Alþýðublaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Einn í Eden Eg er nýkominn heim. Ég er á leið yfir Hellisheiði. Einn í bíl. Það er nótt og fáir á bílferli. Heiðin er jafn víð sem fyrr og ég er staddur í miðri hugsun - „ísland er stórt land” - þegar í útvarpinu glymur enn eitt stöðvarstefið: „Á íslandi hlusta æ fleiri á Bylgjuna!” Það er Björgvin Halldórsson sem flytur okkur boðskapinn. Að stefinu loknu fylgir lag, með Björgvini Halldórssyni. Vikupiltar | Hallgrímur Helgason skrifar Á íslandi hlusta æ fleiri á Bylgjuna en það em æ færri sem vinna þar. Og svo em menn að gera grín að Hallbirni á Skagaströnd sem þar kynnir lag með sjálfum sér í eigin útvarpsstöð og skreppur svo niður á neðri hæðina til að taka niður kán- trýbæjarhamborgarapöntun og kallar hana svo inn í eldhús og fer svo sjál- fur inn í eldhús til að steikja kjötið. Jú jú. Fámennið... Fámennið gerir okkur að sjálfstæðismönnum, einstak- lingshyggjumönnum. Hver þarf sína útvarpsstöð. Og hver hlustar sjálfsagt á sína útvarpsstöð. Eða hlustar einhver annar á kántrýstöðina en sjálfur útvarpsstjórinn? Bjartur í Kántrý- húsum. Þetta er ég að hugsa á meðan ég bölva bflnum sem ég mæti. Það fer eitthvað í taugamar á mér að það skuli einhver annar vera á ferli her í fagurri næturbirtu á miðri hraunheiði. Mér fannst ég „eiga” hana fyrir mig. fslendingurinn. Og svo fór ég að hugsa um mann- inn sem í liðinni viku mætti á aðra síðu Morgunblaðsins til að rukka „þá sem bera ábyrgð” á hávaðanum við hús hans á Miklubrautinni. Búinn að þreyja þrjátíu árin í desibylnum sem þar geysar dag og nótt. Og nú búinn að fá nóg. Og baunar á „þá sem bera ábyrgð”. Sem mun að lfkindum vera samfélagið í heild sinni. Við ræddum þetta fyrr um daginn, við ofurpenninn Gunnar Smári og hann benti mann- inum réttilega á það að hann ætti ekki að búa í borg, heldur sveit, Uppsalir meira að segja á lausu og engin hætta á Ómari með kók og banana í bráð. Daginn eftir vakna ég svo við önnur læti í Mogganum: fbúar í Grjótaþorpi mótmæla Tívolí-hávaða á hafnar- bakkanum. Þeir vilja ekki vera „þvin- gaðir til þátttöku í annarra manna skralli, algjörlega að óþörfu”. Ég tek undir með Smáranum. Hvað er þetta lið að búa í borg? Borg er hávaði. Mengun. Mannlíf. Skrall. Allt þetta sem hefur okkur upp úr mosagrámygluðu grjótinu. Ég veit ekki hvernig umferðin í New York City gengi fyrir sig ef þessi ljúfu sveitarfélög hefðu sameinast á sínum tíma (ætli nafngiftin hefði ekki orðið Atlantsbær) og R-listinn hefði komist til valda þar l£ka fyrir tveimur árum. Þar bjó undirritaður um þriggja ára skeið á fyrstu hæð við níundu breiðgötu: Sex æðandi leigubflsgular akgreinar, sneisafullar dag og nótt, þó ögn mildari traffík á þakkargjörðar- og jóladag. Ég segi það ekki, á sumrin við opinn glugga svaf maður kannski ekki neinum þórsmerkursvefni en aldrei hvarflaði það þó að mér að hafa samband við New York Times. En fslendingurinn á íslandinu á sinn rétt. Hann á rétt á friði, þögn, fríi frá samfélaginu sem á að segja*„úbs! fyrirgefðu” á þröskuldi útidyra en samt þó vera til taks þegar á að „draga það til ábyrgðar”. Já einmitt. Maður á að geta borgað skattinn í gegnunt bréfalúguna hjá sér, innanfrá. Hugsa ég og stend upp frá mogga- verðarborðinu í enn