Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1996 m e n n i n g Dóms- og kirkjumálaráðuneyti Auglýsing um kjörskrá vegna kjörs forseta íslands. Kjörskrár vegna kjörs forseta íslands sem fram á að fara laugardaginn 29. júní 1996 skulu lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 19. júní 1996. Kjörskrá skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórnar eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn auglýsir sér- staklega. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrif- stofutíma til kjördags. Þeim sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitarstjórn. Athygli er vakin á því að sveitarstjórn getur nú allt fram á kjör- dag gert viðeigandi leiðréttingar á kjörskrá, ef við á. Jafnframt hefur sérstök meðferð kjörskrármála fyrir dómi verið felld úr gildi. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 11. júní 1996. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 105 REYKJAVÍK SÍMI 563 2340 MYNDSENDIR 562 3219 Hugmyndasamkeppni um skipulag á Grafarholti Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag íbúðarbyggðar á Grafarholti í samstarfi við Arkitektafélag íslands. Rétttil þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar. Veitt verða verðlaun að fjárhæð kr. 3,25 millj. og til inn- kaupa 500 þús. Gert er ráð fyrir því, að höfundar tillagna, sem dóm- nefnd velur í 1. 2. og 3. sæti, eigi þess kost að útfæra nánar afmarkaðan hluta samkeppnissvæðisins á þeim forsendum og hugmyndum, sem höfundur verðlaunatil- lögunnar í 1. sæti byggir á. Ennfremur getur Borgarskipulag/skipuiagsnefnd falið einstökum öðrum keppendum lokaútfærslu minni af- markaðra reita á samkeppnissvæðinu. Borgarskipulag hefur heildarumsjón með áframhaldandi skipulagsvinnu í hverfinu öllu í samráði við höfund þeirrar tillögu, sem hlýtur 1. verðlaun. Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust á skrif- stofu Arkitektafélags íslands á milli kl. 8:00 og 12:00 virka daga frá og með miðvikudegi 12. júní 1996. Önnur gögn verða afhent á sama stað gegn skilatrygg- ingu að upphæð kr. 5.000.- Skiladagur er föstudagur 15. nóvember 1996. Áætlað er að dómnefnd Ijúki störfum í desember 1996. Reiknistofa bankanna Óskar eftir að ráða sérfræðing (kerfisforritara) í tækni- svið reiknistofunnar. I starfinu felst uppsetning og viðhald tölvustjórnkerfa, einkum gagnagrunna, og mun framhaldsmenntun og þjálfun fara fram bæði hérlendis og erlendis. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólapróf í tölvunar- fræði eða verkfræði og umtalsverða reynslu af tölvu- vinnu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og bank- anna. Umsóknarfrestur er til 18. júní nk. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmda- stjóri tæknisviðs RB. Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá Reiknistofu bankanna, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Sími 569 8877. t Eiginmaður minn og faðir Bogi Ingjaldur Guðmundsson fyrrverandi verkstjóri Lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Petrína Margrét Magnúsdóttir Sigríður Bogadóttir. ■ Stanley Kubrick er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri þessarar aldar. Örn Arnarson rekurferil hins dáða leikstjóra Snillingurinn Kubrick Stanley Kubrick er án efa einn merkasti listamaður samtímans. Hinir einstæðu hæfileikar hans hafa unnið honum sess meðal frægustu leikstjóra heims eins og Bergmans, Eisensteins og Welles. Verk hans hafa verið lofuð og löstuð af gagnrýn- endum og því má fullyrða að honum hafi aldrei tekist að gera mynd sem hafí ekki verið umdeild. Hann hefur verið gróskumikill listamað- ur í miðli sem annars stjóm- ast af endurtekningum og hugmyndaleysi. Kubrick fæddist í New York árið 1928. Foreldrar hans voru vel mennt- að millistéttarfólk. Faðir hans kynnti hann fyrir ljósmyndun þegar hann var þrettán ára og Kubrick var haldinn ljósmyndaástríðu upp frá því. Kubrick gekk ekki vel í skóla, meðal annars vegna þess hve mikill tími fór í áhugamál hans tvö, ljós- myndun og taflmennsku. Eftir að hafa lokið grunnskólaprófi vann hann sem ljósmyndari hjá Look tímaritinu. Hann þótti sýna mikla hæfni