Alþýðublaðið - 19.07.1996, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 19.07.1996, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Trú yfir litlu Það gæti varla verið styttra frá rit- stjórnarskrifstofum Alþýðublaðsins yfir á Sjónarhól þar sem Anna Líndal sýnir um þessar mundir. Yfirskrift sýningar hennar er „Kortlagning hversdagsleikans" enda fjallar hún mestmegnis um borðbúnað og uppáhellingar. Enda þótt sýning Önnu taki ekki opinskátt mið af baráttu kvenna er hún engu að síður lúmsk ádeila á þrælasiðina sem enn viðgang- ast í íslensku heimilishaldi og gera það engu öðru lfkt. Menning & listir Halldór Björn Runólfsson listfræðingur skrifar Nú má að sjálfsögðu taka sýningu Önnu einbert fyrir það augnayndi sem hún er með öllum sínum dekkuðu borðum, útsaumi með „Drottinn blessi heimilið" á fjölmörgum tungumálum og ljósmyndum af henni sem uppvartningsdömu að hella kaffi í bolla. Samstillingin er einstaklega fáguð og skilar sér hvað best í smá- atriðum eins og vali Önnu á matar- stelli. Diskamar sem hún prýðir með munnþurrkum settum í strút eru skreyttir þremur samliggjandi litlínum. Þessar línur endurspegla litríkan tvinnann og girnið sem Anna vefur um Frónkexfð og fyllir með súpuskálamar. Engu er gleymt í þes- sari annars flóknu samsetningu. Natni Önnu gæti því verið æfing fyrir jólaboðið í Fanný og Alexander eða heimsókn til Babettu. Reyndar eru litfagrar ljósmyndir Helga Braga af Önnu í hlutverki þernunnar ekki ósvipaðar atriðaskotum úr kvikmynd. Það er ekki hvað síst fyrir það hvemig athafnir hennar eru rammaðar í nærmynd svo þær verða að taktföstum sekvensum. Fagurlega útsaumaðir dúkar Önnu á hinum ýmsu tungum gera lúmska ádeilu hennar vissulega fjölþjóðlega. En í ljósi þeirrar stöðnunar sem elt hefur íslenska kvennapólitík að undanfömu hljótum við mörlandar að taka sneiðina einkum og sér í lagi til okkar. An þess að fara um of út í sjálf- snupmr held ég að Anna hafi að sýnu leyti hitt naglann á höfuðið. Við sitjum fastir og föst í sérkennilega óbifanlegum skorðum hvað atferli varðar og siðvenjur. Útlendingum verður t.a.m. enn tíðrætt um það anorexíska atferli sumra íslenskra kvenna að hanga fýrir aftan gestaborðið eins og óbreittar gengilbeinur og kroppa í afganginn eins og fuglar eftir að búið er að taka af borðum. Sömuleiðis verður þeim starsýnt á formlega uppstokkun ís- lenskra samkvæma í tvo kynbundna helminga þar sem karlarnir lenda saman í þrefi um stóm þjóðhagsmálin en konurnar halda sig við hvers- dagslegu smámálin. Þessar mjög svo óvestrænu siðvenj- ur minntu útlending einn á samkvæmi í Marokkó þar sem konurnar sáust ekki nema í mýflugumynd til að hreinsa af borðum karlanna. Skyldi Anna Líndal hafa rambað með sýningu sinni á það sem Kristínunum á þinginu hefur yfirsést allan tímann? Ef Kees Visser - frarn borið „Keis Fisser" - væri eins atferlisfræðilega hneigður og Anna mundi hann ef til vill gefa okkur innsýn í þau hjólför sem skorða íslenska karlmenn. Kees Kees Visser: Frá sýningunni í Ingólfsstræti 8. sýnir nokkm ofar í Ingólfsstræti, eða í gallerínu kenndu við númer 8. Talandi um anorexíu eða lystarstol þá hefur það oftsinnis hvarflað að mér hvort „minimalisminn" margumtalaði eða naumhyggjan sé ekki einfaldlega anorexísk ofursjálfsvörn gagnvart listrænu ofhlæði. Það merkilega við Kees Visser er einmitt það hve afslappaður hann er í unar. minimalisma sínum og laus við allt það lystarstol sem plagar svo margan kollega hans. Það þýðir ekki að Kees sé svo gímgur í tjáningu sinni heldur hitt að hann nálgast vettvang sinn með eðlislægri hægversku. Hann hefur m.