Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 ALÞYÐUBLAÐKJ bessastadabardaginn Hvert er hlutverk forsetans? Þegar Jón Baldvin Hannibalsson tilkynnti að hann biði sig ekki fram til embættis forseta íslands, sendi hann jafnframt frá sér ítarlega greinargerð sem mikla at- hygli hefur vakið. Þar sagði hann embætti forseta ís- lands einungis vera „táknræna tignarstöðu". Hann spurði hvort forsetaframbjóðendur væru sáttir við að forsetaembættið snerist um ekki neitt og þá um leið kosningabarátta þeirra. Alþýðublaðið sneri sér til nokkurra einstaklinga og lagði fyrir þá eftirfarandi spurningar: Er forsetaembættið valdalaus tignar- staða? Er kosningabaráttan innihaldslaus? Hver er af- staða þín til forsetaembættisins? Ólafur Þ. Haröarson stjórnmálafræðingur Það þarfendur- skoðun á íslenskri stjórnskipun Eins og forsetaembættið hefur þró- ast á fslandi þá er það afar vaidalítið tignarembætti. Forsetinn hefur hlut- verk við stjómarmyndanir, sem getur að vísu skipti máli, en skiptir venju- lega ekki mjög miklu máli. Hann hef- ur synjunarvald sem aldrei hefur verið beitt. Embættið hefur augljóslega þró- ast í átt að svipuðu hlutverki og kónga- og drottningarembætti gegna í nágrannalöndunum. Hins vegar er embætti forseta fs- lands ekki sérlega vel skilgreint í stjómarskránni þannig að forseti sem kysi að taka sér meiri pólitísk völd, en hefð hefur verið fyrir, gæti það á ýms- um sviðum. Miðað við hinn hefðbundna skitn- ing á embættinu er ekkert skrýtið að kosningabaráttan snúist ekki mjög mikið um málefni. Þetta hefur ekki verið pólitískt embætti og menn em ekki að lýsa yfír afstöðu sinni tii dæm- is tii utanríkismála, Evrópusambands- ins eða landbúnaðarmála. Menn kjósa heldur að tala um almennari og óum- deildari málefni, eins og menningar- mál. Ef menn vilja hafa embættið á þeim nótum sem það hefúr verið þá er ekkert við það að athuga að forseta- frambjóðendur séu ekki að lýsa af- stöðu sinni til einstakra pólitískra deilumála. í rauninni er það fullkom- lega eðlilegt. Hins vegar er það eðlileg krafa til frambjóðendanna að þeir geri mjög skilmerkilega grein fyrir því með hvaða hætti þeir hyggist gegna embættinu og hver sé þeirra skilningur á valdsviði forsetans. Ef forsetaffam- bjóðendur hafa hugsað sér að breyta embættinu og beita sér þar með ein- hveijum öðrum og nýjum hætti þá er skylda þeirra að gera kjósendum grein fyrir því fyrir kosningar. Það er mikil nauðsyn að fram- kvæma heildarendurskoðun á íslensku stjómskipuninni. Vilji menn hafa for- seta þarf stjómarskráin að kveða skil- merícilegar á um hlutverk hans og valdsvið, til dæmis varðandi synjunar- valdið. Við slíka endurskoðun væri auðvitað rétt að velta því fyrir sér hvort menn vilji breyta eðli embættis- ins og gera það valdameira. Það er flókið álitamál, en umræðan er mikil- væg. Dagur Eggertsson læknanemi Embættið getur nýst til áhrifa Ég held að það sé í sjálfu sér rétt að embættið sé valdalaust tignarembætti, en það'er ekki þarmeð sagt að það sé eða þurfi að vera áhrifalaust. Ég held að forsetaembættið geti nýst til áhrifa, bæði innan lands og erlendis. Það er búið að klæða einhverjar byggingar í Reykjavík í betri föt, en annars er kosningabaráttan varla haf- in. Mér finnst menn fremur vera að bíða eftir því að hún byrji en að þeir séu að kvarta undan því að hún sé ekki hafin af fullum þunga. Ég er hlynntur forsetaembættinu. Ég held að það gegni ákveðnu hlut- verki. Hiutverkinu verður að sinna á einn eða annan hátt hvort sem emb- ættið er fyrir hendi eða ekki. Karl Th. Birgisson ritstjóri Áherslumunur á afstöðu fram- bjóðenda ! Embættið er formlega séð mjög valdalítið en það getur verið áhrifa- mikið, sem er ekki sami hluturinn. Nákvæmlega hvemig þeim áhrifum er beitt er undir þeim komið sem situr á forsetastóli hveiju sinni. Mér er raunar spurn vegna fullyrðinga Jóns Bald- vins, af hverju var hann alvarlega að veita fyrir sér framboði í tvær vikur ef embættið er svona ómerkilegt og asnalegt? Var ekki raunverulega ástæðan fyrir