Alþýðublaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 s k o ð a n uHmun 21145. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Hátíð í Skagafirði Á morgun, laugardaginn 20. júlí, hefst mikið afmælisár á Sauð- árkróki. Tilefni til hátíðahalda eru margvísleg: Á þessu ári eru 125 ár frá því byggð reis á Króknum; næsta ár eru 90 ár síðan Sauðárkrókur varð sérstakt sveitarfélag og 50 ár síðan staðurinn fékk kaupstaðaréttindi. Menn hafa fagnað af minna tilefni og því verður fagnað með margvíslegum hætti til 20. júlí á næsta ári. íbúar Sauðárkróks, sem er höfuðstaður á Norðurlandi vestra, em nú um tvöþúsund og áttahundruð, og þótt tími skipulagðrar byggðar sé ekki langur, á staðurinn eigi að síður merka menning- ar- og atvinnusögu að baki. Sauðkræklingar minnast tímamót- anna með ljölbreytilegum hætti. Þannig verða haldnar fjórar for- vitnilegar ráðstefnur, sú fyrsta er í haust og fjallar um sveitar- stjómarmál og flokkapólitík, og er haldin í samvinnu við Félag stjómmálafræðinga. En nú um helgina verða vegleg hátíðahöld, þarsem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi: íþróttir, listir, skemmtanir - og auðvitað hestamennsku, sem Skagfirðingar em ffægir fyrir. Á þessum tímamótum er Sauðkræklingum og Skag- fírðingum ámað heilla með von um að mannlíf haldi áfram að dafna í höfuðstað Norðurlands vestra. Verkefni R-listans Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans hafa að undanfömu eldað grátt silfur saman í ljölmiðlum vegna fyrirhugaðs flutnings Land- mælinga ríkisins til Akraness. Pétur Jónsson, formaður atvinnu- málanefndar, hefúr mótmælt þessum áformum harðlega, sem og borgarráð í heild - bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta. Sig- rún Magnúsdóttir blandaði sér hinsvegar í umræðuna í vikunni og taldi að menn gerðu úlfalda úr mýflugu með því að leggjast gegn flutningnum: „aðeins“ væri um að ræða 30 störf og því ekki mikið í húfi fyrir höfúðborgina. Yfirlýsingar Sigrúnar hafa valdið nokkrnm úlfaþyt hjá Reykjavíkuriistamönnum, enda fátítt að ágreiningur sé um afstöðu mála á þeim bæ; alltjent gerist það næstum aldrei að deilumál séu borin á torg ijölmiðla. Lítil ástæða er til að fjargviðrast þótt Sigrún Magnúsdóttir hafi aðra skoðun í einu máli en félagar hennar í Reykjavíkurlistanum. Vitanlega kemur mörgum spánskt fyrir sjónir að borgarfulltrúi Reykvíkinga skuli svo bundinn af byggðastefnu Framsóknar, en í reynd væru það meúi tíðindi ef nútímaleg sjónarmið í þessum efnum gerðu vart við sig hjá oddvitum flokksins. Því þurfa stuðn- ingsmenn R-listans tæpast að kvíða því að deilan um Landmæl- ingar sé upphaf að öðru og meira. Séra Bjálki Okkur veittist fróðleg innsýn í prestskap og sjálfsmynd séra Flóka Kristinssonar á Kirkju- þingi um daginn þegar hann bað um stuðning sampresta sinna f baráttunni við sóknarböm og samstarfsfólk þama inní vogum - hjá vondu fólki. Þau ummæli hans að hann ætti skilið að fá sérstaka stuðningsyfirlýsingu á þeim forsendum að ekki væri hann hommi, hórdómsmaður, þjófur eða fyllibytta hljóta óneitanlega að leiða huga allra kristinna manna að sögunni eftir Krist Vikupi Itar | Guðmundur Andri Thorsson skrifar um faríseann og tollheimtumanninn eins og