Alþýðublaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.09.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 s k o ð a n i r UHmun 21177. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Birtir til á Balkanskaga Kosningamar í Bosníu-Herzegóvinu um helgina fóru betur fram en flestir þorðu að vona, og eru mikilvægt skref á langri leið til varanlegs friðar á Balkanskaga. Sú staðreynd að unnt var að halda kosningamar á annað borð er sigur fyrir þá sem vilja að Bosnía verði lýðræðislegt ríki þarsem fólk af öllum þjóðabrotum getur búið saman. Þannig em kosningamar ósigur stríðsæsinga- manna úr öllum fylkingum, eins þótt flokkar þeirra muni óhjá- kvæmilega bera sigur úr býtum að þessu sinni. Framtíð Bosníu ræðst íyrst og fremst í kosningum sem áformaðar em eftir tvö ár. fbúar Bosníu-Herzegóvinu vom um það bil hálf fimmta milljón þegar stríðið hófst vorið 1992. Þaraf vom Króatar um 17 prósent, Serbar 33 og múslimar 45. Enginn veit hversu margir féllu á styrjaldarámnum, en áætlað hefur verið að milli tvö og þrjú- hundmð þúsund hafi týnt lffi, einkum óbreyttir borgarar. Það er skelfilegur blóðtollur íyrir fámennt ríki. Hinar svokölluðu „þjóð- arhreinsanir" ollu því að rúmlega tvær milljónir vom hraktar frá heimilum sínum - nærfellt helmingur allra íbúa Bosníu. Vandi flóttafólks er að mestu óleystur og mun skapa mikla ólgu í land- inu á næstu missemm. Stríðið í Bosníu var mesti harmleikur Evrópu í hálfa öld. Öm- urlegust er vitaskuld sú staðreynd, að unnt hefði verið að koma í veg íyrir stríðið í öndverðu ef forysturíki heimsins hefðu bmgðist einarðlega við. Það var ekki gert. Nú hefur friðargæsluliðið hins- vegar sýnt í verki að það getur haldið hinum stríðandi fylkingum í skefjum, en framtíð þess í landinu er óráðin. Bandaríkjamenn hafa sagt að þeir muni kalla herlið sitt heim í desember, og flestar aðrar þjóðir sem eiga hlut að friðargæslunni hafa sagt að þær muni þá gera slíkt hið sama. Mjög ólíklegt verður að teljast að Bandaríkjamenn yfirgefi Bosníu eftir þrjá mánuði, en Clinton forseti hefur ekki viljað taka af skarið vegna kosningarbaráttunn- ar sem nú stendur yfir millum hans og Doles. Bandarískur al- menningur er lítið hrifínn af stríðsrekstri í fjarlægum deildum jarðar, en pólitísk nauðsyn mun knýja Bandaríkjamenn til að hafa lið sitt áfram á Balkanskaga. Ýmislegt bendir nú til þess að jarðvegur sé að skapast fyrir var- anlegan frið lýðveldanna sem áður mynduðu Júgóslavíu. Erki- fjendumir Króatía og Serbía hafa komið á formlegum stjómmála- tengslum, og á næstunni munu Bosnía og Serbía að öllum líkind- um stíga sama skref. Þá er Makedónía að feta sig til framtíðar, og þar hefur tekist að afstýra erjum þjóðabrotanna sem landið byggja. Ef sæmilegur friður verður áfram í Bosníu er hinsvegar ekki ósennilegt að sjónir manna beinist að Kosovo í Serbíu. Þar er tveimur milljónum Albana haldið í jámgreipum Serba, sem em tíu sinnum fámennari í héraðinu. Reyndar gengur næst krafta- verki að ekki hafi soðið uppúr í Kosovo, og vekur vonir um að hægt verði að fínna pólitíska lausn á vandanum þar. Þótt mörg mál séu óleyst á Balkanskaga hefur þróunin síðustu mánuði verið