Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 8
 4t Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30 Bókiö bíla með fyrirvara í síma 438 1120 og MHÐUBLMÐ 4? Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 og 19.30 Bókiö bíla meö fyrirvara í síma 438 1120 og Miðvikudagur 12. júní 1996 85. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Ungur íslendingur ætlar að fremja lífshættulegttöfrabragð 17. júní. Jakob Bjarnar Grétarsson hlustaði dolfallinn á hann segja af töfraheimum Það er dýrt að vera töframaður - segir Pétur Pókus sem ætlar að losa sig úr spenni- treyju háttyfir jörðu. „Ég er töframaðurinn Pétur Pó- kus,“ sagði ungur maður sem datt óvænt inná ritstjóm Alþýðublaðsins í gær. 17. júní nálgast og unnendur stórbrotinna töfrabragða eiga von á glaðningi. f anda Houdinis ætlar Pétur Pókus að losa sig úr spenni- treyju hangandi á löppunum á aðal- sviðinu í Lækjargötu. „Sko,“ útskýrir Pétur Pókus. „Þetta atriði er hugsað þannig að ég er settur í spennitreyju, reirður vel eins og lög gera ráð fyrir og svo er ég hífður upp í loftið. Ég veit ekki í hvað mikla hæð. Það fer eftir svið- inu. Ég vildi fá krana og fara ein- hverja 10 metra uppí loftið en það reyndist ekki hægt. Svo berst ég fram og aftur og reyni að losa mig.“ Það er enginn annar en töframað- ur töframannanna, Houdini heitinn, sem er höfundur þessa atriðis að losa sig úr spennitreyju. Pétur Pó- kus segir það lífshættulegt. „Nú þegar hafa þrír menn látist við að reyna það og margir slasað sig. Þetta verður hugsanlega mitt síðasta atriði," segir töframaðurinn ungi og það fer hrollur um blaðamann Al- þýðublaðsins. / hremmingum með Steini Ármanni Töframaðurinn er ekki nema 22 ára og heitir réttu nafni Pétur Gísli Finnbjömsson en Pétur Pókus er að sjálfsögðu ólíkt galdralegra. Barn- ungur fékk Pétur áhuga á töfra- brögðum og þar réði mestu móður- bróðir hans sem lék þann leik að öngla smápeningum úr eyra frænda síns. Síðar fór Pétur Pókus til Lond- on til að gerast lærlingur hjá Alan Alan sem var heimsfrægur á árun- um 1950-60 og var þá kallaður Houdini númer 2. „Alveg magnaður náungi,“ segir Pétur Pókus um læri- meistara sinn. „Hann hefur meðal annars þjálfað menn á borð við David Copperfield sem er einn fremsti töframaður heims nú um stundir.“ Alan Alan kenndi Pétri bragðið sem hann ætlar að leika 17. júní en sjálfur hefur Pétur verið að leiða innfædda í heim töfranna. Alþýðu- blaðið hefur spumir af því að Pétur hafi meðal annars þjálfað Óskar Jónasson kvikmyndaleikstjóra fyrir hlutverk sem hann leikur í Djöfla- eyjunni. „Ja, ég er náttúrulega svo ungur að ég ætti ekki að vera að kenna. En ég var svona að hjálpa honum með ákveðin atriði. Pétur ætlaði að sýna spennitreyju- atriðið fyrr en hann lenti í bílslysi sem tafði hann verulega. „Við vor- um á Laugarvatni að skemmta, ég og Steinn Ármann grínari, í Menntaskólanum þar og erum á leiðinni í bæinn í vondu veðri. Það var algjör blinda. Þetta var 23. febrúar. Við erum á 60 kílómetra hraða í mesta lagi. Svo ætlum við að fara að taka beygju en það tekst ekki betur en svo að jeppinn hans Pétur Pókus æfir spennutreyjuat- riðið í Gym '80. Steins veltur og við förum einn og hálfan hring. I fyrstu héldum við að enginn væri slasaður og allt í góðu nema bíllinn - hann var vel slasað- ur. En daginn eftir vakna ég með of- salega verki í öllum líkamanum og fer uppá slysavarðstofu. Það kemur í ljós að hægri hönd mín er mjög máttlítil og það hefur seinkað mér. Það stóð til að ég gerði þetta atriði í Dagsljósi en það varð ekkert úr því.