Alþýðublaðið - 01.10.1996, Side 2

Alþýðublaðið - 01.10.1996, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 s k o d a n i r MMUBLMD 21185. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Lausn í Langholtskirkju Á sunnudag messaði séra Flóki Kristinsson í síðasta skipti sem sóknar- prestur Langholtskirkju, og mun á næstunni heija störf í þágu íslendinga á meginlandi Evrópu. Með því að taka boði um nýtt starf hjó séra Flóki á hnút sem virtist með öllu óleysanlegur, og hefur verið framhaldssaga í fjöl- miðlum síðustu misseri. Persónulegar etjur hans og Jóns Stefánssonar org- anista virtust komnar á það stig, að hvorugur myndi láta sinn hlut. Því er ákvörðun séra Flóka í alla staði virðingarverð, og ekki síður hitt, að hann skyldi við síðustu messu sína nota tækifærið og biðja þá fyrirgefningar sem hann kynni að hafa sært eða misboðið. Slíkur manndómur er ekki á allra færi í Þjóðkirkjunni, einsog dæmin sanna. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni hvemig staðið er að nýrri stöðu prests á meginlandinu. Forsætisráðherra hefur upplýst að alls hafi fjórir ráðherrar komið að lausn málsins, sem meðal annars kallaði á fimm milljón króna fjárveitingu. Vitanlega er aðdragandi málsins óvenjulegur, enda undirbún- ingur nýrra starfa á vegum hins opinbera allajafna með nokkuð öðmm hætti. Það má gagnrýna að staðan skuli ekki auglýst, en á móti kemur að hún er veitt séra Flóka í tilraunaskyni til eins árs. Fordæmi eru fyrir slíku. Að öllu samanlögðu er ekki unnt að gagnrýna þá ráðherra ríkisstjómarinnar sem lögðu sitt af mörkum til að leiða mál til lykta sem var fleinn í holdi kirkjunnar, og sem hún var ófær um að leysa. Þótt mörgum fyndist Langholtskirkjudeilan óskiljanleg og á köflum fá- ránleg afhjúpaði hún ákveðna veikleika innan kirkjunnar. Misklíð prests og organista snerist ekki um það fyrst og fremst hvort auglýsa ætti sérstaklega eiginkonu Jóns Stefánssonar í fréttabréfi kirkjunnar. Rætur deilunnar liggja í því, hver stjómar safnaðarstarfi og hvemig helgihaldi er hagað. Prestur og organisti höfðu einfaldlega gerólíkar skoðanir og hugmyndir í þessum efn- um. Annarsvegar var einn helsti kennimaður sinnar kynslóðar sem leggur áherslu á alvöm trúarinnar, hinsvegar metnaðarfullur kórstjóri sem umfram allt vill gera veg tónlistar sem mestan. Ugglaust hefði verið hægt að lægja öldur í sókninni fyrir löngu. Þjóð- kirkjan á hinsvegar í slíkri tilvistarkreppu að leiðtogar hennar hafa ekki ver- ið þess umkomnir að leiða hjörðina úr ógöngunum. Afskipti biskups Islands af Langholtskirkjudeilunni gerðu þannig illt verra á sínum tíma, og ekki verður annað séð en hálf ríkisstjómin hafi að lyktum orðið að taka frá hon- um þennan kaleik. Geðillska Matthíasar - gamansemi Moggans Bestu meðmælin með skýrslu Ríkisendurskoðunar um Byggðastofnun felast í stóryrðum Matthíasar Bjamasonar um að hún sé ómerkileg og illa unnin. Matthías var í mörg ár stjómarformaður Byggðastofnunar og tók þátt í að sólunda milljörðum króna. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur glöggt í ljós hvemig glómlaus misnotkun á almannafé hefur viðgengist í nafni al- gerlega óskilgreindrar byggðastefnu. Nánar verður fjallað í Alþýðublaðinu á næstunni um hina merkilegu skýrslu, en hægt er nefna nokkur dæmi um sukkið: Á síðustu ellefu ámm hefur Byggðastofnun lánað eða gefið ríflega 17 milljarða króna, án þess að nokkur stefnumörkun liggi að baki. Þegar er búið að afskrifa tæpa fjóra milljarða, og fyrir liggur að stofnunin hélt áfram að veita fé til fyrirtækja sem í raun vom gjaldþrota. Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að stuðla að þjóðfélagslega hag- kvæmri þróun byggðar í landinu. I þessu sambandi er athyglisvert að Vest- firðir fengu hvorki meira né minna en fjórðung af ffamlögum stofnunarinn- ar - en hvergi hefur fólki fækkað jafnmikið. Þetta sýnir ótvírætt að pólitísk fyrirgreiðsla er tilgangslaus og heimskuleg. Smáfurstamir sem sitja í stjóm Byggðastofnunar og ausa út peningum sem þeir eiga ekki em ekki að hugsa um hagsmuni heildarinnar - heldur næstu kosningar. Svo einfalt er það. Matthías Bjamason brást hinn versti við skýrslu Byggðastofnunar í við- tali við Morgunblaðið á sunnudag. En leiðarahöfundur sama blaðs sýndi hinsvegar af sér óvænta gamansemi í forystugrein um málið. Eftir að hafa gagnrýnt sukkið segir Mogginn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á sínum tíma barist hart gegn því að Framkvæmdastofnun, forveri Byggðastofnunar, yrði sett á laggimar; og að þær röksemdir sem talsmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu uppi gegn slíkri stofnun séu enn í fullu gildi. Er Morgunblaðinu al- vara? Sjálfstæðisflokkurinn á ekki minni þátt en Framsókn í gegndarlausu bmðli og óráðsíu sem kennt er við byggðastefnu. Smáfurstar Sjálfstæðis- flokksins hafa ausið milljörðum króna af almannafé til að kaupa atkvæði. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er þungur áfellisdómur yfir þessum mönnum. Þetta vita ritstjórar Morgunblaðsins. ■ Dreifbýlisgrín og hún hjálpar uppá sýninguna í raun- sæi sínu og léttir hún áhorfendum lífið með smekklegum formum sínum og skemmtilegum litasamsetningum. Lýsing Björns Bergsteins Guð- mundssonar er líka vel unnin og sam- spil leikmyndar og lýsingar gott. Hins vegar er spurning hvort ekki mætti nota lýsinguna betur til að þétta temp- óið í sýningunni. Búningar Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur eru verkinu trúir, svolítið klisjukenndir, svolítið gamaldags, en þó allt innan hófiegra marka nema ef vera kynni búningur Álfdísar þar sem klisjan um glæsipíuna er heldur banal. Leikhópurinn er mergur þessarar sýningar. Þar fara fremstir í flokki Spaugstofu-tríóið Sigurður Siguijóns- son, Om Ámason og Pálmi Gestsson, þrautþjálfaðir gamanleikarar sem kunna þetta allt saman. Það var gaman að sjá hversu vel þeim tókst að þræða hjá því að falla í gryiju ódýrra farsat- rikka og gæða einfaldar persónur sínar lífi. Hið sama má segja um aðra leik- ara sýningarinnar, þau: Róbert Arn- finnsson, Tinnu Gunnlaugsdóttur, Ól- afíu Hrönn Jónsdóttur, Guðrúnu Gísladóttur og Hörpu Arnardóttur. Hins vegar vöktu þau Vigdís Gunn- arsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson mesta athygli mína. Hjá þeim báðum mátti sjá einhvem nýjan tón, þroskað- ari og massívari og agaðari leik en ég hef áður séð til þeirra. ■ Niðurstaða: Gamaldags og klisju- kennt verk en sýningin er borin uppi af afbragðsgóðum leik. Út- koman svona la la afþreying fyrir þá sem vilja drepa tímann og finnst gaman að hlæja að dreif- býlisfólki. En aftur að Nönnu systur. Höfund- amir eiga það sameiginlegt að vera þekkt og virt nöfn úr íslensku listah'fi, með mikla reynslu að baki. Einar Kárason sem einn virtasti og vinsæl- asti rithöfundur okkar og Kjartan Ragnarsson sem einn afkastamesti og vinsælasti leikritahöfundur landsins um margra ára skeið. Því er eðlilegt að gera til þeirra nokkrar kröfur. Til að gera langa sögu stutta verður að segja eins og er að þetta höfundarverk þeirra er ekki mjög merkilegt heldur gamal- dags og klisjukenndur gamanleikur sem hefur ekkert nýtt eða spennandi að bjóða. Jú, jú, víst gengur hann upp, byggingin víðast hnökralaus og það má jafnvel hlæja á stöku stað, en hug- myndaflugið er ekkert - engin brilli- ans á ferðum. Ég man ekki betur en svona verk um fallandi og loftkenndan leikstjóra hafi verið sýndur í sjónvarpi fyrir nokkmm ámm undir nafninu Fé- lagsheimilið. Helsti kostur verksins er að það þykist ekki vera annað en það er, kliskjukenndur og metnaðarlaus gamanleikur sem hefur ekkert nýtt að spennandi að bjóða. Þetta er þokkalegt þorrablótsgrín en á ekkert erindi á stóra svið Þjóðleikhúss fslendinga. Leikstjóm Andrésar Sigurvinssonar er blátt áfram og stælalaus, kannski um of. Hraði sýningarinnar er helst til hægur og jafn og meiri hraðabreyting- ar hefðu án efa orðið henni til góðs. Andrés nýtur þess hins vegar að vera með í höndum afbragðs hóp leikara og vinna hans með þeim virðist stefna að því að gæða þessar klisjukenndu per- sónur holdi og blóði og hefur það tek- ist jú bara bærilega. Leikmynd Vignis Jóhannessonar er gott verk, stílhrein og hugsuð um leið Verkefni: Nanna systir Höfundar: Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Búningar: Þórunn Elfsabet Sveinsdóttir Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið - Stóra sviðið Það hlýtur að teljast umhugsunar- efni fyrir þá sem ríkjum ráða í leik- húsunum hvort þeir em ekki famir að sýna of mikið af íslenskum leikritum og hvort þeir setja kíkinn íyrir blinda augað þegar gæði þeirra em metin. f fyrstu fmmsýningahrinu vetrarins hafa verið sýnd fimm verk, þar af fjögur ís- lensk, sem eiga það öll sammerkt að vera svona tæplega meðalmennsku jukk og þaðan af verra. Getur verið að á þessum tímum niðurskurðar og að- halds í íjármálum, sem stjómað er af menningarsnauðum hagfræðingum, freistist leikhúsmenn til að setja upp eitthvað svona íslenskt í þeirri trú að það gangi betur í áhorfendur? Eða er hér á ferðinni samtrygging meðal- mennskunnar sem löngum hefur verið fyrirferðarmikil í íslensku listalífi? Það sem er merkilegast og gerir leikhúsum kleift að setja upp þessi verk án þess að úr verið einn allsherjar skandall er að við eigum nú stóran og breiðan hóp afbragðs leikara, sem eiga það orðið sammerkt með kollegum sínum breskum að það er nokk sama hvaða rusl er sett í hendumar á þeim, þeir hafa hæfileika og getu til að skila því með glans. Það er hins vegar áhyggjuefni að verkin skuli ekki gera meiri kröfiir og þegar flestir íslenskir leikstjórar virðast nokkuð staðnaðir og hugmyndasnauðir er hætt við að leik- aramir afskólist í leikhúsunum og sá efniviður sem fyrir hendi er nái ekki að blómstra og skila leiklistinni, áhorfendum og íslenskri menningu, þeim þroska sem öllum yrði til góðs. Þjóðleikhúsið er fremur þorparalegt í upphafi leikárs að þessu sinni. Tvö fyrstu verkefnin eiga það sameiginlegt að gerast í sjávarþorpi úti á landi, era bæði hlaðin persónum sem telja verð- ur klisjur úr bókmenntum og leikhúsi: Drykkfelldi og kvensami presturinn, tilfinningalega bældi og orðljóti gröfumaðurinn/sjómaðurinn, glæsip- ían að sunnan, þorpsfíflið, húmaníski og heimspekilega sinnaði bílstjórinn, snobbaða útgerðarfrúin, forvitna og málglaða kjaftakerlingin svo nokkrar séu nefndar. Svo sem ekki stórbrotið eða hugmyndaríkt og ekki veit ég hvað ræður þessari stefnu sem kalla mætti: hlæjum að dreifbýlisbúum, og hámárki náði í þeim hræðilegu sjón- varpsþáttum Þeytingi sem sýndur var í ríkissjónvarpinu í fyrra. Leikhús Arnór Benónýsson skrifar um leiklist iagatal 1. októmber Atburðir dagsins 1786 Oddur Gíslason, 46 ára jfrestur á Miklabæ í Skaga- firði, týndist á leið milli bæja. Þjóðsagan kennir kvendraugi um hvarfið. 1874 Kvennaskólinn í Reykjavík tók til starfa; Þóra Melsteð var fyrsti skólastjórinn. 1918 Arabíu-Lawrence og her Fai- sals emírs ná Damaskus úr höndum Tyrkja. 1938 Hitler sendir herlið til Súdetahérað- anna. 1974 Réttarhöld hefjast í Watergate- málinu. 1977 Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið stofnuð. 1987 48 átta ára gömul kona í Suður-Afríku elur þrfbura sem hún gekk með fyrir dótt- ur sína. Afmælisbörn dagsins Annie Besant 1847, ensk baráttukona fyrir þjóðfélags- umbótum; áhrifamikil í guð- spekihreyfingunni. Stanley Howard 1890, enskur leikari og skemmtikraftur. Vladimir Horovitz 1904, rússneskur píanóleikari. Walter Matt- hau 1920, bandarískur leik- ari. Jimmy Carter 1924, bandarískur forseti. Annáisbrot dagsins Þá varð víða um landið fólk bráðdautt. Tveir menn urðu bráðdauðir á sjó á Suðurnesj- um. Samanreiknað, að bráð- dauðir hefðu orðið á Suður- nesjum 12 menn með 1 konu, 7 í Húnavatnsþingi, líka nokkrir á Vestfjörðum. Heppni dagsins Læknar eru svo heppnir að sólin skín á lækningar þeirra, en mistökin eru grafin þrjár álnir í jörð. Sókrates. Málsháttur dagsins Láttu ekki hundinn hunangið geyma. Móðursýki dagsins Hjá þessari móðursjúku þjóð má ekkert satt segja, - um að gera að dylja allan sannleika, sem mönnum finnst sár í svipinn. Því fer margt sem það fer. Jón Trausti, 1873-1918. Orð dagsins Margar horfnar myndir vakna mér í sól, en gleði dvín, yndis hreins í hug eg sakna - hvar er bernsku sœlan mín? Gísli Brynjúlfsson. Skák dagsins Nú lítum við á snotra þraut þarsem Weichert með hvítt mátar Neye í þremur leikj- um, en þeir tefldu þessa skák árið 1937. Hvítur mátar í þremur leikj■ um. 1. Dh6+1! Bxh6 2. Rg5++ Kh8 3. Hh7 Skák og mát.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.