Alþýðublaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 I e i k h ú s ■ Er íslensk leikritagerð að blómstra? Fjöldi íslenskra verka fer á fjalirnar í vetur en ekki eru allir sammála um gæði íslenskrar leikritunar. Þóra Kristín ÁsgeirsdóttirveItir því fyrir sér hvers vegna svo margir eru að skrifa fyrir leikhúsið núna Þarf einfaldlega betri höfunda Smíðaverkstæðið frumsýnir verk eftir nýjan íslenskan höfund Hallgrím H. Helgason en það nefnist Vorkvöld með Krókódílum og er kynnt sem beinskeytt og léttgeggjað nýtt verk um íslenska nútímaæsku. segir Jón Viðar Jónsson. Ólafur Haukur Símonar- son: „Leikritagerð er gíf- urlega erfið bókmennta- grein þar sem margir eru kallaðir en fáir útvaldir." Athygli hefur vakið hversu mörg ný íslensk verk eru á verkefnaskrá leikhúsanna í vetur. Borgarleikhúsið er stærst í snið- um hvað þetta varðar með tíu íslensk verk á verkefnaskránni en Þjóðleik- húsið er með fimm íslensk verk á sinni könnu sem er svipað og verið hefur hin síðustu ár. Það eru þó litlu leikhúsin sem vinna stærsta afrekið. Nýstofnað Hafnarleikhús fer af stað með verk eftir Megas og Kaffileikhús- ið heldur áfram að kynna nýja ís- lenska leikritahöfunda auk þess sem Loftkastalinn sýnir nýtt leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson. En hver er or- sökin fyrir þessum aukna áhuga á ís- lenskri leikritun? Meðal leikskálda sem eiga verk á fjölunum í vetur eru menn eins og Kjartan Ragnarsson, Arni Ibsen, Sveinn Einarsson og Karl Ágúst Úlfs- son sem verður með verk í báðum stóru leikhúsunum, Borgarleikhúsi og Þjóðleikhúsi. En einnig ber mikið á ungum höfundum, Hallgrímur H. Helgason á nýtt verk í Þjóðleikhúsinu og Kristín Ómarsdóttir er höfundur Ástarsögu sem að Borgarleikhúsið tekur til sýninga eftir áramótin. „Þessi aukning er vissulega meðvit- uð hjá okkur í Borgarleikhúsinu og er hugsuð sem gjöf til Leikfélagsins og áhorfenda á afmælisári," sagði Hafliði Arngrímsson dramatúrg hjá Borgar- leikhúsinu. „Þetta er heilmikil viðbót en sem dæmi þá settum við upp fjögur íslensk verk í fyrra en í ár verða þau tíu talsins." Nú hafa forsvarsmenn leikhúsanna hvað eftir annað látið hafa eftir sér að ekki sé nægilegt framboð af góðum íslenskum verkum. Það vaknar því spuming um hvort breyting hafi orðið á eða hvort leikhúsin séu farin að slaka á kröfum sínum? „Það er ekki nema brot af þeim verkum sem okkur hafa borist sem fara á fjalimar og ég tel að þar sé um að ræða framúrskarandi verk sem höf- undar hafa unnið í samvinnu við okk- ur,“ sagði Hafliði. „Mörg þeirra hafa skrrskotun til fortíðarinnar þegar Leik- félag Reykjavíkur var að sýna verk sín í Iðnó eins og til dæmis verk Sigurðar Pálssonar og Karls Ágústs Úlfssonar." Kostnaðarsamt fyrirtæki „Ég hef ekki farið yfir það tölfræði- lega hvort um einhverja aukningu er að ræða milli ára,“ sagði Ólafúr Hauk- ur Símonarson rithöfundur og formað- ur Leikskáldafélags fslands. „En sjálf- sagt er það rétt. Það er mjög áhættu- samt fyrirtæki að setja upp leiksýn- ingu og kostnaðurinn veltur oft á tug- um milljóna króna. Það er því ekki nema eðlilegt að leikhúsin haldi frekar að sér höndunum. Á móti kemur hins- vegar að íslensk verk fá oftar en ekki betri aðsókn en hin. Það er mun ódýr- ara að gefa út skáldsögu eða ljóðabók en að koma saman leiksýningu. En mér hefur virst sem að það sé ákveðin ládeyða í skáldsagnagerð og þá er eðlilegt að höfundar líti til annara bók- menntagreina. Það gæti skýrt hluta af þeim áhuga sem beinist að leikhúsun- um í augnablikinu." Tæpast flutníngshæf verk „Verkefnaskrá leikhúsanna er enn sem komið er bara nöfn og titlar hjá mér eins og flestum öðrum,“ sagði Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi Dagsljóss. „Ég