Asmundur Stefánsson sóknar- bam hins fróma klerks benti á í ágætri morgunblaðsgrein - Guð, ég þakka þér fyrir að vera ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hór- karlar eða þá eins og þessi toll- heimtumaður, sagði faríseinn við Guð en fékk heldur daufar undirtektir enda mun sérhver sem upphefur sjálfan sig niður- lægjast, að sögn Krists sem samneytti tollheimtumönnum, syndurum og skækjum vegna þess eigi þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir em. Kærleikurinn hreykir sér ekki, kvað Páll í fyrsta Kor- intubréfinu. Og þetta er satt að segja með ólíkindum. Þarna gumar klerkurinn af eigin syndleysi - sem að minnsta kosti sumir kristnir menn líta á sem syndsamlegt athæfi - en lætur þess þá jafnframt ógetið hvernig honum gengur að halda lögmálið mikla um að elska náunga sinn eins og sjálf- an sig, elska óvini sína, fyrir- gefa bróður sínum ekki sjö sinnum heldur allt að sjötíu sinnum sjö. Enda segir Kristur við presta landsins í Fjallræðunni: Sértu því að færa fórn þína á altarið, og minnist þess þar að bróðir þinn hefur eitthvað á móti þér, þá skaltu skilja gjöf þína eftir fyrir framan altarið, fara íyrst og sættast við bróður þinn, koma síðan og færa fórn þína. (Matt.5.23- 25) Syndirnar sem séra Flóki sá á Kirkjuþingi sérstaka ástæðu til að taka fram að hann hefði ekki drýgt eru at- hyglisverðar því hann hrærir saman alls kyns ólíkri mannlegri breytni: tvö boðorð segist hann halda, þau sem varða hórdóm og þjófnað, og sjálfsagt að óska honum til hamingju með það, en um leið hælist hann um af því að vera ekki haldinn sjúkdómi - eða veikleika - á borð við alkóhólisma og laus við kynhneigð á borð við hómó- sexúalisma sem allt heilbrigt fólk veit að er hluti af mannlegri náttúru sem ekki tjóir að lemja með lurk. Það er eitthvað fáránlegt við að sjá Guðs- mann státa sig af því að vera ekki þjófur eða alkóhólisti, eitthvað kjána- legt við þetta, jafnvel bernskt; að minnsta kosti afar óviðeigandi. Hann útmálar eigið vammleysi á þann hátt að sérhver venjulegur maður hlýtur að undrast og spyija: Hví talar maðurinn svona? Vill hann sérstaka umbun íyrir þetta? Hér á landi hefur það aldrei aukið mönnum sæmd að hafa sérstakt orð á verðleikum sínum; maður sem tekur sérstaklega fram að hann sé írómur mun þar eftir jafhan grunaður um græsku. Maður aflar sér ekki virð- ingar með því að tala um að maður eigi hana skilið, heldur með breytni sinni, virðuleik og innri styrk. Sjálfs- upphafning í tali er óvirðuleg, ósæmi- leg og sýnir vanmátt. Séra Flóki útmálar flekkleysi sitt með því að þylja upp það sem hann er ekki sekur um - og eflaust segir hann satt um það allt. En með slíkum um- mælum minnir hann á siðblint fólk sem svo er kallað: Þakkaðu fyrir að ég skuli ekki berja þig, segir sá sem upp- vís er að framhjáhaldi; aldrei hef ég haldið framhjá þér, segir ofstopamað- urinn. Aldrei hef ég drepið neinn, seg- ir þjófurinn; aldrei hef ég drepið neinn án ástæðu, segir morðinginn. Og þannig endalaust. Sérhver getur tínt eitthvað til sér til ágætis nokkuð. Sleppt hinu. Svo er alltaf vinsælt líka að benda á flísina f auga náungans. Allt er þetta kannski útúrsnúningur hjá mér. Eg skal reyna áð vera sann- gjam: ef til vill var