Alþýðublaðið - 31.07.1996, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 31.07.1996, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ1996 s k o ð a n i r miVÐiiiiiieiii 21151. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Fíkniefni og friðþæging Samkvæmt fréttum hefur lögreglan vakt allan sólarhringinn við hús á Vatnsstíg í Reykjavík. Þar hefur hreiðrað um sig fólk sem áður hélt til í Mjölnisholti og mun stunda verslun með þýfi og eit- urlyf. Fólkið var flæmt úr Mjölnisholti með lögregluvaldi og samkvæmt tilskipan heilbrigðisfulltrúa, en einkum þó fyrir áeggj- an nokkurra fjölmiðla sem seint og snemma sögðu fréttir af glæpamennskunni sem þar þreifst. Sjónvarpsmönnum var leyft að taka myndir í Mjölnisholti og stóðu þær að öllu leyti undir væntingum manna um hvemig væri innanstokks í greni. En þótt íbúamir væm bomir útá götu var meinsemdin ekki þarmeð upp- rætt, og engin trygging fyrir því að þeir haldi ekki kaupskap áffam í öðmm skúmaskotum. Því hefur verið sannkallað umsát- ursástand á Vatnsstígnum þarsem árvökulir laganna verðir fylgj- ast grannt með þessum hellismönnum nútímans. Nú má spyrja hvort það sé einhver lausn þótt lögreglan elti Mjölnishyltinga hús úr húsi, og kosti til æmu fé og mannafla. Þeir sem svo rækilega hafa sagt skilið við mannlegt félag munu náttúrlega finna leiðir til að feta áfram braut ógæfunnar, hvað sem líður herópum ijölmiðla og afskiptum lögreglu. Með þessum aðgerðum er heldur ekki verið að ráðast að rót þeirrar meinsemd- ar sem eiturlyf em orðin: einsog íslendingum er tamt er fremur bmgðist við afleiðingum en orsök. Á sama tíma og fjölmennt lögregluliðið einbeitir sér að fámennum flokki utangarðsmanna sýna tölur SÁA að eiturlyfjaneysla ungs fólks eykst stórlega. Og þrátt fyrir umsátur um bækistöðvar alræmdra eiturlyfjaneytenda er staðreyndin sú að fíkniefnadeild lögreglunnar nær sáralitlum árangri í seinni tíð. Allt ber þessvegna að sama bmnni: Röngum aðferðum er beitt. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi kynnti fyrr í vikunni kolsvarta skýrslu um aukna neyslu amfetamíns. Niðurstöður SÁÁ em þær að fyrstu sex mánuði ársins hafi notkun amfetamíns tvöfaldast hjá fólki undir 24 ára aldri. Tveir af hverjum þremur sjúklingum á Vogi yngri en 25 ára hafa prófað amfetamín og helmingur karlmanna á þessum aldri hefur notað efnið að minnsta kosti einu sinni í viku í hálft ár. Þórarinn rekur þennan faraldur til síðustu verslunarmannahelgar, og segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Um þetta leyti í fyrra keyptu hundmð ung- menna sér í fyrsta sinn E-pillu eða amfetamín. Hámarki var náð um verslunarmannahelgina og fræg var Uxahátíðin svokallaða. Amfetamín- og E-pilluballið hélt svo áfram á skemmtistöðum Reykjavíkur um haustið. Við þetta breyttust ungmenni sem áður vom röskir skemmtanadrykkjumenn í fíkna amfetamínneytendur. Um haustið flosnaði margt af þessu fólki uppúr vinnu og skóla og leitaði sér meðferðar í fyrsta sinn hjá SÁÁ.