Alþýðublaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 17. september 1996 Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk 138. tölublað - 77. árgangur ■ Sníkjudýr í sandkössum barna Þrjár tegundir sníkjudýra í sandkössunum Geta lifað í mönnum og valdið sjúkdómum. Að minnsta kosti þrjár tegundir sníkjudýra fundust við rannsókn á hunda- og kattaskít í sandkössum á leik- svæðum barna í Reykjavík og Kópa- vogi. Allar þessar tegundir geta lifað í mönnum og valdið í þeim sjúkdómum. Þetta kom fram í rannsókn Heiðdísar Smáradóttur og Karls Skímissonar, en þau birta niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða sníkjudýr er að finna í sandkössum á leiksvæðum bama, ræða hættuna sem stafar af hunda- og kattasníkjudýmm og tilgreina leiðir sem miða að því að minnka hættuna á því að menn verði fyrir sníkjudýrasmiti af þessu tagi. Skýrsluhöfundar segja að engar tölur liggi fyrir um fjölda hunda og katta á ís- landi, en giska á að kettir séu tíu til fimmtán þúsund talsins en hundar íjög- ur til sexþúsund. Leitað var að sníkju- dýmm í 411 sandsýnum úr 32 sandköss- um. Einnig var leitað að katta- og hundaskít í sandkössunum. Niðurstöður vom þær að egg kattaspóluorms fundust í sandsýnum úr þremur kössum, egg ljónaspóluorms í tveimur kössum og egg hundaspóluorms í einum kassa. Þá fannst katta- eða hundaskítur í 21 kassa, eða tveimur af hverjum þremur sem leitað var í. Enginn kassanna sem sýni voru tekin úr voru með yfirbreiðslu. Skipt hafði verið um sand í ríflega þriðj- ungi kassanna sumarið 1995, en meira en ár var liðið ffá því skipt hafði verið um sand í hinum. Skýrsluhöfundar telja brýnt að bmgðist sé við og benda á þá einföldu leið að breiða yfir kassanna þegar þeir em ekki í notkun. Þannig er hægt að gera hin óvelkomnu sníkjudýr útlæg, og ekki þarf að hafa áhyggjur af heilsufari bamanna. Verð áður Allt að 64.000 kr. verðlækkun á Skoda Felicia Seljum síðustu bílana afSkoda Felicia árgerð 1996 á einstöku sértilboði. Verð nu fra WMTiim Skoda Felicia 1300 Combi 795 -000 849 000 Fyrirtæki og stofnanir Bjóðum einnig vsk-útgáfu á einstöku verði, eða frá 659.000 kr. Komdu núna í Jöfur og tryggðu þér glænýjan Skoda Felicia á sértilboði. Söluadilar Jöfurs á landsbyggdinni Akranes: Bílver, fsafjörður: Bllaþjónusta Daða, Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagflrðinga, Akureyri: Skálafell, Húsavík: Skipaafgreiðsla Húsavíkur, Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Höfn: Egill H. Benediktsson, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn, Selfoss: Bílasala Suðurlands 9 6 Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 ■ Gallup Framsókn á uppleið Alþýðuflokkur með 14 prósent og Þjóðvaki 0,6. Framsóknarflokkurinn bætir stöðu sína nokkuð í nýrri skoðanakönnun Gallups, en Sjálfstæðisflokkurinn dalar að sama skapi. Framsókn hefur nú 21,5 prósent fylgi miðað við ríflega 18 pró- sent í júlí og fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar úr 43,4 prósentum í 38,9. Fylgi stjómarandstöðuflokkanna er að mestu óbreytt, nema Kvennalistinn bætir við sig. Alþýðubandalagið hefur nú 18,3 prósenta fylgi, Alþýðuflokkurinn 14 og Kvennalistinn 6,5. Fylgi Þjóðvaka sam- kvæmt könnuninni er 0,6 prósent. Ahugamenn um pólitíska siðvæð- ingu eru nú farnir að kalla Finn Ingólfsson músina sem læðist en hann þykir öðrum Framsóknarmönn- um fremri hvað varðar plott og einka- vinavæðingu. Fyrir nokkru gerði Finnur Þorstein Ólafsson að stjómarfor- manni Iðnlánasjóðs og veitti honum sæti í stjórn Norræna fjárfestingabank- ans. Þorsteinn ereinkavinur Halldórs Ásgrímssonar en það virðist gott veganesti eftir því sem Alþýdublaðiö heyrir er Þorsteinn umdeildur jafnt inn- an flokks sem utan og hefur komið vfða við í viðskiptalífinu. Maður með reynslu. Ymsir innan Framsóknar- flokksins kjósa að kenna honum um hvernig eignir flokksins gufuðu upp í /VT-ævintýrinu. Þar var Þorsteinn var potturinn og pannan í því þó að skuld- inni hafi opinberlega verið skellt á Magnús Ólafsson þáverandi ritstjóra. Fjölmargir samvinnumenn telja sig eiga hönk uppá bakið á Þorsteini vegna þess hvernig fór fyrir Samband- inu en þar voru stærstu gjaldþrot sam- bandsfyrirtækjanna voru gæluverkefni Þorsteins einsog íslandslax. Þá mun Þorsteinn hafa komið að máli þegar Landsbankinn tók eignarleigufyrirtækið Lind uppí skuld SÍS við bankann og veldur bankanum verulegum búsifjum nú. Þangað réði Þorsteinn á sínum tíma einkavin sinn Þórð Inga Guð- mundsson. En nú bíða menn sem sagt með öndina í hálsinum hverju Þorsteinn tekur uppá hjá Iðnlána- sjóði... Þær stöllur Edda Björgvinsdóttir og Margrét Ákadóttir leikkonur eru ekki búnar að gefa frá sér alla von um feril innan útgáfubransans. Þær gáfu út menningarhandbókina Efst á baugi um hríð. Þá fengu þær Karl Th. Birgisson til liðs við sig sem tvískipti útgáfunni þannig að samhliða riti sem dreift var í hvert hús kom út menning- artímaritið Krónika. Það mun hafa ver- ið of dýrt fyrir fyrirtækið og Karl Th. hefur nú horfið til annarra verkefna eins og þeirra að skrifa forsetabókina. Edda og Margrét leita hins vegar upp- runans og ætla að gefa út Efst á baugi með sama hætti og var áður en Karl kom til skjalanna og hafa nú fengið Ævar Örn Jósepsson til að ritstýra blaðinu. Ævar annast næturvakt Rásar 2 um helgar en hann var einn þeirra sem sótti um stöðu dagskrárstjóra fyrir skömmu. Ævar Orn virðist nú ætla að beina framadraumum sínum á ritvöll- inn eins og fleiri Ijósvíkingar... Nú eru aðeins tvær umferðir eftir af íslandsmótinu og ef KR-ingar halda haus í viðureign sinni við Stjörn- una úr Garðabæ stefnir allt í hreinan úrslitaleik uppá Skaga í síðustu um- ferðinni. Vesturbæingar þykjast þurfa að reiða sig alfarið á eigin hæfni á knattspyrnuvellinum því þeir eiga ekki von á því að Vestmannaeyingartaki stig af ÍA í næstsíðustu umferðinni. Ef svo færi að KR-ingar vinna deildina verðurengin Evrópukeppni hjá ÍBV en vinni ÍA fer ÍBV í Evrópukeppni bikar- hafa. Áhangendur KR-liðsins eiga ekki von á því að Atli Eðvaldsson og hans menn í Eyjum fari að skjóta sig í tánna með því að hafa stig af Skagamönn- um...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.