Alþýðublaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 ur að gera sér grein fyrir því að hann er meðsekur um óhæfuverk kommún- ista. Hann er ekki glæpamaður sjálfur, en hann lýsir sig sjálfan siðlaust óþverramenni. Og hann er fordæman- legur sem slíkur. Og heldur áfram að vera fordæmanlegur þar til hann lýsir því yfir að hann iðrist orða sinna og skoðana og fordæmi allar fyrrí skoð- anir. Villimennska Ég hef farið um Kína þvert og endi- langt, frá Heilongjiang í norðri til Gu- amngzhou í suðri, frá Xiamen í vestri til Xinjiang í vestri. Ég hef talað við §ölda fólks, ég hef heimsótt bændur í ldnversku þorpi. Ég veit vel hvað snýr upp og hvað snýr niður þegar rætt er um Kína. Ég þekki fyrrverandi hún- veibín-a (rauða varðliða) og menn sem urðu fómarlömb þeirra. Eg frétti vissulega meira frá þeim sem töpuðu mörgum ámm af ævi sinni í útlegð og fangabúðum heldur en frá rauðu varð- liðunum sjálfum, því að hinum síðar- nefndu var svo farið að þeir höfðu enga sérstaka löngun til að tíunda af- rek sín í menningarbyltingunni. Ég veit að þeir höfðu enga ástæðu til að ljúga að mér um það sem gerðist. Menningarbyltingin í Kfna er ein- hver hrikalegasta vilimennska sem nokkur þjóð hefur nokkurn tímann lent í á allri vegferð mannkyns. Varla er hægt að hugsa sér að mannkynið hafi nokkum tíma eða nokkurs staðar komist á lægra stig. Nafn rithöfundarins Zheng Yi er kunnugt úr bók eftir Nicholas D. Kristof og Sheryl Wudunn: China Wakes, London 1994. Þar segir, þegar þau ræða um menningarbyltinguna: „Þessi upplausnaráratugur gróf undan valdatilkalli flokksins meir en nokkuð annað og það er engum kleift að ýkja grimmdarverkin sem framin voru. Árið 1992 fékk ég í hendur leyniskjöl Kommúnistaflokksins um útbreitt mannát á tímum menningar- byltingarinnar í Guangxi-héraði, suður Kína. Zheng Yi afhenti mér þessi skjöl. Hann er kínverskur rithöfundur og andófsmaður sem hafði rannsakað gaumgæfilega mannát. f upphafi vissi ég ekki hverju ég ætti að trúa, en eftir því sem ég las skjölin út í æsar, og þeim mun fleiri Kínverja sem ég ræddi við, þeim mun sannfærðari var ég um að skjölin væru ófölsuð. Þau voru rituð á blöð með opinberum bréf- hausum og stimpluð með stimplum hins opinbera, þar var og tiltekið hversu mörg eintök voru útbúin af hveiju skjali, 39 af einu, 18 af öðru og svo framvegis," _iy . ( SkjÖlin gféihdu'ira því að minnsta Arnór Hannibalsson prófessor skrifar Mannnatur & tvöfeldni Enn eru uppi á dögum menn sem aðhyllast kommúnisma, marx- lenínisma, maóisma og fleiri isma sem hafa svipað innihald. Þeim er öllum það sameiginlegt að hugsjón þeirra er sú að föðurland þeirra, og helst heimsbyggðin öll, lúti yfirvaldi eins flokks sem stendur fyrir því að útrýma öllum andstæðingum sínum og hneppa afganginn af mannfólkinu í ljötra kúgunar og þrælahalds. Þessar hugsjónir hafa verið fram- kvæmdar á þessari öld í stórum hluta heimsins, allt frá Saxelfi í vetri og til Kyrrahafs í austri. Staðreyndir um stjórnarhætti kommúnistaflokka á þessu landsvæði á þessari öld eru vel kunnar. En svo vildi til að fjölmargir menn, einkum menntamenn, sem bjuggu í ekki-sósíalistískum þjóðfé- lögum og nutu lýðræðis og mannrétt- inda, tóku ástfóstri við kúgunarkerfið og boðuðu það öllum lýð. Þegar þeir stóðu frammi fyrir gjörðum skoðana- bræðra sinna austan jámtjaldsins voru viðbrögðin einatt af tvennu tagi: Ann- að hvort að neita staðreyndum eða gera þann sem fréttirnar flutti tor- tryggilegan. Einatt var hvorttveggja reynt. Þegar fréttir bárust af gjörðum Sta- líns á fjórða og fimmta