Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.05.1996, Blaðsíða 8
► * 'metFiLL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 23. maí 1996 MMWMMD 75. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Félagsmálaráðuneytið vísar því á bug að neyðarástand ríki á heimili fatlaðra barna að Árlandi 9 en aðstandendur undrast viðbrögð Páls Péturssonar Friðrik Sigurðsson hjá Þroskahjálp segir að Páll Pétursson hafi vitað mæta vel af fjárhagsvandræðum heimilisins. ið og okkur að liggja undir ein- hverjum dylgjum ráðherrans. Hann lætur að því liggja að þarna sé ein- hver óráðsía í gangi en segir ekkert sem hald er í og ekkert gerist. Við vitum betur og viljum því að þessi úttekt fari fram. Hvers vegna held: ur hann og ráðuneytið að forstöðu- konurnar hafi sagt upp? Vegna þess að þær treystu sér ekki til að starfa á faglegum grunni." Skjöld- ur segir einnig að aðstandendur meðal annars hafa farið fram úttekt vegna þess að stöðugildi hafi verið skert í vetur. „Það þýðir að kalla verður til fólk á aukavaktir. Páll er að knýja fólk í hærri rekstur en þyrfti að vera.“ Margir fundir með ráð- herra „Það var farið með alla krakkana til hans fljótlega eftir áramót. Hann ætti að vita allt um málið,“ sagði einn starfsmanna Árlands 9 í gær. Og útvarpsviðtalið hafði held- ur ekki farið fram hjá Friðriki Sig- urðssyni, framkvæmdastjóra Þroskahjálpar. „Ég heyrði útvarp- sviðtalið og trúi því náttúrlega að ráðherra hafi ekki vitað af málinu - það er að segja að það stæði til að loka. Hins vegar vissi ráðherra mæta vel af því að fjármál heimil- isins voru erfið. Það er búið að halda marga fundi með ráðherra. Ég er hér með afrit af bréfi frá 16. febrúar sem ég skrifaði til ráðherra sjálfs. Okkar tillaga var sú að gert yrði þjónustumat. Á meðan það mat yrði gert verði foreldrum til- kynnt að haldið verði óbreyttri starfsemi. Neðst í þessu bréfi stendur: Landssamtökin Þroskahjálp óska svars við bréfinu. Við höfum aldrei fengið neitt svar. Þannig að ef menn halda að við séum hlaup- andi með þetta og básúna í fjöl- miðla í einhverri ósanngjarnri kröfugerð þá er það ekki rétt. Þeg- ar foreldrar fengu bréf þess efnis að loka skyldi í tvær vikur töldum við rétt að þjóðin vissi af þvf. Ef það er rangt að mati einhvers eiga menn það við sig.“ Friðrik segir Páll Pétursson hafa látið í það skína að enginn innan ráðuneytisins vissi af fyrirhugaðri lokun. Hann fullyrðir að það sé ekki rétt. „Ef að það er þannig að starfsfólk ráðuneytisins láti ekki ráðherra vita þá er það ekki okkar vandamál. Það er vandamál hús- bónda félagsmálaráðuneytisins sem er ráðherra sjálfur. Hann verð- ur að leysa sín vandamál." - segir Skjöldur Vatnar kennari og telur ráðherra einfaldlega fara með rangt mál. „Það er hans vandamál ef hann vill ekki segja satt og rétt frá. Hann er búinn að glíma við þenn- an vanda í eitt og hálft ár,“ sagði Skjöldur Vatnar kennari og að- standandi fatlaðs barns sem dvelur að Árlandi 9 í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Hann er að vísa til útvarpsviðtals við Pál Pétursson félagsmálaráðherra í gærmorgun þar sem ráðherra lýsti því yfir að hann vissi lítið sem ekkert af vanda heimilisins. „Það er nefnd á vegum hans og borgarinnar að reyna ná sáttum í yfirtöku Reykjavíkur á rekstri heimilisins,“ heldur Skjöldur áfram. „Ráðherra hefur skert rekstrarfé um 25 prósent frá því sem það var í upphafi. Þess vegna ná þeir ekki saman. Borgin vill ekki taka við rekstrinum eftir þessa skerðingu. Það vita það allir, meðal annars Jón Björnsson sem situr í nefndinni, að það er útilok- að að reka heimilið fyrir það fjár- magn sem áætlað er til starfsins." í fréttatilkynningu frá félags- málaráðuneytinu er því alfarið vís- að á bug að neyðarástand ríki á heimilinu eins og sagði í frétt Al- þýðublaðsins í gær. Þá kemur einnig fram að Gabrielu Sigurðar- dóttur, sálfræðingi hafi verið falið að vinna úttekt á rekstrarstöðu heimilisins. „Meðan ekki liggur fyrir niðurstaða af ofangreindri at- hugun er ekki talið tímabært að taka skuldbindandi ákvarðanir um frekari fjárframlög," segir í til- kynningunni. Skjöldur segir óralangt síðan farið var fram á að úttekt yrði gerð. „Það er ólíðandi fyrir heimil- Skjöldur Vatnar: Það er hans vandamál ef hann vill ekki segja satt og rétt frá. Tilkynning frá Alþýðuflokksfélagi Kópavogs: Kópavogsbúar athugið!!! Hamraborg, félagsmiðstöð jafnaðarmanna f Kópavogi hefur verið tekin hressilega í gegn, sUekkuð og endumýjuð. í tilefni jiess býður Alþýðuflokksfélagið til reisugildis næstkomandi föstudagskvöld (24.maí) kl. 20.30. Ungir jafnaðcuiuenn sjá um veitingar. