í lagi yngra fólkið í þessum flokkum - sam- mála um meginstefnuna; gömlu ágreiningsmálin væru flest gufuð upp. Jón Baldvin tók sérstaklega fram að afstaða Alþýðuflokksins til aðildar að- Evrópusambandinu myndi ekki verða hindrun í vegi fyrir því að flokkamir gætu komið sér saman um eina stefnu- skrá. Alþýðuflokkurinn myndi vissu- lega ekki hverfa frá þeirri skoðun sinni, en þar væri um að ræða lang- tímastefnu, sem hann væri sannfærður um að myndi með tímanum sjálfkrafa hljóta aukinn stuðning af því hún væri einfaldlega skynsamleg og rétt. Evr- ópustefnu Alþýðuflokksins yrði því ekki úrslitaatriði í viðræðum við hina flokkana um það sem nú væri höfúð- nauðsyn - að efla hreyfingu jafnaðar- manna til átaka við mörg og brýn við- fangsefni í íslensku samfélagi. I lok kjördæmisþingsins var sam- þykkt stjómmálaályktun, og fer hún hér á eftir í heild: „Eins árs stjómarseta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur þegar staðfest það sem margir vissu fyrir, að samstarf þessara tveggja dinosára ís- lenskra stjómmála jafngildir afturhaldi á öllum sviðum, eða í besta falli kyrr- stöðu. Hugmynda- og ráðaleysi þess- ara flokka virðist algert og þegar á reynir verður úrelt og skaðleg hags- munagæsla í þágu fárra útvalinna öllu öðru yfirsterkari, þrátt fyrir ýmis girnileg kosningaloforð þeirra fyrir síðustu kosningar. Hið rétta andlit Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur komið skýrt í ljós á síðustu vikum í aðför þeirra að réttindum vinnandi fólks - eftir pönt- un ffá Vinnuveitendasambandinu - og fáránlegum hugmyndum þeirra um fjármagnstekjuskatt sem myndi gera þá ríku auðugri, en reyta aurana af smásparendum. Vissulega hefur nú rofað nokkuð til í þjóðarbúskapnum efitir erfiðleika lið- inna ára. Það er þó ekki fyrir tilverkn- að þeirra flokka, sem nú sitja að völd- um. Þvert á móti má með fullum rétti halda því fram, að það sé einkum ým- islegt það sem Alþýðuflokkurinn kom í verk meðan hann var í ríkisstjóm, sem gerir það að verkum að þjóðin getur nú horft upplitsdjarfari og von- Sérstaða Alþýðuflokksins í Evrópu- málum á ekki að koma í veg fyrir samvinnu á vinstri væng, sagði Jón Baldvin Hannibalsson á kjör- dæmisþingi Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra. betri til ffamtíðar en um langa hríð áð- ur. Þar má nefna opnun hagkerfisins til nútímahátta, aðildina að EES, um- bætur í húsnæðiskerfinu og uppstokk- un í löngu úreltu réttarkerfi. Brýn verkefni blasa þó enn við: Lækkun vaxta og uppstokkun skatt- kerfisins í þágu skuldugra tjölskyldna þola enga bið. Ranglát tekjuskipting og stöðug tilfærsla þjóðarauðsins í hendur þeirra sem mest áttu fyrir er óþolandi - hana verður að stöðva. Þjóðin þarf að taka yfirráðin yfir verð- mætustu þjóðareigninni, auðlindinni í hafinu umhverfis landið, í eigin hend- ur og tryggja að hún verði ávallt nýtt til hagsbóta fyrir þjóðarheildina og á sjálfbæran hátt. Engin von er til þess að tekið verði af skynsemi og festu á þessum málum og öðmm framfaramáfum fyrren jafn- aðarmenn komast til aukinna áhrifa. Mikið fylgi núverandi stjómarflokka er ekki vitnisburður um tiltrú og traust, heldur er það miklu fremur vottur um vonleysi og uppgjöf kjós- enda gagnvart rfkjandi stjómmálaað- stæðum. Kjördæmisþingið heitir því á alla íslenska jafnaðarmenn, að þeir fýlki sér unt róttæka, nútímalega jafn- aðarstefnu í anda Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks Islands. Öflug jafnaðarstefna verður þjóðinni lífs- nauðsyn á nýrri öld.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.