einu sumarhúsinu sem almenningur hefur af fádæma velvild lánað mér til þess að níða hann níður í enn einni skáldsögunni, og kveiki síðan á útvarpinu, þessu hefðbundna Bjöggalagi á Bylgjunni. Sem betur fer er ég farinn að fíla eiginlega öll Bjöggalögin. Að því „Þetta er apinn. Hann bærði varirnar helvískur. Þetta er enginn annar en apinn. Hann sér aumur á mér. Svo sannarlega „betri en enginn" eins og Bjarni Fel myndi segja. Svo sannarlega betri en enginn í búri þeirra Hvergerðinga." loknu kemur Bjöggi svo aftur til að undirtsrika ágæti stöðvarinnar og svo morgunbanarnir „tveir fyrir einum” eða hvað þátturinn heitir og Hjálmar Hjálmarsson ákveður að hringja „random” símtal, velur eitthvað lottó- númer og lendir heima hjá sér, fær konuna í símann. Er ekki bara best að hafa þetta allt saman „innan fjölskyldun- nar”? Eins og Ólympíuleikana. Jæja. Nema hvað. Ég er enn fastur í þessari frekar klénu hugsun „ísland er stórt land en fámennið...” og er auðvitað orðinn dáldið seinn fyrir gagnvart þessum 44 SAS- milljónum í Víkingalottóinu, hugsa eins og sannur íslendingur „hvað...það er nógur tími, ég kaupi bara miðann í kvöld”. Svona rétt eins og okkar menn á væntanlegum Ólympíu- leikunum. - En nú lítur út fyrir að fresta þurfi jafnvel sjálfri opnunarathöfninni vegna þess að tveir íslendingar eru enn að rem- bast þetta á miðjum velli, að reyna að ná lágmarkinu. Þó ætti það ekki að koma að sök þar sem íslensku lágmörkin ná ekki langt fram yfir miðju. Enginn hætta á því að spjót Sigurðar Einarssonar höggvi skarð í albanska keppnishópinn þegar hann strollar undir sínum fána inn á hlaupabrautina. Eiginkonur fararstjóranna eru hinsvegar fyrir löngu búnar að ná sínu ólym- píulágmarki, þær náðu því í rúminu heima. En kannski er ekki sanngjamt að bera þetta saman. Minni völlur og svona...og spjótið fararstjóranna ekki það langt, þó þeir muni bera það í fullri reisn inná Ólympíuvellinum í Atlanta. Lágmarkið vel innan við 15 cm, og nokkuð auðvelt fyrir meðal munnstóra konu að kyngja. Um kvöldið skokka ég því sæll og samur niðrí Eden til að kaupa miða í Víkingalottóinu þó dregið hafi verið fyrir hálfri stundu í Hamar í Noregi. Klukkan er 21 en það er enginn í Eden. Ég er einn í Eden, aldingarði íslenskrar menningar. Það vottar ekki einu sinni fyrir ljóshærðum sveip á bakvið sjoppuborðið. Eftir talsverðan baming við lottóvélina (ég sem kann ekki einu sinni á gullkistu-vélar Háskólans) gefst ég endanlega upp á miðakaupum og rölti aftur framfyrir afgreiðsluborðið, inn í svokallað ís- ijóður þeirra Edeninga. Ekki sála þar heldur. í einhverri samfélagslöngun og gróðurhýstu eirðarleysi skoða ég frekar en horið úr eigin nefi málverkasýningu Gunnars Dal (ein- mitt, „ekki vissi ég að hann væri farinn að mála!”) inm listrjóðri þessa útskurðarskógar. Hér er um að ræða (nei nei...