Alþýðublaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 12
t Eigendur Helgarpóstsins, með Árna Möller svínabónda í broddi fylking- ar, eru lukkulegir með Sæmund Guð- vinsson, nýjan rítstjóra blaðsins en hann tók við af Stefáni Hrafni Haga- lín, og telja hann rétta manninn til að stýra blaðinu. Það er hinsvegar ekkert leyndarmál að blaðið á við mikla rekstr- arörðugleika að stríða og gengið hefur afar illa að innheimta laun og aðrar skuldir hjá fyrirtækinu. Uppi eru vanga- veltur þess efnis að Aðal- stööin og Viöskiptablaðiö yfirtaki reksturinn á haust- dögum. Störf fram- kvæmdastjórans Por- björns Tjörva Stefáns- sonar hafa vægast sagt valdið miklum vonbrigð- um. Slæleg frammistaða hans ætti þó ekki að koma á óvart því reksturfjölmiðla var honum gersamlega hulinn heimur þegar hann tók við starfi í fyrra. Þeir sem til þekkja veltu fyrir sér hvað byggi að baki ráðningu hans, en það var enginn annar en Friðrik „mikli" Friðriksson sem réð Tjörva til starfa á sínum tíma. Friðrik gaf út hátíðlega yfirlýsingu fyrir nokkru um að hann væri hættur afskiptum af fjölmiðlum og útgáfu - enda Almenna bókafélagið komið vel og rækilega á hausinn. Tjörvi mun ef til vill á næstunni skipta um starfsvettvang líka, því samkvæmt áreið- anlegum heimildum Alþýöublaðsins eru eigendur HP nú að svipast um eftir manni til að taka við starfi hans... Hinir ágætu kollegar okkar á Timanum kafa stundum fulldjúpt i samsæris- kenningum. I fyrradag var sagt frá því í slúðurdálki þeirra að „hreinsanir" ættu sér stað innan Húsnæðisstofnunar og að starfsmenn væru grunaðir um brotlega starfsemi. í gær baðst Tíminn auðmjúk- lega afsökunar á ummælum sínum, og kvað þau „eiga enga stoð í veruleikan- um." En sama dag varTíminn tilbúinn með aöra samsæriskenningu, engu lak- ari en álíka innistæðulausa. í mynda- texta Alþýðublaösins i fyrradag af hátíð- arnefnd vegna kristnitökunnar hafði nefnilega óvart fallið niður nafn Vigdís- ar Finnbogadóttur forseta. Slíkt getur ávallt gerst, jafnvel á Tfmanum, en sam- særissmiður blaðsins taldi að með þessu væri verið að „hnykkja á" árásum Alþýðublaðsins gegn forsetanum! Hvað eiga menn þá að halda um nýlega mynd af ísólfi Gylfa Pálmasyni þingmanni í Tímanum - hún var sögð af Oddi Ólafs- syni aðstoðarritstjóra... r Þjónustuna færðu hjá okkur BÓKABró BKYMftBS Suðurgötu 1, 550 Sauðárkrókur sími 453 5950, fax 453 5661 • Bækur • Ritföng 9 Kodak express gæðaframköllun • Kodak myndbreytir 9 Canon Ijósritun Inýútkomnu Heimili og skóli, tímarit sem fjallar um skólamál eins og nafnið bendir til, er geðþekkt viðtal við Sigrúnu srn fj ittjsjí EIC Einangraðu með þéttullarplötum frá Steinullarverksmiðjunni Rétt val á einangrunarefnum er afar mikilvægt: Það stuðlar að öryggi og vellíðan. ÞaS er staSreynd aS hitaveitu- svæSin eru ekki óþrjótandi orkulindir. AS einangra eftir á er alltaf erfitt og kostnaSarsamt. Þegar hús eru klædd aS utan er nauSsynlegt aS einangra. Fyrir þessu eru fjölmörg rök. • ÞaS sparar orku og fjármuni. • ÞaS eykur þægindi, því veggir fá hærra og jafnara hitastig. • Veggir þorna fyrr og alkalí- skemmdir hætta. • Tæring burSarvirkis stöðvast. Steinull frá SteinullarverksmiSjunni er úrvals einangrun undir allar gerSir útveggjaklæSninga og einangrar jafnt gegn kulda, bruna og hljóði. ÞETTULLARPLOTUR - úrvals hitaeinangrun ÞETTULLARPLOTUR - ein besta brunavörn sem völ er á SteinullarverksmiSjan hf. Sauðárkróki - sími: 