“ Þá kemur fram í máli Þórarins að flest ungmenni sem komið hafa í meðferð á Vogi á þessu ári segjast hafa prófað amfetamín eða E-pillu í kringum verslunarmannahelgina í fýrra. Yfirlæknirinn á Vogi vill taka höndum saman við fólk í heil- brigðiskerfi, lögreglu og menntakerfí til að spyma gegn þessari geigvænlegu þróun. Eiturfaraldurinn sýnir að það þarf nýja hugs- un og aðrar aðferðir til að ná árangri. Jákvæðan vott um slíkt er að finna í jafningjafræðslunni sem svo er kölluð, en það þarf meira til. En samkvæmt orðum Þórarins Tyrfíngssonar er for- gangsverkefni núna, þegar verslunarmannahelgi fer í hönd, að uppræta með öllum ráðum sölu og neyslu eiturlyfja á útihátíðun- um. Ella er við því að búast að enn fleiri ungmenni verði band- ingjar eiturs og eymdar. Þetta er mun brýnna verkefni en að elta fáeina útilegumenn á röndum, enda virðist þar einkum um að ræða friðþægingu lögreglunnar gagnvart fjölmiðlum og almenn- ingi. ■ Pólitfsk afturganga s Bjóðsögum okkar eru fjölmargar 'ásagnir af kuklurum sem náðu að vekja upp drauga, sem þeir misstu svo alla stjóm á sökum fákunnáttu. Upp- vakningamir, er alla jafna vom magn- aðir til að vinna andstæðingum mein, fóru þá að lifa sjálfstæðu lífi og ásækja skapara sinn og hans fólk jaíht sem aðra. Samkvæmt fræðunum var hætt við að þannig færi ef kuklarann brast kunnáttu eða kjark til að kara drauginn (eins og kýr karar kálf) og bíta hann í geirvörtuna. Pallborðið | Áróðursbragð Ein slík ókömð afturganga birtist á forsíðu Alþýðublaðsins síðast liðinn fimmtudag. Afturganga þessi var upp- vakin í ársbyrjun 1992 af því fólki í Alþýðuflokknum sem sat Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta fólk kynnti sig sem handhafa félagshyggjunnar í flokknum og hver sá sem ekki væri með þvf var þar með á móti félags- hyggjunni. Verstur allra vonda, móti félagshyggjunni, var Jón Baldvin. Ein „sendingin“ sem frá þessu liði kom sem sönnun um svik flokksins við fé- lagshyggjuna var sá pólitíski „upp- vakningur" að Jón Baldvin hefði lofað fyrir kosningamar 1991 að ef meiri- hluti næðist þá sæti stjóm krata, alla- balla og ffamsóknar áfram. Það loforð hefði flokkurinn síðan svikið og þar með félagshyggjuna og jafnaðarstefn- una - ditto: Burt með Jón. Nú em liðin rúm fjögur ár frá því að þessir reimleikar voru í flokknum. „Uppvakningurinn“, - áróðursbragð þeirra, er Jóhanna var setin af, höktir þó enn og hrellir flokkinn. Nýjasta dæmið er áðurnefnd forsíðufrétt, í henni kemur frarn að draugnum hefur tekist að villa svo um fyrir stjómar- mönnum í Alþýðuflokksfélagi Hafn- arfjarðar að þeir góðu drengir lifa í þeirri vissu, eins og einn stjórnar- manna segir, að Alþýðuflokkurinn hafi svikið samstarfsflokka sína eftir þingkosningar 1991. Álver og EES í þessari „vissu“ stjómarmannsins er öllum staðreyndum mála svo gjör- samlega snúið við að ekki verður un- að. Það rétta í þessu máli kom ótvírætt fram í sjónvarpsþætti rétt fyrir kjördag þar sem saman voru formenn allra flokka. Heitasta málið og mest rædda í þessum sjónvarpsþætti var samningur- inn um EES. Heiftþrungin andstaða Alþýðubandalagsins, Framsóknar- flokksins og Samtaka um Kvennalista gegn samningnum og yfirlýsingar um að flokkar þeirra myndu aldrei sam- þykkja hann var það sem upp úr stóð í þeirra máli og árásir þeirra á Alþýðu- flokkinn og dylgjur um föðurlands- svik vegna stuðnings hans við EES voru fremur í ætt við æðisköst en stjómmálaumræðu. Undir lok þáttar- ins lagði svo stjórnandi hans eina spumingu fyrir alla formennina. Sú spuming var efnislega: Með hveijum vill flokkur þinn mynda ríkisstjóm? Allir formennimir snem sig út úr þess- ari spurningu með sama hætti og sögðu að það færi eftir því með hveij- um næðist samstaða um málefni. Að- eins einn þeirra, Jón Baldvin, formað- ur Alþýðuflokksins, hafði þann kjark þetta kvöld, áður en kosíð var; að sýna kjósendum þann heiðarleika að kynna áform sín um stjómarmyhdun. Hann sagði meðal annars að flokkurinn myndi skilyrða stjómarmyndun við samstöðu um að hefja framkvæmdir við álver á Keilisnesi og fullgera samninginn um Evrópska efnahags- svæðið. „Kjósendum á því að vera ljóst,“ sagði Jón Baldvin, „eftir um- ræðurnar hér í kvöld hvar Alþýðu- flokkurinn mun leita fyrir sér um stjómarmyndun.