Alþýðublaðið - 17.09.1996, Side 1

Alþýðublaðið - 17.09.1996, Side 1
■ Vikublaðið dæmt í fjársektir fyrir grófar og ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir í garð látins manns, hann meðal annars sagður vanhæfur í starfi og sóðalegur slæmu innræti Lýsir - segir Guðmundur Oddsson einn stefnenda. Páll Vilhjálms- son: „Dómurinn ekki hliðhollur ritfrelsinu." „Um þennan dóm er það að segja að hann ber þess vitni að íslensk lög- fræði er aðeins kennd í Háskóla Is- lands og einhverra hluta vegna hefur upplýsingin farið framhjá lagadeild- inni. Hvergi annars staðar í okkar heimshluta eða á okkar menningar- svæði yrði dæmt á þennan veg,“ segir Páll Vilhjálmsson ritstjóri Vikublaðs- ins í samtali við Alþýðublaðið. ■ Afhverju eru svona margir að skrifa fyrir leikhús Þetta er grimmt listform -segir Hallgrímur H. Helgason leikskáld Athygli hefur vakið hversu mörg ný íslensk verk eru á verkefnaskrá leikhúsanna í vet- ur. Borgarleikhúsiö er stærst í sniðum hvað þetta varðar með tíu íslensk verk á verkefna- skránni en Þjóðleikhúsið er með fimm íslensk verk á sinni könnu sem er svipað og verið hefur hin síðustu ár. Það eru þó Iitlu leikhúsin sem vinna stærsta afrekið. Nýstofnað Hafnarleikhús fer af stað með verk eftir Megas og Kaffileik- húsið heldur áfram að kynna nýja íslenska leikritahöfunda auk þess sem Loftkastalinn sýnir nýtt leikrit eftir Þorvald Þorsteinsson svo fátt eitt sé nefnt. Það er auðvitað gleðiefni að aukning sé í frumflutningi íslenskra leikverka en þó eru deildar meiningar um hversu mikill menningarauki er af því. „Þetta er grimmt Iistform,“ segir Hallgrímur H. Helgason en nýtt leikverk eftir hann verður frumsýnt á þessu leik- ári. Jón Viðar Jónsson segir í samtali við blaðið: „Sú stefna Borgarleikhússins að hrúga upp íslenskum verkum á þessu ári lítur ekki vel út. Sum þeirra íslensku verka sem hafa verið sviðsett hjá leikhúsunum á undanförnum árum hafa tæp- ast verið flutningshæf og mér finnst engin ástæða fyrir leik- húsin að kosta uppá slíka hluti.“ Hallgrímur Helgason, dramatúrg hjá Borgarleikhús- inu segir einungis brot af þeim verkum sem leikhúsinu berist rati á fjalirnar. Sjá úttekt á blaðsíðu 5. Nýverið féll dómur í Héraðsdómi þar sem Páll Vilhjálmsson ritstjóri Vikublaðsins er dæmdur til að greiða stefnendum, Rósu Ingibjörgu, Berg- vini, Hrafni, Svanbjörgu, Leu og Guð- mundi Oddsbörnum 150 þúsund í málskostnað og 80 þúsund til að birta dómsniðurstöðu. Um er að ræða skrif í dálk sem bar yfirskriftina „Dásamlegt líf ‘ og 27. janúar er fjallað um skóla- stjóra sem kallaður er Oddur og þykir sannað fyrir dómi að fyrirmyndin sé Oddur heitinn Siguijónsson skólastjóri Víghólaskóla í Kópavogi. Samkvæmt framburði stefnda þykir einnig sýnt fram á tengsl Ingólfs V. Gíslasonar sem var í ritnefnd skólablaðs Víghóla- skóla á sínum tíma og hefur jafnframt skrifað af og til í Vikublaðið. í dómsorði segir meðal annars: „í greininni er vikið, með ósmekklegum hætti að vaxtarlagi skólastjórans og honum, lýst þannig að hann hafi verið alveg hnöttóttur og gjörsamlega ófær um að lyfta fæti frá jörðu. Samkæmt framburði Guðmundar var faðir hans meðalmaður á hæð og feitlaginn. [...] Fallast ber á að flest ummælin sem krafist er ómerkingar á séu óviður- kvæmileg í skilningi 1. mgr. 241. gr. í þeirn felast bæði ærumeiðandi móðg- anir og aðdróttanir í garð hins látna manns um vanhæfi í starfi, sóðaskap, 85,9 prósent telja að forsetinn muni standa sig vel í embætti. