Alþýðublaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
a
9
n
kosti 137 manns voru étin í bæjum og
þorpum Guangxi á síðari hluta sjö-
unda áratugar, Fólkið sem það gerði
var ekki þjakað af hungri.
„Það sem til kom var hugmynda-
fræði: Mannátið var frammi fyrir
fólki, oft skipulagt af embættismönn-
um kommúnistaflokksins og fólk tók
þátt í þessu til að sýna byltingareld-
móð sinn. Sú sem fýrst var til að rífa
kjöt af líkama skólastjóra eins var
fyrri unnusta sonar hans; hún vildi
sýna að hún hefði enga samúð með
honum og væri jafn ,/auð“ og öll hin.
f sumum framhaldsskólum slátruðu
nemendur kennurum sínum og skóla-
stjórum og steikm þá í skólagarðinum
og átu kjötið til að sýna sigur þeirra
yfir „gagnbyltingarmönnum“...“ Eft-
irfarandi er úr skjali um menningar-
byltinguna í Guizhou-héraði:
„Fjöldafundur til stuðnings alræð-
inu var haldinn í gagnfrœðaskólanum
í Shangsi, þar voru 12 manns drepnir
frammi fyrir öllum, og voru meðal
þeirra embœttismenn. Lifrin var rifin
úr nokkrum líkanna ogfarið með þœr
í mötuneyti héraðsstjórnarinnar.
„Kannski er þetta
nauðsynlegt" - sagði
snyrtileg kona, hátt-
sett í íslenska mennta-
kerfinu, þegar Pol Pot
hafði haft það af að
drepa hálfa aðra millj-
ón manna (og. þó lík-
lega fleiri) í nafni
kommúnismans. Spurt
hefur verið: Ef komm-
únisminn er dauður,
hvar er þá hræið? Hræ-
ið rotnar í brjóstum
þess fólks sem svona
hugsar.
Embœttismenn hreppa og samyrkju-
búa tóku þátt íþessu.
Það var einnig í Shangsi-héraði,
Siyang samyrkjubúi, að herstjórinn
fór til Hexing-þorps. Asamt með
kumpánum sínunt drápu þeir Deng
Yanxiong, rifu lifrina úr honum, suðu
hana og átu. Hann hvatti menn til að
éta mannalifur og sagði að það gerði
menn hugrakkari. Daginn eftir lét
hann drepa fjóra í viðbót og reif úr
þeim lifrina og dreifði þeim til tveggja
eða þriggja framleiðsluhópa til að
sýna „samvirkt alræði".
Lík voru limlest og þeim sundrað.
Það sem tók við eftir að fólk hafði
verið drepið var enn verra. Svo fór
fyrir þrem konum: Lu Yu úr Siyang
samyrkjubúi, Huang Shaoping, kenn-
ara í bamaskóla við Guangjiang-fljót;
Chen Guolian frá Shikang-bæ í Hepu-
hreppi. Þær vom barðar til dauða, prik
rekin í kynfæri þeirra og líkunum hent
nökmm í vegarskurð...
f Naqin-samyrkjubúi, Dongxing-
hreppi í Nabo-vinnuteyminu, ætluðu
þeir að taka Zhang Yueye af lífi, en
hann lifði það af að vera skotinn. For-
stjóri Skrifstofunnar til baráttu gegn
svartamarkaðsbraski tróð sprengiefni
upp í nasir honum. Þegar það sprakk
þeyttist blóð og hold Zhangs vítt um
kring.
Þegar barist var í Quinzou-hreppi
var Lu Jiezhen, útvarpskona úr litlu
teymi, tekin höndum og stungin til
bana. Drápsmennimir afklæddu hana,
stungu stórum flugeld inn í kynfæri
hennar, kveikm í og sprengdu hana.“
„Flestir hinna drepnu, hvarvetna í
Kína, vom fyrrverandi landeigendur
eða menntamenn og afkomendur
þeirra. Sumir höfðu lent í ónáð ein-
hvers valdamanns eða urðu að þjást
fyrir meintar syndir foreldra eða
maka.“
Fæstir glæpamannanna voru
nokkm sinni ákærðir og enn færri hafa
tekið út refsingu fyrir óhæfuverk sín.
Höfundamir bæta við:
„Hvers vegna að segja frá þessum
hrylling svo ítarlega? Vegna þess að
þetta er það sem áreiðanlega er vitað
og skjalfest. Eftir því sem losnar um
hömlur munu frásagnir af mörgum
fleiri slíkum atburðum koma fram í
dagsljósið og grafa enn undan stjóm-
kerfinu". (Bls. 73-75).
Maður var uppi að nafni Luo Ruiq-
ing, fyrrverandi öryggismálaráðherra.