því að hann fór ekki fram, ekki sú að hann væri ekki tilbú- inn að setjast í helgan stein, heldur að hann sá fram á að geta ekki unnið Ól- af Ragnar? Mér finnst hann hljóma eins og Davíð á sínum tíma: Berin eru súr. Jón Baldvin hefur legið of lengi undir feldi ef hann hefur ekki orðið var við frambjóðendurna. Þeir hafa verið á ferð um allt land að kynna sig og spjalla við kjósendur þótt þeir hafi kannski ekki komið við á Vesturgöt- unni. Hins vegar er rétt að það eru ekki sterk málefhanleg átök í þessari kosningabaráttu, enda væri það bein- línis undarlegt. Þó er ljóst að mikill áherslumunur er á afstöðu einstakra frambjóðenda til embættisins og þess sem þeir vilja gera á Bessastöðum. Ég bendi fólki á að bera saman yfirlýsing- ar, til dæmis Pétur Hafstein og Ólafs Ragnars. Sá sem segir að kjósendum gefist ekki kostur á raunverulegu vali þar á milli tveggja ólíkra sjónarmiða hefur ekki haft augu og eyru opin. Ég vil gjaman halda forsetaembætt- inu, þótt það sé valdalaust, sem sam- einingartákni, eins konar myndbirt- ingu þjóðarinnar inn á við og út á við. Það hefur raunverulegt gildi sem slíkt og getur haft afar mikið gildi ef réttur maður er í embættinu. Hins vegar hef ég lengi viljað breyta stjómk'erfinu í þá veru að forsætisráðherrann væri kosinn beinni kosningu, óháð þing- kosningum. Þá sætum við ekki uppi með ríkisstjórnir sem enginn hefur kosið og enginn vill í raun og veru, eins og gerst hefur ítrekað síðustu ára- tugi. I Ágúst Einarsson þingmaður Þjóðvaka Þjóðin er sátt við hlutverk for- setans Mér fannst grein Jóns athyglisverð. Ég er hins vegar ekki sammála honum í því að forsetaembættið sé einungis valdalaust tignarembætti sem mætti þess vegna leggja niður. Ég tel að for- seti íslands hafi mikilvægu hlutverki að gegna í okkar þjóðhTi, bæði stjóm- skipulega og sem sameiningartákn. Ég er ekki sammála hinni neikvæðu af- stöðu Jóns Baldvins gagnvart forseta- embættinu. Ég tel að þjóðin sé mjög sátt við hlutverk forsetans eins og það er núna. Forsetakosningarnar snúast nú, eins og oft áður, um afstöðu til per- sóna, um það í hvað miklu mæh við- komandi geti orðið sameiningartákn og frambærilegur fulltrúi landsins, bæði utan lands og erlendis. Þjóðin er greinilega ekki viljug til að láta for- setakosningamar snúast um breytingar á stjómskipun eða hlutverki forseta ís- lands. Hún vill fremur hafa baráttuna á persónulegum gmnni. Forsetaframbjóðendur hafa ekki verið í felum heldur hafa þeir verið eins og útspýtt hundskinn um allar jarðir að sýna sig og tala við fólk og skýra hvernig þeir myndu starfa. Kosningabaráttan er í þeim sama far- vegi og forsetaembættið hefur verið undanfarna áratugi. Þennan farveg hefur þjóðin sjálf mótað og ég held að þjóðin vilji að kosningabaráttan sé einmitt háð á þeim forsendum. f þess- um kafla greinar sinnar finnst mér Jón skjóta framhjá. Ég tel að forsetaembættið sé í ágæt- um farvegi. Forsetinn er ákveðið sam- einingartákn og fulltrúi þjóðarinnar innan lands og utan. Ég held að það sé alveg gott fyrirkomulag meðan við tökum ekki upp róttækar breytingar á öðmm þáttum í okkar stjómkerfi. Birgir Ármannsson starfsmaður Verslunarráðs Afnám embættis eða aukin völd Forsetaeinbættið hefur á undanföm- um ámm og áratugum þróast í þá átt að verða fyrst og fremst táknræn tign- arstaða. Sá sem gegnir embættinu á hverjunj tíma getur auðvitað haft áhrif í þjóðfélaginu, en hann hefur ekki bein völd. Til þess að breyta því þýrfti trúlega formlegar breytingar á stjóm- skipunarlögum. Forsetaembættið hef- ur að vísu með höndum ákveðin stjórnskipuleg verkefni samkvæmt ákvæðum stjómarskrárinnar, en í því sambandi þarf að athuga að forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. grein stjómarskrárinn- ar og hann er sjálfur ábyrgðarlaus í stjómarathöfnum samkvæmt 11. grein stjómarskrárinnar. Ef einhver forseta- frambjóðandi hefur aðrar hugmyndir um embættið en þessar, þá er nauð- synlegt að það komi lfam í kosninga- baráttunni. Annað væri óheiðarlegt gagnvart kjósendum. Það hefur ekki farið mikið fyrir málefnum í þessari kosningabaráttu heldur hefur hún einkennst nf inni- haldslausum slagorðum og óljósum tilvísunum til einhverra mannkosta frambjóðendanna. Þetta stafar áreið- anlega af því hversu valdalaust emb- ættið er. Frambjóðandi á bágt með að gefa miklar yfirlýsingar um að hrinda einhveijum málum í framkvæmd, sem einfaldlega verða ekki á hans foijæði, jafnvel þótt hann næði kjöri. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að það myndi lyfta þessari kosningabaráttu á örlítið hærra plan ef frambjóðendur létu f ljós skoðanir sínar á embættinu og myndu greina kjósendum frá hug- myndum sínum um hlutverk þess og tilgang. Ég hef ekki orðið var við að þeir hafi gert þetta fram að þessu, ef undan er skilin yfirlýsingin sem Pétur Kr. Hafstein gaf þegar hann lýsti yfir framboði sínu. Ég er þeirrar skoðunar að það þjóni ekki mikluin tilgangi að halda úti valdalausu forsetaembætti. Skoðun mín er því sú að það ætti annað hvort að leggja embættið niður eða færa því aukin völd og gera embættið að raun- verulegu forystuembætti í stjómmál- um. Mér heyrist hins vegar að fólk sé almennt ekki sammála mér um að rétt sé að breyta stjómskipun íslands með þeim hætti. Að óbreyttri stjómskipun tel ég að réttast sé að velja til þess embættis yfirvegaðan mann, sem er tilbúinn að sinna hinum formlegu störfum forseta af yfirvegun og festu, sem sættir sig við að hin raunverulegu pólitísku völd liggja hjá stjórnmála- mönnunum og álítur það ekki hlutverk sitt að taka afstöðu í viðkvæmutn deilumálum eða gefa einhverjar pólit- ískar yfirlýsingar að öðru leyti, hvorki hér heirna né erlendis. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Sumir láta sem minnst í sér heyra Formlega felast í embættinu ýmis völd sem hægt er að beita. Það er ekki síst ástæða til að leggja áherslu á að völd embættisins geta líka legið í gegnum áhrif þjóðhöfðingjans. Sumir frambjóðendur hafa kosið að láta sem minnst á sér bera og sem minnst í sér heyra. Það er auðvitað ákveðin aðferð í þeirri kosningabar- áttu og mér finnst hún miður. Ég tel að þjóðin eigi heimtingu á því að heyra hvað forsetaframbjóðendur segja og hvaða skoðun þeir hafi. Þeir þurfa einnig að svara fyrir ýmislegt sem þeir hafa sagt og hafa haldið fram, og verða að gera það afdráttar- laust. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir forsetaembættinu. Ég hef alltaf talið að það hefði sérstaka þýðingu sem sameiningartákn og ég held að mér sé farið eins og flestum Islending- um að vilja varðveita embætti forseta fslands. Valgerður Bjarnadóttir viðskiptafræðingur Forsetinn hefur vald Þetta er ekki valdalaust tignaremb- ætti, langt frá því. Forsetinn er eini þjóðkjömi embættismaðurinn. Hann á aðild að stjómarathöfnum og löggjöf þótt hann sé ekki ábyrgur íyrir þessum aðgerðum. Með því veitir hann stjóm- völdum og löggjafarvaldinu aðhald sem er mikilsvert. Við stjómamyndun hefur hann vald. Að öðru leyti hefur forsetinn mikið vald sem fyrirmynd fólksins í landinu, hvort heldur er í hegðun, framkomu og því hvernig hann sinnir embætti sínu. Þegar Pétur Hafstein tilkynnti um framboð sitt sagði hann að hann vildi gera grein fyrir skoðunum sínum um embættið og hvemig hann vildi haga störfum sínum, einmitt vegna þess að aðrir hefðu ekki gert það. Hann leggur mikla áherslu á stöðu forsetans í stjómskipuninni. Hann hefur sagt að liann vilji efla þjóðarvitundina og sinna skyldum sínurn innan lands og utan. Hann hefur lagt áherslu á að hann mundi í embætti vera fyrirmynd öðrum ríkisstofnunum og halda sig innan fjárlaga. Ef þetta eru ekki stefnumál þá veit ég ekki hvað steftiu- mál eru. f þessari kosningabaráttu er ekki til umræðu að leggja forsetaembættið niður. Það á að kjósa um það fólk sem er í ffamboði en ekki dreifa hugsun- inni í vangaveltur um eitthvað sem ekki getur orðið. Ef einhvem tímann kemur til umræðu að breyta forseta- embættinu þá inun ég taka afstöðu lil þess á þeim tíma. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.