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinn- ar telur að Ólafur Ragnar Grímsson muni standa sig vel í embætti forseta íslands. Þetta kemur fram f nýrri skoðanakönnun Gallups. Spurt var: Telur þú að nýkjörinn forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, muni standa sig vel eða illa í emb- persónuleikabresti og valdníðslu gagnvart nemendum." Kristjana Jóns- dóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. „Lögjafa- og dómapraxísinn virðist vera þannig að ritfrelsi er þröngt stakkur skorinn," segir Páll. Hann seg- ir jafnframt að þetta hafi verið paród- ía, skrifuð í kennaraverkfallinu, í 1. persónu. Páll var tiltölulega nýtekinn við sem ritstjóri Vikublaðsins þegar pistillinn birtist en forveri hans var Hildur Jónsdóttir. „Ég tók við pistlin- um og gaf mér það að þetta væri tilbú- in persóna en ekki að þetta væri for- nafn einstaklings sem hefði gegnt skólastjórastöðu í Kópavogi. Mín skólaganga var í Keflavík og ég gat enga hugmynd haft um Odd skóla- stjóra í Kópavogi." Páll segist ekki hafa birt pistilinn hefði hann vitað að þama væri stuðst svo eindregið við til- tekna persónu. „Dálkurinn var hugs- aður til skemmtunar en ekki til að meiða persónu. Stefnendum var mjög umhugað um að fá nafn höfundar en höfðu þó skilning á því að ég gat ekki gefið nafn hans upp,“ segir Páll. Hann segir jafnframt að þetta sé í annað skipti sem Vikublaðinu er stefnt en fyrri stefnandi var Hrafn Gunnlaugs- son. „Ég hef aldrei verið dæmdur fyrr þannig að þetta eru mikil tímamót fýr- ir mig,“ segir Páll og að engin mál séu ætti? 85,9 prósent sögðust áh'ta að Ól- afur Ragnar muni standa sig vel, 7,7 prósent að hann muni standa sig illa og 6,4 höfðu ekki skoðun. I könnuninni kom ennfremur í ljós, að því eldra sem fólk er því hærra hlutfall telur að hann ntuni standa sig vel í embætti. Þannig telja 76 prósent þeitra sem eru yngri en 25 ára að Ól- afur Ragnar muni standa sig vel en rúmlega 93 prósent þeirra sem eru 55 á hendur blaðinu önnur. Þetta tiltekna mál fór ekki fyrir siðanefnd blaða- manna áður en það fór fyrir dómstóla. Páll ætlar ekki að áfría málinu til Hæstaréttar. „Þó að mér finnist dóm- urinn ekki hliðhollur ritfrelsinu ætla ég ekki að fara lengra með málið.“ „Ritfrelsi?" spyr Guðmundur Odds- son í samtali við Alþýðublaðið. „Greinin var ógeðsleg og varla lýsing á manni. Ég er ánægður með dóminn sem segir að löngu látnir menn eigi að geta verið í friði fyrir illa þenkjandi gömlum nemendum sínum. Að menn eigi ekki við það að búa að vera rakk- aðir niður 11 árum eftir andlát sitt af einhveijum sem einhverra hluta vegna voru reiðir sem ungir menn í skóla. Þetta er sigur fyrir það að menn geti ekki vaðið fram á ritvöllinn í því skyni að rakka menn niður sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér.“ Guðmundur segist ekkert hress með að þurfa að standa í málarekstri af þessu tagi, að hann hafi ýmsum öðr- um hnöppum að hneppa, en þetta kenni mönnum að það eru takmörk fyrir öllu. „Þetta á ekkert skylt við rit- frelsi heldur á þetta skylt við drullu- sokkshátt og slæmt innræti þess sem skrifar og það er miklu alvarlegra mál.