það einungis ætlun prestsins að sveigja að einhverjum breyskum samprestum, dylgja um þá klerka sem kunna að vera vínhneigðir úr hófi, gjálífir, hommóttir eða jafnvel fingralangir, hvað veit maður? Að minnsta kosti er hann greinilega miklu betri prestur en séra Jón Vídalín var, sem Sæði saup að sögn og samrekkti kvinnum af ýmsu standi. Svipaðar ásakanir dundu líka á Kristi meðan hann var að kynna sér líf og störf toll- heimtumanna og syndara. En séra Flóki gáði þess ekki að hann hljómaði nákvæmlega eins og faríseinn í sög- unni góðu eftir Krist. Hann gætti ekki að því hversu ömurlegt það er fyrir okkur dauðlega að horfa á prest hreykja sér yfir þá sem hann ætti að opna faðm sinn, sé hann trúr sinni köllun. Vík burt, Satan, sagði Kristur vissulega - en við syndarana, þá sem höfðu látið glepjast af vélum Satans, sagði hann: Komið til mín. Og hann sakfelldi ekki konuna sem drýgt hafði hór heldur þá farísea og fræðimenn sem löstuðu hana og þóttust yfir hana hafnir. Hann sagði við hana: Far þú; syndga ekki upp frá þessu. Það var allt og sumt. Óumræðilega mildur. Óumræðilega kröfuharður. Hann sneri henni frá villu síns veg- ar með því einu að vera sá sem hann er: Vegurinn, sannleikurinn og lífið. Okkur hinum hempulausu er flestum fullkunnugt um að við höfum syndgað og við þurfum á líkn að halda - og það er líka einasta hlutverk kirkjunnar að vera það hús sem við syndarar get- um leitað í til þess að finna nærveru guðslambsins sem ber syndir heims- ins, Krists, kærleik hans og náð Guðs þegar við þurfum á því að halda, þeg- ar okkur hefur orðið á, þegar við höf- um breytt gegn betri vitund. Þá þurf- um við ekki á presti að halda sem hef- ur lýst því opinberlega yfir að hann sé betri en við. Presti sem segir okkur með þjósti að hann sé leiðtoginn en sýnir það ekki með breytni sinni; presti sem segir okkur að virða sig um leið og hann stendur í hégómlegu stríði um eitthvert ímyndað aðalhlut- verk í sápuóperu sem hvergi er til nema í hausum þeirra sem leggja sig niður við að óvirða hús Drottins með því að gera það að þrasara- bæli. Kenning Krists um ná- ungakærleik er að vísu hörð og övægin og hver er sá sem hlýtt geti kalli hans: Verið því full- komnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn? En mætti ekki mega vænta þess af prest- vígðum manni að hann að minnsta kósti réyiii að þræða eitthvert stig á milli þessarar fullkommmar og hins að verða þjóðkunnur af sífelldum safhað- arkryti í sókn efdr sókn. Ekki veit ég hvoft AA-menn eiga enn það skjól í Lángholts- kirkju sem fyrirrennarar séra Flóka veittu þeirrí til samVéru- stunda, en'séu þar enn haldnir AA-fundir þá hlýtur þéiirí góðu mönnum sem þarin flokk fylla að líða svolítið einkerínilega þegar þeir mæta prestinum í anddyrinu, þeim presti sem séð hefur opinberlega ástæðu til að fara fram á lófatak kollega sinna fyrir að vera ekki „fyllibytta“. Hið sama gildir um hommann í sálamaríð sem kann að þurfa á presti að halda, eða hórdómsmanninn, eða þjófinn eða alla þá afvegaleiddu sem einhvem tímann þurfa að láta prest hjálpa sér við að finna aftur leiðina heim: með því að hreykja sér á þennan hátt á opinbemm vettvangi er presturinn að grafa undan sjálfum sér sem sálusorgara. Of