Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1996 s k o ð a n MPYOUBLMfi 21125. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Úmbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Sægreifar og dauður bókstafur Mörg jákvæð teikn eru á lofti um efnahagsbata á íslandi eftir nokkur mögur ár. Þar vegur þungt að á næsta fiskveiðiári verður loksins hægt að auka fiskveiðar eftir stöðugan samdrátt. Þorsk- veiðar munu þannig aukast um 31 þúsund tonn, samkvæmt til- lögu Hafrannsóknastofnunar, og útlit er fyrir að á næstu árum verði smámsaman hægt að auka veiðamar til muna. Vegna þess fiskveiðikerfis sem er við lýði munu stórkostleg verðmæti renna til kvótaeigenda, þarsem viðbótarafla verður úthlutað hlutfalls- lega til þeirra sem eiga kvóta fyrir. Kíló af þorski er nú leigt á 90 krónur og selt á um það bil 560 krónur. Það þýðir að leiguverðmæti viðbótaraflans er tæplega tvöþúsund og áttahundruð milljónir, söluverðmæti nemur heilum sautján milljörðum. í haust má því búast við að kvótabraskið blómstri sem aldrei fyrr. Margir búast við að verð á leigukvóta lækki nokkuð, en þar verður tæpast um verulegar upphæðir að ræða. Eftirspum hins ofvaxna íslenska flota er gríðarleg, og því geta menn tæpast gert sér vonir um að kílóið lækki nema um tíu krónur í mesta lagi. Verð á varanlegum kvóta mun ekki lækka um krónu enda nánast ekkert framboð en mikil eftirspum. Sægreifamir, sem hafa sölsað undir sig kvóta síðustu ár, sjá fram á mikla gósentíð. Þeir stunda mjög að senda stóm skipin, sem mestur kvóti er bundinn við, til úthafsveiða en leigja kvótann hæsta verði. Þannig hefur orðið til stétt leiguliða í íslenskri út- gerð, sem bera nánast ekkert úr býtum. íslenski bátaflotinn er ekki svipur hjá sjón núna miðað við það sem var fyrir örfáum ár- um, og allir vita hvemig stjómvöld hafa í samráði við útgerðarað- alinn þjarmað kerfisbundið að trillukörlum. Aflaaukningin í haust mun fyrst og fremst koma hinum fáu og stóm til góða: þeir em að fá á silfurfati þúsundir milljóna. Samkvæmt landslögum em fiskimiðin sameign þjóðarinnar. Það er því miður dauður bókstafur. Ef réttlætinu væri fullnægt og lögum framfylgt í raun væm vitanlega seld veiðileyfi fyrir afla- aukningunni, og andvirðið látið renna í sameiginlegan sjóð lands- manna. Þannig gæti „góðærisstjóm“ Davíðs Oddssonar og Hall- dórs Asgrímssonar til dæmis komið í veg fyrir sumarlokanir sjúkrahúsa og stagað upp í ijárlagagatið hans Friðriks. Forsetaefni og fjármál Fyrir nokkm birti Alþýðublaðið stórfróðlegt erindi sem Herdís Þorgeirsdóttir stjómmálafræðingur hélt á fundi Félags stjórn- málafræðinga og íjallaði um fjármál og kostnað vegna kosninga- baráttu til forsetaembættisins. Einsog Herdís benti á, em engar reglur eða lög til um þessi efni, og em íslendingar nánast einir siðaðra þjóða um þann vafasama heiður. Fmmskógarlögmál virð- ast gilda við fjáröflun og enginn þarf að standa opinber reiknings- skil á bókhaldi. Framboð til forseta er ærið kostnaðarsamt, og má ætla að útgjöld frambjóðendanna fimm verði samtals vel yfir hundrað milljónir. Hvaðan koma allir þessir peningar? Þó íslendingar séu vissu- lega rausnarlegir þegar kemur að góðum málefnum, gengur áreiðanlega enginn að því gmflandi að það er ekki alþýða manna sem stendur undir nema broti af kostnaðinum. Vegna þeirrar þoku sem umlykur fjármál forsetaframbjóðenda - og ekki síður stjómmálaflokka - verða til alskonar sögur og samsæriskenning- ar um fyrirtæki sem „kosta“ frambjóðendur einsog hverja aðra sápuópem eða fótboltaleik í sjónvarpi. Forsetaframbjóðendumir hafa allir lýst opinberlega yfir því, að löggiltir endurskoðendur muni fara yfir bókhald framboða þeirra og að reikningar verði síðan birtir. Það er gott og blessað, en um þessi mál þarf að setja skýrar leikreglur til að ekki kvikni minnsti vafi um að