það er ekki um neitt annað að ræða) einhver litrík ellibrek á striga undir áhrifum ffá Van Gogh, Kjarval, Karli Kvaran, Þorvaldi Skúlasyni, Nínu Tryggva, Möndrian, Michael, Star Trek, Ástþóri Magnússyni, Steingrími S.T.H., Sólveigu Rekaviðs, Buckmeister Fuller og Einari Þorsteini Ásgeirssyni (reyndar all fegin að vera ekki sjálfur ábyrgur fyrir einu stílrek- inu á þessum litglöðu strigafjörum), sem öll eru signeruð langt yfir ólympíulágmarki í signeringum, ca. fimmtán cm háir stafir: DAL. Sem að líkindum á að réttlæta verð verkanna sem öll munu vera á sama astral-plan- inu og hugmyndimar að baki þeim. Um og yfir 300.000. Eftir á að hyggja hefur þetta kannski ekki verið í krónum talið, heldur dölum, þ.e.a.s. gunnarsdölum. Jæja. Einhvernveginn líður mér ekki alveg jafn einum eftir að hafa séð svona mörg núll á verðskránni og sest bara hreinlega niður til að sjúga eina af mínum alira síðustu Marlboro- systrum. Þá er eins og mér heyrist ein- hver segja eitthvað. Ég lít við. Enginn þar. Nema einhver eftirlíking af frem- ur glaðbeittum uppstoppuðum apa í búri. Það er eitthvað dapurlegt við það að vera einn í Eden. Það kann að hafa verið lag að hafa verið eini sálþeginn sem gekk um götur Hveragerðis þetta kvöld, en að vera líka einn í Eden. Þe|sum aldjngaf^i ánitigarstaða. Þhð er eiginlega „too much”, jafnvel fyrir íslending sem ekki þolir hávaða og samfélag. Ég er þvf ákaflega feginn þegar ég heyri mjúklega og drengs- lega - en þó fremur örorkulega - rödd að baki mér: „Ertu að flýta þér?” Þetta er apinn. Hann bærði varimar helvískur. Þetta er enginn annar en apinn. Hann sér aumur á mér. Svo sannarlega „betri en enginrí’ eins og Bjami Fel myndi segja. Svo sannar- lega betri en enginn í búri þeirra Hvergerðinga. ,íg? Nei, nei. Ég hef nógan tíma.” Svara ég. Það líður skiljanlega nokkur stund á meðan einhveijar tilfærslur fara fram í apaheilanum, sem að auki er eins- konar hermilíkan af uppstoppuðum apaheila. Þar til hann segir: ,£igum við að tala saman?” , Já, hvemig væri það nú?” Segi ég. Þessi óvænti hressleiki minn og jákvæðni knúin af félagsþrá kemur nokkuð hratt upp á okkar mann sem síðar kom reyndar í ljós að heitir Bóbó (kannski einhver ótrúleg meinhæðni hérgerðinga í garð nærsveitunga þeir- ra og samkeppnisaðila í ylræktinni) og þó ekki slaki hann á búrbrosinu tekur hann sér langan umhugsunarfrest. Loks kemur: ,JÉg er hér! Gettu hver?” „Apinn. Þú ert apinn.” Svara ég. Að bragði. Ég er bara nokkuð ánægður með þessa samræðu mína við apa. Eða við hvern talar maður annars í aldin- garðinum Eden? Ég er Adam. Hvar er Eva Dögg? Mig langar í ís. Ekki epli. Samt hvarflar að mér að þetta sé ein- hver nýstárleg mannfræðiathugun. Magisterar í felum á bakvið Freyjustaur og ísvélin falin myndavél. Og þeir voða lengi að prógrammera apaheilann fyrir næstu setningu. Það líður næstum því önnur sígaretta þar til hann svarar: „Ég er algjör api.” Jæja. Þetta er farið að verða þreyt- andi. Af einhverri samkennd með hugsanlegum vísindamönnum dæsi ég samt: ,Já já. Þú ert algjör api.” Þama hef ég kannski móðgað hann. Enn kemur löng þögn. Svo segir ‘dpiiitl: ' ' ■•' ví<-' ,>Iig langar til að vera eins og þú- hú-hú-hú!” „Já? Ég er nú samt ekki viss um það!” segi ég og er orðinn eitthvað argur, stend upp og geng að ísborðinu, kalla „halló!” nokkrum sinnum þar til Eva Dögg stígur fram á sviðið með rjómaíslagað andlit og dýfu í hárinu. Ég er hinsvegar búinn að tapa nægum áttum í þessu apasamtali til þess að vita ekki hvaða ís ég vil og undir lottó-áhrifum bið ég bara um sjálfval ísvélarinnar. Eva Dögg réttir mér ein- hvern risavaxinn rjómasköndul í smárri dollu, „með heitri súkkulaðisó- su”. Gallinn