lengi hefur dregist að koma hon- um í skilning um að hann notar ekki réttar aðferðir við að vinna trúnað sóknarbarna sinna. Öf lengi hefur Flókamálum verið mglað saman við vandræði biskups, rétt eins og íbúar Langholtssóknar beri einhveija ábyrgð á þeim. Málið snýst ekki um ávirðing- ar biskups, heldur um hitt að gróin sókn sem tveir merkisprestar mótuðu safnaðarstarfið í með hjálp sinna sóknarbama þurfi ekki að búa við hof- móðugan vandlætara sem aldrei virð- ist sjá ásjónur sinna sóknarbama fyrir þeim flísum sem hann þykist greina í augum þeirra. ■ d a g a t a 1 1 9 ■ i j ú I í Staðreyndin er auðvitað sú, að samstarf flokkanna íjögurra hef- ur gengið áfallalaust. Glundroðakenning Sjálfstæðisflokksins er dauð. Reykjavíkurlistafólk þarf hinsvegar að bretta upp ermamar og fara að undirbúa næstu kosningar af krafti, eigi ekki að af- henda Sjálfstæðisflokknum höfuðborgina. í því sambandi þarf R- listinn öðm fremur að bæta samband og auka samstarf við borg- arbúa. Fögur fyrirheit vom gefin um aukin áhrif Reykvíkinga á ákvarðanir; grasrótarlýðræði skyldi í hávegum haft í stað vald- boða að ofan. Efndir hafa látið á sér standa í þessum efnum. Sjálfstæðisflokkurinn er ófær um að fella meirihluta Reykjav- íkurlistans í næstu kosningum: en ef R-listinn fær yfirbragð ótrú- verðugleika og valdhroka er gefið að Reykjavíkurlistinn fellir sig sjálfiir. ■ ;t"" nnigfríulmrnil Atburðir dagsins 1255 Bardagi á Þveráreyjum í Eyjafirði. Hundruð manna átt- ust við og annan tug mann féll, þeirra á meðal Eyjólfur ofsi Þorsteinsson. 1545 Orastuskip Hinriks VIII, Mary Rose, sekk- ur suður af Englandi. Sjö- hundruð manns fórust. 1813 Gengið á hæsta tind Islands, Hvannadalshnjúk, í fyrsta sinn. Það gerðu norski landmælinga- maðurinn Hans Frisak og Jón Ámason hreppstjóri. 1870 Na- póleon III lýsir yfir stríði á hendur Prússum. 1968 Jónas Jónsson frá Hriflu lést, 83 ára. 1980 Ólympíuleikar hefjast í Moskvu. Rúmlega 30 þjóðir sniðgengu leikana vegna inn- rásar Sovétmanna í Afganistan. 1989 Wojciech Jani/í'lski hers- höfðingi kjörinn forseti af pólska þinginu. Einu atkvæði munaði að hann næði ekki til- skildum meirihluta. Afmælisbörn dagsins Samuel Colt 1814, bandarísk- ur vopnasmiður. Edgar Degas 1834, franskur listmálari. Lizzie Borden 1860, banda- rískur kennari í sunnudaga- skóla sem var ranglega sökuð um að hafa myrt föður sinn og stjúpmóður með öxi. Lærdómur dagsins Sagan kennir okkur, að við lær- um ekkert af sögunni. Hegel. Annálsbrot dagsins' Pilfpr ciiui tyjp^di sig ijörðum í lambahúsi, og fannst þar dauður. Þar urðu sér og að skaða konur tvær, skar önnur sig á hálsinn til beins og önnur týndi sér með líku móti. Vallholtsannáll 1658. Málsháttur dagsins Refur hrafni ráð gefur. Orð dagsins Þegar nafn mitt eftirá allra þögn erfalið, Illugastaða steinar þá. standið upp og talið. Guömundur Ketilsson frá lllugastöðum. Skák dagsins Kosten hefur svart og á leik gegn Arkell í skák dagsins. ;fftítur rilf aí?Maþrólrí,smuR'/ fra 61 til c2. én Kósten svnir a augabragði fram á, að það var mjög misráðið. Svartur leikur og vinnur. 1. ... Dc7! Hvítur gafst upp enda hrókurinn lentur í ban- vænni skoth'nu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.