Alþýðublaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996
■ Bill Clinton stendur með pálmann í
höndunum í kosningabaráttunni í
Bandaríkjunum og ekkert virðist geta
komið í veg fyrir að hann sitji annað kjör-
tímabil í Hvíta húsinu. Á sama tíma
gengur allt á afturfótunum hjá Bob Dole,
frambjóðanda repúblíkana, og upplausn
er í herbúðum hans
á heljarþröm
s
Isíðustu viku ætlaði Bob Dole for-
setaframbjóðandi að heimsækja
New Jersey fylki til að reyna að
rétta úr kútnum. Dole varð að hætta
við þá heimsókn vegna fellibylsins
Fran sem gekk yfir austurhluta Banda-
ríkjanna fyrir skömmu. I þeirri ferð
var áætlað að heimsækja verksmiðju
sem framleiðir björgunarvesti, báta og
fallhlífar. Þegar einn af leiðtogum
kosningabaráttu Doles heyrði af því
að þeir væru að heimsækja fyrirfæki
sem framleiðir útbúnað fyrir fólk í
sjávar- og lífsháska varð honum að
orði: „Ég þakka guði fyrir fellibyl-
inn.“
Eins og stendur veitir Dole ekki af
smá hjálp frá guði því hann er kominn
á heljarþröm í kosningabaráttunni. I
skoðanakönnun sem Repúblikana-
flokkurinn gerði í síðustu viku kom í
ljós að í nítján stærstu fylkjunum á
Dolc færri stuðningsmenn en and-
stæðingar Bill Clintons bandaríkjafor-
seta eru margir. Þetta þýðir að þeir
sem eru á móti Clinton geta ekki einu
sinni hugsað sér að styðja Dole gegn
núverandi forseta. Atvinnuleysi í
Bandaríkjunum hefur minnkað og trú
fólks á efnahag þjóðarinnar hefur
batnað. Kjósendur þakka Clinton
þessar breytingar. Flugárásirmir á írak
hafa rutt Dole út úr fjöimiðlum og
kjósendur hafa með því verið minntir
á að Dole hitti Saddam Hussein fyrir
Persaflóastríðið og hafði þau orð um
hann að „kannski væri von um að tala
manninn til“. Ef framboð Doles á að
vera eitthvað annað og meira en
formsatriði þarf hann að taka á honum
stóra sínum og það fljótt.
Aðalráðgjafinn rekinn
Loksins gerði hann eitthvað í mál-
unum. I sumar var hann sannfærður
um að gengi hans mundi batna þegar
líður á haustið en á meðan sýndu
skoðanakannanir að Clinton væri
kominn langt fram úr honum. Dole
sagði hveijum sem heyra vildi að þeg-
ar stefnuskrá hans væri tilbúin í sept-
ember og með vinsælan varaforseta-
frambjóðanda sér við hlið myndi fylgi
hans stórlega aukast. Bestu fréttimar
em þó þær að fjárhagsvandræði kosn-
ingasjóðs hans hafa lagast með aðstoð
Bandaríkjastjórnar sem lagði til 62
milljónir dollara. Með þessum pening-
um ætlaði hann að borga fyrir sjón-
varpsauglýsingar þar sem Dole kemur
fram og útlistar hvers vegna hann ætti
að verða forseti næstu fjögur árin en
ekki Clinton. Aðalráðgjafi hans í aug-
lýsingamálum, Don Sipple, sagði í ág-
úst að „Gamli hundurinn væri ekki til-
búinrík
Dole var loks tilbúinn og það fyrsta
sem hann gerði var að reka Don
Sipple eða öllu heldur var það kosn-
ingastjórinn hann Scott Reed. Sá hafði
fyrir löngu ætlað að finna annan mann
í stað Sipple og endurheimta þar með
yfirráð yfir kosningaáróðrinum. Sam-
an unnu Sipple og Mike Murphy nótt
og dag við að reyna nýjar auglýsinga-
aðferðir. Eini umbjóðandi hans var
forsetaefnið Bob Dole. Þeirri spurn-
ingu héfur verið varpað fram: Hveijir
sjá um kosningaáróðurinn, kosninga-
stjórinn eða auglýsingastofan?
Sambandsleysi. Það er talandi dæmi um lánleysi Doles að ekki einu sinni
allir þeir kjósendur sem þola ekki Clinton geta hugsað sér Dole í hans
stað.
