Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1996 m a m ó t ■ Nú eru rétttvö ár síðan Reykjavíkurlistinn tók við stjórn borgarinnar. Hvað hefur tekist vel á þessum tveimur árum? Hvað hefur farið miður? Þetta eru spurningar sem Alþýðublaðið lagði fyrir nokkra valinkunna einstaklinga sem láta sig borgarmálin miklu skipta Birgir Gudmundsson fréttastjóri Tímans R-listirm er að stórskaða ímynd sína R-listinn hefur gert marga góða hluti á tveggja ára ferli sínum. Það sem mestu munar er að hann hefur náð að styrkja innviði borgarkerfisins og borgarrekstursins sem voru famir að fúna hættulega mikið. Það allra besta sem R-listinn hefur gert er að taka fjármálastjóm borgar- innar föstum tökum og koma höndum á hana. Þar hafa verið stigin stór skref fram á við ekki síður en í Kína - óska- landi Alþýðublaðsins - á einum tíma. Hvort þennan árangur ber að flokka sem stórvirki eða sjálfsagðan hlut er svo aftur erfiðara að dæma um því ástandið gat eiginlega ekki verið verra. Önnur innviðsmál borgarsamfélags- ins sem tekið hafa stórstígum framför- um em dagvistar- og skólamál. Gríð- arleg uppbygging hefur verið á þeim sviðum og ljóst að verið er að vinna upp margra ára vanrækslu. Þriðja stór- málið er holræsaframkvæmdagerðin og það hugrekki að ganga í að af- gréiða og klára það mál jafnvel þó það kostaði óvinsældir með holræsagjald- ið. Það hefur margt farið miður hjá R- listanum, flest þó tiltölulega smátt í sniðum en nóg til að stórskemma fyrir stuðningi við hann. Kannski má segja að kynningarstarf R- listans og ímynd- arsmfð hafi meira og minna farið í handaskolum með fljótfæmislegum ákvörðunum. Holræsagjaldið og röð ýmissa þjónustugjaldshækkanna ann- arra hafa greipt skattahækkunarorð- sporið í enni R-listans án þess að hann eigi það neitt sérstaklega skilið. Þetta verður hins vegar hálfu verra vegna þess að aðhaldssemin og spamaðurinn sem sífellt er talað um fer fram á sama tíma og almenningur fær á tilfinning- una að verið sé að bmðla á öðmm sviðum, til dæmis með því að henda milljónatugum og hundruðum í Laug- ardalsvöllinn. Þá er ásýnd bmðls og spillingar yfir ráðningum milli- og toppstjómenda í skipulagsbreytingum sem ekki hafa verið settar fram á sannfærandi hátt og almenningur spyr sig orðið hvort það sé virkilega þannig að engir hæfir starfskraffar finnist lengur í borginni nema flokksbundnir eða kunnir Alþýðubandalagsmenn. R-listinn er að stórskaða ímynd sína og fylgi með klaufaskap og lé- legri kynningu á málum sínum. Það sem R-Iistinn þarf að gera er tvennt. f fyrsta lagi að stilla útgjalda- hækkunum hvers konar í hóf á seinni hluta kjörtímabilsins og halda sínu stríki í að styrkja kerfið. I öðm lagi að fara á námskeið í blómaskreytingum til að fá hugmynd um hvemig pakka megi inn góðum pólitískum málum þannig að þau líti ekki út eins og bréfasprengja! Atli Rúnar Halldórsson fjölmiðlaráögjafi Minnisvarðar skipta meira máli en bókhald Ingibjörg Sólrún hefur staðið sig vel sem borgarstjóri. Það finnst mér eigin- lega standa upp úr. Út á hana náði Reykjavíkurlistinn völdum og ef hún verður ekki borgarstjóraefni að tveim- ur ámm liðnum þarf núverandi meiri- hluti ekki að bíða eftir kosningaúrslit- um til að búa sig undir tilvemna á bekkjum stjómarandstöðunnar í fund- arsal Ráðhússins á næsta kjörtímabili. Sólrún er borgarstjóri eins og ég vil hafa og meira að segja gæti vel komið til greina að ég færi á kjörstað af því tilefni - sem ekki gerðist síðast. Reykjavíkurlistinn skapaði miklar væntingar í kosningabaráttunni um að búa til ný störf og fækka atvinnulaus- um. Háar atvinnuleysistölur núna em augljóst hættumerki og spurt verður um efndir. Sama er um málaflokkinn dagvistir bama. Þar þýðir ekki að bjóða kjósendum nema stórfelldar umbætur í ljósi kosningaloforða og ekki verður annað séð en ýmislegt sé þar í gangi. Sumt kostar átök, sem er bara hið besta mál. Pólitíkusar eiga að taka af skarið og verða að láta yfir sig ganga þó einhverjir tryllist. Það er klént að Reykjavíkurlistinn lét pressa sig til að hætta við að gera Asmundar- sal að dagvist bama - með fullri virð- ingu fyrir menningu og listum. Ég á sjálfur hagsmuna að gæta, með bam á biðlista í slétt tvö ár! Meirihlutinn hælir sér af því að hafa lagað vemlega til í fjármálum borgarinnar og hafa kannski eitthvað til síns máls þar. Starfið hefúr þannig verið meira inn á við en út á við á fyrri hluta kjörtímabils. Ekki er nema gott um það að segja að hafa bókhaldið í lagi, en slíkt skiptir bara litlu sem engu máli þegar kemur að uppgjörinu stóra vorið 1998. Minnisvarðar skipta meira máli í pólitík en bókhald, hvort sem mönnum líkar nú betur eða verr. Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri Háskólans Ingibjörg má ekki týnast inn í fjög- urra milljarða króna húsi Reykjavíkurlistanum hefur augljós- lega tekist að snúa við þeirri óheilla- þróun sem var í fjármálum borgarinn- ar í tíð Sjálfstæðisflokksins þar sem stórskuldum hafði verið safnað. Reykjavíkurlistinn hefur tekið mjög myndarlega á dagvistarmálum, sem auðvitað var löngu brýnt að koina í horf. Viðleitni Reykjavíkurlistans til að opna stjómkerfi borgarinnar er mjög ánægjuleg. Reglulega eru haldn- ir opnir nefndarfundir. Einnig hafa verið haldnir vel undirbúnir málefna- fundir um menningar- og skipulags- mál. Borgarstjóri hefur haldið fundi í hverfum borgarinnar í tengslum við fjárhagsáætlanagerð. Reykjavfkurlistinn vann sinn sigur fyrst og fremst vegna þess að borgar- búar höfðu trú á Ingibjörgu Sólrúnu og forystuhæfileikum hennar. Það sem mér finnst á skorta er að Ingi- björg sé sýnilegri í almennri umræðu í þjóðfélaginu. Hún má ekki týnast inni í því fjögurra milljarða króna húsi sem hún vinnur í. Loks langar mig til að benda á að R-listinn er búinn að afsanna glundroðakenningu Sjáfstæðisflokks-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.