453-5000 - fax: 453-5106 Söluskrifstofa og rá&gjarfaþjónusta Fosshálsi 17-25 - sími: 567- 4716 fax: 587-5402 - GSM: 893-1334 ÞÉTTULLARPLÖTUR - úrvals hljóðeinangrun Magnúsdóttur oddvita R-listans en hún er með skólamálin á sinni könnu. í við- talinu talar Sigrún vítt og breytt um skólamáíin og henni sýnist vera mikil gerjun og metnaður hjá kennarastéttinni núna. Með viðtalinu eru birtar sérlega fallegar myndir af Sigrúnu og manni hennar Páli Péturssyni. í lokin er aðeins korhið inná tómstundirnar sem Sigrún segir að skornum skammti en þau hjón bregði sér þó til Höllustaða alltaf þegar færi gefast þar sem Páll fær útrás viö bú- störfin en hún í trjáræktinni: „Sumir segjast sjá á mér ákveðin sælusvip þeg- ar ég lít upp úr moldinni," segir Sig- rún... Skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur verið mjög til umfjöllun- ar í fjölmiðlum síðustu daga. Þar segir til dæmis að íslendingar hafi 8. bestu lífs- kjör í heiminum. Margir draga þó í efa hversu marktæk skýrslan er þegar lífs- kjör meðal ríkari þjóða éru annars vegar. Sá böggull fylgdi skammrifi við birtingu skýrslunnar að ekki mátti láta efni henn- ar uppskátt fyrr en miðvikudaginn 17. júlí samkvæmt fyrirmælum Sameinuðu þjóðanna. Fram að því var svokallað birtingarbann, eða „embargo", á skýrsl- unni. Þessu hlíttu allir fjölmiðlar á íslandi - að einum undanskildum. Það var fréttastofa Sjónvarpsins sem þjófstartaði og hóf að lesa uppúr skýrslunni strax að kvöldi mánudagSins 15. júlí. Ekki er gert ráð fyrir því að eftirmálar fylgi þessu bráðræði Boga Ágústssonar og hans fólks... Talsverðar breytingar eru fyrirhugaðar á vetrardagskrá Sjónvarpsins en ný- ráðinn dagskrárstjóri, Sigurður Val- geirsson, er nú byrjaður að láta til sín taka eftir fri. Sigurður tók við af vini sín- um Sveinbirni I. Baldvinssyni eftir að sá síðarnefndi sagði upp störfum vegna þess að hann taldi fjármuni af of skorn- um skammti til að sinna hlutverki sínu sómasamlega. Hinn fréttatengdi þáttur Dagsljós, sem Sigurðurstjórnaði í fyrra verður styttur verulega eða niður í hálf- tíma og verður á dagskrá strax að lokn- um kvöldfréttum. Svanhildur Konráðs- dóttir er ritstjóri þáttanna... Embættistaka nýs forseta lýðveldins- ins er mönnum hugleikin en hún verður 1. ágúst. Helgarpósturinn greinir frá því í fréttaklausu að þeir karlmenn sem verða viðstaddir þurfi annað hvort að vera klæddir í kjól og hvítt eða I smóking. Mörgum sem telja sig vera vel heima í reglum samkvæmislífsins kemur þetta spánskt fyrir sjónir. Þeir telja sig vita að smóking er klæðnaður sem ein- ungis er við hæfi þegar sól er tekin að hníga en ekki um hábjartan dag en emb- ættistakan er að degi til. Þetta gefur til- efni til vangaveltna um hvernig væntan- legur forseti hyggst vera klæddur? Ætlar hann að mæta í kjólfötum - eða kemur Ólafur Ragnar eftilvill í smóking?... Menningartímaritið Krónika, sem kom útfyrir um það bil tveimur mánuðum undir ritstjórn Karls Thor- bergs Birgissonar, hefur verið sett á salt. Eigendurtímaritsins, þær stöllur Edda Björgvinsdóttir og Margrét Ákadóttir að hugleiða næsta leik í stöð- unni. Útgáfa Krónikunnar reyndist tals- vert dýrari en þær áttu von á og er Karl nú í fríi meðan ákvörðun verður tekin um framhaldið. Karl var, eins og menn muna, einn af helstu stuðningsmönnum verðandi forseta... morgunverði, sem eftirréttur, ® eðabara..,bara. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.