Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐH) 3 s k o ð a n i r Forsetakosningar - skilaboð frá þjóðinni „í gegnum allar forsetakosningar á íslandi hefur gengið einn rauður þráður. Fólkið kýs gegn „kerfinu". Það kýs gegn frambjóðendum ætta, auðs og valda..." Það er óneitanlega nokkuð sérstæð tilfinning fyrir mann, sem hefur verið virkur þátttakandi í kosningastarfi í öllum þeim kosningum, sem fram hafa farið á Islandi síðustu áratugi, að vera nú í hlutverki áhorfandans og hins almenna kjósanda og skoða at- burðarásina utan frá í staðinn fyrir að innan. Sjónarhomið er gerólíkt og við- horfm önnur, jafnvel þótt viðkomandi sé búinn að gera upp hug sinn um hvernig hann hyggst verja atkvæði sfnu á kjördegi. Háborðið | Kosningar eru ávallt kosningar jafnvel þótt forsetakosningar séu um margt öðruvísi en kosningar til Al- þingis eða sveitarstjóma. Má vera, að forsetakosningar snúist um annað en til dæmis kosningar til Alþingis - og þó. Allar kosningar eiga það sameig- inlegt, sem þær segja okkur um af- stöðu og hugarfar þjóðarinnar, sem kýs. Þar er margt athyglisvert. Hvemig stendur á því, að sami úr- takshópur kjósenda í sömu skoðana- könnunum gefur Sjálfstæðisflokknum 45 til 48 prósenta fylgi og Ólafi Ragn- ari Grímssyni sama fylgishlutfall sem forsetaframbjóðanda? Hver er skýr- ingin á því að fólk sem aldrei hefði greitt honum atkvæði í kosningum til Alþingis, skipar sér í raðir öflugustu fylgismanna hans nú? Af hveiju stafar það að sami úrtakshópur, sem lýsir yfirgnæfandi fylgi við ríkisstjómina, lýsir um leið yfirgnæfandi fylgi við frambjóðanda, sem til skamms tíma var einn af helstu andstæðingum hennar? Af hverju mældist ekki þetta yfirgnæfandi fyigi við ríkisstjómina sem fylgi við oddvita hennar, Davíð Oddsson, á meðan það var enn í um- ræðu að hann kynni að gefa kost á sér til forsetaframboðs? Hvemig hugsar þessi þjóð? Hvað má af því læra? „A safe pair of hands" Össur, vinur minn, Skarphéðinsson hefur sagt, að fólk virðist líta á Ólaf Ragnar sem „safe pair of hands“ eins og Bretar myndu orða það. Ólafur Ragnar er vissulega hófsemdarmaður á lífsins lystisemdir en sem fjármála- ráðherra og stjómmálaforingi gat hann sér nú ekki sérstakt orð fyrir þá eigin- leika, sem Össur á við. Þau hjónin eru glæsileg og vel menntuð til hugar og handa, en það á við um fleiri frambjóðendur, enda em forsetakosningar ekki fegurðarsam- keppni. Ólafur hefur getið sér orð á alþjóða- vettvangi, en svo er um fleiri í hópn- um. í upphafi sögðu skoðanakannanir, að þjóðin hafnaði stjómmálamönnum, en svo skipti hún um skoðun. Hvað er það þá, sem veldur? Kosið gegn kerfinu í gegnum allar forsetakosnmgar á íslandi hefur gengið einn rauður þráð- ur. Fólkið kýs gegn „kerfmu“. Það kýs gegn frambjóðendum ætta, auðs og valda - eða öllu heldur gegn fram- bjóðendum, sem fólk telur með réttu eða röngu að séu af slíkum toga spunnir. Þjóðin kaus Ásgeir Ásgeirssíin gegn séra Bjama Jónssyni, sem var frambjóðandi sitjandi ríkisstjómar og tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Síðan hafa stjómmálaflokk- amir, fulltrúar valdsins, ekki reynt að hafa bein afskipti af forsetakosning- urn. Þjóðin kaus Kristján Eldján gegn Gunnari Thoroddsen, sem verið hafði borgarstjóri, ráðherra, sendiherra, hæstaréttardómari og varaformaður stærsta stjómmálaflokks landsins - og átti eftir að verða vinsæll forsætisráð- herra. Þjóðin kaus Vigdísi Finnbogadóttur ef til vill af því að af öllum þáverandi frambjóðendum var hún fjærst því að geta talist vera frambjóðandi „kerfis- ins“. Er þjóðin enn að kjósa svona? Get- ur fynum stjórnmálaforingi af öllum mönnum náð þessari ímynd urn fram- bjóðandann til höfuðs „kerfmu"? Því fleiri „framámenn", sem vitna harka- lega gegn honum þeim mun líklegra er, að þessi ímynd festist í sessi. Síðasta lota kosningabaráttunnar er nú framundan. Margt getur breyst á þeim tíma í fylgi við frambjóðendur. Hver sem úrslitin verða, þá er þjóðin að senda frá sér skilaboð, sem eru merkilegt umhugsunarefni. Stór hluti hennar virðist vera reiðubúinn til þess að breyta afstöðu sinni jafnvel til um- deildra manna og málefna, ef rökin eru rétt að hennar mati. Og hver eru þá þessi rök? Áð völdunum séu takmörk sett og jafnvægis sé leitað? Að stór hluti kjós- enda sé reiðubúinn til þess að skipta um skoðun því til tryggingar sé hon- um geftnn traustverður kostur til þess? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Höfundur er alþingismaður Alþýðuflokksins. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Það er sjálfsagt að sinna íþróttaumfjöllun vel, en menn verða að kunna sér hóf og gæta þess að ríkissjónvarp hefur fleiri skyldum að gegna en að sjá afmörkuðum áhuga- hópum fyrir efni. Leiðarahöfundur Tímans í gær velti fyrir sér fótbolta, forsetakjöri - og mismikilli umfjöll- un Ríkissjónvarpsins um þessi þjóðþrifamál. Ég krefst þess að fæðingardag- ur og ár verði afmáður úr kennitölunni. Lokaorð snarprar greinar eftir Ásdísi Er- lingsdóttur húsmóður í Garðabæ í Morgun- blaðinu í gær. Þriðja ástæðan fyrir lágri framleiðni á vinnustund er hin séríslenska yfirvinnuhefð. Hún er einskonar vítahringur, sem erfitt er að losna úr. Einstök dæmi benda til, að dagsafköst minnki ekki, þótt yfirvinna sé lögð niður. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. Það kom þarna einmitt fram að umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarhópum virðist ekki vera í hávegum haft. Snorri Óskarsson í Betel um yfirlýsingar for- setaframbjóðenda að forseti íslands þurfi að vera í Þjóðkirkjunni. Ég held því ákveðið fram að Ólafur Skúlason biskup verði að sækja um leyfi í eitt til tvö ár meðan hann lýkur af sínum málum sem enn eru í raun óleyst. Séra Skírnir Garðarsson í DV í gær. Bragðdaufur heimskór. Fyrirsögn á gagnrýni Ríkharðar Ö. Pálssonar á tónleika heimskórsins í Laugardalshöll. Mogginn. Guðrún Agnarsdóttir er and- leg atgerviskona. Halldór Friðrik Þorsteinsson í Mogganum í gær. Guðrún Pétursdóttir er að mínu mati afar vel til þess fall- in að gegna embætti forseta ís- lands. Orri Hauksson í Mogganum í gær. Ég tel Pétur Kr. Hafstein best til starfs forseta fallinn af þeim sem nú bjóða sig fram. Björg Einarsdóttir í Mogganum í gær. Varkárni Maður í Ameríku hefir framið sjálfs- morð af ótta við að verða myrtur. h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Einsog fram kom hér í blaðinu í gær lét Ást- þór Magnússon fram- kvæma heldur óvenjulega skoðanakönnun fyrir sig, og var niðurstaða hennar að hann væri með ríflega sex prósenta fylgi, en ekki bara þrjú eða fjögur ein- sog apparöt á borð við Gallup og DVhöfðu mælt. Stuðningsmenn Ástþórs eru að vonum harla glaðir enda hafa þeir reiknað út, að hvert prósentustig hafi ekki kostað nema fimm milljónir eða svo, miðað við að Ástþór hefur þegar eytt 30 milljónum í barátt- una. Ef aðrir frambjóðend- ur hefðu þurft að kaupa atkvæði svo dýru verði, er auðvelt að reikna út að Ólafur Ragnar Gríms- son hefði þurft 250 millj- ónir til að tryggja sér stuðning helmings kjós- enda... Baráttan milli Péturs Kr. Hafstein og Ólafs Ragnars Grímssonar fer nú harðnandi, og eru ýmsir stuðningsmenn beggja orðnir afar víga- móðir. Ólafur Ragnar er loksins að hefja baráttu á höfuðborgarsvæðinu en hann hefur verið úti á landi síðustu vikur. I könn- unum hefur komið fram að fylgi hans er minnst í Reykjavík, og að forskot hans á Pétur byggist á yfirburðastöðu á lands- byggðinni. Pétur hefur líka gert víðreist en mun ætla að vera á suðvestur- horninu að mestu fram að kjördegi. í fyrrakvöld héldu stuðningsmenn Pét- urs fyrsta hverfafundinn, í Gerðubergi í Breiðholti, og þótti hann lukkast von- um framar. 250 manns mættu og spunnust fjör- legar umræður... Nokkur titringur er inn- an Alþýðubandalags- ins og Ijóst að engin alls- herjar sátt er um Margr- éti Frímannsdóttur sem formann. Kristinn H. Gunnarsson þingmaður flokksins á Vestfjörðum hefur gagnrýnt störf Al- þýðubandalagsins í vetur, og beint spjótum að for- manninum. Margrét hefur tekið gagnrýni hans óstinnt upp, einsog sést á því að nánustu samstarfs- menn hennar hafa skrifað harðorð lesendabréf í blöðin þarsem Kristni er úthúðað og hann hvattur til að hypja sig úr flokkn- um. Þá hefur Vikubladið, hið raunalega málgagn Margrétar, sett Kristin útaf sakramentinu einsog aðra sem hafa vogað sér að gagnrýna formanninn. Þetta þykir ekki alveg í takt við þá „opnu og lýð- ræðislegu umræðu" sem Margrét boðaði í for- mannsslagnum í fyrra - en það hefur svosem lítið gengið eftir af þvi sem hún sagði þá... „...dibbidibbidibbi, dibbidibbidibbi dibb... yeah... Syngj- andi sæll og glaður, til síldveiða held ég nú..." fi-mm á förnum vegi Hvernig finnst þér R-listinn hafa staðið sig? Garðar Gunnlaugsson, múrari: Alveg rosalega vel. Þorsteinn Sigurðsson, líf- eyrisþegi: Frekar illa. Það er allt of mikið af bamaheimilum. Ef þessar konur ætla að vera mæður eiga þær að vera heima og sjá um bömin sjálfar. Elín Sigurgeirsdóttir, Árni Haraldsson, rafvirki: Pálína Kristinsdóttir, verslunarmaður: Alveg Ekki nógu vel. Alltof mörg lof- bankamaður: Þeir hafa stað- þokkalega. orð sem ekki hefur verið staðið ið sig þolanlega og ekki síður við. en D-listinn. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 8. mars 1936.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.