“ EES-samningurinn var svo sam- þykktur af þáverandi stjómarflokkum, aðrir flokkar voru sjálfir sér sam- kvæmir og á móti honum, eins og þeir höfðu lofað fyrir kosningar. Sof í ró Það em því ósannindi, eins og þjóð- in getur borið vitni um, þegar því er haldið ffam að Alþýðuflokkurinn hafi svikið loforð um stjómarmyndun með Alþýðubandalaginu eftir þingkosning- amar 1991. Þvert á móti þá gaf flökk- urinn kjósendum loforð um að víkja ekki ffá því að ná fram samningnum um EES sem þýddi, miðað við ófrá- víkjanlega stefnu Alþýðúbandalags- ins, loforð um að mynda ekki stjórn með því. Ég vona svo að þessi skrif mín verði til þess að létta á samvisku þeirra flokksfélaga minna sem hafa kvalist í þeirri trú að Alþýðuflokkur- inn hafi svikið Alþýðubandalagið eftir kosningamar 1991. Alþýðuflokkurinn svíkur ekki samstarfsmenn sína, hann gengur frekar undir byrðar þeirra, því jafnaðarmenn vita vel að stundum kostar nokkur að vera maður. ■ Ég vona svo að þessi skrif mín verði til þess að létta á samvisku þeirra flokksfélaga minna sem hafa kvalist í þeirri trú að Alþýðuflokkurinn hafi svikið Alþýðubandalagið eftir kosningarnar 1991. Atburðir dagsins 1556 Ignatius Loyola, stofn- andi Jesúítareglunnar, deyr. 1919 Weimar-lýðveldið stofn- að í Þýskalandi. 1932 Nasistar tvöfalda þingmannafjölda sinn í Þýskalandi. 1935 Tryggvi Þórhallsson lést, 46 ára. Hann var forsætisráðherra 1927-32. 1975 Meðlimum írsku popp- hljómsveitarinnar Miami Showband gerð fyrirsát og þeir myrtir af byssumönnum úr röð- um mótmælenda. 1991 Kvik- myndin Böm náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson frum- sýnd. 1992 Fyrsta bamið fædd- ist eftir glasafrjóvgun hérlend- is. Það var 14 marka stúlka. Afmælisbörn dagsins Milton Friedman 1912, bandarískur hagfræðingur og fijálshyggjupostuli. Lynne Re- id Banks 1929, breskur rithöf- undur. Gcraldine Chaplin 1944, bandarísk leikkona, dótt- ir Charlie Chaplins. Annálsbrot dagsins Þennan vetur sat Magnús Benediktsson í höptum á Möðruvöllum í Hörgárdal, hjá sýslumanni Laurusi Scheving. Fór hann á alþing um sumarið. Voru enn höfð uppi mál hans um dráp Guðrúnar heitinnar Jónsdóttur. Var hann þá dæmd- ur útlægur og fengið far hjá kaupmanni í Spákonufells- höfða. Mælifellsannáll 1706. Mark dagsins Taktu aldrei mark á ófullum ís- lendíngi. Jón Marteinsson í íslandsklukku Halldórs Laxness. Málsháttur dagsins Svo fæðist fluga sem bjöm, þó af ólíkum bitum. Ást dagsins Við horfðumst f augu og ég sá bara mig og hún sá bara sig. Stanislaw Jerzy Lem. Orð dagsins Fyrir þreyttum ferðasegg fölskvast Ijósin brúna. Ráði Guð fyrir oddi og egg, ekki rata ég núna. Páll Vídalín. Skék dagsins Hvítur hefur nokkra yfirburði þegar við komum til leiks í skák dagsins. Wade hefur hvítt og á leik gegn Shoebridge: skákin var tefld f Ástralíu 1945. Hvemig knýr hvítur fram snöggan sigur? Hvítur leikur og vinnur. 1. De7+! Bxe7 2. Hd4 Mát.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.