Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o d a n i r Olafur United, Pétur KR og Guðrún City Vinstrimennirnir sem höfðu litla ást á stjórnmálamanninum Ólafi Ragnari Gríms- syni verða auðveldlega áhangendur Ólafs Ragnars United - þegar hann keppir við Pétur KR eða Guðrúnu City. Sumir ágætir vinir mínir í Alþýðu- bandalaginu fengu flog þegar spurðist að Jón Baldvin Hannibalsson væri að bræða með sér hvort hann ætti að demba sér í forsetaframboð. Þetta voru hryllileg svik, sögðu þeir, og var mikið niðri fyrir, og svo kom ræða um skotgrafir kalda stnðs- ins. Mér kom þessi algera móðursýki svolítið á óvart: Með leyfi, var búið að ganga frá fóstbræðralagi Ólafs Ragn- ars og Jóns Baldvins? Hvenær var það gert? Afhveiju var Alþýðublaðið ekki látið vita? Einsog gengur | | Hrafn Jökulsson ^ I skrifar Nei, kannski hafði ekki verið geng- ið frá neinu formlega, sögðu vinir mínir, alþýðubandalagsmennimir. En Jón Baldvin átti auðvitað að sýna fé- laga sínum af vinstri værig stjómmál- anna þann drengskap að leyfa honum að eiga Bessastaði. Nú áttu vinstri- menn að taka höndum saman og koma í veg fyrir að helvítis íhaldið næði forsetaembættinu. Hvað bull er þetta? Allt í einu var Jón Baldvin orðinn vinstrimaður í hugum alþýðubandalagsmanna. Hve- nær gerðist það? Hefur hann ekki ver- ið úthrópaður, seint og snemma, sem mestur hægrimaður sem uppi hefur verið á fslandi? Er ekki Alþýðuflokk- urinn „nýfrjálshyggjuflokkur, hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn"? Mér hafði lengi skilist á vinum mínum úr Alþýðubandalaginu að ekkert væri eins auðvirðilegt og hraksmánarlegt og að tilheyra „þessum svokallaða Al- þýðuflokki". Einkennilegast fannst mér þó að sumir þeirra sem æstu sig sem mest útaf hugsanlegu framboði Jóns Baldvins voru til skamms tíma alls ekki í aðdáendaklúbbi Ólafs Ragnars - reyndar þvert á móti. Hvemig stendur á þessu? Eg held að skýringin sé ósköp einföld. Afþví for- setakosningar snúast ekki um nokkum skapaðan hlut, þá verður með einhverjum hætti að hleypa spennu í þær. Það er gert með því að breyta þeim í nokkurskonar fótboltaleik. Vinstrimenn- irnir sem höfðu litla ást á stjórnmálamanninum Ólafi Ragnari Grímssyni verða auðveldlega áhangendur Ól- afs Ragnars United - þegar hann keppir við Pétur KR eða Guðrúnu City. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars United brugðust við af þvílíkri heift af því þeir óttuðust að sigur þeirra liðs væri í hættu. En auðvit- að geta vinstrisinnaðir menningarvitar ekki viður- kennt að í hjarta sínu séu þeir fyrst og fremst pólitískir húliganar - og þess- vegna var gripið til frasá um „sam- stöðu vinstrimanna“ og bullað um „sögulegt tækifæri". Halda menn virkilega að vinstri- menn taki uppá því að sameinast þótt Ólafur Ragnar Gnmsson verði kjörinn forseti? Hvaða bull er þetta eiginlega? Mótsögnin felst meðal annars í því að forsetaembættið er ópólitískt og náttúrulaust. Ólafur Ragnar verður að halda áfram að halda kjafti um það sem máli skiptir: sameining vinstri- manna mun ekki eiga rætur á Bessa- stöðum. Fordæmið? Það væri nær að líta á fordæmi Reykjavíkurlistans. Þar sam- einuðust menn þó alltjent á pólitískum forsendum. Á því á að byggja en ekki íþróttakappleik um tildurdjobb. Og meðal annarra orða: Ef „vinstri- menn“ - og þá alveg sérstaklega al- þýðubandalagsmenn - eru allt í einu orðnir svona áhugasamir um að klekkja á íhaldinu og mynda órofa samstöðu, hvað gerðist þá á þingi Al- þýðusambandsins síðdegis í gær? Það sem gerðist var þetta: Alþýðu- bandalagsmenn læstu klónum saman við íhaidið - einu sinni, einu sinni enn. Krötunum var hótað því, að drægi ekki þeirra frambjóðandi til for- seta (ASI!) sig til baka, þá fengi Al- þýðuflokkurinn ekki svo mikið sem varaforseta. Alþýðubandalagsmenn voru albúnir að skipta góssinu með sjálfstæðismönnum. En þetta var náttúrlega alvöm póli- tík: þar er ekkert pláss fyrir tyllidaga- frasa um órofa samstöðu á vinstri