Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 bessastaðabardaginn ■ Birgir Hermannsson tekur áskorun Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar ins, því eins og ítrekað hefur komið fram vinna þeir, sem þama eru í meiri- hluta, saman eins og einn stjómmála- flokkur. Þeir em kannski ekki ætíð sammála en þeir kunna að leysa úr sínum ágreiningi með farsælum hætti. Helgi Hjörvar framkvæmdastjóri Blindrafélagsins Reykjavíkurlistinn stefnir inn í næstu öld Reykjavíkurlistinn hefur staðið sig vel í flestum málaflokkum, sérstak- lega hvað varðar dagvistar- og skóla- mál. Og borgarstjórinn hefur auðvitað staðið sig eins og hetja. Okkur hefúr ekki gengið nægilega að taka á atvinnumálunum, en von- andi tekst okkur það á seinni hluta kjörtímabilsins. Þess utan flokkast það sem miður hefur farið til léttvægara klúðurs, sem helgast kannski aðallega að þvf að listinn hefur ekki verið mjög sýnilegur eða öflugur í kynningu á starfsemi sinni og ffamkvæmdum. Það bendir allt til þess að Reykjav- íkurlistinn muni sitja hér áfram næsta kjörtímabil. Á síðari hfuta kjörtíma- bilsins þurfa menn að vera aðeins framkvæmdaglaðari og sýnilegra en á þeim fyrri. Að því uppfylltu stefhum við inn í næstu öld með Reykjavíkurl- istann í meirihluta. Einar Karl Haraldsson framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins Vantar hreyfingu í hið félagslega bak- land Mér finnst Reykjavíkurlistinn hafa staðið sig vel á þessum tveimur árum. Ég tel að það hafi sýnt sig að nauðsyn- legt er að hafa pólitískan foringja sem getur tekið á málum og það hefur Ingibjörg Sólrún gert með mildum sóma. Fólk skynjar að öruggur stjóm- andi er við stjómvölinn. Samstarfið hefur óneitanlega gengið vonum fram- ar og menn hafa sýnt mikinn pólitísk- an þroska í því að vinna saman. Menn koniu sér saman um stefnuskrá og mér sýnist að í þeim málum sem Reykjav- íkurlistinn lofaði að láta sérstaklega til sín taka þá hafí töluvert áunnist, sér- staklega í skólamálum og dagvistar- málum. Vert er að nefna að R-listinn er að ná tökum á fjármálasukki Sjálf- stæðisflokksins í borginni. Vonandi leiðir það til þess að hægt verður að gera hér skurk í atvinnuuppbyggingu. Aðalvandi Reykjavíkurlistans ligg- ur í því hvemig hann geti haldið völd- um. Flokkamir sameinuðust í veik- leika og risu upp sameinaðir í styrk- leika. Eg er hræddur um að Reykvík- ingum muni þykja það nokkuð þröngt ef menn ætla að endurtaka sama leik- inn, án þess að geta haft áhrif á fram- boðslistann. Það vantar meiri hreyf- ingu í félagslegt bakland Reykjav- íkurlistans. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Get með engu móti samfagnað Það sem einkennt hefur feril R-list- ans við stjómun borgarinnar þau tvö ár sem hann hefur haft meirihluta er aukning skatta og gjalda á einstak- linga og fyrirtæki. Má þar sem dæmi nefna holræsagjaldið sem hækkar fast- eignagjöld á allt íbúða- og atvinnuhús- næði í Reykjavík um hvorki meira né minna en 26 prósent. Þá hefur verið lagt sérstakt heilbrigðisgjald á fyrir- tækin í borginni sem þau munu velta út í verðlagið. Þá hefur R-listinn aukið afgjald fyrirtækja borgarinnar til borg- arsjóðs um mörg hundruð milljónir en þessu verða þau að mæta með sam- drætti í fýamkvæmdum eða hækkun gjaldskráa. Þrátt fyrir stórauknar nýjar tekjur borgarsjóðs sem nema árlega um 1.3 milljarði króna frá og með 1995 auk- ast skuldir borgarinnar árlega, 1995 jukust þær um 1 milljarð og á þessu ári stefnir í að skuldimar aukist um 6- 700 milljónir. Embættismönnum hefur fjölgað verulega og nemur launakostnaður borgarinnar vegna þeirra um það bil 50 milljónum árlega. Þetta hefur síður en svo leitt til skilvirkara stjómkerfis, þvert á móti er stjómkerfi borgarinnar nú stirðara og óaðgengilegra en áður