ö.o. engan áhuga á að stæra sig af föstustíl sínum heldur nýta hann til frekari athugunar á virkni lita og lög- Ef til vill nýtur Kees hér hollensks uppruna síns þar sem menn hafa í margar aldir herst í glímunni við myndrænar úrlausnir. Að minnsta kosti kann hann þá frómu list að tak- marka vettvang sinn til að skapa sér meira olnbogarými. Úrlausnir hans í Gallerí Ingólfsstræti 8 eru sáraein- faldar. Tvær litaseríur, önnur hátt á vegg en hin niður við gólf breyta ásýnd salarins með lævísum hætti. Með gefnum skekkjumörkum tekst honum að mgla áhorfandann í ríminu og fá hann til að trúa því að gólfið halli um ákveðnar gráður. Kees sannar með upphengi sínu að það þarf ekki mikið til að koma okkuf úr jafnvægi svo að skynjunin, þessu lífsnauðsynlegi mælikvarði, raskist og missi samband sitt við raun- veruleikann. Segja má að hann leiki sér með þau afstæðu gildi sem færa okkur heim sanninn um sjónrænan skeikulleik. En e.t.v. er ofsögum sagt að hér sé um eintóman leik að ræða. Það er nær að tala um könnun því hver sýning listamannsins dvelur við ákveðnar forsendur sem ekki verða leiddar í ljós fyrr en sýningin hefur verið sett upp. Þótt Kees gefi sér ákveðnar for- sendur í byrjun er útkoman aldrei fyrirfram bókuð. Hvernig hlutirnir virka þegar öll kurl koma til grafar er empírísk upplifun sem ekki verður séð fyrir. Með því að tefla fram sterkum litum í þokkabót hleypir hann í verk sín óræðum víddum sem hann kann ekki fyllilega að skýra en nýtast honum og okkur áhorfendum sem sjálfstætt rannsóknarverkefni. Þannig verður þessi litla og látlausa sýning Kees Visser að sérkennilega ríkri upp- sprettu alls kyns áreita og spekúla- sjóna um það hvernig við nemum tilveruna. ■ ÚLFALDINN '96 er um helgina Sumarhátíð SÁÁ „ÚLFALDINN '96“ verður haldin í Galtalækjarskógi nú um helgina (19.-21. júlí). Þetta er útihátíð fjölskyldunnar og ALLIR sem vilja skemmta sér með góðu fólki í vímuefnalausu umhverfi eru hjartanlega velkomnir. Staðurinn: Aðstaðan í Galtalækjarskógi er frábær eins og flestir vita. Meira að segja er skjól innanhúss ef þörf krefur. Náttúrufegurð er einstök og hægt að komast í veiði. Dagskráin: Kvöldvaka, útigrill fyrir alla, sérstök barnadagskrá með Magnúsi Scheving, hestar og hestakerrur fyrir börnin, íþróttamót, dansleikir bæði kvöldin með KK og félögum, ásamt Bjarna Ara og Ruth Reginalds, veitingasala, trúbadorinn Leo Gillespie, happdrætti, hugvekja, opinn AA-fundur o.fl. Aðgangur: Fyrir fullorðna 2.500 kr. og ókeypis fyrir börn 13 ára og yngri. Rútuferðir frá SÁÁ á föstudag. • • • Upplýsingar í síma 581-2399 Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann aVXS/f.y.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.