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Stjómin. Olíðandi dylgjur ráðherra Benedikt Davíðsson var kampakátur þegar niðurstaða hafði náðst bakvið tjöldin um að Grétar yrði næsti forseti. Þeir eru flokksbræður úr Alþýðu- bandalaginu og koma úr sama verkalýðsfélagi. ■ Bakvið tjöldin Hrafn Jökulsson skrifar um spennuþrunginn dag á þingi ASÍ Flóabandalagið lamað í skjóli nætur Hótun um að alþýðuflokksmenn yrðu sniðgengmr i kjöri a forystu ASÍ varð til þess að Hervar Gunnarsson dró framboð sitttil baka. ,3g vil ekki að neitt verði haft eftir mér um hlut Dagsbrúnar," sagði Bjöm Grétar Sveinsson formaður Verka- mannasambands Islands eftir að Grétar Þorsteinsson var kjörinn nýr forseti Al- þýðusambands Islands í gær. Björn Grétar var greinilega ekki mjög ánægð- ur með lífið þótt flokksbróðir hans hefði náð kjöri, enda hafði Bjöm unnið ötullega að forsetakjöri Hervars Gunn- arssonar. Flóabandalagið svokallaða, bandalag verkamannafélaga á Faxa- flóasvæðinu, hafði sameinast um fram- boð Hervars en sú samstaða rofnaði á síðustu stundu. Einn þingfulltrúa sagði að nóttina áður hefði Guðmundur Hilmarsson gengið á fund Halldórs Björnssonar, formanns Dagsbrúnar sem var aðili að Flóabandalaginu, og boðið honum varaforsetaembætti í ASI gegn stuðningi við Grétar Þorsteinsson. Það hefði þýtt að tveir alþýðubanda- lagsmenn hefðu verið í þriggja manna forystu ASI - auk sjálfstæðismannsins Ingibjargar Guðmundsdóttur. I gærmorgun barst það einsog eldur í sinu um íþróttahús Digranesskóla í Kópavogi að Halldór Bjömsson væri að íhuga að verða varaforseti Grétars Þorsteinssonar. Eftir það var enginn vinnufriður á þinginu og fúlltrúar leyst- ust upp í smáhópa sem réðu ráðum sín- um. „Ég er nú orðinn vanur plottum. bæði héðan og úr Alþýðubandalaginu, en ég hef aldrei lent í öðm eins,“ sagði þingfulltrúi sem blaðamaður hitti úti fyrir íþróttahúsinu rétt fyrir hádegi í gær. Þessi viðmælandi staðfesti að ver- ið væri að ræða að Grétar Þorsteinsson yrði forseti og þau Halldór Bjömsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir varafor- setar. Erfitt er að gera sér í hugarlund hvað slík uppástunga hefði þýtt, en vísast hefði hún fallið einsog sprengja. Þarm- eð hefði gamalgrónu samkomulagi ver- ið sundrað, en það felur í sér að Al- þýðubandalagið, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér for- setaembættinu og varaforsetunum. Svo virðist sem Hervar Gunnarsson hafi ákveðið að kyngja því að Grétar Þorsteinsson fengi forsetaembættið mótþróalaust. Grétar verður nú fyrsti varaforseti en var annar áður. Hervar og Grétar gerðu út um málið laust íyrir hádegi í gær og eftir það var kjörstjóm gefið grænt ljós á uppstillinguna. Eigi að síður var áfram kurr í ýmsum þingfulltrúum, sérstaklega úr Verka- mannasambandinu. Formaður Dags- brúnar var sakaður um að hafa látið undan flokkspólitískum þrýstingi, og eyðilagt þar með möguleika verka- manna á að ná forsetastólnum. Menn rifjuðu upp að Svavar Gests- son formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins hafði komið í heimsókn daginn áður og átt viðræður við fulltrúa í kjömefnd. Jafnan var fullyrt að for- ystumenn Alþýðubandalagsins hefðu síðustu vikur verið í nánu sambandi við Benedikt Davíðsson, Grétar Þorsteins- son og aðra af „þeirra mönnum". Ekki hefði komið til greina af hálfu forystu Alþýðubandalagsins að forsetaembætti ASI félli í hlut alþýðuflokksmanns. „Þeir plottuðu okkur sundur og sam- an,“ sagði lítið eitt beiskur stuðnings- maður Hervars úr Verkamannasam- bandinu. Annar kenndi Benedikt Davíðssyni um: „Hann beið fram á síðustu stundu með að segja að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér. Það hefur hinsvegar legið íyrir að undanfömu að Benedikt ætlaði að koma Grétari í forsetastólinn. Honum tókst það, þeim gamla.“ Aðrir lögðu áherslu á að Alþýðu- sambandið yrði að sýna innri sam- stöðu, og mætti alls ekki leyfa sér átök og illvígar deilur. Yfirstandandi stnð gegn „skerðingarfrumvörpunum" hefði eflt baráttuhug manna og á næstunni myndi enn hitna í kolunum þegar kem- ur að samningum. En það fór nú samt aldrei svo að Grétar Þorsteinsson yrði sjálfkjörinn. Eiríkur Stefánsson verkalýðsforingi frá Fáskrúðsfirði neitaði að gefast upp án baráttu og bauð sig fram gegn honum. Grétar hlaut 76 prósent en Eiríkur hlaut 24 prósent og má vel við una. Þegar allt var um garð gengið keppt- ust menn við að lýsa yfir eindrægni og samstöðu. Niðurstaða fengin. Hervar Gunn- arsson og Grétar Þorsteinsson koma af fundi laust fyrir hádegi i gær þar sem þeir komust að sam- komulagi um að Hervar drægi framboð sitt til baka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.