væng. Gáum að því, einsog sumir hefðu sagt. ■ Nýverið hófu stuðnings- menn Péturs Kr. Hafstein að keyra sjón- varpsauglýsingar þar sem hinir og þessir lýsa aðdá- un sinni á hinum trausta forsetaframbjóðenda. Tónelskir menn hafa tekið eftir því að undir auglýs- ingunum er leikið þekkt stef úr tónverkinu Pétri og úlfinum. Nú spyrja menn sig hvort hér sé um tilvilj- un að ræða eða ekki. Þeir sem dýpst leita í pæling- um sínum á kosninga- áróðri telja engan vafa leika þar á um - þarna séu lævís skilaboð á ferðinni. Einskonar leyndur skæt- ingur. Við vitum hver Pét- ur er og þá stendur eftir spurningin: Hver er úlfur- inn? Er það ef til vill Ólaf- ur Ragnar Grímsson? r Iframhjáhlaupi má geta þess að Pétur og úlfur- inn er eftir rússneska tón- skáldið Serge Prokofiev. Honum varð svo mikið um þegar hann fregnaði and- lát Stalíns að sjálfur gaf hann upp öndina sam- dægurs árið 1953 en Sta- lín var búinn að kvelja Prokofiev alla hans tíð... egar Ijóst var að Jón Baldvin Hannibals- son yrði ekki í kjöri til for- seta íslands brettu fylgis- menn Guðrúnar Péturs- dóttur og Péturs Haf- steins upp ermarnar. Slagurinn stendur um það hvort þeirra Guðrúnar eða Péturs verði áskorandi Ól- afs Ragnars, en fjöldi kjósenda mun vísast flykkja sér um þann fram- bjóðanda sem líklegastur er til að veita Ólafi ein- hverja keppni. Sagt er að í herbúðum Péturs fagni menn því mjög að Jón Baldvin hafi ekki farið fram og teiji nú víst að þeir sjálfstæðismenn sem helst hafi verið þess fýs- andi að Jón færi fram muni nú snúa sér til Pét- urs... Rithöfundurinn Milan Kundera var hér á dögunum í tíu daga heim- sókn ásamt eiginkonu sinni. Kundera hefur kom- ið nokkrum sinnum til ís- lands og á örugglega eftir að koma nokkrum sinnum enn því hann er sagður kunna sérlega vel við land og þjóð. Kundera hafði með sér veglega minja- gripi frá íslandi því hann keypti tvö málverk eftir Kristján Davfðsson... 'FarSide" eftir Gary Larson Þetta er gaurinn. Annar ofan frá, þessi tólf-feta! fimm á förnum vegi Hver er samgönguráðherra? Rétt svar: Halldór Blöndal. Jóna Svana Jónsdóttir vegfarandi: Ég fylgist ekkert með pólitflc, þetta eru allt sömu rugludallamir. Helgi Örn Bjarnason nemi: Hann heitir Halldór Blöndal. Anna Gunnarsdóttir nemi: Ég hef ekki hugmynd um það. Einar Jónsson tónlistar- maður: Er það ekki Sighvatur Björgvinsson? Svava Grétarsdóttir starfsstúlka: Guð, ég man það ekki. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Reynt að brenna skjalasafn Alþingis. Frétt í DV í gær. Þótt forstjórar hans og bróðir hans sitji inni og höfuðpaurinn sitji sjálfur á tímasprengju, heldur hinn ósvífni tækifærissinni áfram að faðma þjóðarhjartað í sjónvarpi sínu. Kjarnyrt forystugrein Jónasar Kristjánsson- ar í DV var í gær tileinkuð Silvio Berlusconi. íslendinga vantar fleiri skip. Önundur Ásgeirsson vakti athygli á þessari lítt kunnu staðreynd í DV í gær. Ekkert bendir til að ísland eigi að sækja um aðild að ESB á næstunni. Halldór Ásgrímsson í Tímanum í gær. Ég mun hinsvegar þakka mínum sæla fyrir að vera ekki forseti ef ég kem til Ameríku á ný eftir að hvalveiðar hefjast aftur. Þar mun ég fremur þykjast vera Bosníu-Serbi því ímynd þeirra verður þá stórum skárri en okkar Islendinga. Það var nefnilega það. Lesendabréf „ Elíasar í DV í gær. Góðærið vandfundið á atvinnuleysisskrám vinnum- iðlana þar sem fólki fjölgaði í apríl. Tíminn í gær. Síldarsamningurinn sannar gildi sitt. Fyrirsögn leiðara Moggans í gær. Boorda hafði rétt til að bera merkin. Frétt Morgunblaðsins í gær um sjálfsmorð Jeremy „Mike" Boorda yfirmanns banda- ríska sjóhersins. Fjölmiðlar höfðu sakað hann um að bera heiðursmerki í óleyfi, og hann stytti sér því aldur. t a I n a t a I Kynskipting þingmanna á Norðurlöndum Þingmenn (%) Karlar Konur Danmörk 66 34 Finnland 61 39 ísland 75 25 Noregur 61 39 Svíþjóð 59 41 Heimild: Ársskýrsla Skrifstofu jafnréttismála.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.