var. Ekki er hægt að segja að R-listinn hafi staðið við sitt stærsta kosningalof- orð sem var að útrýma atvinnuleysi í Reykjavík. Fleiri em nú án atvinnu en í upphafl kjörtímabilsins enda hefur R- listinn lagt af nær öll atvinnuskap- andi átaksverkefni og hvergi er að sjá neinn stuðning við atvinnulífið í borg- inni. Á sama tíma hefur R- listinn ákveðið að stytta vinnutíma skólafólks í unglingavinnunni úr átta vikum í sjö og daglegur vinnutími er styttur um eina klukkustund á dag. Þetta hefur í för með sér að kaup unglinganna verður um það bil 25 prósent minna en áður var og eykur þetta enn á vanda heimilanna. Fjölmörg dæmi má nefna um mis- tök R-listans við ákvarðanatöku og eitt þeirra nýjasta er að R-listinn ákvað að reka Miðskólann og Náms- flokkana úr Miðbæjarskólanum og taka húsnæðið undir skrifstofur. Þetta hefur í för með sér tugmilljóna kostn- að fyrir borgarsjóð og borgarbúa um- fram það sem þurft hefði að vera. í einstaka tilvikum hefur R-listan- um tekist vel upp og á það sérstaklega við þegar um hefur verið að ræða samstaíf og samkomulag við okkur sjálfstæðismenn. Þar má nefna breytt- ar reglur um innkaup og útboð og til- lögur um fækkun nefnda og ráða. Ég get með engu móti samfagnað R-listanum eftir tveggja ára valdatíð enda er komið að því að borgarbúar telji niður valdatíma hans og mun ég samfagna með Reykvíkingum eftir næstu kosningum þegar R-listanum hefur verið hafnað. ■ Deleríum Hannesar Staðreyndin um Hannes Hólmstein virðist vera sú að um árabil hefur Ólafur Ragnar Grímsson farið í hans fínustu taugar og nú er þanþol taugakerfisins fullnýtt. Eins og biluð plata þylur hann upp ummæli Ólafs um Davíð vin sinn, svona rétt eins og hann sé að flytja þjóðinni ný sannindi. I gær sendir Hannes nokkur Hóm- steinn mér bréfkom í dagblaði alþýð- unnar. Telur hann mig hafa vegið illa að sér og vinum súium, sem hafi unn- ið sér það eitt til saka að sinna þeim borgaralegu skyldum sínum að upp- lýsa almenning um nokkrar „stað- reyndir" um Ólaf Ragnar Grímsson forsetaframbjóðanda. Hannes og vinir hans eru líka vinir Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og fyrrverandi mögu- legs forsetaframbjóðanda. Kjaminn í máli mínu var sá að aðförin gegn Ól- afi Ragnari væri til komin til að veija Davíð Oddsson fyrst og fremst, enda kenna margir sjálfstæðismenn honum nú um það ,,klúður“ að Ólafur Ragnar verði að líkindum næsti forseti lýð- veldisins. Hannes og félagar hafa enga trú á Pétri Hafstein, enda muna þeir enn stuðning hans við Þorstein Páls- son í innanflokksátökum í Sjálfstæðis- flokknum. Við þessi atriði gerir Hann- es þessi Hólmsteinn engar athuga- semdir og er það í sjálfu sér eftirtekt- arvert. Hannesi gremst það greinilega að blaðamenn sinni ekki skyldum sínum og fletti ofan af Ólafi Ragnari. Allir nema einn fjölmiðill, það er að segja. Hér fyrir nokkmm misserum var gefíð út tímarit hér í bæ sem hafði það hlut- verk helst í tilverunni að flaðra upp um Davíð Oddsson og fletta ofan af andstæðingum hans - náttúrlega. Þetta mikla menningarrit hét Efst á baugi og var ritstjóri þess Hannes Hólm- steinn Gissurarson. Er mér tjáð að það sé sami miðaldra Hannes og sendi mér bréfkomið í gær. f febrúar 1994 fletti umrætt tímarit rækilega ofan af Ólafi Ragnari Grímssyni. Þrátt fyrir afar vandaða blaðamennsku tók enginn eftir þessu og stuttu síðar hætti tíma- ritið að koma út. Skrýtið? Væri Hann- es þessi enn ritstjóri kæmi án efa út aukahefti um staðreyndimar um Ólaf Ragnar Grímsson. Staðreyndin um Hannes Hólmstein virðist vera sú að um árabil hefur Ól- afur Ragnar Grímsson farið í hans fín- ustu taugar og nú er þanþol taugakerf- isins fullnýtt. Eins og biluð plata þylur hann upp ummæli Ólafs um Davíð vin sinn, svona rétt eins og hann sé að flytja