hef þó séð tvær sýningar en þar sem ég hef ekki enn fjallað um þær fyrir sjónvarpið mun ég ekki gera það hér. En mér finnst þó óhætt að segja að sú stefna Borgarleikhússins að hrúga upp Islenskum verkum á þessu ári lítur ekki vel út. Sum þeirra ís- lensku verka sem hafa verið sviðsett hjá leikhúsunum á undanfömum ámm hafa tæpast verið flutningshæf og mér finnst engin ástæða fyrir leikhúsin að kosta uppá slíka hluti." Karnivalstemmning á tímamótum „Ég byrjaði að fást við að skrifa leikrit fyrir tveimur ámm síðan en ég hef áður fengist við að þýða leikrit," sagði Hallgrímur H. Helgason en Þjóðleikhúsið fmmsýnir nýtt verk eftir hann á Smíðaverkstæðinu eftir ára- mótin. „Verkið mitt fjallar um krakka sem að em að dimmitera og fara um bæinn í furðulegum fötum meðan þau reyna að átta sig á lífinu og þeim tímamót- um sem þau standa á. Ég er að reyna að framkalla trúverðuga karaktera fólk sem að veigur er í fyrir áhorfandann að kynnast betur. En um leið býður efnið uppá kamivalstemmningu með tilheyrandi skírskotunum í gömlu meistarana eins og Shakespeare. Þetta er í raun opus tvö af öðm verki. Þjóð- leikhúsið var búið að ákveða að sýna það en niðurstaðan varð þessi þar sem þetta er léttara og skemmtilcgra “ Afrek litlu leikhópanna Höfundasmiðja Borgarleikhússins verður starfandi áfram í vetur eins og síðastliðið ár en þrjú verk verða flutt í Borgarleikhúsinu eftir höfunda smiðj- unnar næsta vor. Bæði Ólafur og Haf- liði telja að bæði námskeiðið hjá End- urmenntunarstofnun sem haldið var f fyrra og Smiðjan sem að spratt upp af því sé vaxtarbroddur nýrra höfunda. Benóný Ægisson sem var einn þátt- takenda í Höfundarsmiðjunni er að fara á starfslaun hjá Þjóðleikhúsinu og Ingibjörg Hjartardóttir var að frum- sýna verkið, Hinar Kýmar, hjá Kaffi- leikhúsinu fyrir skömmu. Af öðm má nefna afar frumlega leikgerð á Gunn- laugs Sögu ormstungu, sem sýnd er í Skemmtihúsinu við Laufásveg og hef- ur fengið ífábærar viðtökur auk þess sem nýtt atvinnuleikhús í Hafnarfirði byrjar leikárið með nýju íslensku verki eftir Megas. Það má einnig nefna að í Þjóðleikhúsinu hefur einnig verið í gangi einhverskonar höfunda- smiðja þar sem leikskáldum gefst kostur á að vinna verk sín í samstarfi Árni Ibsen hefur verið afkastamikið leikskáld undanfarin ár en hann starfaði í fjölda ára sem dramatúrg hjá Þjóðleikhúsinu. Nýlega frum- sýndi Borgarleikhúsið nýtt gaman- leikrit eftir Árna sem nefnist, Ef væri ég Guilfiskur. við leikara og leikstjóra. Að sögn Stefáns Baldurssonar hefur enn ekki sprottið sýning af þessum tilraunum en verkin hafa verið leiklesin fyrir leikara, höfunda og annað starfsfólk við húsin. Meðal þeirra sem hafa hlot- ið starfslaun um tveggja eða þriggja mánaða skeið hjá Þjóðleikhúsinu síð- ustu misserin eru Súsanna Svavars- dóttir, Gunnar Gunnarsson, Viðar Eggertsson og Karl Ágúst Úlfsson og Hallgrímur Helgason. „Ég held að dugnaður litlu sjálfstæðu leikhópana við að koma íslenskum verkum á framfæri sé kannski einna athyglis- verðastur í þessu öllu saman,“ sagði Hafliði Amgrímsson. „Þar er ekki um ræða aðila sem fá styrki frá ríki og borg heldur fólk sem að ber sjaldnast neitt úr býtum sjálft og gefur í mörg- um tilfellum sína vinnu." Að liggja eitthvað á hjarta „Mér finnst íslensk leikritagerð mjög fjölbreytileg og leikhúsið virðist eiga mjög sterk ítök í fólki en þar kemur ekki síst upp í hugann gróska litlu leikhópana sem em starfandi af fídonskrafti úti um allt land,“ sagði Hallgrímur H. Helgason leikritahöf- undur. „Það em margir að skrifa leik- rit og það kemur oft og iðulega fyrir þar sem ég er staddur fyrir tilviljun í matarboði eða partíi að húsráðandi nær í hálfklárað leikrit ofan í skúffu. Höfundasmiðjan