Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐiÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ1996 Þessi ábúðarfulli maður er áhugaleikari frá Sauðárkróki. Hann heitir Jón Svavarsson og er þarna í hlutverki sýslumanns. ■ Leikfélag Sauðárkróks í Þjóðleikhúsinu Frammistaða leik- enda prýðileg og ótrúlega jöfn Leikfélag Sauðárkróks er á leið- inni í höfuðstaðinn og ætlar að troða upp í sjálfu Þjóðleikhúsinu. Sú tilraun þjóðleikhússtjóra að bjóða áiiugaleikfélögum að sýna í leikhúsinu hefur þótt takast vel og er þetta þriðja árið í röð sem áhugaleiksýning verður þar á fjöl- um. Jafnan hefur verið fullt út úr dyrum en fyrirrennarar Sauðkræk- linga eru Leikfélag Hornarfjarðar með Djöflaeyjuna og Freyvangs- leikhópurinn með Kvennaskólaæv- intýrið. Sýningin, sem verður á dagskrá annan í hvítasunnu, var valið af þar til skipaðri dómnefnd sem at- hyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 1996. Leikritið heitir Sum- ■ Bubbi á Suðvesturhorninu B u b b i v bíó Eins og fram kom í Alþýðublaðinu í gær er Bubbi búinn að gefast upp á að spila á pöbbum. Hann er nú að ljúka árlegri tónleikafór sinni um landið og ætlar að spila í kvikmyndahúsum nú í bláendann. Bubbi er ekki einn því honum til fulltingis er hinn gamal- reyndi bassaleikari, Þorleifur Guð- jónsson, æskufélagi Bubba úr Voga- hverfinu. Alþýðublaðið fylgist að sjálfsögðu grannt með sínum manni og aðdáendum trúbadorsins og skálds- ins, en hann sendir von bráðar frá sér ljóðadisk, er fer hér dagskráin. Þá má vekja athygli á því að Bubbi verður arið fyrir stríð og er eftir Jón Orm- ar Ormsson í leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur. í umsögn dóm- nefndar segir meðal annars að Sumarið fyrir stríð sé vel heppnuð áhugamannasýning á skemmtilegu leikriti og vel hafi tekist að virkja hæfileika allra þátttakenda. Frammistaða leikenda er að sögn dómnefndar prýðileg og ótrúlega jöfn, þegar tekið er tillit til fjölda þáttakenda. „Ekki spillir það ánægjunni að hér er um að ræða nýtt íslenskt leikrit, sprottið úr sögu og menningu staðarins án þess þó að það rýri almennt skemmtigildi sýningarinnar á neinn hátt.“ Svo mörg og spök voru þau orð. fertugur 6. júní. Föstudagur 24. Bæjarbíó Hafnar- firði klukkan 21 Laugardagur 25. Bíóhöllin Akra- nesi klukkan 21 Þriðjudagur 4. júní. Afmælistón- leikar í Þjóðleikhúsinu. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Ábending vegna augiýstra breytinga á eftirtöldum deiliskipulögurrt, sem nú eru til kynningar að Borgar- túni 3,1, hæð, virka daga, milli kl. 9.00 og 16.00: Hæöargarður- leikskóli: skilafrestur athugasemda er til 21. júní 1996 Kirkjusandur 1-5: skilafrestur athugasemda ertil 4. júlí 1996 S afiagata 20: skilafrestur athugasemda er til 4. júlí | 1996 Varðandi auglýstar breytingar á deiliskipulagi á ofan- greindum svæðum er bent á, að samkvæmt skipu- lagslögum skal koma fram, að þeir sem eigi geri at- hugasemdir innan tilskilins frests, teljist samþykkir til- lögunni. ■ Síðustu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands Shostokovítsj svíkur Stalín í kvöld verða síðustu áskriftar- tónleikar SÍ en Sinfóníuhljóm- sveitin mun halda tvenna tónleika tengda Listahátíð í júní. Á efnis- skránni ber 9. sinfóníu Dmítríj Dmítríjevítsj Shostokovítsj hæst en hann er eitt dramatískasta tón- skáld allra tíma og eitt af höfðuð- tónskáldum Rússa. Þekktasta verk Shostokovítsj (1906-75) er vísast Lafði Makbeð frá Mtensk en það var fordæmt af valdhöfum Sovét- ríkjanna þegar það var frumflutt árið 1936. Tónskáldinu var gert að endurskoða stíl sinn. I kvöld mun SÍ leika 9. sinfónfu hans sem var samin 1945. í lok heimstyrjaldar- innar var ætlast til þess að Stalín skyldi hylltur og Shostokovítsj átti að leggja fram sinn skerf með stór- brotnu tónverki fyrir kór, ein- söngvara og stækkaða hljómsveit. Shostokovítsj lofaði öllu fögru en síðar kom í ljós að verkið var eng- in vegsömun á leiðtoganum hvað þá að það væri tileinkað honum eins og til var ætlast. Einnig verða verk eftir Antonin Friedrich Lips leikur einleik á bayan, rússneska harmóníku. Dvorak (Karneval forleikur) og