þjóðinni ný sannindi. Eins og mannýgt naut rótar hann enn upp máli ræðismanns íslands á Indlandi, þó það mál sé upplýst með orðum ræðis- mannsins sjálfs. Hvaða tilgangi þjónar nú svona vitleysa? Ef syndaregistur Ólafs Ragnars er allt með þessum for- merkjum, þá er ekki mikið út á hann að setja. Hafa andstæðingar Ólafs Ragnars virkilega ekkert bitastæðara fram að færa? Jón Steinar Gunnlaugsson taldi það „nálgast hneisu" að kjósa Ólaf Ragnar til embættis forseta íslands. Eins og bent hefur verið á tengjast ávirðingar Ólafs Ragnars þremur dómsmálum sem Jón Steinar flutti fyrir dómstólum landsins og tapaði bæði í undirrétti og Hæstarétti. Hinn tapsári Jón Steinar rifjar upp málefni skjólstæðinga sinna í pólitískum tilgangi (sem er siðlaust) og gerir Ólaf Ragnar að höfuðpauri og aðalatriði. Málatilbúnaður Jóns Stein- ars var kallaður skítkast í ritstjórnar- grein í Aþýðublaðinu og er það rétt- nefni. Hannes og félagar töldu sig aldeilis hafa komist í feitt með því að upplýsa þá „staðreynd" að Ólafúr Ragnar lygi til um trúarsannfæringu sína. Þarf frekari vitnanna við? Allt er þetta mál hið furðulegasta. Hannes Hólmsteinn eða Jón Steinar geta ekki fært fram neinar sannanir fyrir því að Ólafur Ragnar hafi sagt fyrir dómi að hann tryði ekki á guð; um þetta eru engar ritaðar eða aðrar heimildir til. Sam- kvæmt laganna bókstaf þurfa menn að afneita guðstrú til að sverja dreng- skapareið, en í praxís dómstólanna hefur þetta ekki verið svo. Sjálfur þekki ég dómara með áratuga reynslu sem ætíð gaf mönnum val í þessum efnum. Þetta er ekki einsdæmi, heldur tíðkast víða. Ólafur Ragnar hefur sagt að hann hafi ekki afneitað guðstrú. Um þau orð hans er engin ástæða til að efast nema sannanir komi fram um annað. Þrátt fyrir allt tal sitt um stað- reyndir, hefur Hannes ekkert til að styðja mál sitt í þessu efni nema orð Jóns Steinars vinar síns. Mál Svarts á hvítu er gömul og tuggin lumma. Hannes gleymir því að Ólafur Ragnar var ekki beinlínis að finna upp hjólið í þessu efni, heldur voru fordæmin minnst 127 ef marka má svar við fyrirspum á Alþingi 1987. Engu að si'ður voru þetta mistök og það hefur Ólafur Ragnar viðurkennt. I ráðherratíð hans var því aflögð sú venja að gefa út skuldabréf vegna skulda á virðisaukaskatti (áður sölu- skatti) og skattayfirvöldum falið að innheimta gjöldin á eðlilegan máta. Yfir því grætur Jón Steinar nú sáran. Bráðabirgðalög á háskólamenntaða ríkisstarfsmenn tekur Hannes sem dæmi um þær hættur sem felast í stjómmálamanninum Ólafi Ragnari, svona rétt eins og þessi lög hafi átt rætur sínar í persónulegum duttlung- um hans. Eftir margra vikna verkfall náðust samningar við háskólamennt- aða ríkisstarfsmenn. Gervöll verka- lýðshreyfingin með ASI og BSRB í broddi fylkingar kiafðist þess að þess- ir samningar yrðu lagaðir að þjóðar- sáttarsamningnum, ellegar væri þjóð- arsáttin úti. Ríkisstjórninni var því stillt upp við vegg og vaið að velja á milli lagasetningar eða óðaverðbólgu. Allt er þetta umdeilanlegt, en verður að setja í sitt rétta samhengi. Það eina í málflutningi Hannesar - og þó algjört aukaatriði í aðförinni að Ólafi Ragnari - sem er vert að ræða af viti em aðfinnslur hans um skoðanir Ólafs á utanríkismálum. Á þetta benti Jón Baldvin Hannibalsson réttilega, en hann varaði einnig við því að kosn- ingabaráttan leystist upp í rógburð og skítkast. Umræða um utanríkismál er málefnaleg, en ekki tilraun til að sverta persónu einstaklings. Varla er ofstækið orðið svo mikið - þó öllu megi raunar trúa upp á Hannes þennan - að ólíkar skoðanir á utanríkismálum í dag eða einhvemtíma í fortfðinni geri það að hneisu fyrir þjóðina að kjósa einn einstakling frekar en annan í embætti forseta Islands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.