hefur ekki virkað sem hvati á mig þar sem ég var ekki þátttakandi í henni nema sem áhorf- „Ég hef á tilfinningunni að það fari að skila sér nýir höfundar inn í leik- húsin og það er jákvætt ef leikhús- in taka vel á móti þeim," segir Ól- afur Haukur Símonarson. „Það verður engin smiður nema að kom- ast i smiðjuna." Ólafur á sjálfur tvö verk í Þjóðleikhúsinu í vetur. Þrek og tár sem gekk í allan fyrra vetur verður tekið upp að nýju á þessu leíkári auk þess sem frumsýnt verður nýtt dramatískt verk eftir Ólaf sem nefnist, Kennarar óskast. andi en mér finnst hún spennandi fyr- irbæri enda er áhugavert að sjá þegar verið er að vinna með verk. Sjálfur er ég spenntur fyrir því að sjá meira til Braga Ólafssonar í leikhúsinu en hann hefur þessa ljóðrænu taug sem er gaman að sjá tútna út á sviði. Einnig hlakka ég til að sjá nýja leikritið hans Megasar. Ég hugsa að áhuginn fyrir leikritum og handritagerð sé líka til- komin vegna vinsælda kvikmyndanna en það er með leikritun eins og aðrar bókmenntir að fólki þarf að liggja eitt- hvað á hjarta. Það þaif að vera til stað- ar dramatísk taug sem að kviknar af lífinu allt í kring. Þetta er grimmt list- form. Maður leggur kannski upp með einfaldar lausnir en áttar sig fljótlega á kröfum leikhússins og byrjar upp á nýtt. Það þarf yfirleitt að margskrifa hlutina áður en þeir verða nothæfir.“ Engar patentlausnir „Það eru engar patentlausnir til á þessu máli, hvorki höfundasmiðjur eða annað í þeim dúr þar sem útvaldir spekingar eru fengnir til að messa yfir fólki,“ sagði Jón Viðar Jónsson. „Leikhúsin verða að vera vakin og sofin í því að fá góða höfunda til liðs við sig. Það þarf einfaldlega betri höf- unda og þegar þeir koma fram á sjón- arsviðið þarf að hlúa að þeim og veita þeim aðhald. Það er gömul reynsla mín sem leiklistarstjóri útvarpsins í níu ár að íslenskir höíúndar eiga mi- sauðvelt með að vinna úr gagnrýni. Af ungum efnilegum höfundum þá vil ég nefna Hrafnhildi Hagalín Guðmunds- dóttur en verk hennar, Ég er meistar- inn, var framúrskarandi byijendaverk. Eldri höfundar á borð við Kjartan Ragnarsson og Ólaf Hauk Símonarson hafa hinsvegar verið að missa flugið að undanfömu.“ Afburðaverk eru kraftaverk ,Jvíenn hafa verið að bauka við að skrifa leikrit í hundruði ára en þrátt fyrir það em ekki nema nokkur hundr- uð verk sem hægt er að kalla klass- ísk,“ sagði Ólafur Haukur Símonar- „Það er ekki nema brot af þeim verkum sem okkur hafa borist sem fara á fjalirnar." Hafliði Arngrímsson Karl Ágúst Úlfsson á tvö verk í stóru leikhúsunum í vetur. Annars vegar er það leikritið, í hvítu myrkri, sem sýnt er í Þjóðleikhús- inu og hinsvegar leikritið, Fagra veröld, sem á að gerast á fjórða áratugnum og fjallar um fólk sem er að mörgu leyti dæmigerðir full- trúar þess tíma sem varð Tómasi Guðmundssyni yrkisefni í sam- nefndri Ijóðabók. Skáldinu Tómasi bregður fyrir í verkinu en tónlistin sem Gunnar Reynir Sveinsson hef- ur samið er gerð við Ijóð Tómasar. son. „Leikritagerð er gífurlega erfið bókmenntagrein þar sem margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Leikhúsin ganga vegna þessara afburðaverka sem eru hvert um sig kraftaverk en til þess að þau megi líta dagsins Ijós þarf að skrifa mörg miðlungsverk. Það er lögmálið að einungis þannig verður til vaxtarbroddur öflugrar leikritagerðar. Ég hef á tilfinningunni að það fari að skila sér nýir höfundar inn í leikhúsin og það er jákvætt ef leikhúsin taka vel á móti þeim. Það verður engin smiður nema að komast í smiðjuna." ■ „En mér finnst þó óhætt að segja að sú stefna Borgar- leikhússins að hrúga upp íslenskum verkum á þessu ári lítur ekki vel út." Jón Viðar Jónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.