Sofíu Gubaidulinu (Sjö síðustu orð Krists) flutt á tónleikunum. Hljóm- sveitarstjóri er pólverjinn Grzeg- orz Nowak en hann hefur stjórnað þekktustu hljómsveitum Evrópu sem og Ameríku og Kanada. Helga Hauksdóttir hjá SÍ segist verða vör við mikla viðhorfsbreyt- ingu gagnvart hljómsveitinni. Eins og kunnugt er hefur henni verið legið á hálsi að þyggja bróðurpart- inn af framlögum úr Menningar- sjóði útvarpsstöðva. Vegsemdin kemur að utan og Helga segir að hljómsveitin hafi að undanförnu fengið frábæra dóma í virtum tón- listartímaritum á borð við Gram- ophone og BBC Music Magazine svo dæmi séu tekin. Bæði fyrir tónleika sína í Bandaríkjunum í febrúar sem og í Tívolísalnum í Kaupmannahöfn. Þá hefur geisla- diskum hljómsveitarinnar verið tekið höndum tveimur. „Við höf- um verið að fá þetta fimm stjörnur af fimm mögulegum," segir Helga. t Minning Þórarinn Þórarinsson r i t s t j ó r i „Nóg er hvað þú er ljótur, en þú þarft nú ekki að vera leiðinlegur líka,“ sagði gefandinn, þegar hann rétti mér forkunnarfagra kassamynda- vél í leðurtösku, þar sem ég pjakkur stóð albúinn á leið í sveitina. „Vertu nú svolítið mannborulegur og skemmtilegur, taktu myndir af fólk- inu í sveitinni, fallegu hestunum, hundunum, kúnum og fénu.“ Eg lét ekki segja mér þetta tvisvar og þetta mikla undratæki, með aðeins einum takka, - úti eða inni, - varð mér ómældur gleðigjafi alveg fram undir fermingu, þegar ég sá fyrst svo- kallaða „reflex“-myndavél. Fékk ég þá þvílíka minnimáttakennd fyrir minni dyggu kassamyndavél, að ég kom henni fyrir á góðum stað að ég hef ekki séð hana síðan. Eftir nám varð svo eitt mitt fyrsta verk að kaupa notaða ,jeflex“-vél og hefur hún og ættingjar hennar fylgt mér síðan. Á Alþýðublaðinu þótti þetta framtak mitt líka þjóðráð, því allir voru sammála um það að mikið af myndum ætti að vera í málgagn- inu, þótt af tæknilegum ástæðum eng- inn þekktist af mynd í blaðinu á þess- um tímum. Benedikt Gröndal, ritstjóri Alþýðu- blaðsins, var svo vinsæll og skemmti- legur, að einn ritstjóra Tímans, Indr- iði G. Þorsteinsson, sá ástæðu til þess að koma dagiega í Alþýðuhúsið í síð- degiskaffi. Af Indriða bjarmaði jafn- an af skagfirskri ættjarðarást og hestamennsku. Lagði ég því snemma leið mína í Edduhúsið með myndir af hestamótum. Gafst mér um leið tækifæri til að kynnast nokkrum þeirra öðlinga, sem ritstýrðu Tímanum, störfuðu á rit- stjóm og við ljósmyndir, meðal ann- ars sjálfum stjórnmálaritstjóranum Þórami Þórarinssyni. Mér var þetta sérstakur'heiður, vegna þess að ég tók blaðamennsku mína alvarlega og vissi gerla hvaða orðspor fór af manninum. Tíminn gegndi líka sér- stökum sess í sveitinni, þar sem hann kom tveggja nátta gamall með mjólkubílnum, - ásamt fslendingi ísafold á tyllidögum. Þórarinn var hrífandi persónuleiki, einstaklega hlýr í framkomu og traustur. Helga dóttir hans var bekkj- arsystir mt'n í MR og Sigurður tengdasonur hans vinur minn. Þórar- inn var úr Ólafsvík eins og kona mín og reyndar náskyldur tengdamóður minni úr Fróðárhreppnum. Þórarinn vék oft orði að þeim Snæfellingum og ég fann hvað héraðið lifði sterkt í honum. Þótt alþjóðamál hafi verið viðfangsefni hans lengst af og líklegá skrifað meira um þau en nokkur ann- ar, þá var stutt í hjarta breiðfirska sjó- mannsins eða bóndans í fögrum dal og alþýðunnar um allt ísland. Þórarinn hvatti mig mjög með hestamyndimar í Tímanum, taldi það gott efni. Innti líka eftir gangi mála á forsetaskrifstofunni, þar sem frænka hajts vann. Ekki gleymdi hann heldur Alþýðuflokknum, enda forystumaður Framsóknarflokksins og þingmaður. Hann hafði mikla kímnigáfu, en fág- un persónuleikans var sLflc, að minnti núg oft á það besta hjá helstu lands- feðrurn okkar. Hugsjón hans var eldur jafnaðar og samvinnu, borin uppi af óbilandi trú á þjóðina og hlutverk hennar í veröld- inni. Ég þakka velgjörðarmanni mínum vináttuna, og votta eiginkonu, böm- um, fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð. Drengskapur og ættjarðarást Þórarins hvili nú í náðarfaðmi Drott- ins. Guðlaugur Tryggvi Karlsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.