óhreint mjöl sé í pokahominu. ■ IFrambjóðendurnir okkar eru nefnilega afreksfólk. Ástþór, Guðrún, Guðrún, Ólafur og Pétur hafa hvorki meira né bjargað þjóðinni frá hyldjúpum leiðindum og kolgrænni gúrkutíð. Fimm á Fagurey Blessaðir forsetaframbjóðendumir er sammála um margt. Þeir eru sam- mála um að fjölskyldan sé homsteinn samfélagsins, að kjarnorkuvopn og fíkniefni séu frekar óæskileg, að friður t' heiminum sé ágætt takmark, að for- seti íslands sé sameiningartákn þjóð- arinnar, að forseti eigi að borga skatta, að guð sé mikill og þarfur félagi. For- setaframbjóðendumir em líka á einu máli um að þeir, hver og einn, séu í mikilli í sókn og þótt á ýmsu gangi í skoðanakönnunum ætla þeir allir að spyija að leikslokum. gengur I Gott og vel. Allt er þetta virðingar- vert og sýnir að íslendingar þurfa engu að kvíða um virðingu forseta- embættisins. Ég hygg líka að næstum allir Islendingar séu sammála forseta- frambjóðendunum í framantöldum málum. En ég er alveg óvenjulega sammála þeim um eitt: Allir fram- bjóðendur vilja nefnilega að áherslum verði breytt við úthlutun heiðurs- merkja, og þeir einir fái fálkaorðu sem unnið hafa afrek af einhverju tagi. Ríkisrekin möppudýr eiga semsagt ekki að vera áskrifendur að heiðurs- merkjum fyrir að mæta í vinnu (og vera svo aldrei viðlátnir) og eiginkon- ur þeirra eiga ekki heldur að fá heið- ursmerki fyrir dugnað við veislumæt- ingar. Nei, nú er að renna upp sú tíð að afreksmenn verða metnir að verð- leikum. Nú þegar sautján dagar eru þangað til í ljós kemur hver verður næsti hús- ráðandi á Bessastöðum og fimmti for- seti lýðveldisins finnst mér að allir frambjóðendur eigi að gefa eitt kosn- ingaloforð til viðbótar: Að fyrsta emb- ættisverkið verði ekki að hleypa inn sumrinu eða klambra saman mærðar- fullri þakkarræðu handa þjóðinni - heldur að næla orðum í það sómafólk sem gaf kost á sér sem forseti fslands en náði ekki kjöri. Frambjóðendumir okkar em nefhi- lega afreksfólk. Ástþór, Guðrún, Guð- rún, Ólafur og Pétur hafa hvorki meira né bjargað þjóðinni frá hyldjúpum leiðindum og kolgrænni gúrkutíð. Nú verður aldrei vandræðaleg þögn í við- ræðum fólks; andlausustu idjót geta orðið samtalshetjur á kaffihúsum, hjón sem hafa þagað saman í 25 ár hafa allt í einu eitthvað að tala um, leigubíl- stjóramir em algerlega óstöðvandi og taka jafnvel aukavaktir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Um hvað væm íslendingar að tala ef ekki væm frambjóðendumir okkar fimm? Listinn er hrollvekjandi: Evrópu- keppni í fótbolta, veðrið, deilur við Norðmenn, veðrið, Listahátíð, veðrið, sumarlokanir á sjúkrahúsum, veðrið. Og svo dálítið meira urn veðrið. Nei, við getum velt fyrir okkur pen- ingunum hans Ástþórs og því hvort hann sé hugsjónamaður, geggjaður hugsjónamaður eða bara geggjaður. Við getum rætt fram og aftur um hið dularfulla fyrirtæki hans á Jómfrúreyj- um, hvort íslenski jólasveinninn hafi virkilega verið blindfullur í Sarajevo að gefa múslimabömum jólagjafir frá Jesú Kristi, hvort Önundur Bjömsson sé ekki réttur maður á réttum stað sem fjölmiðlafulltrúi. En svo skulum við fyrir alla muni gefa honum kredit fyrir að hefja hina opinberu kosningabar- áttu uppúr þeim seigdrepandi leiðind- um sem ella hefðu umlukið okkur í margar vikur. Við getum gaumgæft hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið njósnari KGB, reynt að rifja upp alla stjóm- málaflokkana sem hann hefur verið í og örlög þeirra, við getum reynt að komast að niðurstöðu um hvort Ólafur trúir á guð eða hvort guð trúir á Ólaf. Við getum rifjað upp þegar Ólafur reyndi að skjóta niður Flugleiðir og sökkva Hafskipum, hvernig hann skrökvaði áreiðanlega að dómara og hvernig hann gerði ekki einhvern Nand Khemka að ræðismanni. Við getum reynt að útskýra hvemig Guðrúnu Pétursdóttur tókst að koma fylgi sínu