Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 12. júru' 1996 Stofnað 1919 _____________________85. tölublað - 77. árgangur ■ Ingibjörg Sigmundsdóttir, varaþingmaður Alþýðubandalagsins og einn nánasti samstarfsmaður Margrétar Frímannsdóttur, skrifaði grein í DV\ gær og réðst harka- lega á Kristin H. Gunnarsson þingmann, sagði hann hægrimann og kveðst vona að hann fari til síns heima Ég hef hvorki heyrt þetta néséð - segir Margrét Frímannsdóttir um grein Ingibjargar. Ingibjörg Sigmundsdóttir: Lét Margréti vita af grein- inni áður en hún birtist. Margrét Frímannsdótt- Ingibjörg Sigmunds- Kristinn H. Gunnars- ir. Efast um að greinin dóttir. Lét Margréti vita son. Fer ekki eftir stefn- sé eftir Ingibjörgu Sig- áður en greinin birtist. unni og því spurning mundsdóttur í Hvera- gerði. hvort hann er í vitlaus- um flokki, segir Ingi- björg. „Ég hef hvorki heyrt þetta né séð, og ekki heyrt af því og mér finnst það satt að segja mjög ólíklegt að þetta sé Ingibjörg Sigmundsdóttir í Hvera- gerði,“ sagði Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins að- spurð um lesendabréf í DV í gær þar- sem var ráðist mjög harkalega á Krist- in H. Gunnarsson þingmann Alþýðu- bandalagsins. Ingibjörg Sigmunds- dóttir í Hveragerði, sem skipaði 4. sæti G-listans í kosningunum í fyrra og er einn nánasti samheiji Margrétar og sat nýverið á þingi fyrir hana, stað- festi hinsvegar við blaðamann að hún hefði skýrt Margréti frá bréfmu áður- en það birtist. Bréf Ingibjargar ber fyrirsögnina „Athyglissjúkur allaballi", og þar er Kristinn sagður „dyggur stuðnings- maður ríkisstjómarinnar við að skerða kjör launafólks... Þá styður hann hægri stefnuna einsog hann á kyn til.“ Ingibjörg segir að Rristinn kaupi at- hygli almennings dýru verði, og lýkur skrifi sínu á þessa leið: „Ég hef alið í brjósti von um samfylkingu vinstri flokkanna. Vonandi verða þeir, sem ekki eru vinstri menn en kenna sig samt við þá flokka, þá famir til síns heima.“ I samtali við Alþýðublaðið í gær staðfesti Ingibjörg að hún hefði skrif- að bréfið. Aðspurð hvort hún hefði haft samráð við Margréti um efni þess svaraði Ingibjörg orðrétt: „Nei, en ég lét hana vita af því eftir að það fór.“ Ingibjörg sagði að sér fyndist að Kristinn hefði vegið ómaklega að Margréti, sem að hennar mati hefur staðið sig mjög vel sem formaður flokksins. Ingibjörg segir að sér haft ofboðið „árásir“ Kristins á stjómar- andstöðuna og því hafi hún skrifað bréfið. „Innan Alþýðubandalagsins er ákveðin launastefna og ákveðin jafn- aðarstefna og mér finnst Kristinn ekki hafa farið eftir henni. Hann fer ekki eftir stefnu flokksins," sagði Ingi- björg. Hún sagði ennfremur: „Það er spurning hvort hann er í vitlausum flokki eða hvort hann er tilbúinn að fara eftir steíhu flokksins." Margrét Frímannsdóttir sagði í gær að Ingibjörg Sigmundsdóttir væri sá stjómmálamaður sem hún meti einna mest. Þá hélt Margrét því ítrekað ffam í samtalinu að hún vissi ekkert um bréfið, og véfengdi að það væri eftir Ingibjörgu Sigmundsdóttur í Hvera- gerði. Þetta stangast algerlega á við það sem fram kernur í máli Ingibjarg- ar. Margrét vildi ekki tjá sig efnislega um bréfið í DV, en sagði aðspurð að Kristinn H. Gunnarsson ætti heima í Alþýðubandalaginu. Hinsvegar væri ljóst að afstaða hans í ákveðnum mál- um hefði vakið „einhver viðbrögð" innan flokksins. Ekki náðist í Kristin H. Gunnarsson í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en hann er nú á ferð í Tyrklandi. Frábærir frambjóð- endur „Frambjóðendurnir okkar eru nefnilega afreksfólk. Ástþór, Guðrún, Guðrún, Ólafur og Pétur hafa hvorki meira né bjargað þjóðinni frá hyldjúpum leiðindum og kolgrænni gúrkutíð. Nú verður aldrei vandræðaleg þögn í viðræðum fólks; andlausustu idjót geta orðið samtalshetjur á kaffihúsum, hjón sem hafa þagað sam- an í 25 ár hafa allt í einu eitt- hvað að tala um, leigubíl- stjórarnir eru algerlega óstöðvandi og taka jafnvel aukavaktirtil