Alþýðublaðið - 19.07.1996, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996
eru liðin frá því að byggð
hófst á Sauðárkróki. Nú hefst mikið hátíðarár í sögu bæjarins, því á næsta ári verða þrenn
tímamót í sögu kaupstaðarins. 140 verða síðan Sauðárkrókurfékk verslunarréttindi,
sveitarfélagið verður 90 ára og 50 ár verða síðan bærinn fékk kaupstaðaréttindi.
Afmælishátíðin, sem er átak í að efla mannlíf og styrkja stöðu Sauðárkróks,
hefst um næstu helgi og stendur í heilt ár.
Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, í samtali um af-
mælishátíðina, listamenn og bæjarstjórastarfið
Égersannur
Skagfirðingur
Það er mikið um dýrðir hjá ykkur og
fleira en eitt afmœli sem þið eruð að
undirbúa, er það ekki re'tt?
„í ár eru 125 ár frá upphafi búsetu á
Sauðárkróki. Það var árið 1871 sem
maður búsettur á Hofsósi tók sig upp
og settist hér að ásamt fjölskyldu
sinni.
Þessum tímamótum fögnum við
þetta árið en á næsta ári eru þrír at-
burðir stærstir. I fyrsta lagi eru þá 140
ár frá því að tilskipun um löggildingar
Sauðarkróks sem verslunarstaðar var
undirrituð. í öðru lagi eru þá 90 ár frá
því Sauðárkrókur varð sjálfstætt sveit-
arfélag og í þriðja lagi fimmtíu ár frá
því hann fékk kaupstaðarréttindi.
Við erum nú að bytja afmælisárið
og ljúkum því með hátíð í júlí á næsta
ári. Það sem menn hugsa sér með af-
mælishátíð eins og þessari er kannski
fyrst og fremst að rifja upp fortíðina
og horfa til framtíðar. Afmælisnefndin
er með um 10 milljónir sem hún ráð-
stafar í íjölmargar framkvæmdir. Mér
finnst rétt að nefna að í tengslum við
afmælishátíðina keypti bærin hús sem
ætlunin er að setja á minjasafnið.
Annað sem markvert er, og nefna má,
er að á bæjarstjómarfundi á laugar-
dagsmorgun verður kjörinn nýr heið-
ursborgari Sauðárkróks.”
Viltu segja mér hver hann er?
„Nei, það dettur mér ekki í hug. Ég
treysti því að það sé leyndarmál ennþá
og verður ekki tilkynnt fyrr en á fund-
inum. “
Hvaða landsþekktir menn hafa búið
á Sauðárkróki?
„Ég skal nefna þér nokkra lista-
raenn. Geirmundur Valtýsson og
Hörður Ólafsson búa hér í dag. Hér
hafa verið menn eins og Eyþór Stef-
ánsson, sem er reyndar heiðursborgari
Sauðárkróks, og samdi það þekkta lag
Lindin. Hér bjó Pétur Sigurðsson, sem
dó mjög ungur, en eftir hann eru afar
falleg lög, til dæmis Erla góða Erla.
Jón Bjömsson, sem var kenndur við
Hafsteinsstaði, er líka landsþekktur.
Stefán Islandi ákvað að láta jarðsetja
sig hér eftir sinn dag. Helgi Hálfdan-
arson, Hannes Pétursson og Gyrðir El-
íasson eru frá Sauðárkróki. Einnig
Guðrún frá Lundi. Hér bjó ísleifur
Gíslason. Hér býr Geirlaugur Magn-
ússon. Og svo eru listmálarar, Jón
Stefánsson, Jóhannes Geir Jónsson,
Sigurður Sigurðsson, Hrólfur Sigurðs-
son, Snorri Sveinn Friðriksson. Við
emm líka nokkuð vel sett með þing-
menn. Stefán Guðmundsson er króks-
ari í húð og hár, það er Villi Egils líka.
Hjálmar Jónsson er aðfluttur króks-
ari.”
Hvemig stendur á því að þið hafið
alið svo marga landsþekkta menn?
„Hefurðu aldrei komið í Skaga-
fjörðinn? Ég held að allir sem hingað
koma skilja þetta. Það var sagt um
Stefán Islandi, að þegar hann kom í
Konunglega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn, hefði hann alltaf litið til beggja
veggja, og menn ímynduðu sér að
hann væri að horfa til fjallanna í
Skagafirði.”
Þú talar eins og sannur Skagfirð-
ingur. Eruð þið dálítið góðir með ykk-
ur?
