Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m e n n i n g velt að fá myndina sýnda. Hann gat farið tvær leiðir í stöðunni. Sú fyrir fólst í því að gera ódýra mynd sem væri fullkomlega trú kynórum Na- bokovs og þar með að gefa bandarísk- um siðapostulum langt nef. Hin síðari fólst í því að gera málamiðlanir, að líta framhjá kynferðislegum undirtón bókarinnar og þar með að auka vægi annarra efnisþátta bókarinnar. Þessa leið fór Kubrick. Kubrick fluttist til Englands og tók myndina þar, meðal annars til að notfæra sér hina afar drjúgu evrópsku kvikmyndasjóði. Ku- brick hefur líkað dvölin vel því þaðan hefur hann ekki átt afturkvæmt síðan. Flestir gagnrýnendur eru í dag sam- mála um að Lolita sé vanmetnasta verk Kubricks. Stílfræðilega markar hún fráhvarf frá hinu harðsoðna raun- sæi fyrri mynda hans og skrefið er tekið í átt til eins konar súrrealisma. sem er heltekinn af ótta við að komm- únistar stjórni flúormagni vatns í Bandaríkjunum. Auðvitað getur her- foringinn ekki unað við það og því skipar hann sveit B-52 sprengiflug- véla að varpa vemissprengjum á Sov- étríkin. Þegar þetta fréttist safnast herráðið saman í Pentagon ásamt rúss- neska sendiherrandum Kissoff og reynir að afstýra yfirvofandi kjarn- orkustyijöld. í lok ársins 1963 hóf Kubrick sam- vinnu við vísindaskáldsagnahöfundinn Arthur C. Clarke. Kubrick hafði lesið smásögu hans The Sentiniel og vildi ólmur nota hana sem efnivið fyrir kvikmynd. Smásagan segir ffá geim- förum sem lenda á tunglinu og finna þar svartan steindrang sem þjónar hlutverki eins konar viðvörunarkerfis fyrir geimverur sem hafa gætur á mannkyninu. Næstu fimm árin fóm í gerð þess- McLuhan gefur Kubrick í skyn að greind mannsins felist fyrst og ffemst í þeirri gáfu að geta búið til verkfæri og að verkfærin verði óumflýjanlega vilja mannsins æðri, það er að segja sköp- unarverk mannsins ráða örlögum hans. Eins og flest mikil listaverk er 2001 ákaflega torráðin, hún verður einfaldlega aldrei skilin né túlkuð til fulls, fremur en 9. sinfónía Beetho- vens eða krossfesting Dahs. I raun og veru er með öllu ótækt að h'ta á 2001 sem kvikmynd, hún lflcist ffekar sjón- rænu ljóði sem er fallegt og einfalt á yfirborðinu en undir niðri krauma spumingar um hin hinstu rök mann- legrar tilveru. Flestar myndir Kubricks hafa verið byggðar á bókum eða smásögum eftir misffæga höfunda. Og í flestum tilvik- um hefur Kubrick tekist að gera sög- unni betri skil en gert var í bókunum. Atriði er einu meist- araverki Kubricks 2001: Space Odyssey. Meistaraleg þrenna: Dr. Strangelove, 2001 og Clockwork Orange Þegar Kúbudeilan stóð sem hæst og mannkynið rambaði á barmi gjöreyð- ingar hóf Kubrick að vinna að nýrri mynd. Hún átti að fjalla um hina miklu hættu sem stafar, og stafar víst enn, af kjarnorkuátökum. Kubrick vann handritið úr bókinni Red Alert eftir Peter George en hann varð aldrei sáttur við það. Honum var ómögulegt að skrifa um viðfangsefnið af nokk- urri alvöru, enda er fátt fáránlegra hægt að ímynda sér en tvö risaveldi sem eru tilbúin að gjöreyða hvort öðm og öllum hinum vegna misskilnings. Kubrick lét því alvöruna lönd og leið og fékk til liðs við sig þekktan teikni- myndasöguhöfund, Terry Southem, til að skrifa nýtt handrit sem var sneisa- fullt af gálgahúmor og hnífbeittu háði. Dr. Strangelove: Or How I