“ Áðspurður telur Pétur Pókus Stein Ármann í sjálfu sér ekki slæman bílstjóra. „Þetta var ekki síður mér að kenna,“ segir hann og ber fremur blak að bflstjórahæfileik- um hafnfirska leikarans en hitt. Ruddalegi töframadurinn Að sögn Péturs Pókusar þá er það hart að vera töframaður á Islandi. Markaðurinn sé lítill og sífellt þurfi að brydda uppá nýjungum. „En þetta er mjög skemmtilegt. Maður kynnist fullt af frægu og góðu fólki. Ja, eða frægu innan gæsalappa. Frægðin er afstæð á Islandi." Ekki hjálpar það uppá sakimar að mikil vinna fer í það að æfa töfra- brögðin og öll hjálpartæki eru dýr. „Það er dýrt að vera töframaður. Það háir mér,“ segir Pétur Pókus. „Ég er að leita mér að styrktaraðila. Það er ekki mikla peninga uppúr því að hafa að skemmta á þessum litla markaði. Þó eru ýmis teikn á lofti. Það er uppgangur í töfrabransanum. Það á alveg að vera hægt að galdra á fslandi eins og annars staðar.“ Að undanförnu hefur hálfgert grínæði ríkt á íslandi það virðist hafa tekið við af söngleikjafárinu. Það er eins og að ef einhver fær hugmynd sem gengur upp feti allir í sömu fótspor. Pétur Pókus segir að ýmsir möguleikar séu að opnast fyr- ir töframenn á íslandi og að töfra- brögð tengist til dæmis gríni á margvíslegan máta. „Töframenn eru oft með grín í sínum atriðum og geta verið mjög fyndnir. Sjálfur hef ég tekið þann pól í hæðina að vera alvarlegur, jafnvel ruddalegur og það hefur gefíst vel. Það hefur mik- ið grín komið út úr því.“ Það er ýmislegt á döfinni hjá Pétri Pókusi og hann er að æfa ný- stárlegt atriði sem ekki er tímabært að greina frá. En blaðamaður Al- þýðublaðsins getur fullyrt að það verður spennandi. Áður en Pétur yfirgaf skrifstofuna var hann beðinn um að sýna nokkur brögð og það stóð ekki á því. Smámynt og sígar- ettur hurfu og birtust síðan á ólík- legustu stöðum. „Jújú, en ég æfi mig stundum á vinum mínum,“ seg- ir Pétur Pókus þegar hann er spurð- ur hvort það sé ekki mikið um að það sé kvabbað í honum með að sýna brögð. „En það er eins og ein- hver sagði: Við grínararnir og töfra- mennirnir fáum einhverja ágenga karla í hausinn sem endalaust vilja segja okkur brandara og sýna töfra- brögð meðan poppararnir sitja að glæsikvenndunum." Og blaðamaður Alþýðublaðsins, sem var kominn á fremstu nöf með að sýna Pétri ákveðinn spilagaldur sem hann kann næstum því, er ánægður með að hafa látið að ógert. ■ Námskeið fyrir söngvara og söngnemendur Gerrit Schuil leiðbeinir Dagana 18. til 29. júní heldur hol- lenski tónlistarmaðurinn Gerrit Schuil námskeið fyrir söngvara og söngnem- endur í Gerðubergi. Gerrit Schuil er hollenskur píanóleik- ari, hljómsveitar- og óperustjóri sem bú- ið hefur hér á landi undanfarin ár. Hann hefur um árabil þjálfað og leikið undir með virtum söngvurum víða um heim. Meðal þeirra sem hann hefur starfað með eru Hans Hotter, Birgit Nilson, Joan Sutherland, Elísabet Schvarzkopf, Anton Dermota og Elly Amerling. Síðan Gerrit settist að á íslandi hefur hann starfað með fjölmörgum íslenskum söngvurum. Gerrit hefur komið fram víða um heim, leikið með þekktum söngvurum og stjómað virtum hljómsveitum meðal annars Hollensku útvarpshljómsveitinni. Síðan Gerrit flutti til fslands hefur hann tekið virkan þátt í íslensku