„Ég er sannur Skagfirðingur. Og ég
Það sem menn hugsa sér með af-
mælishátíð eins og þessari er
kannski fyrst og fremst að rifja upp
fortíðina og horfa til framtíðar,
segir bæjarstjórinn og Skagfirðing-
urinn sanni, Snorri Björn.
held að það sé bara gott að vera góður
með sig. Maður græðir lítið á því að
vera með hausinn í klofinu alla tíð.”
En svo við víkjum aðeins að starf-
inu. Hvemig kanntu viðþað?
,,Ég hef verið bæjarstjóri hér í tíu ár
og er ánægður í starfinu. Ef ég væri
það ekki þá myndi ég ekki standa í
þessu.”
Hvað er erfiðast við starfið?
„Maður gleymir fljótt því sem er
erfitt. Persónulega finnst mér erfiðast
þegar harðar deilur em um málefni í
bæjarstjóminni eða í bænum. Þras og
rökræður eru allt í lagi, en illdeilur
finnast mér óskaplega leiðinlegar. Það
er reyndar ekki mikið um þær, pólitík-
in hefur verið þægileg og menn hafa
yfirleitt deilt frekar málefnalega. “
Gætirðu hugsað þér að sitja áfram
önnur tíu ár?
„Nei - ég held að maður brenni út
miklu hraðar en svo - og sumir vilja
sjálfsagt halda því fram að ég sé þegar
bmnninn út. Þetta er að verða tiltölu-
lega langur starfsferill, miðað við það
sem gengur og gerist. Þegar ég læt af
störfum, hvenær sem það verður, á ég
von á að finna mér vinnu hér á staðn-
um. Mig langar ekkert sérstaklega í
burtu. Ég hef búið annars staðar en hef
verið hér lengstum. Og er ánægður -
annars hefði ég farið annað.”
Fjölbrautaskóli IMorðurlands
vestra er á Sauðárkróki og allt
frá stofnun hans árið 1979 hefur
Jón Hjartarson gegnt þar starfi
skólameistara
Erum að
nauðhemla
- segir Jón sem telur að fjárhags-
lega sé ekki nægilega vel búið að
skólanum.
Þegar þú lítur yfir þessi ár þtn sem
skólameistari, hvernig finnsl þér þau
hafa verið?
„Þetta hafa verið ánægjuleg ár. Hér
hefur verið samfelld uppbygging,
þannig að ég get vel við unað í mörg-
um greinum. Núna em hátt á fimmta
hundrað nemendur við skólann.
Skólahúsið er stórt og rúmgott og það
eina sem okkur vantar er húsnæði
undir stærri heimavist. Það eru ekki
nema 140 nemendur sem komast á að-
Varnarliðið
- laus störf slökkviliðsmanna
Vegna fjölgunar, óskar Varnarliðið að ráða í ellefu
stöður siökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli.
Kröfur:
Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-28 ára,
reglusamir, háttvísir og hafa gott andlegt og líkam-
legt heilbrigði auk góðra líkamsburða.
Krafist er meiraprófs ökuréttinda og einnig iðnmenntunar
sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilegrar
menntunar og reynslu.
Mjög góð kunnátta í ensku, bæði munnlegri og skriflegri er
nauðsynleg og undirgangast umsækjendur próf í henni áð-
uren kemurtil vals.
Að öðru leyti vísast í reglugerð númer 195 frá 14. apríl
1994 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna.
Skriflegar umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu Utanrík-
isráðuneytisins, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síð-
ar en 30. júlí 1996.
alvistina, en við höfum verið með um
180 nemendur í leiguhúsnæði úti í bæ.
Heimavistin er fjöregg skólans. Við
getum ekkert þróað skólann frekar,
eða komið fram með nýjungar, á með-
an við getum ekki sinnt frumþáttun-
um.“
Hvemig er búið að skólanum fiár-
hagslega?
„Við höfum ekki fengið nóg fjár-
magn. Skólinn var rekinn með fjár-
hagshalla á síðasta ári, þannig að við
erum í miklum niðurskurðarmálum
núna. Við teljum að það verði hægt að
ná saman endum á tveimur til þrernur
árum.“
Hefurðu áhyggjur af þeim niður-
skurði sem boðaður hefur verið í
menntamálum?
„Já, ég hef verulegar áhyggjur af
honum. Við erum að nauðhemla. Það
er ekki nægilega gott þegar við þurf-
hafa fundist gögn sem benda til að fé-
lagið hafi verið stofnað fyrr. En þetta
er sennilega elsta verkalýðsfélag sem
starfandi er á landinu."