að koma skoð- unum sínum á framfæri." Sjá grein Hrafns Jökulssonar á blaðsíðu 2. íslenskur Houdini. Hér má sjá Pétur Pókus, rúmlega tví- tugan töframann, æfa svokallað spennutreyjuatriði. Hann mun sýna það á 77. júní niðrí bæ hengdur uppá fótunum. Hinn snaggaralegi töframaður segir þetta atriði lífshættu- legt og nú þegar hafi þrír menn dáið þegar þeir voru að reyna að losa sig úr spennitreyjunni. sjá viðtai á baksíðu. ■ Ný bók um mannlífið við ísafjarðardjúp Mikið um vestfirska karlmennsku á Isafirði -en lítið um manndóm, segir Þorsteinn Antons- son um ísfirðinga. „Ég hef ekki trú á öðru en að þetta geti orðið til góðs,“ segir Þorsteinn Antonsson rithöfundur og telur ekki að ísfirðingar taki bókinni illa. Það sem um ræðir er ný bók eftir hann sem ber heitið ísafjarðarkver. Höfundur gefur bókina út sjálfur í samvinnu við Is- prent á ísafirði. Þorsteinn og fjölskylda hans bjuggu í fimm ár á Isafirði og hann sagði í samtali við Alþýðublaðið að ísfirðingum ætti ekki að vera ókunnugt um viðhorf sín en Þor- steinn skrifaði reglulega pistla í Vestfirska fréttablaðið. „Eg álít að það mætti starfa að uppbyggilegri hætti að bæjarmál- um heldur en gert var þegar ég bjó þar. Þar er þjónað mest undir það að halda í horfi og þar með talið að halda óbreyttri stöðu útgerðarinnar í bæjarlffinu,“ segir Þorsteinn. „Mannlífið kemst einhvern veg- inn ekki að vegna þess að hugsun- arhátturinn er svo mikið sá sami og það fæst engin sveigja í það. Tímarnir breytast en mennirnir ekki með.“ Þorsteinn telur breytingar nauð- synlegar á ísafirði og ætlar að ný- afstaðnar bæjararstjórnarkosningar geti orðið til þess. Kverið, sem fæst í öllum helstu bókaverslunum, verður boðið Isfirðingum sérstak- lega og borið í hvert hús til sölu. Þorsteinn veit ekki til þess að bókaútgáfa á Isafirði hafi verið nokkur í áratugi og hér því um nokkurn viðburð að ræða með til- liti til ísfirskrar menningar. „Það vantar frá fornu fari þátt í menn- inguna vesfirsku,“ segir Þorsteinn, „virðingu fyrir hugviti og yfirveg- un. Þeir kunna á tæknina enda virt- ustu menn á fyrri tíð - galdra- menn. Mikið er um vestfirska karl- mennsku á ísafirði en lítið um manndóm." ■ Tvö ár síðan R-listinn tók við stjórn borgarinnar Imyndarsmíð R-listans í handaskolum - segir Birgir Guðmundsson fréttastjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir aukningu skatta og gjalda hafa einkennt feril R-listans. „Það sem einkennt hefur feril R- listans við stjórnun borgarinnar þau tvö ár sem hann hefur haft meirihluta er aukning skatta og gjalda á einstak- linga og fyrirtæki. Má þar sem dæmi nefna holræsagjaldið sem hækkar fast- eignagjöld á allt íbúðar- og atvinnu- húsnæði í Reykjavík um hvorki meira né minna en 26 prósent. Þá hefur ver- ið lagt sérstakt heilbrigðisgjald á fyrir- tækin í borginni sem þau munu velta út í verðlagið. Þá hefur R-listinn aukið afgjald fyrirtækja borgarinnar til borg- arsjóðs um mörg hundruð milljónir en þessu verða þau að mæta með sam- drætti í framkvæmdum eða hækkun gjaldskráa," segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, en hann er einn þeirra ein- staklinga sem Alþýðublaðið bað um að leggja mat á störf R-Iistans, en um þessar mundir eru tvö ár síðan hann tók við stjóm borgarinnar. Vilhjálmur segist með engu móti geta samfagnað R- listanum eftir tveggja ára valdatíð en segist munu fagna eftir næstu kosn- ingar þegar kjósendur hafi hafnað R- listanum Birgir Guðmundsson, fréttastjóri Tímans, segir að R- listinn sé að stór- skaða ímynd sína og fylgi með klaufa- skap og lélegri kynningu á málum sín- um: „Það hefur margt farið miður hjá R- listanum, flest þó tiltölulega smátt í sniðum en nóg til að stórskemma fyrir stuðningi við hann. Kannski má segja að kynningarstarf R- listans og ífnynd- arsmíð hafi meira og minna farið í handaskolum með fljótfæmislegum ákvörðunum," segir Birgir. Sjá miðopnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.