Hann hefur skýrt svo frá að um 4
milljónir manna hafi verið teknar af —
h'fi í Kína árin 1948- 1955. Og em þau
ár þó talin frekar ,aóleg“. Árið 1957
kom herferðin gegn „hægrisinnum“
sem gekk undir nafninu Látið hundrað
(eða þúsund) blóm blómstra. Ein
heimild telur að um hálf milljón
manna hafi orðið fómarlömb þeirrar
herferðar (China Wakes, bls. 66).
Önnur heimild vitnar í opinberar
skýrslur þar sem segir að 100.000
andbyltingarmenn hafi verið afhjúpað-
ir og fengið viðeigandi meðferð, 1,7
milljónir hafi „sætt lögreglurannsókn"
en allmargar milljónir hafi verið
„sendir út i sveit til endumppeldis“, en
með því er átt við dauða, fangavist eða
útlegð með því að mönnum var sturt-
að á fjöll eða á víðavang. (The Broken
Mirror, G. Hicks (ed), London 1990,
bls. 350). Þá kom „stóra stökkið frant
á við“ 1958-1960. Um 30 milljónir
manna fómst í þeirri herferð (sbr. R.
MacFarquhar: The Origins of the
Cultural Revolution, II. bls. 330).
Hversu margir fómst í menningarbylt-
ingunni? Opinber ævisaga Zhou Enla-
is eftir P.J. Fang og L.G.fang (Beijing
1986) gefur upp nákvæma tölu:
34.274 (bls.140). Franska fréttastofan
AFP hafði það eftir áreiðanlegum
heimildum árið 1979 að 400.000
manns hafi verið drepnir í menningar-
byltingunni (Lejonhufvud og Engq-
vist: Kineserne, Kh. 1986, bls. 270).
En ekki ómerkari heimild en Deng
Xiaoping kveður upp úr um það að
ein milljón manna hafi verið drepin.
Þeir sem rannsakað hafa rnálið hafa
komist að þeini niðurstöðu að alls séu
fórnarlömb menningarbyltingarinnar
100 milljónir manna, drepnir, hand-
teknir, útlægir. Ekki er hægt að segja
nákvæmlega til um hversu stór hluti
þessarar tölu er fjöldi drepinna (Brok-
en Mirror, loc. cit.).
Þá er eftir að telja fjöldamorðin á
Tiananmen-torgi þann 3. júní 1989.
Þar fómst eitthvað á núlli 400 og 3000
manns. (Einn í hópi lýðræðissinna á
torginu var Zhang Yi, sem áður var
nefndur, en honum tókst að sleppa
þaðan lifandi. Honum tókst að treina
tómna í felum þar til í janúar 1993, að
honum tókst að komast til Bandaríkj-
anna).
Hlýtur þetta ekki að gleðja hjarta
gamalla maóista og allra þeirra sem
álíta að hamingja mannkyns verði
tryggð með því að drepa og hneppa í
þrældóm alla þá sem hafa annan skiln-
ing á hamingjunni en kommúnista-
flokkurinn?
Hvað er mönnum sæmandi?
Til em gmnngildi slík að án þeirra
verður mannlegu lífi ekki lifað. Eitt
slíkt gmnngildi er virðing fyrir eigin
lífi og náungans. Mælikvarðinn á slíkt
gmnngildi er: Það sem þú vilt að aðrir
geri þér, skuluð þér og þeim gjöra.
Sérhver sannur kommúnisti gerir allt
sem hann getur til að eyða þessum
grunngildum. Siðlegt er það sem
gagnast Flokknum, sagði Lenín (og
eflir þar með vald hans). Sú regla opn-
ar hlið vítis. Stór hluti mannkyns hef-
ur orðið að þjást í því víti mikinn hluta
þessarar aldar. Þjóðir þær, sem kúgað-
ar voru innan Sovétríkjanna sjá nú
Menningarbyltingin í
Kína er einhver hrika-
legasta vilimennska
sem nokkur þjóð hefur
nokkurn tímann lent í
á allri vegferð mann-
kyns. Varla er hægt að
hugsa sér að mann-
kynið hafi nokkurn
tíma eða nokkurs
staðar komist á lægra
stig.
væntanlega fyrir endann á þrauta-
göngu sinni. Kínveijar eiga enn nokk-
uð langt í land.
Þeir menntamenn á Vesturlöndum
sem hafa tileinkað sér hugntyndafræði
Marx, Leníns og/eða Maós verða að
gera sér grein fyrir því að þar til þeir
taka til í sál sinni og gefa opinberlega,
hreint og skýrt og ótvírætt þá hug-
myndafræði upp á bátinn, verðskulda
þeir ekkert annað en fyrirlitningu allra
sæmilegra manna.