tónlistarlífi, hann hefur stjómað Sinfóníuhljómsveit íslands og Sinfóníuhljómsveit Norður- lands auk þess að taka þátt í leikhúsupp- færslum og koma fram með ýmsum ís- lenskum tónlistarmönnum. Á námskeiðinu verður boðið upp á leiðsögn í ópemsöng, ljóðasöng og ora- toríum. Unnið verður frá kl. 10.30 til kl. 17.30, gert er ráð fýrir að hver nem- andi fái sem svarar minnst fjórum einka- tímum og fylgist með þjálfun annarra þátttakenda. ■ Breyting á fram- kvæmdastjórn ISAL Christian Roth hættir Dr. Christian Roth, sem verið hefur forstjóri ISAL - íslenska álfélagsins hf. - frá 1988 lætur af því starfi að eigin ósk í lok desember 1996. Frá 1. janúar 1997 tekur Rannveig Rist við sem forstjóri IS- AL. Rannveig, sem er verkfræðingur og með viðskiptafræðimenntun (MBA), hefur starfað hjá ISAL frá árinu 1990 og er nú deildarstjóri yfir steypuskála fyrir- tækisins. Staðgengill forstjóra verður áfram Einar Guðmundsson, rekstrar- stjóri. ■ Landsbankinn Landsbankinn ver sparifjár- eigendur Auglýsing Landsbanka íslands í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag þar sem bankinn kynnti að hann myndi taka forystu um að veija hagsmuni spari- fjáreigenda vegna álagningar skatts á sparifé hefur vakið verðskuldaða athygli. Hún hefur þó einnig að því er virðist valdið misskilningi hjá einhverjum. Þannig telur þingmaður úr skattlagning- arnefndinni að Landsbankinn hyggist greiða skattinn fyrir sparifjáreigendur með styrk frá ríkinu. Þetta er rangt. Bankinn fékk engan styrk en hinsvegar heimild til endumýjunar hluta víkjandi láns sem hann hefur verið að greiða nið- ur. Þetta er óskylt styrkveitingu og er ekki leið til að greiða niður sparifjárskatt. Fram kom að Landsbankinn geti ekki breytt vöxtum með handafli. Það stendur ekki til. Ljóst er að skattlagning sparifjár er aðgerð sem hefur áhrif til hækkunar markaðsvaxta í landinu. Það kont marg- sinnis fram í þinginu og þjóðfélaginu þegar fjármagnstekjuskattur var til um- ræðu. Landsbankinn stendur vörð um hagsmuni sparifjáreigenda. Varðandi lága ávöxtun bankanna á almennum sparisjóðsbókum er þess að geta að þær em fyrst og fremst til þess fallnar að nota sem veltufjárreikninga enda önnur inn- lánsform með hærri ávöxtun í boði varð- andi allan annan sparnað. Kemur þvt nokkuð á óvart að fyrrverandi andstæð- ingur skattlagningar á sparifé, sem nú stóð að tillögunum um skattlagninguna, skuli með þessum hætti tala gegn hags- munum spttriljáreigenda. Afmælisfagnaður Reykj avíkurlistans Afmælisfagnaður Reykjavíkurlistans verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 13.06 '96 en þann dag fyrir tveimur árum síðan tók Reykjarvíkurlistinn við stjórnartaumunum í Reykjavík. Húsið opnar klukkan 20.00 Ókeypis aðgangur. Dagskrá: - Kynnar kvöldsins verða þau Tómas R. Einarsson og Linda Blöndal. - Ávarp borgarstjóra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. -Ávarp, Skúli Helgason. - Strengjakvartett, nemendur úrTónlistarskóla Reykjavíkurflytja strengjakvartett eftir Kolbein Einarsson. - Margrét Sigurðardóttir söngkona syngur nokkur lög. - Nemendur úr Listdansskóla íslands dansa ballett eftir David Greenall við Bolero Ravels. - Ávarp, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. - Hljómsveitin SOMA leikur nokkur lög. Við, sem fögnuðum sigrmum fyrir tveimur árum, fögnum nú þessum áfanga saman. Sjáumst!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.