Leamed to Stop Worrying and Love the Bomb er einfaldlega ein fyndnasta stríðsádeila sem gerð hefur verið. Myndin segir frá hinum snarbilaða Jack D. Ripper arar myndar, sem fékk á endanum nafnið 2001: A Space Odyssey. Þótt söguþráðurinn sé í stómm dráttum sá sami og í smásögu Clarkes, einfaldur og hnitmiðaður, er hann knúinn áffam af gríðarlega þungri undiröldu heim- spekilegs þankagangs. Á yfirborðinu er 2001 geimmynd sem er fullt af sniðugum tækjum og tæknibrellum - mynd um geimferðir framtíðarinnar og kynni við einkennilegan steindrang sem sannar tilvist lífs á öðmm hnött- um. En undir niðri krauma vangavelt- ur um stöðu mannsins í heiminum, þróun hans og örlög. Að mörgu leyti em pælingamar í 2001 mjög í anda Nietzche, aðalþema myndarinnar er þróun mannsins; frá apa til manns og svo frá manni til of- urmennis. Það er þó túlkunaratriði hvort Kubrick telji að þróun okkar til ofurmannsins muni leiða okkur til glötunar eða hjálpræðis líkt og Nietzc- he heldur fram. Ein af fjölmörgum áhugaverðum spumingum sem kvikna er spumingin um eðli greinar mannsins. Kubrick hefur greinilega verið undir áhrifum kanadíska heimspekingsins Marshall McLuhan og bók hans Understanding the Media: The Extension of Man, sem kom fyrst út árið 1964. Líkt og Ágætt dæmi um þetta er myndin sem hann gerði á eftir 2001, A Clockwork Orange (1971). Á Clockwork Orange er gerð eftir samnefndri skáldsögu Anthony Bur- gess. Bókin fjallar um hinn fimmtán ára vandræðaungling Alex og félaga hans. Sagt er frá því hvemig þessir pömpiltar nauðga, misþyrma, stela og jafnvel drepa á milli þess að þeir drekka kúamjólk og hlusta á Beetho- ven. Umgjörð Kubricks um söguna er afar súrrealísk og framandi. Þrátt fyrir að Burgess láti söguna gerast í náinni framtíð fær maður á tilfmninguna að Kubrick vilji þrýsta henni í einhvers konar tímaleysi. Þetta endurspeglast í klæðnaði Alex og félaga hans og jafn- framt í rafrænum, sumir myndu segja afbökuðum útsetningum Walter Carl- os á tónlist Beethovens. Með Clockwork Orange lenti Ku- brick í svipuðum vandræðum og Oli- ver Stone með Natural Bom Killers. Margir gagnrýnendur misskildu ádeilu myndarinnar og héldu því fram að Kubrick væri að færa ofbeldi í ein- hvers konar úrkynjaðan glimmergalla. Þetta er að sjálfsögðu fjarri sönnu. Það sem Kubrick er að benda á er meðal annars það að allar tilraunir til að hanna meðferðir sem líta framhjá mannlegu eðli, eins og sú sem er beitt á Alex í myndinni, em dæmdar til að mistakast. Af einhverjum ástæðum fór Clockwork Orange alveg sérstaklega mikið í taugarnar á vinstrisinnuðu fólki. Ástæðan er ef til vill sú að myndin ítrekar það eftirminnilega að réttur einstaklingsins til að velja milli réttrar hegðunar og rangrar er heilag- ur, ef sá réttur er fjarlægður höfum við ekki lengur raunvemlega manneskju heldur aðeins hola lífvem án takmarka og tilgangs: glóaldin sem starfar í klukknaverki með öðrum glóaldinum. Snilldin lifir enn Þær þrjár myndir sem Kubrick hef- ur gert á eftir Clockwork Orange standast að mörgu leyti ekki saman- burð við þær myndir sem hann gerði á ámnum 1956-71, þó svo að snilldin sé til staðar í þeim öllum. Árið 1975 sendi hann frá sér Barry Lyndon. Myndin byggist að mestu leyti á eintali teknu frá 19. aldar skáld- sögu Thackeray, sviðsmynd og lýsing em tekin ífá 18. aldar málverkum og