úr 35 prósentum niður í tíu á tveimur mánuðum, og fylgst með dag- legum tilkynningum frá henni um að núna sé kosningabaráttan að byrja. Við getum þrefað um hvort Ólafur Hannibalsson taki sig betur út í ála- fossúlpu eða Hugo Boss, og kannski komist að því hvað Þorsteinn Pálsson hafi eiginlega á móti Guðrúnu Péturs- dóttur. Ef þetta er ekki nóg þá getum við sett okfcur fyrir sjónir æfingabúð- irnar sem hún ætlar að setja upp á Álftanesi áðuren hún sendir friðarvík- inga til Nígeríu og Tsjetsjenu að semja frið í nafhi forseta íslands. Við getum líka reynt að komast að því hvort Pétur Kr. Hafstein er bara leppur Davíðs og Tanna, rifjað upp blaðagreinina þarsem hann sagði dómgreindarbrest að hafna Þorsteini Pálssyni og íhugað hvort hann sé kannski enn sömu skoðunar. Við get- um slegið á létta strengi og rifjað upp brandarann um sjálfvirku hurðirnar sem opnuðust ekki fyrir Pétri í upphafi baráttunnar; og haft til marks um áhrif leiklistarkennarans Baltasars Kormáks að hann hafi skrúfað svo rækilega frá útgeislun Péturs að nú opnist jafnvel hurðir flugvéla í fimmþúsund feta hæð. Og ef þetta skyldi nú ekki duga í kaffitímanum er hægt að beina talinu að Guðrúnu Agnarsdóttur, og spyrja hvað hún gerir eiginlega við óafmáan- legt brosið þegar hún fer að sofa á kvöldin. Við getum dáðst að þeim hæfileika hennar að geta ævinlega tal- að í löngu og vönduðu máli um eitt- hvað sem okkur hinum er að vísu ekki alveg ljóst hvað er. Þetta fólk á alltsaman að fá orður fyrir afrek í þágu íslensku þjóðarinnar. Éf ekki væru þessir fórnfúsu fram- bjóðendur værum við að tala um veðr- ið - jafnvel nýjustu tilraunir til að hætta að reykja. Lengi lifi forsetaframbjóðendur ís- lands. ■ Atburðir dagsins 1667 Jean-Baptiste Denys, líf- læknir Lúðvíks XIV, gefur 15 ára gömlum dreng blóð úr kind. 1809 Píus VII páfi bannfærir Napóleon keisara. 1991 Mela- völlurinn í Reykjavik vígður. 1913 Fánatakan: Skipherra á dönsku varðskipi lét taka blá- hvítan fána af báti í Reykjavík- urhöfn. Þetta vakti mikinn úlfa- þyt og mótmæli, og ýtti undir kröfur um íslenskan fána. 1930 Stríði Paragvæ og Bólivíu lýk- ur: 100 þúsund féllu. 1974 Sterkasú jarðskjálftinn í tveggja mánaða skjálftahrinu í Borgar- firði fannst þennan dag og mældist 6,3 stig. 1991 Boris Jeltsín sigrar í fyrstu lýðræðis- legu kosningum Rússlands. 1991 lbúar Leníngrad sam- þykkja með 55 prósent atkvæða gegn 43 að breyta nafni borgar- innar aftur í St. Pétursborg. Afmælisbörn dagsins George Bush 1924, forseti Bandaríkjanna 1988-92. Anne Frank 1929, hollensk gyðinga- stúlka sem lét lífið í útrýming- arbúðum nasista. Dagbók hennar var gefin út eftir stríð. Bylting dagsins Yður byltingarmenn hefur á stundum skort réttlætið, ævin- lega kærleikann. La Mennais. Annálsbrot dagsins Einn morgun um lamba- gangnaleyti fór stúlka sú, er Helga hét, og átti heima á Hill- um á Galmarsströnd til fjár, og kom eigi heim aptur; var leitað að henni þrisvar af ntörgum mönnunt og fannst hún ekki. Vallaannáfl 1719. Málsháttur dagsins Sundlar sjálfræðið. Virðing dagsins Betra er að deyja virðulega en lifa skammsamlega. Flóamannasaga. Orð dagsins Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju; ó, cið ég vœri orðinn nýr og vnni þér að nýju! Jónas Hallgrímsson, 1807-1845. Skák dagsins Til er skemmtileg stef sem kallað er „stigamát" og tekur nafn sitt af tröppugangi sem notaður er við að aflífa kóng andstæðingsins. Örsjaldan sést slíkt í kappskákum enda þarf staðan að vera einstök í meira lagi. Skák dagsins var tefld í Kaupmannahöfn árið 1930. Norman hafði hvítt en lukku- legur Hansen svart: sá síðar- nefndi gat nú beitt stigamáti. m mt mtm ■ S ííW/ • ■fiJL S ■t £*' íbjlbS Svartur mátar í fjórum leikj- um. 1. ... Hg3+ 2. Kh2 Hg2+ 3. Khl Hh2+ 4. Kgl Hhl Mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.