í rétta átt. Þjóðir Júgóslavíu sálugu em að gera sér ljóst að vandamálin verða ekki útkljáð með stríði, og alþjóðasam- félagið hefur líka loksins tekið af tvímæli um að fylkingarnar verða ekki látnar komast upp með að halda blóðbaðinu áfram. Að öllu samanlögðu em því loks jákvæð teikn á lofti yfir Balkan- skaga. ■ Silkihanskar og skítkast Um daginn birti Morgunblaðið skringilegan leiðara og kvartaði yfir harðorðri grein um Þorstein Páls- son í Alþýðublaðinu. Ég hef áður gert þennan leiðara að umtalsefni, en frá öðru sjónarhomi. Inntakið í boðskap Morgunblaðsins, þessa sjálfskipaða Vatíkans íslenskra fjölmiðla, var að menn ættu ekki í opinberri umræðu að viðhafa stóryrði um blessaða pólitík- usana okkar. Þeir ættu annað skilið, enda væm þeir áreiðanlega að gera sitt besta. B^^^gengur | Sá sem þetta ritar hefur að vísu tamið sér fyllstu háttvísi í skrifum um stjómmálamenn, en er hinsvegar á al- gerlega öndverðum meiði við stóra blaðið þegar það leggst gegn harka- legri gagnrýni á stjómmálamenn. Það er í hæsta máta pempíulegt ef ekki má segja tæpitungulaust álit á þeim sem eiga að stjóma landinu. Ef ég er til dæmis þeirrar skoðunar að í Þorsteini Pálssyni holdgervist summa meðal- mennskunnar og að hann valdi ekki starfi sfnu, þá áskil ég mér rétt til að segja það. Og mér fyndist beinlínis raunalegt að vita af Ingibjörgu Pálma- dóttur úti að aka með fimmtíu millj- arða ráðuneyti, þá vil ég fá að segja það. Og því miður: ég er þeirrar skoð- unar að Ingibjörg sé úti að aka, og að hún sé afleitur bílstjóri. Það er algengt að heyra stjómmála- menn kvarta undan gagnrýni almenn- ings og fjölmiðla. Jafnvel er af þeim að skilja að fjölmiðlamenn séu illa innrættir og almenningur því illa upp- lýstur um hið fórnfúsa starf stjórn- málamanna. En hér ber að hafa í huga að hin síðari ár hefur starf atvinnu- stjómmálamannsins tekið gmndvallar- breytingum. Æ fleiri pólitíkusar em á harðahlaupum á eftir almenningsálit- inu, en sárafáir virðast hinsvegar hafa metnað til að móta skoðanir þessa sama almennings. Fyrir vikið snýst umræða í pólitfk ekki um grundvallar- mál, heldur hvemig leysa eigi tiltekin aðsteðjandi vandamál. I augnablikinu man ég eftir tveimur metnaðarfullum stefnuskrármálum sem íslenskir stjómmálamenn hafa sett fram síðustu árin: Evrópumálum Jóns Baldvins og útflutningsleið Ólafs Ragnars. Báðum málunum var drepið á dreif í þjóð- málaumræðunni. Forsætisráðherrann, meintur pólitískur oddviti lands- manna, var látinn komast upp með að segja að Evrópumál væm einfaldlega ekki á dagskrá. Punktur. Stjórnmálamönnum sem elta al- menningsálitið hentar ákaflega vel að þurfa ekki að gera annað en bregðast við málum sem koma upp. Fréttir Rík- issjónvarpsins eru glöggt dæmi um þetta. Þar kemur hver ráðherrann á fætur öðmm í viðtal og segir álit sitt á fréttum dagsins. Ingibjörg Pálmadóttir kom oftar en ég kæri mig um að muna í viðtöl vegna læknadeilunnar, en hún hafði ekkert að segja, ekkert fram að færa. Davíð Oddsson hefur á sínum pólitíska ferli samtals komið fram með tvær nýjar hugmyndir: að selja Rás 2 og fækka þingmönnum. I ágætri grein í síðasta Vikublaði, málgagni