Hefur aldrei komið til slagsmála í
langri sögufélagsins?
,J9ei, héma hefur aldrei verið mikið
slagsmálasvæði. Ef menn meta sögu
og virðingu verkalýðsfélaga út af
átökum og slagsmálum þá er félagið
ekki þar ofarlega á blaði. En þetta er
félag sem í áratugi hefur staðið í al-
mennri vöm og hagsmunavörslu fyrir
félagsmenn sína. Staðreyndin er sú að
vinna í verkalýðsfélagi er jöfn og
stöðug vinna, og hjá formanni í einu
félagi er þetta, ef svo mætti segja með
einhverjum ýkjum, viðvarandi vinna
allan sólarhringinn.”
Og þú hefur verið fonnaður félags-
insfrá 1967. Ertu baráttuglaður mað-
urí eðli þínu?
„Nú ert þú að draga mig út í
það að leggja mat á eigin per-
sónu og karakter. Það ætla ég að
forðast að gera. En ég er í hópi
þeirra sem finnst að sígandi
lukka sé best og tel að við eig-
um að gá vel að hverju skrefi
sem við tökum. Öðruvísi ætla
ég ekki að svara þessu. Hins
vegar held ég að einhverjir
munu kannski vilja gefa mér
þann dóm að ég geti verið fastur
fyrir en raunsær. En það er vont
að gefa komment á sjálfan sig,
Þótt stoltið sé talið til dauðasynda,
þá er ég stoltur af þessum skóla,
segir Jón skólameistari Fjölbrauta-
skólans.
um að leggja niður embætti, eins og til
dæmis námsráðgjafastöðuna.
Fjárveiting til okkar er líklega með
því lægsta sem um getur í landinu. Þar
erum við hálfdrættingar á við skóla í
Reykjavík."
Er fiárskorturinn það erfiðasta við
þetta starf?
„Já, alveg tvímælalaust. Og það
hversu hægt gengur með sum mál,
einsog til dæmis uppbyggingu heima-
vistarinnar. Við höfum tvívegis fengið
fé til undirbúnings, en væntanlega
hefjast framkvæmdir á næsta ári.“
Hvað er ánœgjulegast við að sinna
þessu starfi?
„Möguleikinn að fá að sjá drauma
rætast. Að sjá frumhugmyndina verða
að veruleika.“
Þú hefur metnað fyrir hönd þessa
skóla?
, Já, það hef ég og þótt stoltið sé tal-
ið til dauðasynda, þá er ég stoltur af
þessum skóla.
Jón Karlsson hefur verið for-
maður Verkamannafélagsíns
Fram á Sauðárkróki frá árinu
1967. Alþýðublaðið náði tali af
hinum skelegga verkalýðsfröm-
uði og forvitnaðist um sögu fé-
lagsíns og verkalýðsbaráttuna.
Ekki mikið
slagsmála-
svæði
Hvenær varfélagið stofnað?
„Það liggja ekki fyrir ábyggileg
gögn um hvort félagið var stofnað
1902 eða 1903. Sá sem skráði sögu fé-
lagsins á fimmtíu ára afmæli þess
komst að þeirri niðurstöðu að það
hefði verið stofnað 1903, en síðan
Hjá formanni í einu félagi er þetta,
ef svo mætti segja með einhverj-
um ýkjum, viðvarandi vinna allan
sólarhringinn, segir Jón sem verið
hefur formaður Verkamannafélags-
ins Fram frá árinu 1967.
ég skil ekkert í þér að vera að spyrja
mig svona.”
Hefur verkalýðsbaráttan eitthvað
breyst á þessum árum.
„Auðvitað hefur hún breyst. Hún er
erfiðari að því leyti að undanfarin ár
hefur verið hér á félagssvæðinu verra
atvinnuástand. Á þessum árum hefur
orðið mikil strúktúrbreyting varðandi
atvinnusókn fólks og samsetningu at-
vinnulífsins. Það hafa orðið gífurlegar
breytingar á búskaparháttum fólks til
sveita og það er fjöldi fólks sem býr
hér fram um allar sveitir sem leitar eft-
ir störfum í almennri vinnu. Þetta fólk,
eins og annað, ávinnur sér rétt til at-
vinnuleysisbóta þannig að atvinnu-
leysismálin liggja hér út um allar
sveitir, kannski öllu meira þar en hér á
Sauðárkróki. Annað sem ég vil nefna
er að á liðnum árum hefur fólk á
vinnumarkaði fengið yfir sig breyttar
og miklu harðari túlkanir á málum er
varða áunnin, umsamin og lögbundin