öllu þessu er þrýst inn í 20. aldar kvik- myndatækni, haldið saman af félags- og stjórnmálalegum skoðunum Ku- bricks. Næsta mynd Kubricks var The Shining (1980). Myndin er skólabók- ardæmi um það hvemig hæfileikaríkur kvikmyndagerðarmaður getur tekið ómerkilegan reyfara og umbreytt hon- um í magnaða spennumynd. Atburða- rásin sem fylgir í kjölfar morðæðis Jack Torrance, sem er snilldarlega leikinn af Jack Nicholson, er eins kon- ar myndlíking fyrir ástandið í Banda- ríkjunum. I raun og vem er Overlook hótelið, þar sem myndin fer að öllu leyti fram, Bandaríkin. Hótelið, er líkt og Bandaríkin, byggt á gleymdum indíánareit. Augljóst er að Kubrick telur að byggingarefni föðurlands síns sé hroki og hræsni, kórónað af sjálfs- Stanley Kubrick. Hann er einn af snillingum kvikmyndasögunnar og mynda hans er ætíð beðið með mikilli eftir- væntingu. blekkingu og sífelldri afneitun á því ofbeldi og þeirri kúgun sem beitt var til að koma ríkinu á koppinn. Dynur- inn f fossandi blóði þeirra indíána sem drepnir voru í þágu Bandaríkjanna heyrist ekki, Ukt og dynurinn í blóðinu sem fossar úr lyftunni heyrist ekki í hinu ógleymanlega atriði í The Shin- ing. Sfðasta mynd Stanley Kubricks er Full Metal Jacket (1987). Myndin lýs- ir þjálfun ungra manna fyrir Víetnam stríðið og örlögum þeirra þar. Full Metal Jacket er afar fagmannlega gerð, sviðsmyndin er frábær og myndatakan snilldarleg eins og alltaf. En þegar myndin er borðin saman við önnur verk Kubrick er hún samt ekki ýkja merkileg. Ein og sér stendur hún þó fyllilega fyrir sínu. Nú eru liðin rúm níu ár síðan Ku- brick lét síðast í sér heyra. Það er vitað að þann tíma hefur hann ekki setið með hendur í skauti. Heyrst hefur að síðastliðin fimm ár hafi farið í tökur á mynd sem á að heita AI (Artificial Int- elligence) og gerist í framtíðinni eftir að heimskautin hafa bráðnað af völd- um hækkandi hitastigs í heiminum. Þessi sögusögn er að vísu ekki staðfest en hins vegar var tilkynnt á dögunum að hann væri að leggja lokahönd á spennutrylli sem mun heita Eyes Wi- de Shut. Myndin verður frumsýnd á næsta ári og fara hjónin geðþekku Tom Cruise og Nicole Kidman með aðalhlutverk. ■ ^ Sumarferð allra jafnaðarmanna 13.júlí Alþýðuflokksfélögin á höfuðborgarsvæðinu standa sam- eiginlega að stórskemmtilegri sumarferð laugardaginn 13.júlí næstkomandi og eru önnur félög annars staðar á landinu jafnframt hvött til að slást í hópinn. Farið verður í rútum frá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu (eða Ingólfsstræti eftir því hvernig á það er litið) kl. 10 um morguninn. Ekið verður að Hreðavatni í Hólmfríðar- kjördæmi, þar sem Jón Sigurðsson, áður rektor við Samvinnuháskólann að Bifröst, tekur á móti hópnum og gerist krati í einn dag minnst. Ýmsar uppákomur verða á leiðinni, m.a. á að gera tilraun til að fara um Hvalfjarðar- göngin ef Stebbi á Hofsósi fær að aka mannskapnum. Fremstur í flokki skemmtikrafta verður vonandi hann Stebbi auk þess sem tjalda á nokkrum leyninúmerum. Meira síðar á sama stað. Athugið að ferðin er ætluð öllum jafnaðarmönnum nær og fjær en ekki eingöngu Reykvíkingum. Skráið ykkur í ferðina hjá Bolla (hs. 587 3018, vs. 568 5111), Hólmfríði (hs. 562 2611, vs. 588 2500) eða Hrafnhildi (hs. 587 3018, vs. 563 4411) helst sem fyrst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.