Alþýðubandalagsins, sagði Páll Vilhjálmsson ritstjóri að þing- flokkar hefðu komið í stað stjómmála- flokka á Islandi og persónur í stað pól- itískra málefna. Þetta er kórrétt. Stjórnmálaflokkarnir laða fólk ekki lengur til starfa eða stefnumótunar. Starfið fer mestanpart fram innan þingflokkanna og flestir þingmenn hugsa fyrst og síðast um eigið skinn. Líf hins dæmigerða stjómmálamanns snýst um valdaplott og tilraunir til að komast að í sjónvarpinu. Vart er hægt að hugsa sér dapurlegra hlutskipti, og þvf ekki kynlegt þótt hæfileikafólki finnist lítt spennandi tilhugsun að hasla sér völl í pólitík. En þeir sem gefa kost á sér til starfa á Alþingi og komast kannski alla leið í ríkisstjóm eiga vitanlega að vera búnir undir harða gagnrýni. Það er engin ástæða til að vorkenna fólki fyrir að veita þjóðarbúinu forstöðu og höndla með milljarðatugi. Þessvegna er það rangt hjá Morgun- blaðinu að auglýsa eftir silkihönskum í umíjöllun um stjómmálamenn. Hins- vegar gegnir allt öðm máli um tilefn- islaust skítkast og róg. Það er talsverð- ur munur á því að biðja um afsögn ráðherra af því hann valdi ekki starf- inu, og að halda því fram að forseta- frambjóðandi sé njósnari og landráða- maður. ■ 0g mér fyndist beinlínis raunalegt að vita af Ingibjörgu Pálmadóttur úti að aka með fimmtfu milljarða ráðuneyti, þá vil ég fá að segja það. Og því miður: ég er þeirrar skoðunar að Ingibjörg sé úti að aka, og að hún sé afleitur bílstjóri. t e m b e r Atburðir dagsins 1701 Jóhann II Englandskon- ungur deyr. 1792 Djásnum frönsku krúnunnar stolið í Par- ís. 1844 Kosið til Alþingis í fyrsla sinn í Reykjavík, vegna fyrsta ráðgjafarþingsins. Svein- bjöm Egilsson rektor hlaut flest atkvæði, fimmtán, en neitaði þingsetu. 1908 Foringi í banda- ríska hemum lætur lífið í fiug- slysi, fyrstur manna í heimin- um, þegar Orville Wright brot- lendir vél sinni. 1917 Verslun- arráð Islands stofnað. 1941 Reza Pahlavi bolar hinum óvinsæla föður sínum úr emb- ætti og tekur við völdum í Iran. Afmæiisbörn dagsins William Carlos Williams 1883, bandarískt skáld. Annc Bancroft 1931, bandarísk leik- kona. Annálsbrot dagsins 5. Augusti deyði Mag. Brynj- ólfur Sveinsson, biskup í Skál- holti, 70 ára, embættis 35., hvers líki ekki hefur að nýj- ungu verið á Islandi. Hann hafði áður optlega sagt, að sinn afgangur mundi verða á því ári. Kjósarannáll 1675. Blekking dagsins Ef þú vilt blekkja heiminn, segðu þá sannlcikann. Bismarck. Málsháttur dagsins Skógur hefur eym, mörk hefur augu. Kóngur dagsins í ríki blindra er sá eineygði konungur. Macchiavelli. Orð dagsins Eg skal glaður una kyr angur þó að hljóti. Einhvemtíma batnarbyr þó blúsi nú á móti. Þorsteinn Jónsson, skáldi. Skák dagsins Skákþraut dagsins er afskap- lega einföld, og þessvegna eiga kannski einhverjir í vandræð- um með lausnina. Skákin var tefld á svæðamóti kvcnna í Blackpool fyrir sex ámm: For- bcs hefur hvítt og á leik gegn Milligan. Hvílur gerir útum taflið án frekari málalenginga. Ihttur leikur og vinnur. 1. I16h3! Svarta guðsmannin- um cm skyndilega allar bjargir bannaðar, og taflið tapað. Meira þurfti nú ekki til.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.