“ ára eða eldri. Einsog við er að búast er afstaða nianna í stjómmálaflokkun- um nokkuð mismunandi í þessu ntáli. Á milli 90 og 98 prósent alþýðu- flokks-, framsóknar- og alþýðubanda- lagsmanna telja að Olafur Ragnar muni standa sig vel, en 77 prósent sjálfstæðismanna og um 70 prósent kvennalistakjósenda. Þess ber að geta að lítið er að marka hlutfall kjósenda Kvennalistans vegna fámennis. ■ Gamlir Bylgjuboltar og ís- lenska óperan í samstarfi Mjög spennandi - segir Soffía Karlsdóttir hjá óperunni . „Þetta er mjög spennandi," segir Soff- ía Karlsdóttir hjá Islensku ópemnni um næsta verkefni sem verður þar á fjölun- um. Það heitir Masterclass með Maríu Callas. „Masterclass er það kallað þegar kennari er með söngtíma á sviði með áhorfendum. Svo tekur meistarinn einn og einn nemanda uppá svið til með- höndlunar." Masterclass með Maríu Callas er sam- starfsverkefni Óperunnar og þeirra Bjama Þórs Haukssonar og Sigurðar Hlöðverssonar sem betur eru þekktir sem útvarpsstjörnurnar Siggi Hlö og Bjarni Þór á Bylgjunni. „Sú sýning er ekki ópera heldur fremur leikrit með söngvum," segir Soffía. „Við leggjum til húsnæði, hönnuði, sýningarstjóra og einnig eru fjármálin á okkar herðum. Þeir sjá um annað.“ Síðastliðið laugadagskvöld var troð- fullt á Galdra-Lofti. Nú em aðeins tvær sýningar eftir, dagana 21. og 28. októ- ber, og sýnt þykir að færri komast að en vilja. Bæði er það vegna þess að Siggi Hlö og Bjami Þór þurfa að komast að sem og að stjarna sýningarinnar, Berg- þór Pálsson stundar nú nám í London. Soffía vill vekja athygli á því að sýning- in næsta laugardag hefst klukkan 21:00 og er það vegna anna Sinfóníuhljóm- sveitarinnar sem mun spila á Isafirði þcnnan sama dag og korna svo að segja beint úr Fokkernum í gryfju fslensku ópemnnar. ■ Morgunblaðið neitar að birta grein þarsem afstaða blaðsins ergagnrýnd „Vandlætingar- fullir ritstjórar sem sjá ekki kjarna málsins" - segir Sigurður Þór Guðjóns- son rithöfundur. „Þingmenn og ráðherrar verða að axla ábyrgð á gjörðum sínum sem stjórn- málamenn og manneskjur. Ef þeir stuðla að tiltekinni óhamingju bama, sem er langt út fyrir það sem þeir munu nokk- um tima geta ímyndað sér, á þjóðin svo sannarlega að sýna þeim í tvo heimana. Veröld bamakláms og kynferðisofbeldis er feikna grimm og hörð. Bömunum er alls engin miskunn sýnd. Það kcmur engin mamma eða pabbi til hjálpar á síð- ustu stundu. Það koma bara seinheppnir embættismenn sem gaspra vitleysu. Og vandlætingarfullir ritstjórar sem sjá ekki kjama málsins, angist og sálameyð bam- anna, fyrir þóttafullri pólitískri smá- munasemi," segir Sigurður Þór Guðjóns- son rithöfundur í mjög athyglisverðri grein í Alþýðublaðinu í dag. Hann fjallar um forystugrein Morgunblaðsins á dög- unum þarsem Bolli Valgarðsson var gagnrýndur harðlega fyrir grein sem hann skrifaði í Alþýðublaðið um nýlega lagasemingu um bamaklám. Sigurður Þór sendi Morgunblaðinu grein sína, en ritstjórar þess neituðu að birta hana í blaði sínu. Sjá blaðsíðu þrjú Því eldra sem fólk er, því meiri trú hefur það á að Ólafur Ragnar Grímsson standi sig vel i embætti forseta íslands. Þingað um myndlistargagnrýni „Ég held að myndlistarmenn hafi aldrei hrakist af braut vegna gagnrýni. Hins vegar mótar gagnrýni óhjákvæmilega þá umræðu sem ríkir í þjóðfé- laginu og hefur þar af leiðandi töluverð áhrif á þá sem eru ennþá ómótaðir, það er að segja yngstu kynslóðina," segir Halldór Björn Runólfsson listfræðingur. Hann er meðal þátttakenda á alþjóðlegri ráðstefnu um myndlsitargagnrýni sem haldin verður í Norræna húsinu næstkomandi fimmtudag og föstudag. Viðtal við Halldór Björn er á bls. 7. ■ Skoðanakönnun Gallups Rífandi lukka með Ólaf Ragnar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.