áratugnum brugðust Halldór Kiljan Laxness og skoðanabræður hans hér á íslandi þannig við að þeir gengu beint í ber- högg við staðreyndirnar og ætluðust til að aðrir færu eins að. Enn er sama aðferdin nötuð. Þegar sannar fréttir fara að síast út um gjörð- ir mesta fjöldamorðingja sögunnar, Maós, þá er aðferðin sú að kyngja ekki fréttunum og rekja þær út í fárán- leika með líkingum við eitthvað annað sem enginn trúir. Þegar sannar fréttir fara að síast út um gjörðir mesta fjölda- morðingja sögunnar, Maós, þá er aðferðin sú að kyngja ekki fréttunum og rekja þær út í fáránleika með líkingum við eitt- hvað annað sem eng- inn trúir. Að skera menn á háls Hver sá sem lýsir því yfir að hann sé kommúnisti, maóisti eða eitthvað þvílíkt lýsir því jafnframt yfir að hann sé reiðubúinn að koma samfélaginu með morðum og ofbeldi niður á hið neðsta stig villimennsku. Hann er reiðubúinn að ganga að nágranna sín- um og skera hann á háls ef Flokkurinn eða Foringinn skipar svo fyrir. Ef hann jafnframt lýsir því yfir að hann kyngi ekki eða „kaupi" ekki fréttir af slíícum’ gjöíðiim skoðahábræðra 'h'áns er hann að hræsna. Ef hann er komm- únisti, maóisti og svo framvegis þá er hann reiðubúinn til þess. Ef hann er ekki reiðubúinn til þess er hann hvorki kommúnisti, maóisti né neitt þvflrkt. Ef hann ætlar að sameina það að geta ekki staðið að því að myrða náungann og kalla sig samt kommúnista, ma- óista eða þvílflct þá er það hreinn yfir- drepsskapur, uppgerð. Ef þetta fólk vill vera heiðarlegt og trúlegt myndi það lýsa því yfir beint og opinskátt: Já, þegar byltingin sigrar munum við drepa alla menntamenn, embættis- menn, lögreglumenn, fyrirtækjaeig- endur - í stuttu máli alla „stéttar- óvini“. En nú er þessari skoðun lætt fram með því að segja að Marx hafi einungis glapist um einn þriðja af því sem hann sagði. Tveir þriðju af kenn- ingu hans muni standa um aldur og ævi. Þessi hluti af Marx er þá lfldega hagkerfi hans og stéttakenning: Hug- myndafræði haturs og fátæktar, kenn- ing sem keyrir menn niður á hið neðsta stig andlegrar, líkamlegrar og siðgæðislegrar örbirgðar. Marxisminn lifir svo lengi sem öfund, hatur og drápsfýsn lifir í brjóstum manna. Hann lifir ekki sem hugsjón, sem verðug er siðuðu fólki, heldur sem skuggahlið mannlegs sálarlífs, sem form fyrir neikvæða afstöðu í garð ná- ungans, fyrir siðleysi og óþverrahátt. Það að líkja kenningu Marx við háleit- ar, sígildar hugsjónir sem æ munu búa með mannkyni er ekkert annað en öf- uguggaháttur. Menn geta' vfs'suTegá náð völdum með hatri og djöfulskap, en þeir menn tjalda til einnar nætur. „Kannski er þetta nauðsynlegt" - sagði snyrtileg kona, háttsett í íslenska menntakerfinu, þegar Pol Pot hafði haft það af að drepa hálfa aðra milljón manna (og þó líklega fleiri) í nafni kommúnismans. Spurt hefur verið: Ef Hver sá sem lýsir því yfir að hann sé komm- únisti, maóisti eða eitthvað þvílíkt lýsir því jafnframt yfir að hann sé reiðubúinn að koma samfélaginu með morðum og of- beldi niður á hið neðsta stig villi- mennsku. kommúnisminn er dauður, hvar er þá hræið? Hræið rotnar í brjóstum þess fólks sem svona hugsar. Það eru undanbrögð og út í hött fyrir kommúnista að afsaka sig með því að það sé ekki hægt að gera mann sem lærði í Þýskalandi 1924 ábyrgan fyrir fjöldamorðum Stalíns. Hver sá sem lýsir sér sem kommúnista lýsir því þar með yfir að hann álíti að allir andstæðingar Flokksins eigi ekkert annað betur skilið en að vera drepnir eða rotna í þrælabúðum, og hann hlýt-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.