er bara sá að sósan er öll á botninum og því varla lengur heit þegar ég verð búinn að krafla mig niður úr þessum tuttugu mínútum af ís sem oná henni liggja. Allt í einu finn ég að andlitið á mér breytist í andfúlt lesendabréf í DV: „Þeir kunna bara ekki að framreiða ís þama í Eden.” Ég fatta að ég hefði viljað snúa ísinn sjál- fur í dolluna. Ég er sannur íslendin- gur. Einn í Eden. Sjálfstæður einstak- lingur. Sem þolir ekki einu sinni afgreiðsludömur. Ekki furða þó unglingamir mæti með hamar útí sjop- pu. Af einskæru - og prósakþurfandi - fúllyndi skelli ég ísnum í mig og stmnsa svo út, framhjá apanum, sem segir enn og aftur: „Ertu að flýta þér?” „Já!” hvæsi ég að honum og geng svo út á planið, bíllaust og mannlaust. Tveimur lóðum frá stendur skilti við nýtekinn húsgrunn. Á því stendur: „Hér rís Listaskálinn í Hveragerði. Byggjandi: Einar Hákonarson list- málari.” Mér verður aftur hugsað til Gunnars Smára. Þegar hann var rekinn af Pressunni stofnaði hann bara nýtt blað. Þegar menn em komnir útúr öllum galleríum í bænunt byggja þeir sitt eigið fyrir austan fjall. Þegar menn eru hættir að gera sólóplötur gerast þeir dagskrárstjórar á útvarpsstöð og spila sín gömlu lög. Þegar rnenn em hættir að vinna í lottó stofna þeir sitt eigið. Þegar menn fá ekki afgreiðslu í ísbúð þá...já...á heimleiðinni svipast ég um eftir auðum lóðum í Hveragerði, fyrir ísbúð... Hveragerði -18. júlí 1996 j , .. . *■->'«*£t-,:v.-'f'- JÓN ÓSKAR m e n n Væri ekki nær, að þeir sem leika golf, væru kenndir við leikinn sjálfan og kallaðir gylfingar, fyrst golf er viður- kennt tökuorð f málinu? Helgi Hálfdanarson undrast aö þeir sem spili golf skuli kallaðir kylfingar og þar meö kenndir viö kylfu. Mogginn í gær. Við þessa ungu menn Iangar mig til að segja. Fullyrðingar F. Nietszche sýna aðeins takmörkun hans sjálfs og hroka, ekkert annað, því eitt er að vita og annað að draga ályktanir. Hulda Jensdóttir setur ofan í viö tvo unga galgopa sem vitnuöu í Friedrich Nietszche þar sem hann segir aö guö sé dauður. Mogginn í gær. Við komum ofan af fjöllum, við hvað er átt í Heita pottinum í Tímanum. Gylfi Örn Guðmundsson, formaöur Starfsmannafélags Húsnæðisstofnunnar ríkisins, er einn af mörgum sem fá stundum lítinn botn í það sem sagt er í slúöudálki blaðsins og mótmælir aödróttunum í sinn garð. Timinn í gær. Þegar ég bar málið upp í ríkisstjórninni var það samþykkt einróma. Guömundur Bjarnason umhverfis- ráöherra um flutning Landmælinga ríksins til Akraness. DV í gær. Alveg sérstaklega er þetta vont vegna okkar, stjórnarþingmanna Reykjavíkur. Guðmundur Hallvarösson þingmaður Sjálfstæöisflokksins um Landmælingamálið. DV í gær. Þjóðfélagshættir hér eru ekki þeir sömu og heima og þetta er annað umhverfi en menn eru vanir og það var svo- lítið sjokk þegar við komum fyrst í þetta umhverfi. Hreiöar Eiríksson, rannsóknarlögreglu- maður á Akureyri, heldur enn út í Atlanta. hað er ekki að hörkunni aö spyrja hjá þeim Norðanmönnum. Dagur á miðvikudag. fréttaskot úr fortíð Byltingin í Rússlandi kostar frá 1. maí einar tvær krónur (áður 5 krónur). Fæst hjá bóksölum og á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Alþýðublaðiö, fimmtudaginn 1. maí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.