í því starfi og var fljótt sendur út af örkinni til fjar- lægra heimshoma. Frítíma sínum, sem var víst talsverður, eyddi Kubrick í bíógláp og taflmennsku. Hann tefldi mikið í Marshall og Manhattan skák- klúbbnum þar sem margir af bestu skákmönnum Bandaríkjanna vöndu komur sínar og einnig á Washington torgi þar sem menn tefla upp á pen- inga. Fyrstu sporin í kvikmynda- heiminum Eftir að hafa starfað fram á síðari hluta fimmta áratugarins sem ljós- myndari hjá Look tímaritinu hóf Ku- brick að gera ódýrar heimildarmyndir fyrir March of Time fréttastofuna. Ár- ið 1953 ákvað Kubrick að láta slag standa og hóf gerð sinnar íyrstu leiknu myndar. Hann fékk fé að láni hjá vin- um og vandamönnum og lét félaga sinn, ljóðskáld í Greenwich Village, skrifa handritið. Útkoman var kvik- myndin Fear and Desire. Öll stóru kvikmyndaverin höfnuðu henni en at- hafnamaðurinn og listunnandinn Josef Burstyn sýndi hana í einu kvikmynda- húsa sinna í New York. Þótt hún hafi fengið dræma aðsókn vakti hún tölu- verða athygli gagnrýnenda þar í borg. Þetta hvatti Kubrick til að hefja gerð annarrar kvikmyndar Killers Kiss. Hún var gerð árið 1954 og sýnd 1955. Kvikmyndin var fjármögnuð með sama hætti og Fear and Desire og ör- lög hennar voru lík, fáir sáu hana en gagnrýnendur lofuðu Kubrick og sögðu myndir hans bera vott um að þar væri mikill hæfileikamaður á ferð. Næsta mynd Kubricks var glæpa- myndin The Killing (1956). The Kil- ling var bam síns tíma, undir áhrifum svonefndra film noir mynda. Svart- hvítar mannverur, klæddar í jakkaföt og dragtir, umvafnar tóbaksreyk með pírð augu og stutt hnyttin tilsvör við hvert tækifæri. The Killing var í alla staði vel heppnuð, hún hafði allt það sem Kubriclc átti eftir að vera þekktur fyrir, snilldarlega myndatöku, gálga- húmor og ofbeldi. Fyrsta meistaraverkið Ári eftir að The Killing kom fyrir sjónir almennings gerði Kubrick sitt fyrsta meistaraverk, Paths of Glory. Sú mynd gerði honum jafnt undir höfði og helstu snillingum kvik- myndabransans. Paths of Glory gerist í herbúðum Frakka í fýrri heimsstyrjöldinni. Yfir- menn hersins ákveða að gera áhlaup á það sem virðist vera óvinnandi vígi Þjóðvetja. Þeir bjóða ungum og metn- aðarfullum hershöfðingja að stýra árásinni og lofa honum stöðuhækkun heþpnast hún. Árásin er að sjálfsögðu algjörlega misheppnuð og mannfall mikið. I bræðiskasti skipar hershöfð- inginn að efnt verði til réttarhalda þar sem óbreyttir hermenn skuli sóttir til saka vegna heigulsháttar. Ofursti að nafni Dex, leikinn af Kirk Douglas, tekur að sér að verja hina ákærðu menn. Hann ver mennina af mikilli fæmi en það breytir ekki því sem var ákveðið fyrirfram. Mennirnir eru dæmdir til dauða til þess eins að hylja yfir mistök æðstu stjómenda. Á ferli sínum hefur Kubrick sýnt stríði mikinn áhuga. Myndir eins og Dr. Strangelove, Full Metal Jack, og að vissu leyti Barry Lyndon, bera vott um það. En óhætt er að fullyrða að honum hefur aldrei tekist eins og vel og í Paths of Glory að varpa ljósi á þá brenglun og vitfirringu sem em ævin- lega fylgifiskar stríðsbrölts. Vegur Kubricks óx til muna eftir gerð Paths of Glory. Áhrifamenn í Hollywood fóm að hafa augastað á honum. Hann var fenginn til að ljúka því þrekvirki að leikstýra Spartacus eftir að Anthony Mann var rekinn eftir aðeins einnar viku störf. Kubrick stóð nú með pálmann í höndunum, hann var orðinn virtur leikstjóri. En hann vildi forðast þau örlög að verða einskonar „hired gun“ fyrir Hollywood, það er að segja koma inn og leikstýra kvikmyndum þar sem hann hafði á engan hátt komið nálægt frumvinnslu, líkt og hann gerði í Spartacus. Hann vildi gera kvikmynd sem myndi tryggja honum vinsældir og íjárhagslegt sjálfstæði til að kvik- mynda það sem hann vildi. Og það varð til þess að árið 1961 hóf hann að kvikmynda metsölubók Vladimars Nabokovs, Lolita. Bókin sem fjallar um kynferðislegt samband fullorðins manns við tíu ára stúlku var afar um- deild í Bandaríkjunum. Þótt hún fengi metsölu og gríðarlegt lof gagnrýnenda fordæmdu margir vammlausir Banda- ríkjamenn bókina. Kubrick vissi að það yrði ekki auð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.