Jack Kemp varaforsetaefni og kona hans Joanne láta vel hvort að öðru á kosningafundi í l\lew York. Kemp hefur
kvartað mjög yfir tilhögun kosningabaráttunnar.
og áheyrendur hafa verið hinir vina-
legustu enda valdir sérstaklega af for-
ystumönnum Repúblikanaflokksins.
Þessa áróðursherferð hafa aðstandend-
ur framboðsins kallað, án nokkurrar
kaldhæðni, „Listening to America"
eða Hlustað á Ameríku. Spumingam-
ar sem lagðar vom tyrir hann á fund-
unum vom svo einfaldar að Dole var
sjálfur farinn að brosa að þessu hlut-
leysi áhorfenda. Dole hefur ekki hald-
ið almennilegan blaðamannfund í
langan tíma. Skýringin er einföld: þau
fáu skipti sem hann lætur móðan mása
kemur hann sér í vandræði. Hann
virðist ekki geta gert upp við sig hver
forgangsröð áróðursins er. Jack Kemp
varaforsetaefni Doles hefur gramist
það hvert stefnir í þessari baráttu.
Hann hefur í tvígang kvartað yfir því
að vera sendur í þau hverfi þar sem
einungis hvítir og vel stæðir Amerík-
anar búa en ekki til verkafólksins í út-
hverfunum. Hann hefur einnig lagt til
að hann og Dole ferðist meira saman.
Kemp hefur trú á því að saman geti
þeir áorkað meiru, það lítur betur út
og svo gæti hann haldið Dole við efn-
ið, það er að segja skattamálin.
Dole veit hversu óvægar skoðana-
kannanir geta verið. f september 1976
vom hann og Gerald Ford 15 prósent-
ustigum á eftir Jimmy Carter og Walt-
er Mondale. f síðustu viku birtist
skoðanakönnun á vegum CNN frétta-
stofunnar og Time tímaritsins og
sýndi hún að Dole hefur fallið um 14
prósentustig í viðureign sinni við Bill
Clinton Bandaríkjaforseta og Ross
Perot.
f kosningunum 1976 náðu Ford og
Dole að minnka muninn niðrf eitt pró-
sentustig og var það kraftaverki líkast.
I þetta sinn verður að gera enn betur.B
Togstreita í kosningastjórn
Þótt enginn væri skipulagsstjórinn
áleit Reed sig vera við stjómvölinn en
það gerðu þeir félagar Sipple og
Murphy líka. Þeir urðu leiðir á því að
þurfa að bera allt undir Reed og höfðu
einnig áhyggjur af því að Reed stæði
sig ekki sem skyldi. Því fór svo að
þessar tvær fylkingar, ef svo má kalla,
hófu að vinna sitt í hvom lagi. Um-
ræðan um hveijir stjómuðu kosninga-
áróðrinum kom af stað annarri og al-
varlegri umræðu, - um hvað á áróður-
inn ætti að snúast. Sipple og félagar
vildu einbeita sér að lækkun skatta.
Reed vildi hins vegar víkka sjóndeild-
arhringinn og ræða um aukningu út-
gjalda, skattalækkun og niðurskurð
fjárlagahallans. Skattar urðu í þriðja
sæti í þessari keppni og Sipple fékk
ávítur fyrir að senda út óljós skilaboð.
Það kom honum hins vegar á óvart
þegar Reed sagði honum í síðustu
viku að búið væri að ráða nýjan skipu-
lagsstjóra og tæki hann við stjórnar-
taumunum. Sá er Paul Manfort. Sipple
og Murphy ákváðu þá að segja upp í
stað þess að missa stjómina. Reed hef-
ur fengið nýja auglýsingastjóra til að
búa til auglýsingar fyrir 45 milljónir
dollara fram í nóvember.
„Hlustað á Ameríku"
Hafi ráðgjafar Doles staðið í
ströngu bak við tjöldin þá hefur Dole
ekki gengið betur í ræðustólnum.
Hann hefur ferðast um og haldið fundi
Dole þiggur ráð Kemps varaforsetaefnis og Don Sundquists ríkisstjóra áð-
ur en hann heldur ræðu fyrir þeldökka blaðamenn í Nashville.